Morgunblaðið - 05.02.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 05.02.1999, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ 4 DAGLEGT LIF Antíkhúsgögn í nágrenni við svínabú þar sem áður voru geymdar rútur Ólafur Jónsson rekur svínabú að Braut- arholti á Kjalarnesi ásamt föður sínum og bræðrum. Þess utan er hann mikill áhugamaður um dönsk antíkhúsgögn. Hanna Katrín Friðriksen og Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari litu við hjá Ólafí þar sem hann hefur opnað antíkverslun í rútubílaskýli að Gili á Kjalarnesi. Nýrókókóstóll frá 1860. Antikhusgogn, saga þeirra og byggingarstíll, hafa verið sérstakt áhugamál Ólafs um tíu ára skeið. Hann hafði varð- veitt nokkra slíka gripi eftir afa sinn og ömmu, Ólaf Bjarnason og Ástu Olafsdóttur í Brautarholti, og segir þar líklega kveikjuna að þess- um áhuga sem síðan hafi aukist með árunum. „Starfs míns vegna hef ég verið mikið í Danmörku í lengri og m verk á tilboð sverði ■ /o arsiati af nýju hokunum enii í gildi Laugavegi 18 Sími 5152500 Opið virka daga kl. 9-22 • Allar helgar kl. 10-22 ___ iSlðumúía 7-9 Sími 510 2500 Opið virka daga írá kl. 8-18 • Laugardaga 10-14 skemmri tíma þar sem ég hef haft gott tækifæri tU þess að kynna mér þessi mál. Þar hef ég bæði keypt mér bækur um efnið og náð eftir ýmsum krókaleiðum í fróðleik um gömul hús- gögn og viðgerðir á þeim, gömul efni sem notuð voru til húsgagnasmíða á árum áður og aðferðir sem menn not- uðu þá,“ segir Ólafur þegar hann er sestur með gestunum í einn af mörg- um glæsilegum sófunum að Gili. A bókasafni í Danmörku lá Ólafm- m.a yfm bókum frá Landssambandi danski’a húsgagnasmiða sem höfðu að geyma heimildir í máli og myndum yf- ir árlegar húsgagnasýningai- þar í landi frá 1902-1967. „Með því að skoða þessar bækm- sést hvemig stíllinn hefrn- breyst í gegnum tíðina og það má tímasetja dönsk húsgögn nokkuð nákvæmlega eftir þessum heimildum. Hér landi er til dæmis mest selt af húsögnum frá á tímabilinu frá síðustu aldamótum fram til 1940.“ Gamalt handbragð gefst vel Árið 1995 dvaldi Ólafur í hálft ár á dönsku svínabúi þar sem hann kynnti sér ýmsar nýjungar í danskri svína- rækt. Dvölin nýttist honum einnig vel til þess að sinna hinu áhugamál- inu sínu því þar kynntist hann göml- um húsgagnasmið Ruben að nafni. „Ruben þessi var kominn á eftirlaun en tók að sér flókin og erfið verkefni fyrir antíkhöndlara sem ég hafði kynnst þarna úti áður. Eg fór gjarn- an á kvöldin til Rubens sem veitti mér innsýn í gamalt handverk. Þarna lærði ég til dæmis handpóleringu upp á gamla mátann og meðferð á ýmsum efnum sem ekki eru allajafna notuð við húsgagnagerð í dag. Eg bý vel að þessum hlutum enda verður árangurinn oft mun betri þegar þessi gömlu handbrögð eru notuð. Mörg þessara efna er reyndar erfitt að nálgast hér á landi, en ég hef fengið þau í Danmörku eftir ýmsum leiðum. Ég get tekið sem dæmi ýmsar sýrur, vaxefni og svo hitalím sem unnið er úr hérahúð. Öll húsgögn voru límd með því í gamla daga, þetta er dökkt lím sem heldur mjög vel og er sér- staklega hentugt þegar bogadregin húsgögn eru spónlögð.“ Fyrst bara fjölskylda og vinir Upphaflega lét Ólafur sér nægja að fá útrás fyrir antíkáhuga sinn með kaupum á hlutum til eigin nota. Síðan fóru ættingjar og vinir að biðja hann að líta í kringum sig eftfr húsgögnum þegar hann vai' í Danmörku og loks kviknaði hugmyndin að eigin antíkverslun fyrir tveimur, þremur árum. „Ég byrjaði í húsnæði í Mos- fellsbæ þar sem ég hafði líka aðstöðu til þess að gera við húsgögnin. Þetta vai' hins vegar ekki nægilega hentug- ur staður, auk þess sem ég vai- alltaf veikur fyrir því að reka svona versl- un í sveitinni að danskri fyrirmynd. Þegar mér bauðst að leigja hér húsið að Gili sló ég til, kom húsnæðinu í stand síðastliðið sumar og opnaði hér verslunina Antíkhúsgögn. Þá átti ég orðið nokkuð af húsgögnum á lager og fékk svo nýja sendingu seinni hluta sumars. Birgðirnar voru því orðnar töluverðar þegar ég opnaði, auk þess sem ég bæti smám saman við þeim hlutum sem ég geri við eftir að hafa fengið þá til landsins." Ólafur fer sjálfur utan til Danmerk- m’ og velur þá hluti sem hann síðan býður til sölu hér á landi. „Ég legg höfuðáherslu á að velja vandaða muni,“ segir hann. „Það má svo segja að um tuttugu prósent þeirra þurfi að gera mikið við og annað þarfnast mis- munandi mikillar yfirferðar. Ég geri þetta allt sjálfm' og nýti mér í því sambandi alla þá þekkingu sem ég hef viðað að mér um meðhöndlun þessai'a gömlu húsgagna. Ég reyni til dæmis að nota alltaf sama handbragð við við- gerðina og notað var við smíði við- komandi húsgagns.“ Þau dönsku sífellt eftirsóttari Ólafur býður aðallega upp á borð- stofuhúsgögn og skápa, bókahillur og skrifborð, sófa og sófaborð. Síðan seg- ist hann bæta við spennandi hlutum sem hann rekst á, en hann ætlar að einskorða sig við húsgögnin þar sem hann þekkir til. „Ég er einungis með húsgögn frá Danmörku. Bæði er að ég hef góð sambönd þar og dönsk antík- húsgögn eru mjög vönduð og eftirsótt, reyndar orðin svo eftirsótt að það verður sífellt erfiðara að nálgast þau á viðráðanlegu verði. Það eru orðnir fleiri um hituna þar sem aðrar þjóðir eru fainai' að sýna dönskum antíkhús- gögnum mikinn áhuga. Annað sem geiir kaupin erfiðari er að unga fólkið í Danmörku hefur fengið meii'i áhuga ÞETTA eikarborðstofusett er sérstakt að því leyti að á húsgögnin er skráð hver smíðaði það, hvar og hvenær; í Ringe 14.12. 1922.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.