Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ATLI Örn Jdnsson, aðstoðarframkvæmdasljóri Europay ísland, Ragn- ar Önundarson, framkvæmdasljóri og Björn Líndal, stjórnarformaður félagsins á aðalfundi Europay Island. ✓ Europay Island með 108 milljónir í hagnað Sækir um starfsleyfí sem lánastofnun HAGNAÐUR Europay ísland nam um 108 milljónum króna á liðnu ári. Heildareignir Europay ísland voru tæpar 2.960 milljónir króna í árslok og hækkuðu um 400 milljónir á milli ára. Markaðshlutdeild félagsins er um fjórðungur af íslenska greiðslu- kortamarkaðinum. Meginstarfsemi fyrirtækisins hefur verið gi-eiðslumiðlun, útgáfa greiðslukorta og lánastarfsemi henni tengd. I nýrri stefnumótun er gert ráð fyrir að sérhæfð lánastarf- semi tengd greiðslumiðlun verði efld enn frekar. Stjórn Europay hefur sótt um starfsleyfí sem lána- stofnun og er vonast til að við- skiptaráðuneytið afgreiði umsókn- ina fljótlega. í samkomulagi hluthafa kemur fram viljayfirlýsing af hálfu allra hluthafa þess efnis að athuga skuli möguleika á erlendri eignaraðild að fýrirtækinu til að afla því tækni- legrar þekkingar, samkeppnis- styrks og sérstöðu á íslenska mark- aðnum. Lagaleg staða fyrir- tækisins 1 skoðun I fréttatiikynningu kemur fram að skipuiag gi’eiðslumiðlunarkerfís- ins og tæknilegar framfarir á því sviði og ný stefna félagsins hafí orð- ið stjórn þess tilefni til umræðu um lagalega stöðu fyrirtækisins. „Fyr- irtækið starfar einkum á grundvelli hlutafélagalaga, en lýtur þó sem greiðslukortafyrirtæki eftirliti Samkeppnisstofnunar. Það er sér- stakt við Europay ísland að félagið er útgefandi korta, eins og bankar og sparisjóðir eru. I lögum um banka og sparisjóði, svo og lögum um aðrar lánastofnanir, er kortaút- gáfa og greiðslumiðlun talin upp meðal helstu verkefna þessara stofnana. Hins vegar er þess ekki krafist nú að aðilar sem greiðslumiðlun stunda falli undir þessa löggjöf, sem er umhugsunarefni með hliðsjón af því að nær 100 milljarðar króna fara nú um þennan greiðslufarveg á ári. Til að öðlast starfsleyfi sem lána- stofnun þarf nú minnst 440 m.kr. stofnfé. Eigið fé Europay ísland er nær tvöfalt það lágmark og áhættu- vegið eiginfjárhlutfall er einnig nær tvöfalt lágmark. Staifsemi fyrir- tækisins fellur einnig að skilgrein- ingu laga um lánastofnanir, en nauðsynlegt er að bi’eyta sam- þykktum félagsins á næstunni, til að koma til móts við sjónarmið við- skiptaráðuneytisins," segir í frétta- tilkynningu. íslandsbanki minnkar hlutinn í félaginu A síðastliðnu ári fór fram endur- skoðun og breyting á eignaraðild að fyrirtækinu. Hluti breytinganna hefur tekið gildi með því að Islands- banki hefur minnkað hlut sinn úr 50% í 35% eign. Búnaðarbankinn hefur aukið eign sína úr 7,5% í 20% og Landsbankinn úr 17,5% í 20%. Innan sparisjóðageirans er eigna- breytingum ekki lokið, en Spari- sjóður vélstjóra á nú 13% hlutafjár í Europay Island eða rúman helming af 25% eign sparisjóðanna í fyrir- tækinu. Þessi viðsldpti milli hlut- hafa áttu sér stað á grundvelli sam- eiginlegs verðmats endurskoðenda þeirra og nam það um mitt sl. ár 1.040 milljónum króna. Vöruskiptin hagstæð um 800 milljónir króna í desember Hallinn 25,5 millj- arðar á síðasta ári í DESEMBERMÁNUÐI vora flutt- ar út vörur fyrir 13,7 milljarða og inn fyrir 12,9 milljarða króna fob. Vöru- skiptin í desember voru því hagstæð um 800 milljónir en í desember 1997 voru þau óhagstæð um 100 milljónir á fóstu gengi, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Islands. Allt árið 1998 voru fluttar út vörar fyrir 136,6 milljarða króna en inn fyrir 162,1 milljarð króna fob. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 25,5 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhag- stæð um 100 milljónir á fóstu gengi. Allt árið 1998 var heildarverðmæti vöruútflutningsins 6% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður, eða sem nam 7,8 milljörðum króna. Sjáv- arafurðir voru 73% alls útflutnings- ins og var verðmæti þeirra 8% meii-a en árið áður, eða sem nam 7,3 millj- örðum. Stærstu liðir útfluttra sjávar- afurða voru fryst fiskflök, saltaður og/eða þurrkaður fiskur og fryst rækja. Aukningu útfluttra sjávarafurða má einna helst rekja til aukins út- flutnings á frystum fískflökum (6,6 milljarðar) og á söltuðum og eða þurrkuðum físki (2,7 milljarðar). A móti kom samdráttur í útflutningi á frystri rækju (1,9 milljarðai’) og á frystum heilum flski (1,6 milljarðar). Verðmæti útfluttrar iðnaðarvöru var 11% meira en árið áður á föstu gengi eða sem nam 3,2 milljörðum. Mesta hlutdeild í útflutningi iðnaðai’- vöru áttu ál og kísiljárn. Aukningu útfluttra iðnaðarvara má einna helst rekja til aukins útflutnings á áli um 3,5 milljarða. Útflutningur á öðrum vörum dróst saman um 2,7 milljarða, aðallega vegna minni útflutnings á skipum og flugvélum. Verðmæti vöruinnflutnings 33,2 milljarðar á síðasta ári Heildarverðmæti vöruinnflutnings árið 1998 var 26% meira á föstu gengi en árið áður, eða sem nam 33,2 milljörðum króna á föstu gengi. Stærstu liðir innflutnings 1998 voru fjárfestingarvörur, hrávörur og rekstrarvörur. Aukning varð á nær öllum liðum vöruinnflutningsins. Af einstökum liðum varð mest aukning á innflutn- ingi á fjárfestingarvörum (10,1 millj- arður). Þá varð einnig aukning á verðmæti innflutnings á hrávörum og rekstrarvöru (8,3 milljarðar) og á innflutningi á flutningatækjum (8,3 milljarðar). Af fjárfestingarvörum varð mest aukning í verðmæti innflutnings á rafmagns- og rafeindabúnaði (2,8 milljai’ðar) og á vélum til sérstakra atvinnugi’eina (2,1 milljarður). Tæknival hf. stofnar dótturfélag í Kaupmannahöfn Markaðssetja Axapta hug■ búnað á Norðurlöndum HINN 1. mars næstkomandi mun Tæknival hf. opna útibú í Kaup- mannahöfn, Tæknival A/S, sem mun einbeita sér að því að mark- aðssetja og þjónusta Axapta við- skiptahugbúnaðinn á Norðurlönd- um. Starfsmenn hjá útibúinu í Kaupmannahöfn verða þrír til að byrja með og framkvæmdastjóri verður Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er núverandi forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Tæknivals hf. Hinir tveir starfsmennirnir eru danskir og eru þeir frá Damgaard Data, framleiðanda Axapta. Að sögn Sigríðar hefur Tæknival hf. verið í markaðssetningu hug- búnaðar erlendis og komið sér upp samstarfsaðilum á Englandi, Norð- urlöndum og í Hollandi, en stofnun dótturfélagsins í Danmörku er næsta skrefíð í því 813141. „Þetta geram við bæði til að styrkja þau sambönd sem við eram þegar búin að byggja upp og síðan til að koma okkur sjálf fyrir á er- lendum vettvangi. Þetta fyrirtæki á fyrst og fremst að þjóna danska, sænska og norska markaðinum næstu tvö ái’in. Þetta er hugbúnað- arfyrirtæki með sölu og {ijónustu á Axapta hugbúnaði, en við höfum verið að þróa lausnir tengdar þess- um hugbúnaði, m.a. verslunarkerfi sem við höfum verið að selja er- lendis," sagði Sigríður. Hún sagði að sérstaða Tæknivals í verslanakerfunum hefði skapað fyrirtækinu svigním á markaðin- um, og þá sérstaklega vegna þess að fyrirséð væri að margir þurfa að skipta út hugbúnaði í þessum geira vegna ársins 2000 og vegna Evr- ópumyntarinnar. „Það heftir einfaldlega sýnt sig að við erum með mjög góða lausn á þessu sviði og það er það sem gildir. Útlitið er því jákvætt,“ sagði Sigríður. VORUSKIPT VIÐ ÚTLÖND Verðmæti innflutnings og útfluti *\.'L ngs i jari. - des. 1997 og 1998 (fob virði í milljónum króna) 1997 jan.- des. 1998 jan.- des. Breyting á föstu gengi’ Útflutningur alls (fob) 131.213,2 136.598,4 +6,0% Sjávarafuröir 93.647,7 99.279,7 +8,0% Landbúnaðarvörur 2.105,1 1.966,8 -4,9% Iðnaðarvörur 28.756,7 31.455,2 +11,4% Ál 15.196,7 18.416,9 +23,4% Kísiljárn 3.709,4 3.211,9 -11,8% Aðrar vörur 6.703,7 3.896,7 -40,8% Skip og flugvélar 5.200,8 2.245,4 -56,0% Innflutningur alls (fob) 131.325,7 162.103,1 +25,7% Matvörur og drykkjarvörur 11.345,6 14.267,9 +28,1% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 33.555,0 41.232,9 +25,2% Óunnar 1.577,0 2.527,9 +63,3% Unnar 31.978,0 38.705,0 +23,3% Eldsneyti og smurolíur 9.895,6 8.048,6 -17,2% Óunnið eldsneyti 294,8 320,4 +10,7% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.912,7 1.619,5 -13,8% Annað unnið eldsn. og smurolíur 7.688,1 6.108,7 -19,1% Fjárfestingarvörur 32.793,7 42.342,0 +31,5% Flutningatæki 18.064,8 26.018,2 +46,7% Fólksbílar 8.360,8 10.923,3 +33,1% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 2.566,1 3.220,4 +27,8% Skip 2.992,0 4.329,0 +47,4% Flugvélar 158,1 3.508,6 - Neysluvörur ót.a. 25.451,7 29.895,4 +19,6% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 219,3 298,2 +38,5% Vöruskiptajöfnuður -112,5 •25.504,8 * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-desember 1998 1,8% lægra en árið áður. Heimild: hagstofa Islands Af flutningatækjum varð mest aukning í verðmæti innflutnings á flugvélum (3,4 milljarðar) en einnig varð umtalsverð aukning á verð- mæti innflutnings á bílum (2,7 millj- ai’ðar). í Morgunfréttum Viðskiptastofu íslandsbanka í gær segir að þróun vöruviðskiptanna í desember sé mjög jákvæð þrátt fyrir að vísbend- ingar séu um að innflutningur verði áfram mikill, t.d. á bifreiðum. Það sé mjög mikilvægt fyi’ir stöðu krónunn- ar og efnahagsmála í heild að vöru- skiptin verði hagstæð næstu mánuði, en nokkur óvissa sé um vöraútflutn- ing næstu mánuði þar sem smæð loðnunnar og erfíðleikar á mörkuð- um gefí ekki miklar vonir um góða loðnuvertíð. Listi yfír 500 framsæknustu fyiúrtæki í Evrópu Atlanta í 20. sæti SJÖ íslensk fyrirtæki eiga sæti á hinum árlega lista yfir 500 framsækn- ustu fyrirtæki í Evrópu sem gefinn hefur verið út. Þar skipar fiugfélagið Atlanta tuttugasta sætið annað árið í röð. Þetta er í þriðja sinn sem listinn er valinn. Eitt íslenskt fyrirtækij stoðtækjafyr- irtækið Össur hf., sem Össur Kristjánsson stofnaði, hef- ur ávallt átt sæti á listanum og er eitt rúmlega 80 fyrirtækja í Evr- ópu sem nær þeim árangri. Þá hefur Þóra Guðmundsdótt- ir, annar eigandi Atlanta, verið valin af samtökunum „Europe’s 500“ sem framsæknasti frum- kvöðull meðal evrópskra kvenna og mun taka við sérstökum verð- launum fyrir þá nafnbót úr liönd- um Tonys Blairs, forsætisráð- herra Breta, á ráðstefnu samtak- anna 12. mars næstkomandi í Ed- inborg. Sex aðrir frumkvöðlar Auk Össurar, Þóru og Arn- gríms Jóhannsonar, eru sex aðrir íslenskir frumkvöðlar með fimm önnur fyrirtæki á listanum. Það Þóra Guðmundsdóttir eru Friðrik Sigurðsson með fyrirtækið Tölvu- myndir, Helga Gísladóttir og Eiríkur Sigurðsson með Vöruveltuna sem rekur 10-11 verslanirnar, Rúnar Sigurðsson með Tæknival, Einar Jónsson með Nóatún og Ásgeir Bolli Kristinsson með NTC, sem rekur Sautján, Morgan, Deres og Smash verslanirnar. I úttektinni kemur fram að heildarfjölgun starfa var mest í íslensku fyrirtækjunum eða að meðaltali 40% á ári á tímabilinu 1992-1997 samanborið við 22% fyrir öll fyrirtækin 500. Hvað veltuaukningu varðar eru ís- lensku fyrirtækin einnig efst á lista með 37% meðaltalsaukningu á ári samanborið við 24% fyrir öll fyrirtækin á listanum. Valið lýtur ströngum skilyrð- um um vöxt og tilurð hans, s.s. eignarhald frumkvöðuls, sjálf- stæði, veltuaukningu, arðsemi, stærð og aldur fyrirtækisins. Á listann var valið úr hópi 18 þús- und fyrirtækja sem voru svo aft- ur valin úr milljónum fyrirtækja í allri Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.