Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR11. FEBRÚAR 1999 H Skattframtöl - Ársreikningar - Bókhald Einkahlutafélög, Hlutafélög og aðrir Rekstraraðilar - Bókhald, Ársuppgjör og Skattskil félaga og rekstraraðila. - Stofnun og Sameining félaga ásamt Rekstrarráðgjöf. A Rekstrarverkíræðistofan rj Annar_hf Reikningsskil & Rekstrartækniráðgjöf Suðurlandsbraut 46 Póstnúmer 108 Bláu húsunum Sími: 568 10 20 Fax : 568 20 30 RYÐFRÍTT STÁL PRÓFÍLAR • RÖR • PLÖTUR STANGASTÁL • FITTINGS Eigum á lager i Reykjavik ryðfritt stál í góðu úrvali i efnisgæðum AISI304 og AISI316. /) I Damstahl rybfrIttstál1 Skátuvogur 6, Reykjavík. Sími 533 5700. Fax 533 5705. = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 »210 Garöabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ fyrir fólk í atvinnulífinu Langar þig á gott námskeið þar sem þú margfaldar lestrarhraðann og eykur vinnuafköst stórkostlega? l/ Vissir þú að rúmur helmingur stjórnenda stærstu fyrir- tækja höfuðborgarsvæðisins hefur komið á námskeið? Skráðu þig strax í dag á námskeið sem hefst þriðjudaginn 16. febrúar. Kennt verður þrjá þriðjudaga í röð. Skráning er í síma 565 9500. HRAÐLESTR ARS KÓLINN www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn AÐALFUNDUR ÍSLENSKA HUGBÚNAÐARSJÓÐSINS 1999 Aðalfundur Isienska hugbúnaðarsjóðsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 1999. Fundurinn verður í Ársal, Hótel Sögu og hefst kl. 16:00. Dagskrá: k Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 4.06 grein samþykkta félagsins. "k Tillaga um heimild stjórnar félagsins um að auka hlutafé félagsins með sölu nýrra hluta. ~k Tillagá um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum skv. 55. grein hlutafélagalaga. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins og þær tillögur sem fyrir liggja ntá nálgast viku fyrir fund á skrifstofu félagsins að Skútuvogi la, Reykjavík. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, verða að gera það skriflega. 1 l Tölvur og tækni á Netinu mbl.is /KLLTAF e/TTH\SAÐ A/ÝTT MORGUNBLAÐIÐ ____________VIÐSKIPTI__________ | Innlánsstofnanir greiddu 3,1 milljarð króna í skatta á tímabilinu 1991 til 1997 Sparisjóðirnir með 56% heildarskatta móðurfélaga Sparisjóðirnir greiddu ríflega helming allra skattgreiðslna innlánsstofnana á tímabilinu 1991-1997 eða rúmlega 1,7 ✓ milljarða króna. I samantekt Halls Þor- steinssonar kemur fram að Landsbankinn greiddi engan tekjuskatt á þessu tímabili og Islandsbanki aðeins 12 milljónir króna, en þessir bankar hafa getað nýtt sér yfirfæranlegt skattalegt tap. Tap Lands- bankans stafar fyrst og fremst af útlánaaf- skriftum árið 1992 vegna Sambandsins, og -----------------y------------------------ skattalegt tap Islandsbanka á rætur að rekja til stofnunar bankans árið 1990. -698,8 IYFIRLITI, sem KPMG Endur- skoðun hf. tók saman um mitt síðasta ár fyrir Sam- band íslenskra spari- sjóða um skattlagningu sparisjóða og hlutafélagabanka, kem- ur fram að sömu skattalög gilda fyrir þessa aðila, en hins vegar geti ákveðin at- riði leitt til þess að stofnanir með sama hagnað og jafn mikið eigið fé greiði mismikla skatta. Er þar einkum um að ræða hve hátt hlutfall eigin fjár viðkomandi innláns- stofnunar er stofnfé eða hlutafé, hverjar arðgreiðslurnar eru og hvort verið sé að nýta yfirfæranlegt tap. Lögin sem um ræðir eru annars vegar lög nr. 75 frá 1981 um tekjuskatt og eignar- skatt, þ.e. almenn skattalög sem gilda fyrir einstaklinga og fyrirtæki, og hins vegar lög nr. 65 frá 1982 um skattskyldu innláns- stofnana, en á báðum þessum lögum hafa verið gerðar ýmsar breytingar frá því þau voru upphaflega samþykkt. Stofn til álagningar tekjuskatts er fenginn með hliðstæðum hætti hjá bönkum og sparisjóð- um, og vegna rekstrar- ársins 1997 greiddu innlánsstofnanirnar 33% tekjuskatt. Stofn- inn er tekjur að frá- dregnum gjöldum, en frá árinu 1995 hefur verið heimilt að draga frá öll framlög í af- skriftarreikning útlána, en áður var það bundið við 1% af útlánum og __ veiýtum ábyrgðum. í yfirlitinu kemur fram að greidd- ur arður, hvort sem hann er greidd- ur af hlutafé eða stofnfé, var frádráttarbær frá tekjum, en á árinu Hagnaður banka og sparisjóða fyrir skatta - uppsafnað 1991-1997, millj. kr. 4.364,2 Heimild: Samband íslenskra sparisjóða Hlutdeild í greiddum sköttum 1991-1997 Sparisjóðir (S) Búnaðar- banki Landsbanki íslandsbanki 2% < 1997 takmai-kaðist frádrátturinn við 7% og féll hann niður frá og með ár- inu 1998. Viðtakandi arðsins greiðii- í staðinn 10% fjármagnstekjuskatt af arðinum ef um einstakling er að ræða, og gildir einu hvort arðurinn er greiddur af stofnfé í sparisjóði eða hlutafé í banka. Ef viðtakandinn er félag er arðurinn hins vegar skatt- frjáls. Frá skattskyldum tekjum er svo heimilt að draga rekstrartöp frá fyiTÍ árum eftir tilteknum reglum og er þessi heimild eins bæði fyrir banka og sparisjóði. Landsbankinn og íslandsbanki hafa nýtt sér þessa heimild og í yfirlitinu kemui’ fram að það hafí nokkrir sparisjóðir einnig gert. í lögum um skattskyldu innláns- stofnana eru stofnanir með heildar- innlán innan tiltekinna mai-ka und- anþegin greiðslu tekjuskatts og eignarskatts, en í árslok 1997 voru þessi mörk um 460 milljónir króna. Frá gildistöku laganna hefur þeim sjóðum fækkað verulega sem eru undir þessum mörkum, og er það bæði vegna þess að sjóðimir hafa stækkað og einnig vegna þess að þeir hafa verið sameinaðir. Á síðasta ári greiddu bankar og sparisjóðir 1,45% eignarskatt og er skattstofninn ákvarðaður með hliðstæðum hætti hjá báðum aðilum, en eigið fé viðkomandi stofnunar, að frádregnu hlutafé eða stofnfé, er lagt til grundvallar stofninum. Auk þess er eignarskattur greiddur af fast- eignamati fasteigna en ekki bók- færðu verði, og einnig er greitt af nafnverði hlutabréfaeignar en ekki bókfærðu verði. Fram kemur í yfir- liti KPMG Endurskoðunar hf. að nokkrar aðrar leiðréttingar séu einnig gerðar, en enginn munur sé á bönkum og sparisjóðum í þessu efni. Þá er bent á að lögum um tekjuskatt og eignarskatt hafi verið breytt þannig að tekin voru af öll tvímæli um að stofnfjárbréf í sparisjóðum séu meðhöndluð með sama hætti og hlutabréf að því er skattlagningu varðar, en áður hafi verið nokkur óvissa um það mál. Sparisjóðirnir með mestan hagnað Samband íslenskra sparisjóða hef- ur tekið saman hverjar skattgreiðsl- ur banka og sparisjóða voru á tíma- bilinu 1991 til 1997, og við gerð sam- antektarinnar var heimilda leitað í árbækur Bankaeftirlits og ársreikn- inga viðkomandi stofnana. Á þessu tímabili var hagnaður banka og sparisjóða fyrir skatta með þeim hætti að hagnaður spari- sjóðanna var tæplega 4,4 milljarðar króna, hagnaður Búnaðai’bankans var tæplega 1,9 milljarðar, hagnaður íslandsbanka rúmlega 1,4 milljarðar og tap Landsbankans tæplega 700 milljónir króna. I ljós kemur að spaiúsjóðimir greiddu 56% þeirra heildarskatta sem innlánsstofnanirn- ar greiddu á þessu tímabili, en í sam- antektinni er tekið fram að væru skattar dótturfélaga teknir með væri hlutdeildin enn hærri. Sparisjóðirnir greiddu á þessu tímabili 1.319 milljónir króna í tekju- skatta og 421 milljón í eignai-skatta, eða samtals 1.741 milljón króna. Búnaðarbankinn greiddi 29% heild- arskattanna á tímabilinu, en bankinn greiddi 641 milljón króna í tekju- skatta og 274 milljónir í eignar- skatta, eða samtals 915 milljónh' króna. Hlutdeild Landsbankans var 13% og greiddi bankinn enga tekju- skatta á þessu tímabili, en 396 millj- ónir króna í eignarskatta. Islands- banki greiddi 2% heildarskattanna, en tekjuskattar bankans á tímabilinu voru 12 milljónir króna og eignar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.