Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 1
SKATTAR Hlutdeild í greiddum sköttum 1991-1997 ÍIVIARK IDNADUR mmm Irmlánsstofnanir ' Sparisjóöir Athyglisverðustu jjjggjHgS Viðskipti og f greiddu3,l milljarð /4 auglýsingamar /6 1 ÍMARK-Jl verksmiðjur /8 m MRhIhM vœsmpn aivinnuiíf PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR11. FEBRÚAR1999 BLAÐ Vöruskiptin Vöruskiptin við útlönd í desember voru hagstæð um 800 milljónir en í desember 1997 voru þau óhagstæð um 100 milljónir. Allt árið 1998 voru fluttar út vörur fyrir 136,6 milljarða króna en inn fyrir 162,1 milljarð króna fob. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 25,5 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 100 milljónir á föstu gengi. /2 Europay ísland Hagnaður Europay Island nam um 108 milljónum króna á liðnu ári. Meginstarfsemi fyrirtækisins hefur verið greiðslumiðlun, útgáfa greiðslukorta og lánastarfsemi henni tengd. Stjórn Europay hefur sótt um starfsleyfi sem lánastofnun og er vonast til að viðskipta- ráðuneytið afgreiði umsóknina fljótlega. /2 Frumkvöðull Þóra Guðmundsdóttir, annar eig- andi Atlanta, liefur verið valin af samtökunum „Europe’s 500“ sem framsæknasti frumkvöðull meðal evrópskra kvenna og mun taka við sérstökum verðlaunum fyrir þá nafnbót úr höndum Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, á ráðstefnu samtakanna 12. mars næstkom- andi í Edinborg. /2 Breytingar á vísitölu neysluverðs ■BMHaaBnlaMMaMHaaaMaMBaaBMaBMBaHHnMMMaiMLaBMaaaaBBaaMaaaBii Mars 1997 = 100 Tölurísvigumvísatil vægis einstakra Ira. Frá jan. til feb. 1999 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (17,5%) 011 Matur (15,4%) 0112 Kjöt (3,3%) 0114 Mjólk, ostar, egg (3,2%) 02 Áfengi og tóbak (3,4%) 03 Fötog skór (5,7%) -6,5% | 031 Föt (4,6%) -5,8% [ 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,9%) 043 Viðhald og viðgerðir á húsnæði (1,2%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,6%) 051 Húsgögn og heimilsbúnaður (2,2%) 06 Heilsugæsla (3,2%) 07 Ferðir og flutningar (16,2%) 08 Póstur og sími (1,1 %) 09 Tómstundir og menning (13,7%) 10 Menntun (1,0%) 11 Hótel og veitingastaðir (5,4%) 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,4%) H +0,6% □ +0,7% -0,8% □ m +1.2% 1 +0,2% | 0,0% □ +1,!% -0,4% 1 1,4% r i i +0,5% Q+0,3% | 0,0% |+0,1% 10,0% □ +0,8% 0 +0,5% VÍSITALA NEYSLUVERÐS í FEB.: 103,4 stig 1-0,1% Verðbólga í nokkrum ríkjum Breyting samræmdrar neysluverösvísitölu frá des. 1997 til des. 1998 SÖLUGENGI DOLLARS Grikkland Portúgal írland Noregur Ítalía Bandaríkin Holland* Bretland Spánn Danmörk Finnland Japan* Belgía B3 ísland ■v 0,5% Austurríki* 1 1 0,5% Lúxemborg m 0,4% Þýskaland m 0,4% Frakkland C3 0,3% Svíþjóð Sviss □ 0,0% -0,2% ’ * Bráðabirgðatölur 0,8/o ** Samkvæmt gengisvog 0,7% Seðlabanka Islands Viðskiptalönd** I I 1,2% Meðaltal ESB* I............1 1,0% Meðaltal EES* I I 1,0% Meðaltal EMU* |-----------1 0,8% í EES rikjum er miðað við samræmda evrópska neysluverðs- vísitölu en í Bandar., Japan og Sviss við neysluverðsvisitölur. Vísitala neysluverðs lækkar um 0,2% Verðbólgan 0,9% síðustu þrjá mánuði VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í febrúarbyrjun lækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði, en spár höfðu almennt gert ráð fyrir hækk- un vísitölunnar. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis lækkaði einnig um 0,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,9% verð- bólgu á ári. I tilkynningu frá Hagstofu íslands kemur fram að verðlækkun á fótum og skóm, sem stafi aðallega af vetr- arútsölum, hafi lækkað vísitölu neysluverðs um 0,39%. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,6% sem hafði í för með sér 0,11% hækk- un á vísitölu neysluverðs. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 0,5%. Verðbólgan í EES-ríkjum frá des- ember 1997 til desember 1998, mæld á samræmda vísitölu neysluverðs, var að meðaltali 1,0%. í Svíþjóð stóð neysluverðlag í stað og í Frakklandi hækkaði það aðeins um 0,3%. A sama tímabili var verðbólgan á Is- landj 0,5% og í helstu viðkiptalönd- um Islendinga var verðbólgan 1,2%. Spáðu óverulegri lækkun eða hækkun milli mánaða I verðbólguspá Kaupþings hf. var gert ráð fyi'ir 0,20-0,22% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða, en það samsvarar um það bil 2,5-3,0% verðbólgu á ársgrundvelli. í spánni var m.a. byggt á 11,1% hækkun póst- burðargjalda til útlanda, lítillegri hækkun matvöru, 0,85% hækkun að meðaltali á áfengi og 0,33% hækkun að meðaltali á bjór. Reiknað var með að fataliðir stæðu í stað eða hækk- uðu lítillega og búist var við að hús- næði hafi hækkað vegna mikillar eft- irspurnar í janúar. I verðbólguspá sinni gerði Is- landsbanki ráð fyrir 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs og 2,5% verð- bólgu næsta mánuð á ársgrundvelli. Hækkun næstu þrjá mánuði yrði 3% og næstu 12 mánuði 2,4%. Hvað varðai- helstu atriði varðandi verð- bólguhorfur fælist helsta óvissan enn sem fyrr í gengisþróun, þróun er- lends verðlags og þróun framleiðni (samkeppnisáhrifum). I spá bankans er gert ráð fyrir óbreyttu innflutn- ingsgengi frá síðasta gildi, 2% launa- skriði umfram samningsbundnar launahækkanir og 1,5% fi'amleiðni- aukningu 1999. Þá er gert ráð fyrir að erlent verðlag verði óbreytt árið 1999 og sérstökum árstíðabundnum áhrifum er bætt við. í Morgunfréttum Viðskiptastofu íslandsbanka frá því í gær kemur fram að lækkun vísitölu neysluverðs komi nokkuð á óvart. Ekki sé þó ástæða til að endurtaka verðbólgu- spár vegna hennar, enda séu tíma- bundnir þættir meginskýiúng lækk- unarinnar. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins spáði nær óbreyttri vísitölu neyslu- verðs í febrúar eða örlítilli lækkun hennar. Helstu forsendur spárinnai' eru að áhrifa útsölu á fótum og skóm muni gæta í svipuðum mæli og í fyrra, en lítilsháttar hækkanir á mat- vöru og hækkanir á húsnæðislið færu langt með að eyða þeim lækk- unaráhrifum. Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, VERÐBRÉFASJÓÐIR LÁNDSBRÉFA s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. " þú Velur þann sem gefur þér me S t Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupum. Yfir einn og hálfur milljarður í öruggum höndum. Nafnávöxtun sl. 3 daga 7,39% Nafnávöxtun sl. 30 daga 7,80% Nafnávöxtun sl. 150 daga 7,23% Láttu lausaféð vinna fyrir þig. Aðeins eitt símtaL.nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkarí öllum útibúum Landsbanka íslands. y LANDSBRÉF HF. Lðggilt verfibréfafyrirtæki. Aðli aðVerðbréfaþingi Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.