Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 12
• 12 B SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆDIZ/u// allir sjúkdómar sýkingar Sjúkdómar og sýklar ÞAÐ vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir nokki-um árum þegar í Ijós kom að sár í maga og skeifugörn stafa í langflestum tilfellum af bakteríu- sýkingu. Flestum þótti þetta afar ótrúlegt í fyrstu og það tók í raun all- mörg ár að sannfæra vísindamenn um að svo væri. Síðan þetta gerðist hafa vaknað grunsemdir um að ýmsir aðrir sjúkdómar, sem ekki hafa ver- ið álitnir sýking, kunni að stafa af sýklum (sýklar eru örverur sem valda sýkingum) að öllu eða einhverju leyti. Flestar sýkingar stafa af veirum, bakteríum eða sveppum sem komast inn fyrir vamir líkamans. Þessar líf- verur eru örsmáar (örverur) og við þekkjum ekki nema lítið brot þeirra; menn hafa t.d. áætlað að við þekkjum ekki enn nema 2-3% af öllum jarð- vegsbakteríum. A meðal þeirra óþekktu kunna að leynast margar sem geta valdið sjúkdómum. Asíðustu árum hafa orðið mikl- ar framfarir í sameindalíf- fræði og erfðatækni. Eitt af því sem gert hefur verið er að leita að framandi erfðaefni (kjamasýrum sem geyma erfða- stofnana) í sjúk- um vefjum í von um að fínna þar erfðaefni sýkla sem ættu hugsan- lega þátt í að valda viðkomandi sjúkdómi. Fyrir þessu liggja margar ástæður og má nefna að margir sjúkdómar haga sér á ýms- eftir Mognús Jóhonnsson an hátt eins og sýkingar þó að eng- inn sjúkdómsvaldur hafi fundist. Oftast er einfaldara að rækta sýkla en að leita að erfðaefni þeirra en ræktun gengur ekki alltaf og það hefur t.d. ekki enn tekist að rækta holdsveikibakteríuna þó að eigin- leikai- hennar séu vel þekktir. Erfðamengi (öll gen eða erfða- stofnar) baktería er um einn tuttugasti af erfðamengi mannsins og nú þegar er búið að fullgreina erfðamengi u.þ.b. 25 baktería. Þetta er mjög spennandi rann- sóknasvið með óteljandi verkefnum og möguleikum. A nokkrum sviðum vinna menn I OLLU um- hverfi manns- ins er mikið af örverum. hörðum höndum, út frá þessum hugmyndum, við leit að hugsanlegum sjúkdómsvöldum. Ýmsar grunsemdir eru um tengsl milli insúlínháðrar sykursýki og vissra tegunda veira (enteróveirur) sem sýkja meltingarfærin og valda hita og útbrotum. Sýnt hefur verið fram á að böm sem fá margar sýk- ingar af völdum þessara veira eru í meiri hættu en önnur að fá insúlín- háða sykursýki. Það sem vegur enn þyngra er að erfðaefni þessara veira hefur fundist í frumuþyrping- um í briskirtli sem framleiðir insúl- ín. Það telst þó engan veginn sann- að að enteróveirur eigi þátt í að valda sykursýki og áður hafa kom- ið fram grunsemdir um samband sýkinga og sykursýki sem reynd- ust vera rangar. I nokkur ár hafa verið uppi grun- semdir um tengsl æðakölkunar og sýkinga með bakteríum eða veir- um. Rannsóknir í Finnlandi sem hafa staðið í nokkur ár beinast aðal- lega að bakt- eríu sem veldur öndunarfæra- sýkingum og er af flokki klamidía (önnur klamidía veldur kynfærasýk- ingum). A vissum svæðum í Finn- landi er mikið um sýkingar af völd- um þessara baktería og þar er tíðni æðakölkunar einnig mjög há. Sýnt hefur verið fram á að við vissar að- stæður getm- þessi baktería valdið langvarandi sýkingum í æðaþeli (frumunum sem þekja æðamar að innan). Til eru sýklalyf sem vinna á þessum bakteríum og nú er í gangi rannsókn á 4.000 hjartasjúklingum sem á að skera úr um það hvort hægt sé að hindra hjartaáföll með slíkri lyfjameðferð. Annars staðar er verið að rannsaka hvort vissar veirur geti átt þátt í að valda æða- kölkun. Ýmislegt bendir til þess að MS (heila- og mænusigg) kunni að vera veirusýk- ing og nýjasta meðferð- in við þessum sjúkdómi er með lyfjum (inter- ferónum) sem hafa m.a. áhrif á veirur. Engin veira hefur þó fundist en í gangi eru rann- sóknir sem kanna hugsanleg áhrif lyfja gegn herpesveirum á gang sjúkdómsins. Eitt af því nýjasta á þessu sviði er að nýmasteinar kunni að stafa af bakteríusýkingu. Um er að ræða sérstaka tegund af bakter- íum sem nefnast nanóbakteríur. Þessar bakteríur em mjög smáar, þær þola ágætlega geislun og hita og þær vaxa mjög hægt. Eitt af því athyglisverðasta við nanóbakteríur er að þær mynda í kringum sig kalkútfellingar sem geta orðið á stærð við nýmasteina. Við rann- sókn á nýrnasteinum úr 45 sjúk- lingum fundust nanóbakteríur í öU- um. Þessa bakteríu er að fínna víða í umhverfi okkar en ekki er vitað hvemig hún nær að sýkja fólk. Nanóbakteríur em næmar fyrir sumum sýklalyfjum og gerðar hafa verið rannsóknir til að kanna hvort þessi lyf geti hindrað nýmasteina- myndun; þessar rannsóknir hafa ekki gefið neinn árangur. Telja má víst að spumingunni um það, hvort allir sjúkdómar séu sýkingar, verðum við að svara neit- andi. Hins vegar á vafalítið eftir að koma í ljós að ýmsir sjúkdómar, sem okkur gmnar ekki í dag að or- sakist af örvemm, séu í raun sýk- ingar, a.m.k. að hluta til. MATARLIST/yf/hverju súkkulaði? Lífsglaðar súkku- laðikanínur TÆKNIlEr betra að hirða frálagið sitt? s Urgangur er afhinu góða ÞAÐ á við í aðalatvinnuvegi fortíðarinnar hér á íslandi og erlendis, að hver sveitabær var nánast lokuð efnahringrás. Skepnur átu af landinu. Menn átu skepnumar og af landinu. Menn og skepnur skiluðu landinu aftur frálagi sínu í líki þvags, saurs og örlítils af öðra msli, og í því miklu af næringarefnum og snefilefnum. Landið fékk á ný allnokkuð af því sem það gaf. A Islandi á þetta þó ívið síður við en á suðlægari breiddargráðum af því að landið hafði ekíd undan við nýmyndun næringarefna. Afleiðingin varð skógeyðing og uppblást- ur. I heild má um sjálfsþurftarbúskap fyrri alda segja að hann hafi komið furðu lítið niður á umhverfinu. í BYRJUN febrúar vom flestar betri súkkulaðibúðir Bmssel-borgar komnar með páskaútstillingar. Súkkulaðikanínur á stærð við menn brosa við manni á hverju homi, það ber tilætlaðan árangur því oft bráðnar maður fyrir þessu sæta brosi og gengur sem í leiðslu inn í viðkomandi súkkulaðibúð. Hér var mikil súkkulaðsýning um daginn þar sem ólíkir framleiðendur sýndu af- urðir sínar og gáfu sýnishom. Lífið virðist snúast mikið um súkkulaði í Brassel, margir byggja afkomu sína á því á einn eða annan hátt, en þeim mun fleiri gæða sér á herlegheitun- um og gjarnan myndast langar raðir í súkkulaðibúðunum. Hvað er það í súkkulaðinu sem lokkar svona? Súkkulaði er ekk- ert „venjulegt“ sælgæti, heldur er uppistaða þess að mestum hluta kakó, eða minnst 50% í dökku, beisku súkkulaði, en minnst 30% í mjólkursúkkulaði. Það er m.a. ríkt af B-vítamíni (sem er t-d. gott gegn stressi), sódíum, pótassíum, D- vítamíni, magnesí- um og eins er í því nokkuð af jámi, eða um 3 mg miðað við 100 gr af dökku súkkulaði. Þegar um mjólkursúkkulaði með hnetum er að ræða bætist fosfór við og ásamt magnesíum hressir það andann við og eins þreyttar taugar. Það getur ekki annað verið en að líkaminn kalli á súkkulaði við ólíkustu aðstæður. Sum- ir nota súkkulaði nánast sem deyfilyf, úða því í sig í tíma og ótíma, í shkum tilfellum getur verið um huggunarát að ræða. Aðrir em líkt og glæpamenn við súkkulaðiinnkaupin, með sektina og samviskubitið skínandi langar leið- ir. Svo er það súkkulaðielskandinn, sem án nokkurs samviskubits stingur ástkæmm súkkulaðimola upp í sig við hvert tækifæri. Iþróttamaðurinn sæk- ir gjaman í súkkulaði til að fá aukaút- hald, eins er súkkulaðiát í próflestri löngu þekkt fyrirbæri og virðist oft hjálpa til við að halda mönnum við elh- ið. Súkkulaði getur oft gefið manni aukaorku og létt róðurinn við ýmsar aðstæður, en er vitanlega ekki lausnin á grunnvandanum í hvert skipti. Það er óheilsusamlegt í óhófi eins og og hvað annað, en ef við temjum okkur hollt mataræði almennt, þá gerir minna til þó við „dettum" í súkkulaðiát endmm og eins. Það ber að líta á súkkulaði sem matartegund og koma fram við það sem slíkt, neyta þess í hófi og út frá næringarsjónarmiði er dökka súkkulaðið hollast, vegna þess að eftir því sem meira kakó er í súkkulaðinu, þeim mun minna er af smjöri og sykri Eitt er víst að það er sama hvort súkkulaði er dökkt, Ijóst, með hnetum, hvítt, með piparmyntu eða lfkjörsfyllingu, ávallt tekst því að heilla bragðlauka okkar og örva hug- myndaflug bæði framleiðenda og neyt- enda. Því bera bosandi súkkulaðikan- ínumar glöggt vitni. Ég held að marg- ir gætu tekið undir það að súkkulaði- platan sé drottning alls sælgætis, vegna hins mikla næringarinnihalds og dásemdar bragðs sem af henni er. Uppskrift fyrir 6.18-20 frekar litlar vatnsdeigsbollur. ítalskar súkku- ladibollur „Profiteroles" 'A lítri rjómi 120 g dökkt súlckulaði 4 msk. koníak (mó sleppa) (Flestir kunna að búa til bolludags- vatnsdeigslbollm- þannig að ég leyfi mér að sleppa uppskriftinni að þeim.) Kælið bollurnar og sprautið því næst þeyttum, örlítið sykmðum rjóma inn í þær. Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði, kælið og bætið því ásamt kon- íakinu rólega saman við restina af þeytta rjómanum. Veltið bollunum varlega upp úr súkkulaðirjómanum með gaffli og raðið þeim á fat í eins konar píramída (í hring ein röð innan í aðra og síðan bollur á víxl ofan á hvor aðra, þar til ein er á toppnum). Skreytið með því að sprauta þeyttum rjóma inn í sum samskeytin. Með iðnbyltingunni fyrir um tveimur öldum hófst þróun í átt frá sjálfsþurftarbúskap. Ný- myndun borga og aðrir atvinnu- hættir urðu til að nýjar efna- hringrásir urðu til í búsýslu manns- ins, sem hlífðu um- hverfinu miklu minna en áður. Borgir stækkuðu og urðu æ háðari eftir Egil aðfluttum neyslu- Egilsson vöram. Hið nýja ástand fól í sér að vömnnar var aldrei neytt nærri framleiðslustað. í stað þess að úr- gangur hafi verið borinn á að nýju, safnaðist hann fyrir í þéttbýli að mestu og varð að umhverfisvanda. Ræktuð svæði fengu æ minna aftur af því sem þau létu af hendi. Þeim er bætt það upp að hluta með verk- smiðjuáburði. Sorp stórborganna inniheldur allt í einu: úrgang úr sal- emum, matarleyfar, pappír, sápu- efni, þungmálma, plast og aðrar úr- gangsvömr iðnaðarins. Hirðulaus umgengni við lífrænan úrgang veld- ur óþarfa gróðurhúsaáhrifum. Myndun moltu úr því leiðir til mynd- unar gass sem má nýta til orkufram- leiðslu. Frárennslisvatn borga er að vísu hægt að hreinsa og nota, en botnfall þess er ónothæft í nokkru samhengi vegna mengunar. Hámark meðvitundarleysisins mátti sjá um íslenskar sveitir, einkum fyrir nokkram áratugum, er mykja og tað var látið hlaðast upp án þess að það kæmi að því gagni sem því bar á ræktuðu landi, gagni sem var í raun miklu meira en verksmiðjuáburður gerði. Nú vita bændur betur. Einhver mesta afturfór umhverf- ismála heimsins sem um getur er rúmlega aldargömul - enska vatns- salemið. Það þarf til sín mikið vatn, sem komast má hjá sé notað þurrsalerni. Það skilar næringar- ríku efni út í skolpræsin og þaðan í hreinsistöðvar stórborganna, þar sem það verður hluti þess botnfalls sem er ónothæft til nokkurs góðs hlutar af öðrum orsökum. Islend- ingar skila mestu af þessu í sjóinn, þar sem það verður hluti af lífkeðju sjávarins. Kamrar fortíðarinnar voru umhverfisvænni, en það er til féll í þeim var nýtt til áburðar. Kínverjar eru ekki svo margir sem raun ber vitni vegna neinnar hátækni heldur af því að þeir hafa frá alda öðli lifað, ekki á landinu, heldur kunnað að falla til í eðlilegri hringrás lands, gróðurs og dýrarík- is. Það sem er gert þar í stómm stíl í landbúnaði er nokkurs konar fyrir- mynd þess sem aðrar þjóðir þurfa að taka sér fyrir hendur. En mis- munandi aðstæður kalla á ýmsa út- færslu. En einhver jafngóð hringrás hjá hverri þjóð kann að vera for- senda þess að við þrífumst vel hér á jörðu. Óllu lífrænu sorpi á kínversk- um býlum er safnað í þró, jafnt frá- lagi dýra og manna og því er til fell- ur af jurtaleifum. Gasið sem mynd- ast nægii' til meira en helmings orkuþarfar býlisins. eftir Álfheiöi Hönnu Friðriksdótfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.