Morgunblaðið - 03.02.1999, Qupperneq 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MARKAÐIR
Fiskverð heima
Kr./kg
-160
Þorskur
Faxamarkaður
Fiskmarkaður
Hafnarfjarðar
Fiskmarkaður
Suðurnesja
,120
Kr/kg
110
100
Um fiskmarkaðina þrjá hér syðra fóru í 239,8 tonn af þorski í
síðustu viku. Um Fiskmarkaðinn hf. í Hafnarfirði fóru 30,4 tonn og
meðalverð var 129,04 krVkg., um Faxamarkað fóru 63,2 tonn
á 138,49 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 146,2 tonn á
133,85 kr./kg. Af karfa voru seld 55,3 tonn. I Hafnarfirði á 73,42
kr/kg (2,61), á Faxamarkaði á 75,38 kr/kg (4,61) og á Fiskmarkaði
Suðurnesja á 72,44 kr./kg (48,11). Af ufsa voru seld 88,5 tonn. í
Hafnarfirði á 99,43 kr. (16,31), á Faxamarkaði á 86,77 kr. (0,61) og á
86,94 kr./kg (71,21) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ýsu voru seld
196,4 tonn. Á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði á 121,82 kr. (7,81),
á Faxamarkaði á 134,60 kr. (44,81) og á 132,52 kr./kg (143,71)
að meðaltali á Fiskmarkaði Suðurnesja.
] Fiskverð ytra
Þorskur«"“» Karfi““ Ufsi mmmm Ýsa <■■■■ Skarkoli*""
Alls voru seld 180,6 tonn af fiski af íslandsmiðum í Bremerhafen í síðustu
viku. Alls voru seld 165,4 tonn af karfa á 136,50 kr/kg og 6,4 tonn af ufsa
á 89,62 kr. hvert kíló.
Alls voru seld
611 tonn af fiski
á fiskmörkuðum í
Grimsby í 4. viku.
Miðverð á þorski
var 189,32 kr./kg,
á ýsu 178,72 kr./kg
ogákola 177,20
kr./kg. Fiskverð var
sem hér segir...
Lægsta Hæsta
Þorskur kr./kg kr./kg
Stór 182 236
Meðal 164 227
Lítill 145 182
Ýsa
Stór 173 200
Meðal 164 200
Lftil 154 182
Koli
Stór
Meðal 200 236
Lítill 109 164
Miklir ónýttir möguleikar
á ítalska fískmarkaðinum
Neyslan tvöfaldaðist
á síðustu 20 árum
FISKNEYSLA er ekki jafn
mikil á Ítalíu og sums staðar
norðar í álfunni en ljóst er, að
góðir möguleikar eru á að
auka hana ef vel er að verki
staðið. í landinu er nokkurt fískeldi en stöðvarnar eru gamlar og ekki hefur
verið fylgst sem skyldi með tækniframförum í greininni. Þess vegna byggist
neyslan, jafnt í fiskeldistegundunum sem öðrum, aðallega á miklum inn-
flutningi.
Svokallað miðjarðarhafsmatar-
æði byggist ekki síst á físki og hann
er mjög vinsæll matur á veitinga-
húsum við ströndina og einkanlega
á sumrin. Kunna margir erlendir
ferðamenn vel að meta fiskmetið,
eins og ítalir matbúa það, en þeir
krefjast þess líka, að hráefnið sé
fyrsta flokks. Raunar er fiskurinn
dýr miðað við marga aðra matvöru
en það hefur ekki farið fram hjá
ítölum fremur en öðrum, að vart
finnst hollari matur en fiskur og
einkanlega vegna þess hvað hann er
ríkur af fjölómettuðum fitusýrum.
70% úr sjó
Á árinu 1997 var fiskframleiðsla
ítala sjálfra 735.499 tonn og hafði
þá dregist saman um 3,4% frá árinu
áður ef sverðfiskur er undanskilinn.
Á þessu ári voru 70% framleiðsl-
unnar fiskur, sem dreginn var úr
sjó, en eldisframleiðslan var þá
211.000 tonn.
Þótt innlenda fiskframboðið bygg-
ist aðallega á veiðunum er fisk- og
skelfiskeldið samt mjög mikilvægt.
Árið 1990 var framleiðslan í því
140.000 tonn en 1995 var hún komin í
250.000 tonn og svaraði þá til rúm-
lega 30% af öllu innlenda fiskfram-
boðinu. Á næstu tveimur árum hjó
hins vegar mikill þörungablómi í
Adríahafi stór skörð í skelfiskrækt-
unina, aðallega kræklingsframleiðsl-
una, sem minnkaði um 50.000 tonn.
I eldi sjávarfiska, sem byggist
mest á leirslabba og vartara, hefur
verið stöðug aukning og framleiðsl-
an á árinu 1997, 68.700 tonn, var 7%
meiri en á árinu áður. Eldi vatna-
fiska fer að langmestu leyti fram á
Norður-Italíu og þar er aðaltegund-
in silungur.
Mikill innflutningur
Italir eru mjög háðir innflutningi
á sjávarafurðum, um 516.000 tonn á
ári, og þar eru helstu tegundirnar
túnfiskur, makríll, lýsingur og
smokkfiskur. Þótt neyslan hafí stað-
ið nokkuð í stað að undanförnu og
stundum minnkað aðeins milli ára
hefur hún samt aukist mikið á síð-
ustu tveimur áratugum. 1980 var
hún um 11 kíló á hvert mannsbarn
en 23 kíló á síðasta ári.
Til samanburðar má nefna, að í
Portúgal er fiskneyslan 60 kg á
mann; á Spáni 34,8; í Finnlandi 32,5;
í Frakklandi 28,5 og í Svíþjóð 26,7
kíló. Aftur á móti er hún ekki nema
12,5 kíló á mann í Þýskalandi, 12,1
kg í Hollandi og aðeins 9,8 kg í
Austurríki.
í könnun, sem gerð var á Ítalíu
meðal 2.000 fjölskyldna, kom fram,
að 35% þeirra höfðu fisk, ferskan,
frystan eða verkaðan með einhverj-
um hætti á borðum sjaldnar en einu
sinni í viku; 21% hafði fisk oftar en
einu sinni vikulega en 27% allt að
þrisvar sinnum í viku. 17% voru að-
eins einstaka sinnum með fisk.
Dreifingin inn
í stórmarkaðina
Fiskdreifingin á Ítalíu, einkum þó
í suðurhlutanum, hefur lengi verið á
hendi sérstakra fisksala og manna,
sem selja fiskinn úr bílum eða litl-
um vögnum. Á því er þó að verða
breyting og stórmarkaðirnir eru að
taka við þar sem annars staðar.
Hefur það sýnt sig, að í þeim er
fiskurinn bæði ferskari og ódýrari
en hjá gömlu dreifingaraðilunum.
Þar við bætist síðan, að neytendur
laðast að vel búnu fiskborði í stór-
verslunum og á það sinn þátt í að
auka fiskkaupin.
Italskir neytendur fylgjast
grannt með vöruverðinu, einkan-
lega í borgunum, en fiskneyslan er
jafnan mest á sumrin. Hefur stund-
um gætt nokkurs offramboðs á sil-
ungi, sem er eins og áður sá vatna-
fiskur, sem mest er ræktaður, og
hefur verið brugðist við því með
aukinni vinnslu. Er hann þá sneidd-
ur niður og unninn líkt og laxinn og
selst þá á hærra verði enda hefur
hann fallið neytendum vel í geð.
Úreltar fiskeldis-
stöðvar
Silungurinn á hins vegar í vax-
andi samkeppni við laxinn, einkum
á Norður-Ítalíu, og íiskeldisfyi'ir-
tækin líða einnig fyrir að hafa trass-
að að endurnýja stöðvarnar í takt
við það, sem hefur verið að gerast
annars staðar. Eru þær flestar frá
sjöunda og áttunda áratugnum.
Almennt má segja, að miklir
möguleikar séu á ítölskum fisk-
markaði, meðal annars vegna þeirr-
ar áherslu, sem nú er lögð á hollt
mataræði. Fiskkaupin munu fara að
mestu fram í stórmörkuðunum og
tilbúnir réttir munu koma til með að
vega æ þyngra í framboðinu.
Saltfiskur
frá íslandi
íslendingar flytja töluvert af fiski
til Ítalíu. Þar er fyrst og fremst um
að ræða saltfisk, bæði flattan, blaut-
verkaðan þorsk og söltuð þorskflök.
Segja má að Islendingar séu ráð-
andi á mörkuðunum fyrir flattan
fisk á sunnanverðri Ítalíu, en hlutur
þeirra er minni eftir því sem norðar
dregur og neyzla á flökum eykst. Þá
flytja íslendingar nokkuð af skreið
til Italíu og af öðrum tegundum má
nefna frystan humar.
Byggt á Fishfarming Internationnl.
Gengur illa að
selja til Brazilíu
NORÐMENN eiga nú í nokkrum erfiðleikum með útflutning á þurrkuðum
saltfiski til Brazilíu eftir gengisfellingu þar.
„Það hefur verið mikið um afpantanir síðustu daga og sala til Brazilíu
hefur að miklu leyti stöðvazt, bæði hjá okkur og öðrutn útflytjendum. Ég
tel þó að Brazilíumenn nái tökum á ástandinu og salan verði með eðlileg-
um hætti á ný,“ segir Leif Haagensen, framkvæmdastjóri Janngaard Ex-
port AS í Álasundi, í samtali við norsku fréttastofuna NTB.
99% af öllunt útflutningi Norðmanna til Brazilíu er þurrkaður saltfisk-
ur, mest þorskur. Jangaard er stærsti útflytjandi Noregs á þessu sviði og í
fyrra seldi það saltfisk til Brazilíu fyrir rúmlega tvo milljarða íslenzkra
króna. heildar velta fyrirtækisins var þá um 8,1 milljarður króna.
HelldarafH
Sjávaraflinn í
jan.-des. 1996-98
ÞUSUND T0NNA
1996 1997 1998
Þorskur 181,1 205,2 241,2
Botnfiskur alls «0,2 482,1 562,5
Loðnaog . ... K síldalls 1 -444,5 1.609,4 1.047,0
Krabba- og 7Q. skeldýr alls ,3,1 84,7 66,3
HEIL0AR- o nno p AFLINN ZU03’8 2.176,2 1.675,8
Minni afli en
meiri verðmæti
FISKAFLINN síðustu þrjú alman-
aksárin hefur verið mikill. Árin
1996 og 1997 fór hann í fyrsta
skipti yfir tvær milljónir tonna og
náði sögulegu hámarki síðara árið
eða 2.176.185 tonnum. í fyrra varð
heildaraflinn um 1,7 milljónir
tonna og er það því í hópi þeirra
ára, þegar hvað mest hefur aflazt.
Það er loðnan eins og endra nær
sem ræður úrslitum um magnið. I
fyrra veiddust aðeins 750.000 tonn
af loðnu, en mun meira hin tvö ár-
in á undan, 1,3 milljónir og 1,2
milljónir. Sfldveiðar gengu vel í
fyrra, en töluverður samdráttur
varð í rækjuafla. Botnfiskafli hef-
ur hins vegar aukizt þessi síðustu
árin eftir nær sanifelldan samdrátt
nokkur ár á undan. Þannig hefur
þorskafli aukizt um 60.000 tonn
frá árinu 1996.
Aftaverðmæti
Aflaverðmætið í jan.-des. 1996-98
mili 1996 JÓNIRK 1997 'RÓNA 1998
Þorskur 12.783 15.034 21.397
Bolnfiskur alls 34.678 35.296 45.379
Loðna og K1 síldalls 8-551 Krabba- og 0 -.. skeldýr alls 8 544 10.077 8.593 8.529 6.853
HEILDAR- « 77, VERÐM. 51,772 53.966 60.761
VERÐMÆTI fiskaflans hefur auk-
izt ár frá ári og jukust þau um 6,8
milljarða króna á síðasta ári, þrátt
fyrir hálfrar milljónar tonna sam-
drátt í heildarafla. Þar ræður eins
og venjulega mestu verðinæti
þorskaflans, sem á siðasta ári varð
21,4 milljarðar króna og jókst um
6,5 milljarða miðað við árið áður.
Aukningin er samsvarandi aukn-
um afla, en verð hefur einnig farið
liækkandi. Rækjan skilar næst-
mestum verðmætum af einstökum
tegundum, rúmlega 6,1 milljarði,
en loðnan kemur næst með 5,9
milljarða.