Morgunblaðið - 05.02.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.02.1999, Qupperneq 4
hhhhh HHBHHHH HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn HVAD á til bragðs að taka? Jón Kristjánsson situr á varamannabekk Valsliðsins og þurrkar svitann meðan Boris Bjarni Akbashev ræðir við hann um gang leiksins. Meistarar Vals hafa einungis unnið einn af níu síðustu leikjum sínum „Áfram harðlífi u Óhætt er að segja að íslands- og bikarmeistarar Valsmanna í handknattleik hafi ekki náð að fylgja eftir frábæru gengi á síð- ustu leiktíð í efstu deild karla. Meistararnir eru sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig, eða jafnmörg og ÍR sem er í áttunda sæti. Aðeins efstu átta lið deildarinnar öðlast sæti í úrslitakeppninni sem hefst í marsbyrjun og gæti svo farið að sjálfir íslandsmeistararnir verði ekki þar á meðal. Gengi Vals- manna hefur nefnilega verið afar bágborið upp á síðkastið; lið- ið hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og getur aðeins státað af einum sigri í níu síðustu viðureignum sínum. Síðast töpuðu Valsmenn fyrir Frömurum á miðvikudags- kvöldið, 23:24. Engu skipti þótt leikið væri á heima- Eftir velli, Framarar Björn Inga höfðu örugga for- Hrafnsson ystu lengst af og að- eins undir lokin tókst heimamönnum að minnka muninn með góðum leikkafla. Þar kom í ljós barátta og styrkur, sem margir telja sig hafa saknað hjá meistaraliðinu í vetur. Morgunblað- ið leitaði því álits Jóns Kristjáns- sonar, þjálfara og leikmanns Vals, eftii- leikinn gegn Fram, en Jón gerðist þjálfari liðsins 1995 er Þor- björn Jensson tók við landsliðinu. Undir hans stjórn komu Valsmenn geysilega á óvart í fyrra er hann skilaði báðum titlunum í íþrótta- húsið að Hlíðarenda. „Það er áfram harðlífi hjá okk- ur,“ var það fyrsta sem Jón sagði við blaðamann eftir hressilegan lestur yfir sínum mönnum í bún- ingsklefanum. „Við erum svosem þeir einu sem getum bjargað okkur út úr því og það ætlum við okkur að gera,“ bætti hann við. Boris Bjarni Akbashev, aðstoðar- þjálfari landsliðsins, var á Vals- bekknum í leiknum gegn Fram og gerði sitt til að snúa dæminu við og koma Valsliðinu á sigurbraut á ný. Ekki gekk þó sú rófan að þessu sinni, þrátt fyrir góðan endasprett og hressilegan darraðardans undir lokin. Engin ein skýring Jón segir að engin ein skýring sé á þessu slæma gengi sinna manna. „Það var mikið brottfall úr leik- mannahópi okkar nú í desember og þegar gengið er slæmt verður oft erfítt að snúa við blaðinu og ná upp sjálfstrausti á ný. Það hefur ekki tekist hjá okkur, reyndar munaði minnstu í lokin í kvöld en þá fengu þeir gefins víti og unnu leildnn. Það var náttúrlega algjört rugl.“ En eftir stendur aðeins einn sig- ur í níu síðustu leikjum. Ykkur gekk hreint ágætlega í upphafi móts, en þá segir sagan að þú hafír sagt við leikmenn þína að liðið værí líkast til að leika yfír getu, menn skyldu búast við skelli fyrr eða seinna. Er þetta rétti „Jú, þetta er rétt. Ég sagði mín- um mönnum að miðað við leik okk- ar þætti mér við vera að fá of mikið af stigum. Ég varaði menn því við, sagði að þetta væri kannski ekki al- veg eðlilegt og að einhverju leyti hefur það komið á daginn. Samt sem áður höfum við upp á síðkastið einnig verið að tapa leikjum sem við ættum alls ekki að tapa.“ Telurðu að þessi varnaðarorð þín hafí ef til vill haft öfug áhrif, jafnvel dregið úr sjálfstrausti leikmannai „Nei, alls ekki. Ég er frekar á því að menn taki síður til heima hjá sér þegar allt gengur vel, menn hugi ekki að sér og verði samdauna þeim vandamálum sem virkilega eru þó til staðar. Þá er ekki svo auðvelt að ætla að bjarga hlutunum. Ég vissi að það kæmi að tapleik hjá okkur, okkur hefur aldrei geng- ið svo vel fyrri hluta móts og mér hefur yfirleitt þótt best að eiga við vandamálin fyrri hluta móts og vera þá kominn með liðið í sæmi- legt ástand þegar í úrslitakeppnina er kornið." Forsendurnar til staðar Sérðu fram á að það takisf! „Já, það getur alveg tekist. Við höfum forsendur til þess, en það þarf auðvitað að koma ákveðnum málum í lag. Menn hafa ekki haft nægilega trú á sér og þess vegna verið hikandi í sínum aðgerðum, sérstaklega í byrjun leikjanna. Þeg- ar við höfum náð að skora nokkur mörk hefur sjálfstraustið venjulega aukist og því er brýnt að við náum þessu fyrr í okkar leikjum og náum fyrir vikið að halda öllum möguleik- unum opnum.“ Og ungu drengirnir á bekknum hafa fengið að spreyta sig af og til. Verður framhald á því í næstu leikjum? „Já, ég hef verið svona hægt og rólega að taka þá inn. Ég hef verið meiddur að undanförnu, Ari [All- ansson] var ekki með vegna meiðsla og þá verða varamennirnir að koma til leiks. Þetta eru mjög góðir leikmenn, en nokkuð ungir og eiga mikið inni sem handknattleiks- menn.“ Graf mót- mælir stöllum sínum ÞÝSKA tenniskonan Steffi Graf gagnrýndi stöllur sín- ar Lindsay Davenport og Martinu Hingis fyrir um- mæli þeirra um frönsku tenniskonuna Amelie Mauresmo, en báðar sögðu á opna ástralska meistara- mótinu að Mauresmo léki eins og karlmaður. „Ég tel þessi ummæli þeirra vera alveg út í hött og engin ástæða til þess að láta þau frá sér fara,“ sagði Graf, en ummæli Hingis og Daven- ports hafa vakið mikla at- hylgi, ekki síst vegna þess að Mauresmo er mjög stælt af aðeins 19 ára kvenmanni að vera og er auk þess sam- kynhneigð. Hafa ummælin jafnvel verið tiílkuð sem fordómar í garð samkyn- hneigðra. ■ GORAN Stojanovic, landsliðs- markvörður Júgóslava í handknatt- leik og markvörður hjá þýska félag- inu Kiel, hefur ákveðið að ganga á næstu leiktíð í raðir Bad Schwartau sem Sigurður Bjaruason leikur með. Gerði hann samning við Bad Schwartau til vorsins 2001. ■ KIEL gerði á dögunum samning við norska markvörðinn Steinar Ege um að leika með félaginu næstu tvö ár, en Ege er nú í her- búðum Gummersbach. ■ ANDREAS Dittert, landsliðsmað- ur Austurríkis í handknattleik sem verið hefur í herbúðum NiederwUrzbach síðustu ár, hefur verið seldur til St. Otmar í Sviss og byrjar að leika með félaginu á næsta hausti. Er þessi sala ein ráð- stafana forráðamanna Niederwiirz- bach til þess að bjarga félaginu frá gjaldþroti. ■ ANDREAS Larsson, sænski landsliðsmaðurinn í handnattleik, sem leikið hefur með Kiel undanfar- in ár leikur með 2. deildarliðinu Nordhorn frá og með næsta hausti. Frá þessu var gengið í vikunni. Samningur Larssons við Nordhorn, sem er skipað mörgum leikmönnum frá Svíþjóð og Danmörku, er til vorsins 2002. ■ GUNNAR Andrésson hefur gert 27 mörk fyrir Amichita Ziirich í fjórum leikjum í úrslitakeppni sviss- neska handknattleiksins og verið besti maður liðsins. Liðið hefur unnið einn leik en tapað þremur, tapaði síðast 25:19 fyrir Suhr. Þá gerði Gunnar 7 mörk. ■ ROD Strickland hefur loks náð samkomulagi við Washington Wiz- ards um að leika með liðinu næstu árin, en Strickland var með lausan samning. Wizards hefur keppnis- tímabilið í NBA með því að heim- sækja Larry Bird og lærisveina hjá Indiana í kvöld. ■ EKKI hefur verið gert opinbert í hverju samkomulagið felst, en vitað var að Strickland vildi gera fimm ára samning og fá um 770 milljónir á ári í laun, en félagið hafði boðið 700 milljónir á árinu fyrir þriggja ára samning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.