Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 B 5 skattarnir 62 milljónir, eða samtals 74 milljónir króna. Itrekað skal að í þessum tölum er einungis miðað við skattgreiðslur móðurfélaganna, en ekki skattgreiðslur dótturfélaga. Ónotað skattalegt tap Islands- banka að klárast Arsuppgjör Islandsbanka fyiir síðasta ár var nýlega birt og sam- kvæmt því var hreinn hagnaður bankans og dótturfélaga hans 1.415 milljónir króna árið 1998. Bankinn greiddi engan tekjuskatt á árinu, en eitt dótturfélaga hans, Glitnir, greiddi 67 milljónir í tekjuskatt. Astæða þess að bankinn greiðir ekki tekjuskatt er fyrst og fremst ónotað skattalegt tap sem á rætur að rekja allt til þess að Alþýðubankinn, Iðnaðarbankinn og Verslunarbank- inn keyptu hlut ríkisins í Útvegs- banka íslands árið 1989, en íslands- banki varð til með samruna þessara þriggja banka og Útvegsbankans. Með í kaupunum á Útvegsbankanum fylgdi yfirfæranlegt tap sem klárast á næsta ári, en við stofnun Islands- banka var tap þetta 619 milljónir króna. Á aðalfundi Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis í maí í fyrra gagn- rýndi Guðmundur Hauksson sparis- sjóðsstjóri harðlega stöðu fjármála- stofnana hvað varðar skattgreiðslur og samkeppnisstöðu sem hann sagði mjög ólíka, og benti hann á að hvorki Landsbankinn né Islands- banki hefðu greitt tekjuskatt; Is- landsbanki frá því hann var stofnað- ur og Landsbankinn í mörg ár. Báð- ir hafi bankarnir skilað hagnaði á þessum tíma og þess vegna væri eðlilegt að þeir greiddu skatta. Sagði Guðmundur að skekkjan lægi í því að þegar ríkissjóður hafi að- stoðað þessa banka í erflðleikum þein-a hafi það verið gert með bein- um greiðslum til styrkingar eigin- fjár bankanna. Greiðslurnar hafí ekki komið inn í rekstrarreikning bankanna og þess vegna hafi þeir getað geymt rekstrartapið og síðar nýtt sér það á móti rekstrarhagnaði. Þannig hafi ríkissjóður með öðrum orðum ekki aðeins styrkt bankana með beinum greiðslum heldur gefið þeim skattfríðindi umfram það sem venjuleg fyrirtæki búi við og þannig skapað þeim mikið forskot á hin fyr- irtækin sem ekki hafi þurft aðstoðar við. Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, svaraði þeirri gagnrýni sem fram kom á skattleysi bankans og neitaði hann því að Islandsbanki hefði þegið opinbera styrki til starf- semi sinnar. Hann sagði að ástæður þéss að Islandsbanki hefði ekki greitt tekjuskatt væru í fyrsta lagi hið skattalega tap sem til hafi orðið við breytingu Útvegs- bankans í hlutafélag árið 1987 og eftirstöðvar þess verið 534 milljónir króna þegar bankarnir sameinuðust í íslands- banka. í öðru lagi hafi verið gerð sú breyting á skattalögum árið 1994, til samræmis við laga- reglm- í Evrópu, að leyft var að taka að fullu tillit tO framlags á afskrifta- reikning útlána við skattalegt uppgjör fjár- málastofnana. Þessi breyting hafi gert það að verkum að yfirfæran- legt skattalegt tap hjá íslandsbanka jókst um vel á annan milljarð króna. Valur sagði að í þriðja lagi hefði bank- inn orðið fyrir rekstrar- legu tapi á árunum 1992 og 1993 sem tekið væri tillit til við álagningu skatta, en í íslenskum skattalögum væru heimildir til að taka tillit til rekstr- artaps fyrirtækja, og þar með tapaðra útlána, áður en til álagning- ar tekjuskatts kæmi. Þá sagði Valur að í fjórða lagi yrði að hafa í huga að Islandsbanki væri almennings- hlutafélag sem greiddi hluthöfum sínum arð. Þessar arðgreiðslur kæmu til frádráttar hagnaði áður en tekjuskattur væri lagður á, enda greiddu hluthafarnir skatta af þeirri fjárhæð, og bankinn hefði á hverju ári síðustu sjö árin greitt arð. Sam- tals væru arðgreiðslurnar 1.718 milljónir króna, en á sama tímabili hafi hagnaður bankans numið sam- tals 1.884 milljónum, og því hefði bankinn greitt 91% hagnaðar síns í arð. Benti Valur á að ofangreindar heimildir við álagningu tekjuskatts giltu um fyrirtæki og banka al- mennt og engar sérreglur giltu um þessi mál hvað varðar Islandsbanka eða Landsbanka. íslandsbanki hefði ekki þegið neina opinbera styrki til starfsemi sinnar, hvorki beinar greiðslur né óbeinar, og bankinn byggi ekki við nein forréttindi í skattamálum. Miklar útlánaafskriftir Landsbankans Ástæða þess að Landsbankinn hefur ekki greitt tekjuskatta á um- ræddu tímabili er fyrst og fremst mikill taprekstur á árinu 1992, en þá nam tap bankans rúmlega 2,7 millj- örðum króna. Var þar fyrst og fremst um að ræða gífurlegar útlánaafskriftir vegna Sambandsins, og þurfti bankinn að setja sérstakt 2,6 milljarða króna framlag í af- skriftasjóð útlána. Þetta yfirfæran- lega tap hefur bankinn verið að nýta sér síðan, og í árslok 1997 nam tapið 2,9 milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum Hauks Þórs Haralds- sonar, fjármálastjóra Landsbankans, klárast tapið tæknilega séð eftir þrjú ár og standi eitthvað eftir af því þá mun það fymast. Landsbankinn hefur verið að greiða eignarskatta upp á 50-60 milljónir á ári undanfarin ár, en þar sem bankinn er nú orðinn að hlutafélagi þarf hann framvegis ekki að greiða eignarskatta. Fyrirkomulag spari- sjóðanna sannað sig Þór Gunnarsson, sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar og formað- ur Sambands íslenskra sparisjóða, segir að skattgreiðslur innlánsstofn- ana leiði í Ijós að það fyrirkomulag sem verið hefur á sparisjóðunum sýni og sanni að þeir geti vel spjarað sig þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífinu og það hafi þeir gert. Sparisjóðimir hafi verið mjög gagnrýndir fyrir eignar- og rekstrarfyrirkomulagið, en afkoma þeirra og skattgreiðslurn- ar sýni m.a. að þetta rekstrarfyrir- komulag eigi fullan rétt á sér. „Rekstrarfonn sparisjóðanna er al- veg klárt. Þeir eru sjálfseignarstofn- anir og í reyndinni í eigu viðkomandi samfélags. Menn hafa náttúrulega verið að hnýta í þetta vegna þess að okkur hefur gengið mjög vel samfellt í 11 ár á meðan bankamir hafa tekið feiknarlegar dýfur. Það er auðvitað meðal annars ástæðan fyrir því að við höfum greitt margfalt meiri skatta heldur en þeir þegar litið er til þessa tímabils," sagði Þór. Hann sagði erfitt að svara þeirri spurningu hvort mismunandi skatt- greiðslur innlánsstofnana skertu samkeppnisstöðu þeirra, en vissu- lega væri það álitamál hve lengi mætti geyma skattalegt tap. „Ég held að skattaleg töp íslands- banka séu að mestu leyti tilkomin þegar hann sameinast á sínum tíma, og það er auðvitað með ólíkindum að þetta skuli geta fengið að vera svona lengi við lýði, og það er Ijóst að bank- inn hefur fengið feiknarlega forgjöf þegar hann tók til starfa. Þá má benda á það að hlutafélagabankamir skulda hlutaféð, en allir sparisjóðirn- ir era með tiltölulega lítið stofnfé, þannig að þar myndast skattalegt misræmi varðandi eignarskatta og það getur líka skekkt rekstrarum- hverfið. Það er engin tilviljun að aðal- gagnrýni á rekstrarfyrirkomulag sparisjóðanna kemur frá samkeppn- isaðilum á fjármagnsmarkaði og legg ég það í hlut hvers og eins að meta það hvort keppinautarnir era hæfari en við til að ákveða rekstrarfyrir- komulag sparisjóðanna," sagði Þór. Hann sagði vert að benda á það að hagnaður af hefðbundinni banka- starfsemi færi minnkandi hjá inn- lánsstofnunum, en hagnaður af dótt- urfyrirtækjum og alls kyns hliðar- starfsemi færi hins vegar vaxandi. „Þetta er hægt að sjá mjög auðveldlega út úr reikningum fyrir- tækja, en þeir fara að liggja fyrir í þessum og næsta mánuði. Það flýtur því mjög undan hefðbundinni banka- starfsemi og það tel ég vera veralega hættulegt fyrir okkur ef það heldur áfram að gerast. Þetta gæti haft áhrif á greiðslumiðlunina, og spurn- ingin er hver vildi taka að sér greiðslumiðlunina með bullandi tapi. Það er ekki hægt að reka hana enda- laust á kostnað annarra þátta í starf- seminni og álitamál hvort menn verði að fara að skoða gjaldtöku af greiðslumiðluninni,“ sagði Þór. v^>mb l.i is ALLTAf= ŒirTH\SA£> I\fÝT7 Faxtæki IA.I SHARP F-1500 • Faxtæki,sími, simsvari • Windows prentari, skanni oa tölvufax fyrir stæmina A4. Attu átta i ? 19. febrúar á Grand Hótel Reykjavík Upplýsingamiðlun um vefinn er komin til að vera. Nýjasta kynslóð gagnagrunna frá Oracle er hönnuð með þetta að leiðarljósi. Aðalnýjung Oracle 8i er samþáttun við Internetið sem gerir mönnum kleift að þróa og reka Internetlausnir á auðveldan hátt. Kynntar verða helstu nýjungar sem koma með Oracle 8i svo sem: - WebDB - nýtt umbverjl til vefgerdar - iFS (Internet File System) - Oracle inter Media - Java™ in the Database Kynningin er tœknileg og böfðar til allra sem starfa við upplýsingameðhöndlun. Aðgemgttr er ökeýpisf Dagskrá 13:15 •Skráning 13:30 • Oracle 8 i- Internet gagnagrunnurinn • Oracle 8 i - Java™ í gagnagrunninum 14:45 •Kaffihlé 15:15 • Oracle 8i - Nýir eiginleikar í kerfisstjórnun og fyrir OLTP • Oracle 8 i- Nýir möguleikar fyrir gagnaskemmur (Data Warehouse) 16:30 • Léttar veitingar Skráning fer fram á heimaslou Teymis www.teymi.is, með tölvupósti til radstefna@teymi.is eða í síma 561-8131. Skráningarfrestur er til 17. febrúar. TEYMI B o r g a r t ú n i 2 4 Sími 56 1 813 1 nwmwmmrme Flugleiðahótelin á Kirkjubæjarklaustri, Héraði og Höfn og Flughótelið bjóða frábæra fundaraðstöðu i friðsælu umhverfi AaAtu rcuíóte/riusia ú &&Mýéei3aA&te$ri ÍCELANDAIR HÓTELS Sími: 5050 919 • póstfang: drofnth@icehotel.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.