Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 B 3 VIÐSKIPTI Gæðastjórnunarfélag íslands Listin að stjórna HALLDÓRA Traustadóttir, Jóhanna Ágústa Sigurðardóttir, Jóhann Krist- jánsson og Einar Bjami Sigurðsson frá íslandsbankasveitinni fylgjast með Aðalheiði Jacobsen, framkvæmdastjóra Gæðamiðlunar, að störfum. s Islandsbanki og Gæða- miðlun í samstarfi GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ís- lands heldur ráðstefnu og sýningu á Hótel Loftleiðum hinn 18. febrúar nk. undir yfirskriftinni: Listin að stjóma. Tveir erlendir gestafyrirlesarar halda aðalerindi á ráðstefnunni. Auk þeirra mun munu innlendir stjómendur og sérfræðingar flytja erindi í tveimur þemasölum. Þá verður haldin sýning samhliða ráðstefnunni þar sem fyrir- tæki sem gefa út efni eða hugbúnað um stjómun eða bjóða upp á ráðgjöf og launsir á sviði stjórnunar munu kynna vöru sína og þjónustu. Dr. Liisa Joronen, annar aðalfyr- irlesari ráðstefnunnar, er hug- myndasmiður og forstjóri SOL í Finnlandi. SOL er hreingemingar- og viðhaldsfyrirtæki með um 3.600 starfsmenn og hefur fyrirtækið tvisvar hlotið finnsku gæðaverðlaun- in, ái*ið 1991 og 1993. Liisa hefur beitt óheðfbundnum stjómunar- og skipulagsaðferðum hjá SOL. Það er HINN 11. mars 1999 standa Útflutn- ingsráð Islands og Samtök hug- búnaðarfyrirtækja á Islandi í sam- vinnu við Gæðamiðlun og Hugvit fyrir ráðstefnu í Háskólabíói fyrir stjórnendur fyrirtækja sem selja eða sjá fram á að selja vörur eða þjón- ustu á Netinu. Innlendir og erlendir fyrirlesarar, þar á meðal dr. Jakob Nielsen og Suzan Nolan, munu fjalla um lykilþætti vefviðskipta. Dr. Nielsen , sem starfaði sem „DisU inguished Engineer" hjá Sun Microsy- stems og á skráð 17 einkaleyfi, er á lista yfir tíu áhrifamestu mennina á Vefnum ásamt Jeff Bezos hjá Amazon.com og Steve Case hjá Ameiica Online. Niel- sen hefur skrifað fjölda bóka um ekki hefðbundið fyrirtæki með skipuriti, starfslýsingum o.s.frv. því Liisa er efins um það rekstarform sem algengast er í fyrirtækjum um þessar mundir. Ian MacDougall, hinn erlendi fyr- irlesari ráðstefnunnar, er stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins Corporate Lifecycles í Bandaríkjunum og starfar þar sem ráðgjafi. Hann legg- ur áherslu á ráðgjöf í stórtækri breytingastjómun, þ.m.t. þætti er lúta að greiningu, stefnumótun, upp- byggingu fyrh-tækja, ábyrgðarskipt- ingu og gerð hvatningarkerfa. Ian hefur starfað sem ráðgjafi fyrir opin- berar stofnanir og einkafyrirtæki víða um heim og í ýmsum atvinnu- greinum. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Gæðastjórn- unarfélagsins í síma 533-5666. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu félagsins http://www.gsfi.is viðmótshönnun, notagildisprófanir og framtíðina á Vefhum og er nýjasta bók hans, Designing Excellent Websites: Secrets of an Information Architect, væntanleg um svipað leyti og hann kemur til landsins. Suzan Nolan er forseti Bluesky Intemational Marketing www.blu- eskyinc.com sem aðstoðar fyrirtæki að skilja og nýta sér þau sóknarfæri sem Internet-markaðurinn í Evrópu býður upp á og gerir samkeppnis- greiningar til aðstoðar við ákvarð- anatöku, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar og skráning á vefsvæði Útflutningsráðs íslands: www.icetrade.is. ÍSLANDSBANKASVEITIN; ís- landsbanki, Glitnir og VÍB, hefur gert þjónustusamning við Gæða- miðlun, www.gm.is, um áfram- haldandi mótun og framkvæmd vefstefnu félaganna en Gæða- _ miðlun hannaði nýtt vefsvæði ís- landsbanka, www.isbank.is. Samningurinn kaliar á nána sam- vinnu með það að markmiði að nota nettækni til að auka þjón- ustu og tryggja örugga og hrað- virka Ieið til samskipta við við- skiptavini sveitarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. I tilkynningunni er haft eftir Hilmari Gunnarssyni, forstöðu- manni markaðsdeildar íslands- banka, að á næstu árum muni fjármálaþjónusta eins og við þekkjum taka stórfelldum breyt- ingum. Netið muni gefa fjár- málastofnunum kost á að veita viðskiptavinum betri og víðtæk- ari þjónustu en áður var mögu- legt með hefðbundnum dreifi- leiðum. Gæðamiðlun þróar og rekur vefviðskiptasvæði ásamt því að vinna að framgangi vefmála með fræðslu- og kynningarstarfí. Meðal viðskiptavina eru OIís, Sjóvá Almennar, Frjáls fjölmiði- un, Griffill, íslandsflug, Heims- ferðir, Oz/Ericsson, One Little Indian, Osta og smjörsalan, Bláa lónið, Constellation, Astrology, Restless Records, Meanwhile..., Morgunblaðið og hljómsveitirnar Jamiroquai, Curve, Gus Gus og Furslide, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. fsberg ehf. á nýjum stað HEILDVERSLUNIN ísberg ehf. hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði. Hið nýja aðsetur er að Auðbrekku 1 í Kópavogi. Húsnæðið er 300 fm að stærð, en fyrra húsnæði var farið að þrengja að starfseminni. I fréttatilkynningu kemur fram að heildverslunin ísberg ehf flytur inn og selur aðallega tæki og vörur í stærri eldhús og mötuneyti, auk húsgagna og skólahúsgagna. Meðal þess sem ísberg selur eru Rational gufuofnar, Steelite postulín, Rieber stálvörur, Pintinox mataráhöld, Ata uppþvotta- vélai- og Vastaredo skólahús- gögn. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 1990. Á síðasta ári tóku nýir eigendur við fyrir- tækinu, og eru þeir Magnús Guðjónsson og Atli Viðar Jónsson. Námskeið hjá Hraðlestrar- skólanum HRAÐLESTRARSKÓLINN mun halda sérstakt námskeið fyrir fólk í atvinnulífinu á þriðjudag, 16. febrúar nk. Námskeiðið verður haldið á Hótel Loftleiðum kl. 17-19.30, þrjá þriðjudaga í röð. Þátttakendur rúmlega þrefalda lestrarhraðann að jafnaði og bæta eftirtekt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hraðlestrar- skólanum. Skráning er í síma 565 9500. Utflutningsleið nútímans NYIR VIÐSKIPTAVINIR 800 NÚMERIN ERU GÓÐ LEIÐ TIL AÐ BYGG7A UPP JÁKVÆÐAÍMYND FYRIRTÆKIS GAGNVART VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM. Vegna þess að 8oo númerin eru gjaldfrjáls virka þau hvetjandi á fólk til að hafa samband og leita eftir upplýsingum. Neytendur eru orðnir meðvitaðri um hvað 8oo númerin tákna og sífellt fleiri notfæra sér þessa gjaldfrjálsu þjónustu fyrirtækja. Samkvæmt könnun Gallup í byrjun okt. 1998 töldu 69% aðspurðra það mikilvægt að fyrirtæki bjóði upp á 800 númer. Hafðu samband við Þjónustuver Símans í síma 800 7000 og kynntu þér hvernig 800 númerin geta nýst þínu fyrirtæki. N Ú M E R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.