Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA HANDKNATTLEIKUR Ríkharður meiddur plíicgiwWa&iÍí 1999 MIÐVIKUDACUR 17. MARZ BLAD RÍKHARÐUR Daðason, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, meiddist á vinstra hné á æfingu með liði sínu, Viking frá Stafangri, í fyrrakvöld. Hann fór í læknisskoðun strax eftir æfinguna og átti að fara í speglun síðdegis í gær. Paul Erik Andreasen, þjálfari félagsins, sagði við norska blaðið Aftenhhidet að Ijóst væri að Ríkharður gæti ekkert æft næstu tvær til þrjár vikurnar og yrði því ekki með þegar norska deildakeppn- in hæfist um miðjan aprfl. Rfldiarður fékk högg á hnéð og haltraði út af vellinum á æfingu liðsins á Shell-Ieikvanginum þegar aðeins fimm mínútur voru liðuar af æf- ingunni. Þetta keniur sér illa fyrir Viking, sem er nú með sex leikinenn á sjúkralista aðeins nokkruin vikum áður en norska deildin hefst. Þetta eru einnig mjög slæm tíðindi fyrir íslenska landsliðið, sein leikur tvo leiki í riðlakeppni Evrópumótsins, á móti And- orra 27. mars og Úkraúiu 31. mars. Ríkharður fór í uppskurð vegna náranieiðsla í desem- ber sl. og var búinn að ná sér að fullu. Hann var kom- inn í góða æfingu og lék m.a. með íslenska landsliðinu gegn Lúxemborg 10. þessa mánaðar. Þessi ineiðsl hans nú gætu einnig sett strik í reikninginn varðandi áliuga Stuttgart á að kaupa hann. DAGUR Sigurðsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, rauf 100 landsleikja múrinn í gærkvöld, er hann lék gegn Frökkum í Skene. Dagur lék sinn fyrsta leik gegn Egyptum 1992, 27:10. Þá kom hann sem nýliði í lands- liðið ásamt Ólafi Stef- ánssyni. Vegna meiðsla hefur Ólafur ekki náð að leika eins marga leiki og Dagur, en hann Iék sinn 93. landsleik í gærkvöld. Aðeins tveir Ieikmenn í landsliðshópnum nú, Guðmundur Hrafnkels- son og Valdimar Gríms- son, léku með þegar Dagur og Ólafur léku sinn fyrsta leik. URS Muhlethaler, nýráðinn lands- liðsþjálfari Sviss í handknattleik, fór gagngert til Gautaborgar í gær til þess að fylgjast með leik fslands og Frakklands á heimsbikarmótinu í handknattleik. Var þetta einn lið- ur í undirbúningi Muhlethaler fyrir leikina við íslendinga í forkeppni undankeppni Evrópumótsins í handknattleik, sem fram fara í maí. Urslit þeirra leikja ráða því hvort liðið kemst áfram í undankeppnina í haust. „Það var kannski það jákvæð- asta við leikinn að Muhlethaler hef- ur líklega orðið margs vísari um ís- lenska liðið,“ sagði Júlíus Jónas- son, landsliðsmaður og leikmaður St. Otmar í Sviss, en hann átti ekki heimangengt á mótið í Svíþjóð. Morgunblaðið/Gísli Hjaltason ÍSLENSKA landsliðið tapaði með tíu mark mun, 28:18, fyrir Frökkum í öðrum leik sínum á heimsbikarmótinu í Gautaborg ( gær. Þar með er Ijóst að íslenska landsliðið kemst ekki í undanúrslit keppninnar. Á myndinni að ofan sækir Konráð Olavson að vörn Frakka sem virðist föst fyrir. Geir og Júlíus hafa enga ákvörðun tekið EG GET staðfest að ég hef átt í viðræðum við Val en það er það eina sem átt hefur sér stað milli mín og félagsins. Þær viðræður hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu,“ sagði Geir Sveinsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildar liðsins Wuppertal, í gær vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi þess efnis að öruggt væri að hann kæmi heim í vor og tæki við þjálfun 1. deildar liðs Vals. Einnig sagði í fréttinni að líkur væru til þess að Júlíus Jónasson léki með Val á næstu leiktíð, en hann hefur áður ákveðið að koma heim í vor eftir tíu ára atvinnumennsku í Evrópu. „Málið er allt í lausu lofti og er aðeins að angra mig þessa dagana,“ sagði Júlíus. „Ég get staðfest það að 'Valsmenn hafa rætt við mig um það hvort ég væri tilbúinn að leika með þeim á næsta vetri, en ég hef ekkert ákveðið hvort ég leik með Val eða öðru liði,“ sagði Júlíus en lét þess einnig getið að hann hefði heyrt í forráðamönnum fleiri félaga á íslandi og þeir falast eftir liðsstjuk hans. Geir staðfesti einnig að fleiri félög en Valur hefðu hringt til sín en hann hefði hins vegar ekki verið í viðræðum við annað félag en Val. „Það er hins vegar ekkert víst að ég komi heim í vor. Ég er með samning við Wuppertal til eins árs til viðbótar, en hef reyndar þann möguleika að losna undan samningum í vor og þarf að vera búinn að gera upp hug minn fyrir lok apríl. Ég hef hins vegar sett mér það markmið að koma handboltamálum mínum á hreint fyrir lok mars, bæði gagnvart Wuppertal og þá um leið hvort ég flyt heim í vor eða verð í Þýskalandi eitt ár til viðbótar." Geir sagði það hins vegar alveg ljóst að kæmi hann heim í vor myndu keppnisskórnir fara á hilluna. „Það eru ekki ný tíðindi því ég hef margsagt það opinberlega að ég ætli ekki að leika með félagsliði heima eftir að atvinnumannaferlinum lýkur, á þeirri skoðun hefur engin breyting orðið.“ „Njósnað“ í Gautaborg HANDKNATTLEIKUR: SKIPBROT Á MÓTI FRÖKKUM Á HEIMSBIKARMÓTINU / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.