Alþýðublaðið - 28.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.12.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Geílð út aí AlþýðaflokknuM, 1920 s Þriðjudaginn 28. desember. 299 fcölubl. Skömtunin. Á stríðsárunum byrjaði hin svo- kallaða skömtun á einstökum vöru- tegundum. Tilgangurinn var sá, svo sem alkunnugt er, að skifta nauðsynjavörum, sem lítið var til af, réttlátlega niður á milli manna. En allir vita, að ef þesskonar skömtun hefði ekki farið frath, hefðu þeir efnaðri fengið mestan hluta hennar, en fátækur almenn- ingur oft og tíðum ekki neitt, «ins og sýndi sig við þær vörur, sem litið var til af, en ekki voru skamtaðar. Skömtun á vörutegund- um sem nóg er til af, mun aftur á móti hvergi hafa þekzt nema nú hér á íslandi, að landsstjórnin innleiðir skömtun á hveiti og sykri. Ekki af því, að ekki sé hægt að fá nóg af þessum varningi erlend- is, heldur af því, að hún ætlar að auka gjaldþol landsins með þessu orlendis. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hvað illa það kemur almenningi, að fá ekki þann sykur, sem hann er vanur að hafa, og séi’staklega kemur það sér illa fyrir alia þurrabúðarmenn, en það er svo að segja allur starfandi lýður allra kauptúna og sjávar- þorpa á landinu. Löggjafar landsins hafa undan- farið þurft með einhverju móti að fá tekjur í landssjóð, en alstaðar stóðu menn á verði, hver fyrir sína stétt, og neituðu harðlega aýjum sköttum. Alstaðar nema á einum stað: þar sem ieggja átti skattinn sem neyzlugjald á lífs- Qauðsynjar almennings, þar var enginn til svaranna. Og þessvegna hefir svo að segja hvert þing lagt skatt á lífsnauðsynjar almennings. Ea þingmönnum mun sjálfum hafa íundist það svfvirðing og þess vegna var fundið upp á því, að kalla sykurinn .óþarfa", þó það sé á vitorði allra, að hann er hin mesta þarfavara, að minsta kosti jþurrabúðarmönnum. Það er því ráðist hér á eina nauðsynjavöru almennings og almenningi skipað að spara hana við sig, hvort sem hann vill eda vill ekki, og hér er þvf uni ráðstöfun að ræða, af landsstjórnarinnar hálfu, sem mjög hæpið er hvort lögleg sé, og sjálfsagt er hún einsdæmi f ver- aldarsögunni. Að stjórnin reyndi að auka gjaldeyrir landsins erlendis, væri auðvitað ágætt, ef hún gerði það á þann hátt, að setja sölu afurð- anna íslenzku undir opinbera nefnd sem væri óháð fiskbröskurunutn og fiskbraskbankanum, og ef hún vildi spara, þá átti hún að láta lífsnauðsynjar almennings í friði En líklegast hefir fjármálaráð8 herrann, Magnús Guðmundsson, sem um daginn lýsti því yfir í Morgunblaðinu, að hann ætlaði í lengstu lög að reyna að hindra að landið tæki Ián (sem allir nema hann eru á eitt sáttir um að sé bezta leiðin í áttina út úr fjár- kreppunni) hugsað eitthvað á þá leið, að það væri óþarfi, að al- menningur æti svona mikið af sykri, hann gæti vel sparað hann og með þvf bætt dálítið úr gjald- eyriseklunni erlendis, sem fisk- braskararnir hafa komið landinu f. En honum hefir ekki komið til hugar, að almenningur ætti sjálfur að ráða því, hvort hann sparaði við sig sykur eða ekki. Aftur á mótl virðist það hafa staðið lands- stjórninni mjög ljóst fyrir sjónum, að efnamennirnir ættu ekki að spara sykurinn. Eða til hvers ann- ars var skömtunin auglýst tveim mánuðum áður en hún gekk f gildi, ef það var ekki til þess að efna- mennirnir gætu birgt sigí Bíóin. Gamla bíó sýnir: .Sól- skinsstúlkan“, aðalhlutverkið leikur Mary Pickford Nýja bfó sýair: .Stfgvélaði kötturinn*, afar-skemti- leg mynd í 6 þáttum. Wrangel hershöjðingi og ófarir hans. Eftir friðarsamningana í Rfga milli Bolsévikka og Pólverja, er mælt að Troizkij hafi sagst mundi ha(da liði sínu móti Wrangel hers- höfðingja og gera Svartahajið að rauðu hafi, þótti flestum þetta gífuryrði, því ástæður Rússa virt* ust eigi glæsilegar. Þetta er nú samt komið fram og nokkru fyr en flesta varði. Rússar höfðu farið ósigur fyrir Pólverjum og Iátið margt manna og mikið herfangj urðu þeir að kaupa friðinn afarkostum því Pól- verjar voru viti sínu fjær af land- vinningahug, enda þóttust þeir og skáka í valdi vesturríkjanna. Meðan á pólska ófriðnum stóð, hafði Wrangel hershöfðingi haldið liði sínu norður Rúss'and, voru Bolsévikkar liðfáir fyrir og hrukku undan en Wrangel fékk jafnan sigur og gerði mikil hervirki, hafði hann tekið mikið af korn- löndunum í Ukrarne og átti skamt eftir ófarið til kolahéraðanna þar sem eru Iffsskilyrði Bolsévikka. Borgarablöð Evrópu skrifuðu drjúg- iangar greinar um hernað hans og þótti horfa vænlega, að hann fengi náð Moskva fyrir veturinn, sögðu þau uppreisn og byltingar gegn Bolsévikkum víðsvegar um Rússland, en þó mest í Moskva. Barst hróður Wrangels vfða um lönd og var hann nefndur „frels- ari Evrópu" en örlög Bolsévism- ans þótti hann hafa í hendi sér. Wrangel hershöfðingi er rúss- neskur aðalsmaður. Hann er af sænskum ættum, höfðu forfeður hans barist undir merkjum Karls XII við Poltava og sest að f Rúss- landi eftir ótarir konungs. Honum er þannið lýst, að hann sé hár maður og grannur, vel limaður, bjartur á hár, bláeygur og snar- eygur og í öllu hinn fyrirmann- legasti. Nann hefir óbilandi traust á sjálfum sér og fyrirætlunum sfn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.