Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ URSLIT Frakkland - ísland 28:18 Arenahallen í Skene, Svíþjóð - Heimsbikar- mótið í handknattleik, A-riðill, þriðjudaginn 16. mars 1999. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 6:3, 9:6, 9:8, 10:9, 13:9, 14:10, 16:12, 20:14, 21:16, 25:16, 27:17, 28:18. Mörk Frakklands: Stephane Joulin 6, Guer- ic Kervadec 5, Patrick Kazal 5, Jerome Fernandez 5, Marc Wiltberger 2, Cédric Burdet 2, Andrej Golic 1, Jackson Richard- son 1. Varin skot: Benoit Vaidoteaux 4/1, Christian Guadin 8 (þar af 1 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk íslands: Dagur Sigurðsson 6, Ólafur Stefánsson 5/2, Sigurður Bjarnason 2, Ró- bert Sighvatsson 1, Konráð Olavson 1, Valdimar Grímsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Gústaf Bjarnason 1. Varin skot: Birkir Ivar Guðmundsson 3, Guðmundur Hrafnkelsson 1 (sem fór aftur til móthei^ja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Peter Hansson og Peter Olsson frá Svíþjóð, ágætir. Áhorfendur: Tæplega 2000, full íþróttahöll. Svíþjóð - Ungveijaland............25:25 Staðan: Frakkland 3 stig, Svíþjóð 3 stig, Ungverjaland 2 stig, Island 0. B-RIÐILL: Þýskaland - Rússland .............30:27 Egyptaland - Noregur..............22:21 Staðan: Þýskaland 4 stig, Egyptaland 3 stig, Rússland 1 stig, Noregur 0. Frjálsíþróttir Stökkmót ÍR Haldið í Laugardalshöll: Stangarstökk kvenna: 1. Þórey Edda Elísdóttir, FH.......4,37 2. Vala Flosadóttir, ÍR ...........4,22 3. Monique DeWitt, Ungverjalandi ... .3,82 Hástökk karla: 1. Einar Karl Hjartarson, ÍR.......2,11 2. Sebastian Chmara, PóIIandi......2,11 3. Vegard Hansen, Noregi ..........2,06 4. Ólafur Símon Ólafsson, ÍR.......1,91 Hástökk kvenna: 1. Þórdís Gísladóttir, ÍR..........1,74 2. Ágústa Tryggvadóttir, HSK ......1,70 3. Guðbjörg Lilja Bragadóttir, ÍR..1,66 4. íris Svavarsdóttir, FH .........1,61 5. Maríanna Hansen, IR.............1,56 Knattspyma Evrópukeppni félagsliða 8-liða úrslit, síðari leikir: Parma, Ítalíu: Parma - Bordeaux....................6:0 Hernan Crespo 37., 66., Enrico Chiesa 43., 59., Juan Veron 48., Abel Balbo 89., víti. 25.000. ■ Parma vann samtals 7:2. Lyon: Olympique Lyon - Bologna............2:0 Alain Caveglia 16., Joseph-Desire Job 39. 40.000. ■ Bologna vann samanlagt 3:2. Róm: AC Roma - Atletico Madrid ..........1:2 Marco Delvecchio 32. - Carlos Aguilera 59., Roberto Fresnedoso 89. Rautt, spjald: Pi- erre Wome 28., Francesco Totti (báðir Roma) 90. 64.000. ■ Atletico Madrid vann samanlagt 4:2. Vigo, Spáni: Celta Vigo - Olympique Marseille ...0:0 32.000. ■ Marseille vann samanlagt 2:1. ■Dregið verður í undanúrslit á fostudaginn. England Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Barnsley - Tottenham................0:1 - David Ginola 68. Rautt spjald: Adrian Moses (Barnsley) 59.18.793. ■I undanúrslitum mætast Newcastle - Tottenham og Manchester United og Ar- senal og fara leikirnir fram 11. apríl. 1. deild: Bury - Wolves.......................0:0 Crewe - Grimsby.....................0:0 2. deild: Blackpool - Bournemouth.............0:0 Manchester City - Notts County .....2:1 Stoke - Fulham .....................0:1 3. deild: Brentford - Halifax ................1:1 Rotherham - Cardiff ................1:0 Skotland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit. Dundee United - Ayr.................2:1 Murray 42., Magnus Skoldmark 51. - Andy Walker 46. ■Sigurður Jónsson lék allan leikinn með Dundee. Þýskaland 1. deild: Bochum - Hamburg....................2:0 Andreas Fischer 21., sjálfsmark, Mehdi Ma- hdavikia 81. 24.603. I kvöld KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót: Laugard.: Fylkir -Víkingur.20.30 Deildarbikarkeppnin: Ásvellir: FH- Selfoss......20.30 Pílukast Reykjavíkurmeistaramótið í pflukasti verður haldið í Laugardalshöllinni um næstu helgi, 20. og 21. mars. Keppendur verða að skrá sig i síma 551 5522 fyrir hádegi á laugardag. HANDKNATTLEIKUR Islenska landsliðið er úr leik eftir stórtap gegn Frökkum Sá ekki til sólar ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik er í öldudal um þessar mundir og alls ekki í hópi þeirra bestu. Þetta kom berlega í Ijós í Arenahallen í Skene, smábæ utan við Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi, þegar íslending- ar hreinlega biðu skipbrot gegn frísku liði Frakka í mjög ójöfnum leik, 28:18. Skemmst er frá því að greina að íslendingar sáu nær aldrei til sól- ar í leiknum - voru alltaf í hlutverki músarinnar gegn þjóðinni sem varð heimsmeistari á íslandi fyrir fjórum árum og sá baráttuandi sem ein- kennt hefur „okkar menn“ í gegnum árin virtist víðsfjarri. Ljóst er að landsliðsþjálfarans bíða margvísleg og erfið verkefni; hans er að binda saman hripleka vörn og efla sjálfstraust íslenska liðsins fyrir lokaleik riðlakeppninnar gegn Ungverjum í kvöld - og miklu fremur fyrir leikina erfiðu gegn Sviss í vor. Björn Ingi Hrafnsson skrifar frá Gautaborg Islendingar stilltu upp sama byrjunar- liði og gegn Svíum á mánudagskvöld, utan að markvörðurinn Birkir Ivar Guð- mundsson fékk að spreyta sig í byrjunarliðinu í stað Guðmundar Hrafnkelsson- ar. Birkir hefm' aldrei áður verið í byrjunarliði lands- liðsins og var því nokkur vorkunn að byrja gegn franska liðinu, sem geislaði af sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og hreinlega labbaði gegnum íslensku vörnina. „Eg vissi fyrir mótið að varnarleikur- inn yrði okkar Akkilesarhæll og það kom heldur betur í ljós í þessum leik. En ég gerði mér kannski ekki grein fyr- ir því að það væri svona slæmt,“ sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Hann var þá að ræða varnarleik íslenska liðsins, eða öllu heldur skort á honum, því meinilla gekk að stöðva lipra sóknarmenn andstæðinganna - þeir annaðhvort smugu gegnum vörnina næsta auðveldlega, ellegar stukku hátt yfir varnarmúrinn og þrumuðu knettin- um í netið. Aðeins í upphafi leiks höfðu íslensku leikmennimir í fullu tré við franska and- stæðinga sína - íljótlega skildi þó leiðir og um fyrri hálfleikinn miðjan var mun- urinn orðinn þrjú mörk, 6:3. Vendi- punktur varð í leiknum er fyrsta vítakast Valdimars Grímssonar var var- ið - Frakkar höfðu þá gert fjögur mörk í röð gegn aðeins einu marki íslendinga. Lífsmark var þó enn með íslenska lið- inu og með ærnum erfiðismunum tókst að minnka muninn í eitt mark, 9:8 og aftur 10:9. Þá var Frökkum hins vegar nóg boðið; þeir léku grimman varnarleik og hann bar árangur - þeir nýttu fimm síðustu sóknir sínar og í leikhléi var munurinn fjögur mörk, 14:10. Ekki virðist hafa gengið að nýta leik- hléið til að ræða mistökin í varnarleikn- um, því íslenska liðið lék engu skár í seinni hálfleik. Þeir félagar Dagur Sig- urðsson og Ólafur Stefánsson báru leik Islendinga uppi löngum stundum og Dagur var í raun eini leikmaður íslenska liðsins sem lék af eðlilegri getu. Ólafur stökk nokkrum sinnum hátt yfir vörnina og gerði glæsimörk - vandinn var aðeins sá að hann gerir of lítið af þessu og kast- ar því sumpart hæfileikum sínum á glæ. Aðrir leikmenn íslenskir náðu sér alls ekki á strik í sókninni - Róbert Julian Duranona er ekki svipur hjá sjón og Sig- urður Bjarnason á erfitt með að festa sig í sessi sem stórskytta. í hornunum fundu þeir Konráð Olavson og Valdimar Grímsson sig ekki og gerðu sig oft seka um slæm mistök í vamarleiknum ofan í kaupið. „Vissulega var sóknarleikur okkar alls ekki nægilega góður, en leikurinn tapaðist þó alls ekki vegna hans,“ sagði Þorbjörn eftir leikinn. „Vömin var áfram höfuðverkur liðsins, breytingarn- ar á henni era miklar og það tekur ein- faldlega tíma að byggja upp sterkan varnarleik að nýju. Við reyndum okkur í 6-0 vörninni og Rúnar og Dagur léku í hjarta varnarinnar - fengu þar erfitt hlutverk. Fyrir aftan stóð Birkir ívar [Guðmundsson] í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu. Eg var ákveðinn í að gefa honum tækifæri, en hann var svo sannarlega ekki heppinn með varnarleik liðsins að þessu sinni.“ Birkir Ivar stóð í íslenska markinu í fjöratíu mínútur og varði alls þrjú skot - öll á fyrsta sjöttungi leiksins. Að öðra leyti átti hann ekkert svar við skemmti- legum skotum frönsku leikmannanna og ekki heldur Guðmundur Hrafnkelsson sem fékk að spreyta sig síðustu tuttugu mínúturnar. Hann náði aðeins að verja eitt skot, sem raunar hrökk aftur til Frakkanna og varð að marki, en á þeim kafla var íslenska liðið reyndar farið að hengja haus og búið að gefast upp. Frakkar héldu algjöram yfirburðum í seinni hálfleik, skoraðu mörk í öllum regnbogans litum og bætti jafnt og þétt við sannfærandi forskot sitt. Þegar upp var staðið var munurinn tíu mörk og þungbúnir leikmenn íslenska liðsins gengu hratt til búningsherbergja. „Við náðum varla að verjast einni ein- ustu sókn þeirra,“ sagði Þorbjöm og bætti við að allt of mörg mörk þeirra hefðu verið niðurdrepandi. „Við náum ekki að vinna leiki ef við höldum áfram að fá á okkur tæplega þrjátíu mörk í leik - slíkt einfaldlega gengur ekki.“ Island er eina þjóðin á heimsbikar- mótinu sem ekki býr sig nú af kappi undir HM í Egyptalandi í sumar. Þor- björn telur að það sjáist greinilega og tekur undir að liðið sé ekki í sama gæða- flokki. „Leikur okkar í kvöld sýndi það - þeir era samt að prófa ýmsa hluti eins og við, en miðað við frammistöðu okkar í þessum leik eigum við býsna langt í land að nálgast þá bestu á nýjan leik.“ Þjálfarinn benti hins vegar á að hann gæti ekki stillt upp sínu sterkasta liði, bæði vegna meiðsla og annarra að- stæðna. „Þessir strákar eiga hins vegar að taka við liðinu og þurfa nú að axla aukna ábyrgð - ekki síst í varnarleikn- um. Okkar undirbúningur verður að miðast að því að koma þeim inn í varnar- hlutverkin. En um leið hlýtur maður að spyrja sig: Era þetta mennirnir í þessi hlutverk? Þetta þarf ég að skoða vand- lega á næstunni á myndbandi og kannski hentar öðrum betur að leika í vörn liðs- ins. Kannski breyti ég um fyrir leikinn gegn Ungverjum [í kvöld] - einhverja bragarbót verðum við að gera. Hins veg- ar eru hér aðeins mjög sterkar hand- knattleiksþjóðir og ekkert hlaupið að því að sigi'a þær.“ FRÖNSKU leikmennirnir höfðu i um í gær en á sama tíma var h Sigtryggssonar, Þorbjarnar þjál Daniel Constar Mun I ná í fi Daniel Constantini, þjálfari frans kvaðst mjög undrandi eftir stórs gærkvöldi, 28:18. „Ég átti von á viðurkenna það. Mér hefur þótt ’ 1995, enda urðum við Frakkar h það eru greinilega kaflaskipti hji taka tíma að komast í fremstu ri stantini. Breiðablik með 41 mark Breiðablik vann Ögra 41:17 í 2. deildarkeppni karla í handknattleik, en ekki 31:17 eins og misritaðist í blaðinu í gær. Svíar segja sigurinn fýrir öllu SÆNSKIR fjölmiðlar gera mikið úr þætti stórskyttunnar Staffans „Faxa“ Olssons í naumum sigri sænska landsliðsins á því íslenska, 29:26, í fyrstu umferð Heimsbikar- mótsins á mánudagskvöldið. Er þess getið að leikur sænska liðsins hafi verið lítt sannfærandi og enn eigi ýmislegt eftir að laga fyrir átökin á HM í Egyptalandi í sumar. „Það er hefð fyrir því að heimalið vinni fyrsta leik sinn á móti sem þessu og það gerðu landsliðsmenn- irnir okkar einmitt - en það leifði ekkert af því,“ sagði í Gautaborgar- póstinum. Þar er bent á að sænska seiglan hafi reynst vel undir lokin - en tæpara hafi vart mátt standa. Mestu umfjöllunina fær þó „Faxi“, enda verður hann 35 ára í næstu viku og er aftur kominn í sænska landsliðið eftir níu mánaða hvíld - lék síðast í sigri Svía í úrslitaleik EM sl. sumar. „Við vorum lengi í gang, enda er nokkuð um liðið frá síðustu leikjum okkar. Mestu skipti þó að ná að sigra og lyfta þannig liðsandanum. Það tókst hjá okkur og fyrir vikið er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn á framhaldið," sagði „Faxi“ við sænska blaðamenn. Það, sem vekur þó kannski hvað mesta athygli við umfjöllun sænskra blaða um leik Svía og íslendinga, er hvað hún er lítil og efnisrýr. Iþrótta- greinar á borð við íshokkí og knatt- spyrnu fá miklu meira rúm á síðum dagblaðanna, einkum þó þeirra sem er dreift á landsvísu. Umfjöllun í sjónvarpi og útvarpi hefur verið meiri - sænska sjónvarpið sýndi samantekt kl. 22 frá leiknum á mánudagskvöld og hið sama var upp á teningnum í gærkvöldi - er Svíar léku gegn Ungverjum. Gamla kemp- an Per Carlén vinnur við að lýsa leikjum sænska liðsins í sjónvarpi ásamt íþróttafréttamanni, en í út- varpi er hinn gamalreyndi mark- vörður Mats Olsson í sama hlutverki. Franski þjálfarinn kveðst þekkja afar vel til íslensks handknatt- leiks og margir leikmanna liðsins séu frábærir, t.d. Ólafur Stefáns- son og Dagur Sigurðsson. „Leik- menn mínir náðu sér sérstaklega vel á strik í leiknum og léku miklu betur en t.d. gegn Ungverjum á mánudagskvöld. Það fór saman við afar slakan leik íslenska liðsins og fyrir vikið unnum við býsna örugg- an sigur.“ Constantini bætti því við að hann héldi með íslendingum gegn Ungverjum, en sá leikur fer fram í kvöld kl. 17:15 að íslenskum tíma. „Ég hef fulla trú á því að felenska liðið nái að vinna sig upp úr þess- ari lægð. Sterkir menn eru fjar- verandi og það hefur auðvitað sín áhrif - en liðið getur samt miklu betur en það sýndi í þessum leik,“ sagði Constantini. A alls ekki að vera tíu marka munur Valdimai' Grímsson, fyrirliði ís- lenska liðsins, sagði að slakur vamarleikur hefði orðið Islending- um að falli gegn Frökkum. „Við eram að prófa okkur áfram í 6-0- vörninni og það gekk ekki nógu vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.