Morgunblaðið - 05.02.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 B 7
ópu. Ekki er heldur hægt að
merkja áberandi mun á afstöðu
ungmenna utan og innan ESB til
Evrópu. íslendingar eru afar
miðjusæknir í afstöðu sinn til
tveggja staðhæfínga í tengslum við
samrunann í Evrópu. I viðbrögðum
við staðhæfingunni „Sameining
Evrópu er hættuleg fullvalda þjóð-
um, sjálfsmynd þeirra og menn-
ingu,“ merkja 4% við mjög sam-
mála, 6% við mjög ósammála og
48% við óákveðin/n. í viðbrögðum
við jákvæðari staðhæfingu „Sam-
eining Evrópu mun leysa efna-
hags- og félagslega
ki-eppu í Evrópu“
kemur upp svipað
mynstur því að 3,6%
merkja við mjög sam-
mála og tæp 5%
merkja við mjög
ósammála. Yfir helm-
ingur hópsins og svip-
að hlutfall og á meðal
Norðmanna, Svía og
Dana segist ekki hafa
tekið afstöðu. Finnar
einir skera sig úr og
eru heldur Evrópu-
sinnaðri en hinar
N orðurlandaþj óðirnar. Annars hef-
ur fremur lítill stjórnmálaáhugi ís-
lendinganna vakið athygli mína
enda hefði smæð samfélagsins átt
að hafa öfug áhrif. Hugsanleg
skýring er að talað er frekar nei-
kvætt um stjórnmál á Islandi."
Ein þjóð í einu landi
Með samanburði á svörum ung-
linga í þéttbýli og dreifbýli hefur
að sögn Gunnars verið afsannað að
tvær þjóðir búi í landinu. „Satt
best að segja verð ég að viður-
kenna að mér kom á óvart hversu
lítill munur reyndist á svörum ung-
linganna eftir búsetu. Langoftast
er lítill sem enginn munur og er
hægt að nefna að enginn munur er
á almennri afstöðu samanburðar-
hópanna til lands og þjóðar. Ef
draga á muninn sérstaklega fram
dettur mér fyrst I hug að vekja á
því athygli að unglingar í dreifbýli
eru heldur áhugasamari um sögu
nánasta umhverfis. Unglingar úti á
landsbyggðinni taka fremur en
hinir undir að efnahagskerfið sé
ranglátt - og túlka ég þá afstöðu
þannig að þeim finnist
að landsbyggðin hafi
verið afskipt."
íslenskir unglingar
eru eins og fyrr er
getið fremur jákvæðir
í garð útlendinga í
eigin landi. Unglingar
á landsbyggðinni eru
ívið jákvæðari en jafn-
aldramir á mölinni.
„Ef tekið er mið af því
að talsvert var farið í
íslensk sjávarþorp svo
gera megi ráð íýrir
því að unglingamir
séu að vísa í reynslu af erlendu
vinnuafli, er niðurstaðan athyglis-
verð enda virðist óhætt að líta svo
á að samneytið hafí ekki skapað
umtalsverð vandamál."
Gunnar segir að unglingamir í
borginni geri ráð fyrir að afla sér
meiri menntunar. „Óhætt er að
gera ráð fyrir því að þar spili fyrir-
myndir inn í enda er talsvert
hærra hlutfall foreldra í borg en
dreifbýli með háskólapróf. Annars
er athyglisvert að munurinn kemur
varla í ljós í svömm við öðram
Unglingarnir í
borginni gera
ráð fyrir því að
fá hærri tekjur
og hafa almennt
séð meiri áhuga
á peningum en
jafnaldrarnir
úti á landi.
I
I
I
I
að sonurinn verði heilbrigður ein-
staklingur. Komi faðirinn heim úr
vinnunni, kasti sér niður í sófa
fyrir framan sjónvarpstækið og
taki ekki þátt í íjölskyldulífmu, er
hætta á að sonurinn verði nokkuð
„passívur“ einstaklingur og inn-
hverfur.
Það sem vekur þó athygli í
rannsóknum Billers, er að niður-
stöður þeirra sýna að drengir sem
missa feður sína í dauðsfalli, eru
undantekning frá þessari almennu
reglu. Þótt faðirinn sé fullkomlega
og varanlega fjarri, sýna þeir
meiri aðlögunarhæfni en synir
sem eiga feður sem eru fjarver-
andi af öðrum ástæðum. Svo virð-
ist vera að ekkjur eigi almennt já-
kvæðar minningar um eiginmenn
sína og tali mikið um þá. Þetta
hjálpar sonum þeirra að móta já-
kvæða táknræna ímynd af föður
sínum og vegur nokkuð upp á
móti þeirri staðreynd að hann er
ekki á svæðinu.
Likamleg návist
Ein alvarlegasta afleiðingin af
fjarveru föður er sú að sonurinn
fer á mis við líkamlega návist
hans. Líkaminn er grunnurinn að
sjálfsímynd hvers manns og því
verður mótun sjálfsmyndar að
heljast á honum. Sjálfsmynd son-
arins á sér rætur í líkama föður-
ins.
Þegar návist föður vantar,
þroskast sonurinn ekki í jákvæð-
um tengslum við líkama hans,
heldur í neikvæðum tengslum við
líkama móðurinnar og við líkama
kvenna yfirleitt. Þegar það gerist
breytist oft kærleiksríkt samband
móður og sonar í valdabaráttu og
sonurinn stofnar til styrjaldar
gegn konum. Það fáránlega við þá
slyrjöld er að hún er byggð á mis-
skilningi, heimur líkama, tilfinn-
inga og skynjunar er talinn til-
heyra konum en heimur hugans,
samfélags og vinnu talinn tilheyra
körlum.
Þetta veldur oft truflun á því
hvernig karlmenn líta á líkama
sinn og verður til þess að þeir
bæla allt næmi og alla líkamslján-
ingu. í huga sonarins geta karl-
menn ekki leyft sér að snerta,
faðma, teyga ilm, finna til, hlæja
eða gráta, vegna þess að þetta eru
hlutir sem hann hefur aðeins séð
móður sína gera. Unglingsdreng-
urinn afneitar líkama sínum. Þeg-
ar hann síðan fer að stunda kynlíf,
takmarkar hann sig við nautnir
kynfæranna og vandar sig við að
missa ekki stjórn á sér í leiknum
út fyrir það svæði af ótta við að
hegða sér of mikið eins og kona.
Tjáning tilfinninga
Sonur sem óttast líkama sinn er
jafnvel enn hræddari við hjartað.
Hluti af því að vera karlmaður er
að tjá „ekki“ tilfinningar sínar.
Karlmennskan er skilgreind með
neitunum; ekki gráta, ekki hlusta
á sjálfan þig, ekki tjá tilfinningar,
ekki vera kvenlegur. Raunveru-
Iegir karlmenn dansa ekki. Eða,
með öðram orðum, sjálfsmynd
karlmannsins grandvallast á því
að hindra alla tjáningu líkama og
tilfinninga.
Þó er það ekki svo að karlmenn
skorti allt næmi. Þeim er einfald-
lega bannað að tjá það, ef þeir
ætla að vera álitnir menn með
mönnum. Sem þýðir að til þess að
verða karlmaður, verður sonurinn
að slíta tengslin bæði við líkama
og hjarta. Mesti karlmaðurinn er
sá sem gengur í gegnum þessa
aflimun án þess að fella tár.
Það skýtur því dálítið skökku
við þegar ætlast er til af þessum
sömu mönnum að þeir hafi hæfi-
leika til að mynda náið og skuld-
bindandi samband við maka og
börn. Hvernig getur sá sem hefur
skilist við Iíkama og hjarta mynd-
að náið samband við nokkra vera?
Ef faðirinn er ekki til staðar til
að innræta syninum aðra þætti
karlmennskunnar - þá þætti sem
lúta að kærleika og umhyggju,
verða engar afgerandi breytingar
á samfélagi karlmanna - né í sam-
skiptum karla og kvenna. Feður
sem eru til staðar fyrir syni sína,
og dætur, virðast vera ein af fáum
lausnum sem til eru á erfiðleikum
í samskiptum kynjanna.
Karlmenn era tengslalausir við
tilfinningalíf sitt vegna þess að
þeir hafa ekki séð feður sína, eða
aðra karlmenn, tjá sínar tilfinn-
ingar. Ein af jákvæðum afleiðing-
um jafnréttisbaráttunnar er end-
urskoðun á gildismati feðraveldis-
ins og sífellt fleiri karlmenn gera
sér grein fyrir því að þeir era til-
finningalega fatlaðir. Og sífellt
fleiri karlmenn neita að kæfa
skynjun sína og næmi.
spurningum um lífið og tilverana -
og þó. Unglingarnir í borginni gera
ráð fyrir því að fá hærri tekjur og
hafa almennt séð meiri áhuga á
peningum en jafnaldrarnir úti á
landi. Báðir hópar hafa áhuga á
umhverfisvernd. Aðeins vottar fyr-
ir örlitlum áherslumun því að ung-
lingarnir úr þéttbýlinu hafa heldur
meiri áhuga á verndun náttúra-
minja á meðan unglingar úr dreif-
býli hafa fremur áhuga á verndun
menningarminja.“
„Strákar eru og verða ... „
Gunnar hefur sérstaklega velt
íýrir sér kynjamun í viðhorfum ís-
lensku unglinganna. Meginniður-
staðan er mjög í takt við viðteknar
skoðanir á kynjamun. „Stúlkurnar
era trúaðri, þjóðræknari - áhuga-
samari um velferðarkerfið og fé-
lagslegan jöfnuð. Strákamir era
meira útávið - áhugasamari um
vísindi og tækni, mannraunir, æv-
intýr og stjórnmál. Sérstakt dálæti
virðast strákamir hafa á leiknum
bíómyndum og heimildarmyndum
um atburði úr fortíðinni. Meiri til-
hneiging virðist á meðal stráka en
stelpna til að taka myndefnið trá-
anlegt og ekki er laust við að þaðan
hafi strákarnir aflað sér nokkurrar
þekkingar, a.m.k koma strákarnir
heldur betur út úr stuttu þekking-
arprófi. Eg get nefnt að strákunum
gekk umtalsvert betur að tímasetja
rómverska galeiðu og mynd af
karli og konu í borgaralegum fatn-
aði frá 19. öld. Eins að setja upphaf
jarðræktar og heimskreppunnar
miklu í rétta tímaröð,“ segir Gunn-
ar og tekur fram að niðurstaðan í
þekkingai’prófinu hafi komið á
óvart. „Fyrir úrvinnslu niðurstaðn-
anna hafði ég gert ráð íýrir að
stelpurnar kæmu betur út enda
hélt ég að stelpum gengi alla jafna
betur í námi en strákum á þessum
aldri.
Helsti munurinn á íslendingum
og hinum Norðurlandaþjóðunum
felst í því að íslendingar eru trá-
aðri, þjóðræknari og sýna meiri
samúð með fátækum. Meiri til-
hneigingar í sömu átt gætir í við-
horfi íslenskra stúlkna en stráka.
Með talsverðri einföldun er því
hægt að segja sem svo að íslensku
stúlkurnar séu íslenskari en ís-
lensku strákarnir. íslendingar taka
tilfinningaríkari afstöðu en hinar
Norðurlandaþjóðirnar til viðfangs-
efna í könnuninni og íslenskar
stúlkur sýna almennt meiri tilfinn-
ingasemi en íslenskir strákar. Vert
er að taka fram að ís-
lenski hópurinn tekur
hvað eindregnustu af-
stöðuna með jafnrétti
karla og kvenna í
stjórnmálum, úti á
vinnumarkaðinum og
inni á heimilunum."
Trúrækni í
síðþróuðu samfélagi
Gunnar var spurður
að því hvort að staðl-
aður kynjamunur ætti
jafn vel við börn
menntaðra og
ómenntaðra foreldra. „Ég hef ekki
hugað að því sérstaklega. Hins
vegar eru tölurnar fýrir hendi og
hæglega er hægt að kanna hvort
þarna myndast ákveðið mynstur.
Annars er ég sjálfur ekki sérlega
tráaður á að hægt sé að hafa um-
talsverð áhrif á persónuleika kynj-
anna í uppeldinu. Mig rámar þessu
tengt í að hafa heyrt Magdalenu
Schram heitna segja frá því í út-
varpi þegar hún gaf lítilli dóttur
sinni einu sinni bíl. Dóttir hennar
tók bílnum vel og lék sér talsvert
með hann fram eftir degi. Dagur-
inn endað hins vegar með því að
hún breiddi yfir hann og svæfði
eins og hverja aðra dúkku.“
Islensku stúlkurnar eru heldur
tráaðri en íslensku strákamir og
heildarhópurinn mun tráaðri en
samsvarandi hópar í nágranna-
löndunum. „Einir mótmælenda-
þjóða meta Islendingar trá sína
álíka mikils og kaþólsku þjóðirnar í
könnuninni. Hér virðist tegund
kristindómsins því ekki skipta
meginmáli heldur hitt að Islend-
ingar era síðþróað samfélag eins
og flest rómversk- og grísk kaþólsk
samfélög era að veralegu leyti. Við
virðumst aðeins að takmörkuðu
leyti hafa hrifist með veraldar-
hyggjunni í Norður- og Vestur-
Evrópu á 19. öld. Islendingar af-
helguðust því ekki og
aldrei hefur jafnstór
hópur þjóðarinnar af-
neitað tráarbrögðum
og í nágrannalöndun-
um.“
Gagnlegar
niðurstöður
Fyrir utan að könn-
unin staðfesti ekki
ótta Gunnars við af-
menningarþróun
ungu kynslóðarinnai'
kom jákvæð afstaða
ungmennanna til
könnunarinnar skemmtilega á
óvart. „Islensku unglingarnir tóku
því afar vel að vera með í könnun-
inni og unnu svörin langoftast af
stakri kostgæfni. Lítið var um að
snúið væri út úr og talsvert meira
um vinsamleg viðbrögð í formi
nánari útskýringa á svöinnum. Ég
er mjög feginn því að við ákváðum
að vera með í könnuninni enda eru
niðurstöður afar fróðlegar og eiga
eflaust eftir að nýtast nánar út í
skólakerfinu. Heildarniðurstöður
könnunarinnar hafa þegar verið
gefnar út og samantekt niður-
staðna frá Norðuriöndunum verð-
ur gefin út alveg á næstunni. Síðast
en ekki síst eram við Bragi að
vinna að sérstakri bók um íslensku
niðurstöðurnar.“
...íslenski hópur-
inn tekur hvað
eindregnustu af-
stöðuna með
jafnrétti karla og
kvenna í stjórn-
málum, úti á
vinnumarkaði og
inni á heimiium.
fyrir fagurkera
RONNING
Borgartúni 2*4
: . - v}
1