Morgunblaðið - 03.02.1999, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.02.1999, Qupperneq 5
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 C 5 Yið höfum áhyggjur af ástandi karfastofnsins Aflaklóin Guðmundur Þ. Jónsson á Baldvini Þorsteinssyni EA GUÐMUNDUR Þ. Jóns- son, skipstjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA, hefur haldið uppi merki for- vera sinna og komið með mesta aflaverðmæti ís- lenskra fískiskipa að landi frá því hann tók við skipinu. Baldvin Þorsteinsson EA hefur komið ár- lega með mesta aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa að landi, eða frá því skipið kom nýtt til Samherja í lok árs 1992. Guðmundur og skipverjar hans héldu uppteknum hætti í fyrsta túrnum á nýbyrjuðu ári. Veiðiferðin stóð aðeins yfir í 16 daga, þar sem skipið fór í hefðbundið viðhald hjá Slippstöðinni seinni partinn í janúar. Aflaverðmætið var engu að síður um 47 milljónir króna en uppistaða aflans var þorskur. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið, að þótt vel hafi gengið síðustu ár, séu ýmsar blikur á lofti. „Þorskurinn hér á heimamið- um er í nokkru jafnvægi en aðrar tegundir eru komnar á hættumörk og ástandið er sérstaklega slæmt í karfanum. Þegar þorskveiðai' dróg- ust saman jókst sókn í karfann. Vandamálið er hins vegar að það er aldrei talað um karfa. Það eina sem við Islendingar tölum um er þorsk- veiði og svo loðnuveiði. Aðrar teg- undir gleymast, tegundir sem hafa skapað okkur mikil verðmæti. En það er ekki bara ég sem tala um þetta, því margir af mínum kolleg- um eru einnig uggandi vegna ástands karfastofnsins hér við land.“ Karfi uppistaða aflans Guðmundur hefur eins og margii' aðrir stundað veiðar á Reykjanes- hrygg og hann sagði að þar hafi veiðarnar gengið nokkuð vel á síð- asta ári. Hann sagði þetta þó ekki hafa verið neinn úthafskarfa sem þar veiddist, heldur djúpkarfi eins og veiðist á Islandsmiðum. Á Græn- landsmiðum hafi skipið hins vegar veitt þennan svokallaða út- hafskarfa. Uppistaðan í afla togar- ans á síðasta ári var karfi, þar af um 3.000 tonn í úthafinu og um 1.600 tonn á heimamiðum. Þorskaflinn var rúmlega 2.000 tonn á heimamið- um. Lítið hefur fengist af ufsa á heimamiðum en að sögn Guðmund- ar er grálúðustofninn heldur að jafna sig, enda ekki verið sótt í hann af jafnmiklum krafti og áður. Þorskurinn liggur dýpra Guðmundur sagðist ekki sjá fyrir sér neinar stórar breytingar á fisk- veiðistjórnuninni í náinni framtíð. Hann sagði árið leggjast vel í sig, þótt hann bæri ugg í brjósti yfir öðrum fisktegundum en þorski. „Þorskurinn verður þó ekki veiðan- legur í jafnmiklu magni og áður og það er kominn nokkur jöfnuður í stofninn. Þorskurínn er líka farinn að liggja mikið dýpra en áður, t.d. á Vestfjarðamiðum, en það hefur trú- lega eitthvað með skilyrðin í sjónum að gera. Þorskurinn tvístrar rækj- unni sjálfsagt eitthvað en hvort hann étur hana alla veit ég ekki. En það breytir því ekki að útlitið í rækjuveiðunum er ekki gott.“ Meðalaflaverðmæti um 70 milljónir Aflaverðmæti Baldvins Þor- steinssonar EA á síðasta ári var rúmar 790 milljónir króna og aflinn rúmlega 7.100 tonn. Þetta mun jafn- framt vera mesta aflaverðmæti sem íslenskt fiskiskip hefur nokkru sinni komið með að landi. Skipið fór í 11 veiðiferðir á síðasta ári og í stærsta túrnum var aflaverðmætið um 100 milljónir króna. Meðalaflaverðmæti skipsins á árinu var um 70 milljónir króna. Veiðiferðirnar voru að jafn- aði um 30 daga langar en fóru upp í 40 daga. „Við fiskuðum um 7.700 tonn árið 1997 og rúmlega 8.300 tonn árið 1996 og mér hefur verið sagt að það sé mesti afli sem íslenskur togari hefur fiskað á einu ári. Uppistaðan í þeim afla var líka karfi.“ Guðmundur sagði ekki neinn sér- stakan galdur á bak við þennan ár- angur en góð áhöfn, góð útgerð og miklar aflaheimildir skiptu þar öllu máli. Hann sagði afurðaverð hafa verið mjög gott á síðasta ári en út- litið væri ekki jafngott fyrir þetta ár. Fólk kaupi ekki fisk á hvaða verði sem er. Fín tilfinning „Samherjaskipin hafa getað veitt eins mikið og þau hafa getað af öðr- um tegundum með þorskinum. For- svarsmenn útgerðarinnar hafa get- að útvegað miklar aflaheimildir og það hafa allir notið góðs af því.“ Guðmundur sagðist ekki hafa orðið var við þá kröfu að Baldvin ætti alltaf að vera með mesta afla- verðmætið. „Við reynum að gera okkar besta og það er fínasta til- finning að ná þessum árangri. Þótt túrarnir séu nokkuð langir gleymist allt slíkt þegar vel fiskast. Aðbúnað- urinn um borð er mjög góður og strákarnir hafa staðið sig vel, enda flestir búnir að vera lengi um borð. En það er mikil eftirspurn eftir skipsplássi." FRYSTITOGARAR Nafn Stærð Afll Uppist. afla Löndunarst. í BYLGJÁVE75 277 44 Þorskur Vestmannaeyjar BYR VE 373 0 7 Lúða Vestmannaeyjar [ ÞÖRÚNN SVEINSÐÓTTIR VE 401 277 66 Þorskur Vestmannaeyjar VÍÐIR EA910 865 192 Þorskur Reykjavík ! sunna si 67 saBtfeÉ*'' ? 620 4 : 100 Rækja SigJufjörður AKUREYRIN EA110 882 186 Þorskur Akureyri [ EYBÓRG EA 59 305 31 Raekja Akureyri FROSTI ÞH 229 343 102 Þorskur Akureyri [ SLÉTTBAKÚR EÁ 304 902 169 Þorskur Akuroyri GEIRI PÉTUœTH 344 272 48 Rækja Húsavík í BRETTINGUR NS 60 582 94 Djúpkaríi Vopnafjörður Aðspurður sagðist Guðmundur ekki eiga sér neitt uppáhaldsveiði- svæði. „Við förum hringinn í kring- um landið og reynum að halda okk- ur þar sem fiskur er.“ Þorsteinn Vilhelmsson var skip- stjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA fyrstu árin eftir að skipið kom til landsins en Arngrímur Brynjólfs- son tók við af Þorsteini. Guðmundur byrjaði sem stýrimaður á Baldvini árið 1994 en tók við skipstjóm af Arngrími um mitt ár 1996. Arn- grímur er nú skipstjóri á Þorsteini EA, nótaskipi Samherja, en Þor- steinn fór í land fyrir nokkrum ár- um og er nú útgerðarstjóri fyrir- tækisins. Guðmundur, sem er Bolvíkingur, kom til starfa hjá Samherja árið 1986 og þá sem 1. stýrimaður á Margréti EA. Árið 1990 tók hann við skipstjórn á Hjalteyrinni EA og var þar fram á mitt ár 1994, að hann fór yfir á Baldvin Þorsteinsson EA. Guðmundur, sem er aðeins 38 ára gamall, hefur verið lengi viðloðandi sjómennsku. Hann var á smábátum fyrir vestan og einnig með föður sínum á línuveiðum á tappatogaran- um Guðmundi Péturs ÍS og á togar- anum Heiðrúnu ÍS. Áður en Guð- mundur flutti til Akureyrar og réð sig til Samherja, var hann 2. stýri- maður á Sléttanesi ÍS frá Þingeyri. Þá er Víðir Jónsson, bróðir Guð- mundar, einnig til sjós en hann er skipstjóri á Kleifarbergi OF frá Ólafsfirði. Fjölgun í fjölskyldunni Um borð í Baldvini Þorsteinssyni EA eru 26 skipverjar hverju sinni en áhafnarmeðlimir eru 40. Reglan er sú að skipverjar fara í tvo túra og taka svo einn túr í frí. „Við höfum ekki leyft mönnum að sækja af meiri krafti og það er í raun nauð- synlegt fyrir menn að taka sér frí.“ Fullur hásetahlutur á síðasta ári var um 8 milljónir ki'óna. Sjálfur sótti Guðmundur sjóinn nokkuð stíft í lok síðasta árs og fór fyrsta túrinn á nýbyrjuðu ári. Guð- mundur er nú kominn í frí næstu tvo túra, þar sem kona hans, Vigdís Hjaltadóttir, á von á fjórða barni þeirra hjóna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því um nóg annað að hugsa um en saltan sjó og fisk á næstunni. Fyrsti stýrimaður og afleysinga- skipstjóri er Hákon Þröstur Guð- mundsson. Hann hefur starfað lengi hjá Samherja og var síðast skip- stjóri á Víði EA en fór með Guð- mundi yfir á Baldvin á sínum tíma. HUMARBA TAR Vilja hækka veiðileyfagjald NÚ ER áformað að hækka veiðileyfagjald í Bretlandi um 10%, en gjaldið rennur til skráningar- og eftirlitsstofnun- arinnar Seafish Industry Aut- hority. Upphaflega kom tillaga um 15% hækkun á gjaldinu, sem nú er 8,40 pund á tonnið eða 996 krónur íslenzkar. An hækkunar er talið að draga verði úr starfsemi eftirlitsins. H Nafn Stærð Afl i Fiskur Sjóf. Löndunarst. | HAFNAREY SF 36 101 3 19 2 Homafjörður SKELFISKBA TAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. | STAPAVlK AK 132 46 24 5 . Akranos GRETTIR SH104 148 63 6 Stykkishólmur [ HRÖNNBA335 41 52 Stykkishóimur : KRISTINN FRIÐRIKSSÖN SH 3 104 58 6 Stykklshólmur ! ARSÆLL SH 68 101 48 6 Stykkishólmur j ÞÓRSNES II SH 109 146 27 4 Stykkishólmur SILDARBA TAR Nafn Stærð Affli Sjóf. Löndunarst. I ÓU I SANDGERÐI AK 14 0 ,30kil :~t~ Akranes BEITIR NK 123 756 1261 3 Neskaupstaður ! HOFFELL SU 80 0 628 Homafjðrður HÚNARÖST SF 550 361 498 3 Homafjörður f JÓNÁ ÉÐVÁLDS SF 20 441 251 2 ; Homafjörður RÆKJUBA TAR Afli Fiskur Sjóf. Löndunnrst. HÖFRUNGUR BA 60 27 6 0 4 Bíldudalur PÉTUR ÞÓR BA 44 21 2 0 2 Bíldudaiur ÞALLHELGÍ1s142 29 6 0 4 Bolungarvík BÁRA IS 66 25 8 0 5 ísafjöröur HALLDÓR SIGURÐSSON ÍS 14 27 8 O 5 Isafjöröur ! STAKFELL ÞH 360 471 15 0 1 Isafjöröur FENGSÆLL Is 83 22 2 0 1 Súðavfk SKAGFIRÐINGUR SK 4 860 31 0 1 Súðavik HAFRÚN HU 12 64 1 0 3 Hvammstangi j HAFÖRN HU 4 20 2 0 4 Hvammstangi SIGLUVÍK Sl 2 450 16 0 1 Siglufjörður 1 SÓLBERG ÓF 12 500 30 0 2 Siglufjörður HAFÖRN EA 955 142 9 0 1 Oalvlk “J SVANUR EA 14 218 13 0 1 Dalvfk GUÐRÚN BJÖRG ÞH 6Ö 70 7 0 5 Húsavlk 1 HAFÖRN ÞH 26 29 6 0 4 Húsavfk REISTARNÚPUR ÞH 2T3 76 5 0 5 Húsavfk SIGURBORG SH 12 200 15 0 1 Húsavík ÞORSTEINN GK 15 51 32 0 5 Kópasker VOTABERG SU 10 250 20 0 1 EsklfjÖrður Morgunblaðið/Kristján GUÐMUNDUR Þ. Jónsson, skipstjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA, fyr- ir framan togarann í flotkvínni á Akureyri. Þar var skipið í hefð- bundnu viðhaldi í síðustu viku en hélt til veiða á sunnudagskvöld. Tsurumi Pump Vönduö kapalþétting Yfirhitavörn Ní&sterkur rafmótor 3x380 volt 3x220 volt Tvöföld þétting með sílikoni á snertiflötum TSURUMI SLOGDÆLUR Oflugur valkostur fyrir útgerð og vinnslu „ViS höfum notaS Tsurumi dælu frá 1994 og reynslan er feikilega góð. Dælan er önug, stíflast ekki og viS erum löngu hættir aS hlífa henni." Smári Einarsson úfgerðarmaður w Öfluat lugt og vel opið dæluhjól oKarbíthnífum Skútuvogl 12a Sími 568 1044 Stýrimannaskólinn í Reykjavík Sjúkrahús Reykjavíkur Slysavarnaskóli sjómanna Sjúkra- og slysahjálp - lyfjakista - samstarfsverkefni Námskeið fyrir skipstjórnarmenn verður haldið í Stýrimannaskólanum, um borð í Sæbjörgu og slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Kennarar eru læknar, hjúkrunarfræðingar og leiðbeinendur Slysavarnaskólans. Samhliða námskeiðinu verða gengnar vaktir á bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Námskeiðið hefst 15. febrúar kl. 9.00. Þátttakendur mæti í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Verð kr. 40.000. Innritun á námskeið og aðrar upplýsingar á skrifstofu Stýrimannaskólans frá kl. 8-16 í síma 551 3194, fax 562 2750.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.