Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 24
með, sem betur fer, en þá var Gussi búinn að heilla okkur. Þorsteinn: Hann er mikill húmoristi og er að gera frá- bæra hluti. Helga: Það var pláss fyrir hann því hann þassaði svo oft í atriðin, svo þeir voru Þara báðir áfram. Þorsteinn: Gussi hefur þenn- an eiginieika að geta gert grín að sjálfum sér og það er rosa- lega mikið atriöi. Helga: Það er eins og með • Steina, hann einhvern veginn flaut inn í hópinn. Þorsteinn: Viö erum ekki föst kltka og erum opin fyrir því að breytast í framtíóinni; ein- hverjir hætta og nýir koma inn. Þetta er ekki fóstbræöra- lag. Við viljum fyrst og fremst gera þessa þætti og hafa þá góða. orsteinn og Helga Braga hafa veriö vinir frá því þau léku náið saman í sýningunni „Danny og djúpsævið Þláa," sem sýnt var í Tunglinu um ár- ið. Það var því engin tilviljun að Þorsteinn bættist í hópinn. FLÆÐI SKIPTIR MÁLI Helga: Það varð smáupp- iausn þegar Benni fór til út- landa og Hilmir Snær að leika Hamlet. Skyndilega voru Þara ég og Tvíhöfði eftir. Þeir buðu mér að vera með í að skrifa, og þá nefndi ég Steina við þá, því hann hefur alltaf skrifað mikiö, og ég vissi hvað hann er æðislega fyndinn. Við hittum hann öll á Hótel Borg þar sem hann mætti með minnisblokkina sína, og taldi upp fullt af hug- myndum aö góöum grínatrið- um. Þorsteinn: Þá var ég I fastri vinnu á auglýsingastofu sem textahöfundur. Viku seinna var ég búinn að segja upp og byrj- aöur að vinna á fullu með krökkunum heima hjá mér. Helga: Já, við gleyptum hann strax. Þorsteinn: Þau fluttu eiginlega inn á mig; voru hjá mér allan daginn í tvo mánuði. Ég þurfti að vakna til að hella upp á kaffi og gat ekki lengur haft skítugar nærbuxur frammi á sófa. Fyrsta þáttaröðin var enn ekki komin í loftið, svo ég hafði ekkert séð, en mig lang- aði að vinna meö Helgu og var aödáandi Tvíhöfða, svo ég kýldi á þetta. Ef fyrsta þátta- röðin hefði svo reynst ömur- leg, þá hefði ég bara gert aðra þáttaröóina æðislega! Helga: Það varð strax mjög gott flæði í hópnum. Þorsteinn: Já, þetta er sam- stæður hópur sem virkar mjög vel. Heiga: Við Þorsteinn höfum skrifað meira saman af hag- sýnisástæðum, en annars rennur þetta allt saman í einn pott þegar við förum aö velja hvaöa atriöi við ætlum aö taka upp, og hverju á að henda. Þorsteinn: Við tökum upp 120 atriði fyrir hverja þátta- röö, og þá er- um við búin að skrifa um 300 atriði, afgang- inum er hent. GUSSI FLAUT INN Hann heitir Gussi, eða Gunnar Jónsson, sterkbyggði nýi Fóst- bróðirinn. Helga: Það var ekki víst hvort Benni hefði tíma til að vera með okkur áfram þar sem hann er að vinna í útlöndum, og þá vantaöi fjórða karlinn. Jón og Sigurjón þekktu til Gussa, og hann kom vel út í prufunni. Svo gat Benni verið Vinsældir Fóstbræöra á Stöó 2 aukast með hverri þáttarööinni, og alltaf eru nýir meðlimir að bætast við. Ekkert fóstbræðralag 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.