Morgunblaðið - 03.02.1999, Side 8

Morgunblaðið - 03.02.1999, Side 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999 Sjávarútvegurinn tilbúinn að mæta aldamótunum Tækjabúnaður í fískiskipum gerir í flestum tilfellum ráð fyrir 2000-tölvuvandanum í SKOÐANA- KÖNNUN sem Gallup gerði ný- verið fyrir Skýrslutæknifé- lag íslands kom í ljós að sjávarút- vegurinn er sú atvinnugrein hér á landi sem hvað síst hefur hafið athugun á mögulegum vandamálum tengdum ártalinu 2000. Samkvæmt könnuninni hafa tæplega 40% sjávarútvegsíyrirtækja ekki enn hafíð athugun og einungis 10% þeirra hafa lokið athugunum. Hinsvegar kom í ljós að um 81% fýrirtækja í út- gerð og fiskvinnslu hefur kannað nákvæmlega hvar í fyrirtækinu vandamál eru líklegust til að koma upp um aldamótin. Þegar árið 2000 hefst breytist dag- setning hefðbundins tölvubúnaðar úr 31.12.99 í 01.01.00. Þetta hefur það í för með sér að tölvan lítur svo á að þá hefjist árið 1900 en ekki árið 2000. Þessi yfirsjón tölvunnar hefur valdið heimsbyggðinni miklum áhyggjum síðustu misseri og á eflaust eftir að hafa talsverðar afleiðingar. Enginn veit þó með vissu hverjar þær verða. Sjávarútvegurinn hefur ekki farið varhluta af þessum vangaveltum. Tölvur gegna sífellt stærra hlutverki um borð í skipum og í fiskvinnslum í landi. í skipsbrúnni eru ótal tæki og tölvubúnaður sem á einhvern hátt vinnur með dagsetningar. Má þar nefna ratsjár, dýptarmæla, talstöðv- ar, siglingatölvur o.m.fl. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar þess virki þessi búnaður ekki sem skyldi. í GPS-staðsetningarkerfinu kemur „aldamótavandamálið" upp nokkru fyrr en í öðrum tölvubúnaði. Upp- hafstími GPS-kerfisins er miðaður við miðnætti 6. janúar árið 1980 og tímatal kerfisins mælt í vikum. Telj- arinn í kerfinu getur ekki talið upp í nema 1024 og þannig mun hann still- ast á 0 á miðnætti 22. ágúst nk. I fæstum eldri GPS-tækjum hefur ver- ið gert ráð fyrir þessu og þar sem slík tæki eru enn í notkun kunna að koma upp vandamál því þá mun tæk- ið sjálfkrafa breyta dagsetningunni í 1. janúar 1980. Allar upplýsingar sem eru geymdar í minni GPS-tækjanna °g byggjast á almanaki munu því riðlast. Nýjungaglaðir útgerðarmenn Margir hafa þannig haft áhyggjur af andvaraleysi útgerðarmanna í þessum efnum, samanber áðurnefnda skoð- anakönnun. Þannig hafa sum ti-ygg- ingafélög sagt upp tryggingum á fiski- skipum frá og með aldamótum, nema útgerðirnar sýni fram á að gerðar hafi verið ráðstafanir vegna 2000 tölvu- vandans. En svo virðist sem íslenski fiskiskipaflotinn sé nokkuð vel undir 2000-vandann búinn. Umboðsfyrirtæki helstu tækjaframleiðenda segja vand- ann einkum bundinn við eldri tæki en í þeim nýrri sé gert ráð fyrir þessum vanda. Einn viðmælenda Versins komst svo að orði að íslenskir útgerð- armenn væru sérlega nýjunga- og tækjaglaðir og endurnýjun tækja í brúnni væri því víðast hvar mjög ör. Það væru því fá gömul tæki í notkun sem ekki gerðu ráð fyrir aldamótunum og þeim vanda sem af þeim kann að skapast. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur sent helstu tækjasölum fyrirspurnir um hvemig tæki og bún- aður sem fyrirtækin bjóða séu búin undir aldamótin og til hvaða ráðstaf- ana hafi verið gripið til að koma í veg fyrir hugsanleg vandræði. Guðfmnur G. Johnsen, tæknifræðingur LIU, seg- ir könnunina benda til þess að íslenski fiskiskipaflotinn sé vel búinn undir 2000-vandann. Hann segir eflaust mega finna undantekningartilvik, þar sem íhlutir í tækjum gætu valdið vandræðum. „I raun er ekki mikið af tækjum í skipum sem stýrast eftir dagsetningum. Það eru helst gömul Inmarsat-tæki og gamlar PC-tölvur sem gætu valdið vandræðum hvað þetta snertir. En á heildina litið höfum Þegar árið 2000 gengur í garð kunna að koma upp ýmis vandamál í tölvu- búnaði víða um heim. Samkvæmt nýlegri könn- un er sjávarútvegurinn hérlendis lítt farinn að huga að þessum vanda. Þegar aðeins 332 dagar eru í árið 2000 forvitnað- ist Helgi Mar Árnason um hvernig tækjaflóran í brú fiskiskipa er undir aldamótin búin. við engar vísbendingar um að upp komi vandamál í tæknibúnaði skip- anna um aldamótin. Engu að síður er ástæða til að hvetja menn til að huga vel að sínu og leita sér upplýsinga um málið,“ segir Guðfinnur. Aðeins þarf að uppfæra einstaka eldri tæki Finnur Jónsson, framkvæmdastjóri Skiparadíós ehf., segir öll siglinga- og fiskileitartæki, sem fyrirtækið selji, vera tilbúin til að mæta 2000-vandan- um. Hann telur að svo sé einnig um tæki frá flestum öðrum umboðum. Hinsvegar noti enn fjölmörg skip flot- ans hefðbundnar PC-tölvur til að keyra ferilskrifara eða plottera og skeytasendingar og þar þurfi víða að uppfæra hugbúnað. Reynir Guðjónsson, framkvæmda- stjóri ísmar hf., segist telja útgerðar- menn almennt mjög meðvitaða um 2000-vandamálið. Menn hefðu víðast hvar gert ráðstafanir og yfirfarið tæki í skipum með aldamótin í huga. „Við erum löngu famir að huga að þessu, að minnsta kosti hvað okkar tæki snertir. Það er talsvert um að gera þurfi hugbúnaðamppfærslur á tækj- um, meðal annars á eldri GPS-stað- setningartækjum. En það má ekki gleyma því að um borð í skipunum er fjöldi tækja sem þarf ekki að uppfæra vegna aldamótanna." Menn mega ekki sofna á verðinum Kristján Gíslason, framkvæmda- stjóri Radíómiðunar, segir að þótt flestir haldi sig hólpna i þessum efn- um megi menn alls ekki sofna á verð- inum. Vandamálið sé stærra en margir geri sér grein fyrir. „Við höf- um sett af stað vinnuhóp sem fara mun yfir öll tæki sem við seljum. Það er ljóst að það þarf víða að uppfæra hugbúnað. Þessi vandi snertir hins- vegar ekki nýjustu tækin. Tæki sem hinsvegar eru orðin 5-10 ára gömul eru í fæstum tilfellum tilbúin að takast á við 2000-vandann.“ Athugun einnig hafin í landvinnslunni Öll helstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa nú þegar hafið vinnu til að fyrirbyggja vandamál tengd 2000- vandanum. Hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi hefur um nokkurt skeið starfað vinnuhópur sem farið hefur yfir tæki og tölvubúnað um borð í skipum sem og í vinnslu fyrir- tækisins í landi. Að sögn Sturlaugs Haraldssonar, sem stýi-ir vinnuhópn- um, hefur verið skráður allur búnað- ur sem mögulega getur innihaldið dagsetningar og unnið eftir þeim. I framhaldinu verði kannað hvaða tæki eru reiðubúin fyrir árið 2000 og hver ekki og búnaðurinn prófaður. „Við höfum ekki fundið mikið af búnaði í skipunum sem gæti hugsanlega rugl- ast um aldamótin, miðað við þær upp- lýsingar sem við fáum frá framleið- endum og umboðsmönnum. Hvað landvinnsluna snertir er þar ýmis búnaður sem þarf að uppfæra, svo sem tölvuforrit og örfáar vogir. Þá höfum við fundið ýmsan búnað, bæði í skipunum og í landi, þar sem dag- setningar kunna að ruglast en virknin verður í lagi. Þar fyrir utan höfum við þegar uppfært bókhalds- og launa- kerf,“ segir Sturlaugur. Hreinlætið mikilvægt • HILDUR Gísladóttir er nýráðin þrifastjóri í Vinnslu- stöðinni í Vestmanna- eyjum. Hún er fædd og uppalin Eyja- mær, 32 ára og tveggja barna ein- stæð móðir. Hún hóf störf í Vinnslustöðinni í október ‘96 og vann frá 8-3 á daginn en síðan hún tók við þrifastjórn vinnur hún frá 13 á daginn og fram á kvöld. „Ég kann vel við mig í þessu nýja starfi," segir hún í samtali við fréttabréf Vinnslustöðvar- innar. „Við erum ellefu sem er- um í þrifum núna en stefnan er að fækka eitthvað með betri skipulagningu. Þrifin voru áður íhlaupavinna hjá skólafólki en með nýjum gæðastjóra í fyrir- tækinu og aukinni áherslu á þrif verður meh-a vandað til verksins. Skólafólkinu hefur fækkað og þeim hefur fjölgað sem hafa þetta að aðalvinnu. Við erum u.þ.b. fjóra tíma að þrífa ef allt gengur upp, en þetta fer auðvitað mikið eftir því hversu mikil vinnsla er í gangi,“ segir Hildur. Helsta áhugamál hennar er að halda sér í formi. Hildur stundar ræktina í íþróttamið- stöðinni og hún segist hafa meiri tíma fyrir það eftir að vinnutími hennar breyttist. Tekur á móti fískinum • JAKOB Möller tók við starf móttökustjóra hjá Vinnslustöð- inni í Vest- mannaeyjum í maí sl. Jak- ob er kvænt- ur Rut Ágústsdóttur og eiga þau þrjú böm, tvær dætur og son. Auk þess átti Jakob eina dóttm- fyr- ir. „Ég hef unnið í Vinnslustöð- inni og Fiskiðjunni meira og minna frá 1974, segir Jakob í viðtali við fréttabréf Vinnslu- stöðvaiinnar, Vinnsluna. „Mamma flutti til Eyja þegar ég var smápeyi og fyrir eldgosið ‘73 kom ég stundum hingað að vinna í humri á sumrin. Þegar ég fluttist hingað ‘74 var ég á verbúð og þar var oft líf og fjör,“ segii' Jakob. Hann segist hafa unnið í öll- um deildum Vinnslustöðvarinn- ar áðm' en hann tók við starf móttökustjóra. I stai'fi hans felst móttaka á öllu hráefni til bolfiskvinnslu auk ýmislegs annars. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst ákaflega góðui' andi hér núna og ég er bjart- sýnn á framtíðina," segir Jakob. Helstu áhugamál Jakobs eru pólitík og íþróttii-. Hann er for- maður Alþýðubandalagsfélags Vestmannaeyja og er í Nei- hópnum, sem er félag getrauna- spekinga sem hefur hist hvert einasta mánudagskvöld síðast- liðin sex ár. Jakob er mikill að- dáandi Man. Utd. í enska bolt- anum og ÍBV dýrkar hann af lífi og sál þótt hann hafi sterkar taugar til Hauka í handbolta. SOÐNINGIN Rauðspretta með kryddhjúpi á cesar-salati RÉTTUR dagsins er rauðspretta. Það er Jón Amar Guðbrandsson, sem sér lesend- um Versins fyrir uppskriftinni að þessu sinni. Hann er eigandi fyrirtækisins Sjáv- arfangs sælkerans ásamt Brynju Valdísi Gísladóttur. Fyrirtækið framleiðir ferska fiskrétti af ýmsu tagi. Þetta er aðalréttur fyrir tvo. Þó að Þorrinn sé hafínn er ábyggilega hollt að snúa sér í auknum mæli að fískáti, enda er það sannað að hollusta þess er ótvíræð og að fiskneyzlan eykur gáfur fólks. Jón Arnar er félagi í Freist- ingu, sem hefur komið sér upp heimasíðu á Netinu. Slóðin er: http://www.treknet.is/freisting UPPSKRIFTIN 400 gr rauðspretta í kryddhjúpi (frá Sjávarfangi sælkerans) 1 stk. romaine-salat, gróft saxað 3 stk. eggjarauður 'h stk. ansjósur, fínt saxað 2 msk. parmesanost.ur (fínt rifínn) 1 msk. edik 4 msk. ólívuolfa AÐFERÐIN 1. Ceasar „dressing“ er löguð fyrst. 2. Eggjarauðurnar eru þeyttar í nokkrar míiuítur eða þar til þær eru orðnar Ijósar og larnar eni að mynd- ast rákir eftir þeytarann, þá er parmesan ostinum og ansjósunum blandað saman við eggjarauðurnar, því næst er edikinu blandað varlega saman við og að lok- um er ólívuolíunui blandað varlega saman við. ATH. Það þarf að hræra í eggjarauðunum allan tímann rneðan öðru hráefni er blandað saman við þær. 3. „Dressingunni" er hellt yfir romain-salatið og bland- að vel sanian við. 4. Rauðsprettan er steikt á pönnu í 1-2 mínútur á hvorri hlið og krydduð ineð salti og pipar. 5. Berið fram með því meðlæti, sem óskað er, soðnum kratöflum, hrísgrjónum eða hveiju sem hugmynda- fíugið býr yfir. vorur Einangrud fiskiker afýmsum stæröum; hcfðbundin eða endurvinnanleg ofurker. -framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti úr hráefnum sem eru alþjóðlega viður- kennd til nota í matvælaiðnaði. BORGARPLAST HF. Sefgarðar 1-3 • Simi: 561 2211 170 Seltjarnarnes * Fax: S61 4185

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.