Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 4
■ JÚRGEN Klinsmann, fyrr- verandi landsliðsraaður Þjdðverja í knattspyrnu, segist alltaf hafa dreymt um að leika með Real Ma- drid. Hann er nú búsettur í Bandaríkjunum og sagði í samtali við CNN-fréttastofuna að hann hefði tvívegis átt í samningavið- ræðum við Real Madrid á leik- mannaferli sínum. Hann lék 108 landsleiki fyrir Þýskaland og lék með VfB Stuttgart, Intern- azionale, Mdnakd, Tottenham og Bayern Miinchen. ■ PAULO Sous a, portúgalski leikmaðurinn hjá Inter Milan, verður ekki í byrjunarliðinu í síð- ari Evrópuleiknum gegn Manchester United í kvöld. Ástæðan er sú að hann gagnrýndi þjálfara liðsins, Rúmenann Mircea Lucescu, í sjónvarpsvið- tali og það kunni þjálfarinn ekki að meta. ■ ALAN Little, sem hefur starf- að hjá York City undanfai’in 11 ár, hefur verið rekinn frá félag- inu. Little, sem er bróðir Brians hjá Stoke, tók við York, sem er í 2. deild, ái-ið 1993, en var þar áður aðstoðarmaður tveggja fyri'ver- andi knattspyrnustjóra liðsins. ■ STEVE McManaman fer með Liverpool í þxiggja daga æfínga- búðir til Frakklands. Grannt hefur verið á því góða milli leikmannsins og Gerard Houllier, knattspyi’nu- stjóra, en Houllier segir að þeir hafi rætt málin í bróðemi. ■ JOHN Gregory, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, hefur lagt fram kvörtun til enska dómarasam- bandsins vegna Peter Jones, dómara, og krafist að þess Jones dæmi ekki fleiri leiki hjá Aston Villa. Knattspyrnustjórinn var ævareiður yfír dómgæslu Jones í leik Aston Villa og Tottenham um síðustu helgi. ■ MANCHESTER United fær Francesco Toido, markvörð Fior- entina, fyrir 1,7 milljarða króna, að því er kemur fram í Daily Mail. Segir að Peter Schmeichel fylgi með í kaupunum. Hæsta verð sem félagslið hefur reitt fram fyrir mai’kmann til þessa er tæplega 900 milljónir er Internazionale keypti Gianluca Pagliuca frá Sampdoria árið 1994. ■ SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson skoraði fyrir Walsall sem gerði jafntefli, 1:1, við Milwall ensku 2. deildinni í gærkvöldi. Þetta er fyrsta mark hans fyrir liðið. Frábær endir á keppnistímabilinu hjá Þóreyju Eddu, sem sigraði Völu Flosadóttur Morgunblaðið/Golli ÞÓREY Edda Elísdóttir úr FH fer hér fimlega yfir 4,37 metra og setti persónulegt met. Hún hefur sýnt stórstígar framfarir í vetur og bætt sig um samtals 47 sm. Enn á uppleið ÞÓREY Edda Elísdóttir úr FH bætti fyrri árangur sinn um einn sentimetra er hún stökk yfir 4,37 metra og sigraði á stökkmóti ÍR í Laugardalshöll í gærkvöldi. Engin íslensk kona hefur stokkið jafnhátt hér á landi. Hún átti mjög góða tilraun við 4,40 metra, fór vel yfir en kom aðeins við rána á niðurleið. Vala Flosadóttir úr ÍR stökk 4,22 og varð önnur. Þórey Edda sagðist ekki hafa búist við þessum árangri. „Ég byrjaði illa en svo datt ég allt í einu inn í þetta og fann mig vel. Ég vai- sérstaklega ánægð með árangurinn vegna þess að mér gekk illa á mótinu á Akui-eyri. Þax- fann ég mig alls ekki og vii-kaði þung og óörugg. Það er frábært að enda keppnistímabilið innanhúss með því að Valur B. setja persónulegt met og það á heimavelli. Það s“°° munaði litlu að ég færi yfír 4,40 mefra og ég veit að ég get farið yfír þá hæð,“ sagði Þórey Edda. Þórey Edda hefur sýnt miklar framfarii’ í vet- ur og hefur bætt sig um 47 sentimetra. Fyrír tímabilið hafði hún stokkið yfir 3,90 metra. Besti árangur hennar utanhúss er 4,20 metrar. Hún byrjaði á þvi að stökkva yfir 3,82 metra í fyrstu tilraun í gær, síðan 4,02 í annairi, 4,12 og 4,22 í fyrstu og 4,32 í annai-ri. Þá fór hún vel yfii’ 3,37 í lyrstu tilraun og fyi’sta tilraun hennar við 4,40 var mjög góð og aðeins óheppni að ráin hékk ekki uppi. Byrjunarhæð Völu var 4,02 metrar og fór hún yfir í fyrstu tilraun. Það sama gerði hún við 4,12 og 4,22. Hún felldi síðan 4,37 í öllum þremur tilraunum sínum. „Ég er ekki alveg nægi- lega sátt við árangurinn því mér fannst ég eiga meira inni. Ég átti mjög gott stökk yfir 4,22 en síðan var stöngin orðin of mjúk fyrir mig í 4,32. Ég hefði átt að skipta um stöng í annarri tilraun en gerði það ekki fyrr en í þriðju og það vora mistök. Þetta var spennandi einvígi milli okkar og kemur til með að efla okkm’ báðar í framtíðinni,“ sagði Vala, sem á Islands- og Norðurlandametið í greininni, sem er 4,45 metrai’. Monique DeWitt frá Hollandi hafnaði í þriðja sæti með stökk upp á 3,82 metra. Ungverski meistarinn Zsuzsa Szab, sem á best 4,51 metra, náði ekki að fara yfir byrjunarhæð sína í keppninni, 4,32 metra. Hún fékk síðan að reyna sig utan keppni við 4,40 metra eftir að Þórey Edda var hætt, en án ár- angurs. Einar Karl Hjartarson, sem tvíbætti Islandsmetið (2,17 m og 2,20 m) í hástökki á Akureyri á sunnudagskvöld, náði sér ekki á strik í gærkvöldi. Hann stökk 2,11 metra eins og heims- meistaiinn í sjöþraut, Sebastian Chmara frá Póllandi. Þeir fóru yfii’ þá hæð í fyrstu tilraun en felldu 2,15 í þrígang. Þá þurfti umstökk til að útkljá hvor hlyti fyrsta sætið. Þeir reyndu fyrst við 2,15 en felldu báðir, þá var lækkað í 2,13 og aftur féll ráin. Þá vai’ farið í 2,11 metra og Einar Karl fór yfir °g tryggði sér gullið. Einar Karl sagðist hafa verið þreyttui- eftir mótið á Akureyri. „Ég fann það strax að þreyta sat í mér frá því á sunnudag. Það þarf að vera lengri tími milli móta. Ég get þrátt fyrir allt verið þokkalega sáttur við þessa hæð og sigurinn,“ sagði hann% Hin síunga Þórdís Gísladóttir úr ÍR sigraði örugglega í hástökki kvenna, stökk 1,74 metra. HNEFALEIKAR Rannsókn hafin á viður- eign Lewis og Holyfield Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur hafið rannsókn á því hvort úrslitunum í viðureign Lennox Lewis og Evander Holyfi- eld, heimsmeistara í hnefaleikum, hafi verið hagrætt. Bardaganum, sem fór fram í New York aðfaranótt sunnudags, lauk með jafntefli. Saksóknarar í New York hafa safnað saman upp- tökum um að greiðslur hafi verið inntar af hendi til þess að hag- ræða úrslitunum. Verulegar fjár- hæðir eru sagðar í spilinu, en um 10 milljónir manna horfðu á leik- inn í áskriftarsjónvarpi. FBI hefur yfirheyrt Bobby Lee, yfirmann IBF-hnefaleika- sambandsins, og beint spjótum sínum að Don King, skipuleggj- anda viðureignarinnar. King þykir umdeildur og er sagður hafa verið viðriðinn ýmislegt misjafnt í hnefaleikum frá því á áttunda ára- tugnum. í síðustu viku var yfir- maður hnefaleikasambands í Flórída rekinn fyrir að þiggja rúmar fimm milljónir króna frá King sem voru sagðar hafa átt að renna til góðgerðarmála. Jack Newfield, höfundur bókar- innar „The life and Crimes of Don King“ er sannfærður um að King hafi átt þátt í að hagræða úrslitun- unum í New York. Newfield segir að King, sem er talinn hafa þénað um 1,2 milljarða íslenskra króna á keppninni í New York, hafi viljað tryggja að hann gæti haldið áfram að skipuleggja bardaga í þunga- vigt, því Lewis hafi ekki gert samning við King eins og Holyfi- eld hafi gert við hann fyrir tveim- ur árum. Sá samningur tryggði King umsjón með bardögum Holyfield, að sögn Newfields. „Ef Lewis hefði unnið hefði King orðið atvinnulaus," segir Newfield. Áform eru um að Lewis og Holyfield mætist að nýju í Bret- landi og að bardaginn fari fram innan sex mánaða. Þegar og ef hnefaleikakapparnir mætast á ný verða belti þriggja hnefaleikasam- banda lögð undir eins og í New York. Vala og Þórey í æfingabúðir VALA Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir stangar- stökkvarar hafa nú lokið keppnistímabilinu innanhúss. Það er þó ekkert frí franiund- an hjá þeim því þær fara í tveggja vikna æfingabúðir til Póllands í næstu viku til að undirbúa sig fyrir tímabilið ut- anhúss. Þar verða þær undir handleiðslu þjálfara síns, Stan- islav Szczyrba. Fyrsta utan- hússmótið sem þær keppa í verður f júní i suinar. FRJALSIÞROTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.