Morgunblaðið - 05.02.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.02.1999, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF ÞÓRA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, KENNARI Unglingar sem kunna ekki að heilsa með handabandi ÞÓRA Kristín Jóns- dóttir kennari í Hagaskóla segir hóp nemenda í skólanum hvorki kunna al- mennar kurteisisvenjur né mannasiði. „Síðast í morgun bauð ég nemanda á gangi skólans góðan dag en hann tók ekki undir kveðjuna fyir en ég endurtók hana,“ segir hún aðspurð um kurteisi nem- anda. Slíkt segir hún vera daglegt brauð. „Ástandið hefur versnað undanfarin ár,“ segir hún, „meiri yfir- gangur er í nemendum á göngum og fólk er hávaer- ara.“ Lengi vel voru yfírhafnir nemenda geymdar á snög- um fyrir framan skólastof- urnar en nú gengur það ekki lengur því stuldur á yf- irhöfnum er allt of algeng- ur. Þóra Kristín tekur skýrt fram að meirihluti nemenda kunni almennar kurteisis- venjur og mannasiði, en Morgunblaðið/Þorkell ÞÓRA Kristín Jónsdóttir segir kennara vera lúna á stríði við uppivöðslusöm börn. hópur þeirra sem kunna sig ekki hafi stækkað. Einnig er hún þess fullviss að ástandið sé ekki einskorð- að við Hagaskóla, svipað er að ger- ast í öðrum grunnskólum borgarinn- ar. „Viltu gjöra svo vel“ Þóra Kristín talar af reynslu, hún hefur kennt í yfir 30 ár. Á haustin þegar kennsla hefst, en Þóra Kristín kennir 10. bekkingum, segist hún alltaf byrja á því að kenna nemend- um að heilsa með handabandi. „Eg tek í höndina á hverjum einasta nemanda; flestir kunna að heilsa á slíkan máta en því miður eru of margir sem kunna það ekki.“ Áður en venjuleg kennslustund hefst kveðst Þóra Kristín iðulega þurfa tíma til að róa nemendur niður og stilla til friðar og þegar nemandi biður hana um aðstoð í tíma segir hún það undantekningu að hann spyrji: „Viltu gjöra svo vel?“ „Ætla mætti að það orðasamband væri hið mesta feimnismál,“ segir hún, „þess í stað segja flestir einfaldlega „Ef til að mynda kennari í samráði við skólastjóra telur réttast að vísa nemanda úr skóla í nokkra daga get- ur það verið erfiðleikum bundið. Til eru foreldrai- sem ætlast bein- línis til þess að skólmn taki við upp- eldishlutverkinu: „Ég ræð ekkert við strákinn, hvað ætlið þið að gera?“ er spurt. Mig grunar að sumir séu einfaldlega hræddir við börnin sín. Fíkniefnaneysla meðal efstu bekkinga þekkist og sá hópur fer stækkandi. Sífellt fleiri eru langt leiddir í neyslu og úrræði eru alltof fá. Um þessar mundir er um 8 mán- aða bið eftir vistun á meðferðar- heimili.“ Utbreitt vandamál „komdu“ eða í mesta lagi „viltu koma?“ þegar þeir kalla á mig.“ Þóra Kristín nefnir ennfremur að margir nemenda horfi ekki í augun á þeim sem talað er við, þeir snúi sér frekar undan eða horfi út í horn. „Slík framkoma þótti ekki mannasiðir í mínu ungdæmi, og reyndar nægir að hverfa aðeins örfá ár aftur í tímann til að finna dæmi um annað.“ Virðing fyrir starfsfólki skólans hefur einnig farið þverrandi hjá hópi nemenda. „Yfirgangsmenn láta ótrúlegustu hluti flakka við kennara, gangaverði og annað starfsfólk. Okvæðisorð eins og tík og belja eru því miður ekki fáheyrð." Ekki næg samvinna milli foreldra og skóla Skortur á mannasiðum og virðing- arleysi er hins vegar ekki það eina sem Þóra Kristín segir að kennarar þurfi að glíma við í starfi sínu. „Við höfum ekki lengur vald til að taka á agavandamálum nemenda með við- eigandi hætti því sumir foreldrar rísa þá upp öndverðir, segja jafnvel að skólinn leggi börn sín í einelti. Hins vegar þegar kvartað er um að afkvæmi þeirra leggi aðra í einelti, hafa foreldrarnir ekkert að segja.“ Mjög jákvætt finnst Þóru Krist- ínu að foreldrar séu nú virkari í samstarfi við skóla en áður. „Hitt er verra að sumir foreldrar virðast líta á kennara sem andstæðinga sína. Auðvitað ættum við fremur að styðja hvert annað í stað þess að vinna hvert gegn öðru,“ segir hún. Agavandamál í Hagaskóla kom- ust í hámæli í fjölmiðlum fyrir nokkru því nemendur þar eru ekki þekktir fyrir óspektir, að mati Þóru Kristínar, en vanda- málið er mun útbreiddara en margir halda. „Vesturbærinn er rótgróið hverfi en ef svipuð agavandamál koma upp í hverfi í uppbyggingu segja allir að um staðbundið vandamál sé að ræða.“ Fjórmenningamir sem játuðu á sig sprengingarnar í Hagaskóla hafa nú verið færðir í aðra skóla tíma- bundið. Nýlega var ákveðið að fella niður árlega skíða- ferð 10. bekkinga þar sem fimm kennsludagar fóra til spillis vegna sprenginganna. „Hlutverk kennara er fyrst og fremst að hjálpa nemendum að til- einka sér námsefni. Of oft er okkur því misboðið í starfi. Vegna uppi- vöðslusamra nemenda er nú meira um en áður að kennarar íhugi hvort halda eigi áfram kennslu. Lágu laun- in era ekki lengur aðalástæðan." Talað í GSM-síma í foreldraviðtali „Komið þér s frú Solvei^ Kurteisi léttir lífíð en óþarfi er að halda litla fíngri á lofti þegar drukkið er úr tebolla eða tala rósamál að hætti aðalsmanna forðum. Hrönn Marinósdóttir ræddi við bókmennta- fræðing um skuggahliðar kurteisinnar, við kennara um mannasiði og heyrði hljóðið í ungum útlendingum á Islandi. URTEISI finnst flestum nauðsynleg í daglega líf- 1. Þú kemur fram við aðra eins og þú ,vilt að aðrir komi fram við þig. Kurteisi virkai’ því oft sem smurolía í samskiptum. Kurt- eisi er að taka tillit til annarra. Reglur um hvernig skuli haga sér hafa þó breyst í gegnum tíðina. Fyrr á öldinni voru gefnar út bækur um fram- komu og margt af því sem þar stendur þykir nánast hlægilegt í dag. „Þegar kona mætir karlmanni á almannafæri á hún að heilsa fyrst... það er hún, sem á að sýna, hvort hún vill heilsa eða ekki,“ skrifar Rannveig Schmidt í bók sína Kurteisi sem kom út árið 1945, og enn- fremur gefur hún góð ráð um hvernig beri að kenna börnum að heilsa rétt: „Komið þér sælar, frú Solveig." Þéringar eru nú aflagðar en ýmis- legt, sem þótti argasti dónaskapur, þykir nánast sjálfsagður hlutur í dag. „Hræðilegt er að sjá menn stanga úr tönnum sér eftir máltíð,“ skrifar Jón Jakobsen í bókina Mannasiðir árið 1920 og ósiðaðir þóttu honum þeir sem reka upp skellihlátur; „kastið yður ekki aft- ur á bak með galopinn hlæjandi munn- inn og sláið ekki á lærin eða hnén. Forðist að hnerra hátt, ef unt er, því að þá afskræmist andlitið. Hafið munninn lokaðan, þegar þér eruð ekki að nota hann. Notið vasaklútinn svo gætilega, og snýtið yður ekki svo hrottalega að við kveði sem Þórdunur.“ Morgui TORFI H. Tulinfus, bókmenntafræ kurteisina ættaða frá franska aðlinu Afurð stéttaskiptingar fyrh’bæri sem eigi rætur að rekja til aðalsmanna á miðöldum og sem gerði þeim kleift að greina sig frá öðrum. „Kurteisi er því afurð stéttaskiptingar, sem á sínum tíma bætti völd og áhrif efri stétta. Hirðir konunga og háaðals á frönsku málsvæði urðu þannig upp- spretta siða og venja sem bárust um öll samfélög á Vesturlöndum og við notum enn í dag í breyttri mynd þó.“ Orðið kurteisi er franskt, lýsingar- orðið kurteis kemur úr fornfi-önsku; curteis og vísar til siðakunnáttu við hirðir. Kurteisi á frönsku þýðir hirðleg- ur; sá sem kann að haga sér við hirðir. Annað svipað orð, hæverska, kemur frá þýska orðinu höfisch. „Reglur um hvemig beri að haga sér í samkiptum era sögulegum breytingum háðar,“ segir Torfi H. Tuliníus, dósent í frönskum bókmenntum við Háskóla Is- lands. „Breytingar á þessum reglum segja til um samfélagið á hverjum tíma.“ Kurteisi segir hann vera menningar- íslenskur munkur ríður á vaðið „Mikil áhersla var lögð á að ridd- arar og hefðarkonur lærðu að hemja hvatir sínar, temja sér fagra siði og leggja stund á samræðulist,“ segir Torfi H. Tuliníus. Á íslandi kemur orðið kurteisi fyrst fyrir í ritinu Leiðarvísir sem talið er vera skrifað af íslenskum ábóta á Þverá, Nikulási Bergssyni sem uppi var um miðbik 12. aldar. „Ritið er leiðarlýs- ing fyrir kristna menn sem hugðu á ferðir frá Noregi til landsins helga.“ Þar stendur: „Á Saxlandi er þjóð kurt- eisust og nema þar Norðmenn margt eftir að breyta." ,Athyglisvert er að þjóð í þessu tilfelli á ekki við alla heldur líklega einungis höfðingja. Aðallinn hefur tileinkað sér hegðun sem ábótanum finnst eftirsókn- Það er erfiðleikum bundið að kenna börnum í 10. bekk hvemig eigi að hegða sér, að mati Þóru Kristínar. „Foreldrar eiga að leið- beina um slíkt, allt frá blautu barns- beini. Ef fleiri kynnu kurteisi myndi efalítið draga úr vandkvæðum í mannlegum samskiptum þótt aga- vandamái í skólum hverfi aldrei.“ Fullorðnir mættu einnig vera betri fyrirmyndir hinna yngri, að mati Þóra Kristínar. „Móðir í for- eldraviðtali hjá mér í morgun svar- aði í GSM-símann í miðju kafi án þess að segja við mig svo mikið sem „afsakaðu“ og sonur hennar sat við hliðina á henni. Við hverju er svo að búast af börnunum?" CHRISTIAN MOSBÆK JOHANNESSEN, JUDITH ADRIAN OG VOLKER DELLWO Tvö andlit íslendinga ÍSLENDINGAR kunna að sumra mati ekki að standa í biðröð, þeir ryðjast upp rúllustigann og skella síðan hurðinni á nefið á næsta manni í stað þess að halda henni opinni. Tillitsleysi í umferðinni finnst einnig mörgum of algengt. Á vegum Sókrates-áætlunar Evr- ópusambandsins eru hér við kennslu í Menntaskólanum í Reykjavík, þrír ungir tungumálakennarar frá Þýskalandi, Frakklandi og Dan- mörku. Þeir taka ekki undir þau viðhorf að íslendinar séu ókurteisir. Þvert á móti. Að þeirra mati eru Is- lendingar afar kurteisir í umgengni og háttum og sú framkoma ristir dýpra en yfirborðsmennskan sem einkennir sum stærri samfélög. „Kurteisisvenjur eru ekkert síðri hér en þar sem ég þekki í Dan- mörku,“ segir Christian Mosbæk Johannessen frá Óðinsvéum. „Til að mynda er virðing fyrir kennurum ekki síðri hér en í Danmörku,“ seg- ir hann. „í skólum í Frakklandi eru yfirleitt fleiri agavandamál en hér,“ segir Judith Adrian frá Bordeaux og tekur undir orð Christians. Hún segir suma ríkisskóla í Frakklandi vera miklar stofnanir, nánast með óteljandi nemendum. „Allt verður því afar ópersónulegt og öllum virð- ist vera sama um náungann, segir hún. „Menntaskólanemar hér eru yf- irleitt ekki með óspektir, „segir hún eimfremur, „þeir í mesta lagi sofa í tímum. Það er mesta óvirðingin". Reykvíkingar hjálpsamir VOLKER Dellwo, Judith 1 Johannessen kvarta ekki „Allir hér á landi eru tilbúnir að halda hurð opinni fyrir manni, ekki síður en þar sem ég þekki í Trier og fleiri stöðum í Þýska- landi,“ segir Volker Dellwo sem er frá Trier. „Vandamálið er að stundum kann enginn við að ganga inn fyrstur því *”I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.