Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
r
PuÓNusmN
Stafræn prentun 902 Skönnun / Litgreining 903
STARFSSVIÐ
► Móttaka, undirbúningur og prentun á stafræna prentvél
XEROX Docutech
► Önnur tilfallandi verkefni
HÆFNISKRÖFUR
Yfirgrípsmikil þekking á grafískrí vinnslu tölva
Æskileg kunnátta á Quark Xpress, Pagemaker, lllustrator,
Acrobat PDF, Freehand, Eudora, Word og Excel
Viðkomandi þarf að hafa eiginleika góðs ráðgjafa og hafa
góða yfirsýn yfir þarfir viðskiptavina
Viðkomandi þarf að geta faríð til útlanda á námskeið
Mjög góð ensku- eða dönskukunnátta
Að geta tileinkað sér nýja tækni
STARFSSVIÐ
► Móttaka, skönnun og myndvinnsla
► Önnur tilfallandi verkefni
HÆFNISKRÖFUR
► Yfirgrípsmikil þekking á grafískrí vinnslu tölva
► Æskileg kunnátta á Photoshop og Linocolor
► Þekking á Macintosh stýríkerfi
Umsækjendur þurfa að hafa skipulagshæfileika, þjónustulund, vera stundvísii
Lipuro gagnvart viðskiptavinum og samstarfmönnum nauðsynleg.
stundvísir og liðlegir.
Vegna aukinna umsvifa leitar
Offsetþjónustan að drífandi og
ábyrgðarfullum einstaklingum til starfa.
Offsetþjónustan hefur veríð í eldlínu
prentiðnaðarínsundanfaríntíuár. Fyrirtækið
býður upp á alhliða stafræna prentþjónustu.
Umfram allt leggur fyrirtækið áherslu á
góða og faglega þjónustu. Starfsmenn
fyrírtækisins í dag eru sextán.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar G. Hjaltason
hjá Gallup. Umsókn ásamt mynd þarfað berast
Ráðningarþjónustu Gallup fyrirföstudaginn
29.janúar n.k. - merkt „Offsetþjónustan"
ásamt viðeigandi starfsheiti og númeri.
GALLUP
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Smiöjuvegi 72, 200 Kópavogi
Sími: 540 1000 Fax: 564 4166
Netfang: radnlngar@gallup.is
Ríkistollstjóri auglýsir laust starf við
tollendurskoðun
Embætti ríkistolIstjóra starfar samkvæmt lög-
um nr. 55/1987 og fer í umboði fjármálaráð-
herra með yfirstjórn tollheimtu og tolleftirlits.
Starfið felur meðal annars í sér:
• Eftirlit með framkvæmd tollstjóraembætt-
anna á tollafgreiðslum vegna inn- og útflutn-
ings.
• Miðlun upplýsinga til starfsmanna tollsins,
viðskiptalífsins og almennings um toll-
skýrslugerð og tollafgreiðsluhætti.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
tollamálum og hafi menntun á verslunar- og/
eða viðsk'ptasviði. Einnig er starfsreynsla á
þessu sviði mikils metin.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi
og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf, skulu berast
ríkistollstjóraembættinu, Tryggvagötu 19, 101
Reykjavík, eigi síðar en 31. janúar 1999.
Áætlað er að ráða í starfið frá og með 1. mars
nk. eða samkvæmt samkomulagi.
Frekari upplýsingar veita Jóhann Ólafsson,
starfsmannastjóri og Matthías Berg Stefáns-
son, deildarstjóri endurskoðunardeildar í síma
560 0500.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin.
Reykjavík, 24. janúar 1999,
ríkistollstjóri.
Reykjavíkurhöfn er borgarfyrirtæki sem stjórnar, byggir og rekur
höfn og hafnarsvæöi innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur.
Reykjavíkurhöfn er helsta flutningahöfn landsins og a
hafnarsvæðunum er fjöldi fyrirtækja sem starfa við vöruflutninga,
sjávarútveg, iðnað og þjónustu. Starfsmenn Reykjavíkurhafnar
eru 60 og starfa í fjórum deildum: tæknideild, rekstrardeild,
hafnarþjónustu og fjármáladeild.
TÆKNITEIKNARI
Laus er til umsóknar staða tækniteiknara á tæknideild Reykjavíkurhafnar.
Starfið felst í að vinna teikningar, skýrslur og önnur hönnunargögn fyrir verklegar framkvæmdir,
skipulagsvinnu og kynningarstarfsemi. Allar teikningar eru unnar í tölvu og að mestu í
AutoCAD og ArcView. Tækniteiknari sinnir umsjón og vörslu tæknigagna og bókasafns auk
þess að veita starfsmönnum og viðskiptavinum upplýsingar um þessa málaflokka.
Menntunar og hæfniskröfur
• Tækniteiknaramenntun.
• Tölvukunnátta nauðsynleg, a.m.k. notkun AutoCAD og ritvinnslu.
• Sjálfstæði, frumkvæði, skipuleg vinnubrögð og vilji til að tileinka sér nýjungar í starfi.
• Vald á erlendu tungumáli svo sem ensku æskilegt.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9-12 í síma 533-1800.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 6. febrúar nk. merktar:
„Reykjavíkurhöfn-tækniteiknari"
REYKJAVÍKURHÖFN
Reykjavíkurborg auglýsir eftir
Menningarmálastjóra
Starfið felst í yfirstjórn menningarmála á veg-
um borgarinnar, framkvæmd stefnu í menn-
ingarmálum og yfirumsjón með rekstri menn-
ingarstofnana hennar.
Umsækjendur skulu hafa :
— góða málakunnáttu
— fjölþætta reynslu af menningarmálum
— reynslu og/eða menntun á sviði rekstrar og
stjórnunarstarfa
— reynslu af alþjóðlegum samskiptum
— frumkvæði, forystu- og skipulagshæfileika.
Staðgóð menntun er nauðsynleg, en háskóla-
menntun eða menntun á háskólastigi í grein
sem nýtist í starfinu er æskileg.
Æskilegt er að forstöðumaður geti hafið störf
hið fyrsta.
Launakjör fara eftir ákvörðunum um kjörfor-
stöðumanna Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón
Björnsson, framkvæmdastjóri þróunar- og fjöl-
skyldusviðs, Ráðhúsi Reykjavíkur, s. 563-2000.
Umsækjendur skulu sækja skriflega um starfið
og í umsókn skal gerð skilmerkilega grein fyrir
menntun og starfsreynslu sem og hvernig um-
sækjendur mæta ofangreindum kröfum.
Berist margar umsóknir verða fimm til tíu um-
sækjendurnir sem metnir eru fremstir kallaðir
til viðtals.
Umsóknir skulu hafa borist Jóni Björnssyni,
Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir 13. febrúar nk.
Reykjavtk 22. janúar 1999
Borgarstjórinn í Reykjavík.