Morgunblaðið - 23.03.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.03.1999, Qupperneq 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Tími sumarhúsanna framundan ÞETTA fallega og vel smíðaða sumarhús er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Það stendur á rúmlega 1/2 hektara eignarlandi úr jörðinni Svarfhóll í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Húsið er 44 ferm. auk svefnlofts. Ásett verð er 4,5 millj. kr. Verð á sumarhús- um hefur haldizt stöðugt, en eftir- spurn er mikil Hreyfíng á sumarhúsum fer nú vaxandi, enda er hún mest síðla vetrar og á vorin. Eins og fyrr eru uppsveitir Arnessýslu eft- irsóttasta svæðið, en vegna Hvalfjarðar- ganganna er meiri áhugi á sumarhúsum í Borgarfírði en áður. Magnús Sigurðsson fjallar hér um sumarhúsamarkaðinn. MEÐ HÆKKANDI sól eykst áhugi fólks á sumarhúsum. Þessi hús eru mjög mismunandi að allri gerð og mismunandi gömul. í flestum hinna nýrri eru rafmagn og heitt vatn sjálfsagðir hlutir. Af þeim sökum er líka unnt er að nýta þau miklu lengur á hverju ári en áður tíðkaðist. Sum þessara húsa eru svo vel útbúin, að hægt er að vera í þeim um hávetur og húsin þá sannkölluð vetrarvirki. Svo eru önnur hús, eink- um þau eldri, sem eru ekki jafn vel útbúin og kaupverð þeirra er þá líka þeim mun lægi-a, þegar þau koma í sölu. Algengt verð fyrir notaðan bústað er á bilinu 3-5 millj. kr. og þaðan af hærra, allt eftir stærð og ásigkomu- lagi, en verð á sumarhúsum getur verið afar mismunandi. Þó að húsið sé orðið gamalt og lítils virði, getur lóðin verið gróin og falleg og á eftir- sóttum stað. Verðmætin eru þá kannski fyrst og fremst fólgin í henni. Húsbréfalán fást ekki út á sumar- hús og kaup og sala á þeim er því frábrugðin því, þegar um íbúðarhús- næði er að ræða. Engin ákveðin regla er til við greiðslu kaupverðs. Ef um litla bústaði er að ræða, eru þeir stundum greiddir út í hönd eða þá á mjög stuttum tíma. Ef um dýr- ari bústaði er að ræða, er meira um það, að kaupverðið sé greitt á ein- hverjum tíma t. d. með skuldabréfi. Alls konar eignaskipti eru líka til og bílar jafnvel teknir upp í kaupverðið. Það fylgir því verulegur kostnað- ur að koma sér upp sumarhúsi. Ef um nýtt hús er að ræða, eru pening- ar ekki einungis lagðir í húsið sjálft, heldur einnig innbú, lóð, kalt og heitt vatn, girðingu, rotþró, rafvæð- ingu, gróður og leiktæki. Á iandinu eru sumarhús í víðtæk- ustu merkingu þess orðs nú áætluð um 10.000 talsins. Þetta er mikil og ör þróun miðað við úttekt, sem gerð var 1973, en þá voru sumarhús inn- an við 2.500 á landinu öllu. Sumar- húsin eru í nær öllum sveitarfélög- um landsins, en þeim er þó mjög misskipt. Þéttust er sumarhúsa- byggðin í grennd við þéttbýlið á suð- vesturhorni landsins. Aðal sölutíminn að hefjast Sala á sumarhúsum er ekki bund- in við vorin eða sumrin, heldur fer hún oft fram á veturna. Aðal sölu- tíminn er þó að jafnaði á vorin. Þeg- ar kemur fram í júlí, dregur úr eftir- spurninni. Það er eins og fólk vilji nú heilu sumri. Fyrir því eru auðvitað gildar ástæður eins og gróðursetn- ing trjágróðurs og fleira. Reynslan sýnir, að tíðarfar síðla vetrar og svo á vorin hefur mikil áhrif á, hvort sumarhúsamarkaður- inn fer snemma eða seint af stað. Slíkt er að sjálfsögðu ekki nema eðlilegt. Fólk þarf að komast á vett- vang og skoða þau hús, sem það hef- ur áhuga á og ekki síður umhverfi þeirra og aðkomu. Ef tíð er slæm og ófærð helzt lengi á afleggjurum upp að bústöðum, fer markaðurinn seinna af stað. Að baki óskinni um að eignast sumarhús liggja mörg sjónarmið. Margir eru fyrst og fremst að leita sér að reit upp í sveit, þar sem þeir geta slappað af með fjölskyldunni og gera þá kannski ekki miklar kröfur kröfur til híbýlanna. Rafmagn og heitt vatn eni tvímælalaust mikill kostur, en það eru samt ekki allir, sem sækjast eftir slíku og eru þá ekki tilbúnir til þess að greiða háar fjárhæðir fyrir. Grímsnesið hefur lengi verið mjög eftirsótt, enda er þar stærsta sum- arhúsahverfi landsins. Margir vilja hins vegar ekki vera í því fjölmenni, sem þar er komið og kjósa heldur fáfarnari staði, þar sem umferð er minni. Efthsóttustu sumarbústað- irnir eru samt fyrr og síðar bústaðir við Þingvallavatn. Þeir slá sennilega allt út og seljast yfirleitt strax, þá sjaldan þeir koma í sölu. Skiptir þá ekki máli, þó að þeir séu dýrir. Samgöngur hafa haft mikil áhrif á sumarhúsamarkaðinn. Með betri vegum styttist aksturstíminn og ásókn vex í svæði, sem ekki voru eins eftirsóknarverð áður. Þannig hafa Hvalfjarðargöngin aukið áhuga á sumarhúsum í Borgarfirði og allt vestur á Snæfellsnes. Þýðing sumarhúsa og orlofshúsa fyrir sum sveitarfélög er mikil. Á sumum stöðum eins og Selfossi hef- ur smíði þeirra gjarnan verið snar þáttur í starfsemi byggingarfyrir- tækjanna, en bærinn liggur vel við sumarhúsabyggðinni i Árnessýslu. En sumarhús í Kjós og annars staðar í nágrenni höfuðborgar- svæðsins hafa líka mikið aðdráttar- afl fyrir marga. Fjarlægðin er þá ekki meiri en svo, að fólk getur not- að tækifærið, ef veður er gott, til þess að skjótast þangað á kvöldin. Gott lóðaframboð í Árnessýslu Lögmenn, Suðurlandi, sem hafa aðsetur á Selfossi, hafa ávallt verið umsvifamiklir í sölu sumarhúsa í Ár- nessýslu. „Grímsnesið, Laugardal- urinn og Biskupstungurnar hafa verið vinsæl undanfarin ár. Sumar- hús í grennd við Flúðir eru líka orð- in mjög eftirsótt. Á þessu verður vafalaust lítil breyting," segir Sig- urður Jónsson, lögmaður. Að sögn Sigurðar hefur verð á sumarhúsum ekki hækkað heldur haldizt stöðugt. „Framboð er ekki mikið, að minnsta kosti ekki eins og er, en eftirspurn er talsverð og það er mikið hringt,“ segir hann. „Því er öðru vísi farið með sumarhús en al- mennt um íbúðarhús. Það er meira draumur hjá mörgum en knýjandi þörf að eignast sumarhús. Margir eru því að spá og spekulegra eins og sagt er, en svo fer eftir ýmsu, hvort hægt er að láta drauminn rætast." Sigurður telur framboð á lóðum fyrir sumarhús í Árnessýslu vera gott og mun meira en var. „Verð á lóðum hefur jafn vel lækkað frá því að það var hæst fyrir nokkrum árum sökum meira framboðs, segir hann. ,Ásóknin er mest í vinsæl sumar- húsahverfi, þar sem heitt vatn er til staðar." Hjá Lögmönnum, Suðurlandi eru nú til sölu mörg sumarhús. Við Eyr- argötu 44a á Eyrarbakka er til sölu tvílyft, bárujárnsklætt timburhús ásamt viðbyggingu úr holsteini. Eignin skiptist í eldhús, fjögur svefnherbergi, sem eru með spóna- parketi á gólfi og baðherbergi. Stof- an er innaf eldhúsi og er hún með spónaparketi á gólfi. Nýir gluggar eru á öllu húsinu og húsið er nýlega klætt að utan með bárujárni. Geymslukjallari er undir húsinu að hluta og er hann ca 40 ferm. „Þetta hús gæti hæglega nýtzt sem sumarhús, en á það eru settar 3,2 millj. kr., sem er hagstætt verð, auk þess sem á því hvfla hagstæð lán,“ segir Sigurður Jónsson. ,Ann- að sumarhús, sem mig langar til að nefna, er fallegt sumarhús í landi Lækjarhvamms í Laugardal. Það er um 50 ferm., byggt 1981. Ástand hússins e'r gott. Lóðin er eignarlóð, kjam vaxin og um 3.900 ferm. ásamt 800 ferm. hlutdeild í sameign- ariandi. Ásett verð á þetta hús er 3,9 millj. kr.“ „Sumarhúsamarkaðurinn er rétt að fara í gang,“ segir Ævar Dungal hjá fasteignasölunni Fold. „En það er þegar ótrúlega mikið um fyrir- spurnir og ég á því von á mikilli eft- irspurn. Flestir virðast vera að leita að fullbúnum sumarhúsum og því glæsilegri sem þau eru því betra. Staðsetningin skiptir ekki megin- máli, en eftirspurnin er þó meiri, eftir því sem sumarhúsin ei'u nær höfuðborgarsvæðinu og vegir þannig, að hægt sé að komast allan ársins hring. Það er mikið um, að bústaðir séu staðgreiddir nú og meira en var.“ Að sögn Ævars leggja kaupendur hvað mest upp úr, að húsin séu með heitu vatni, fallegu útsýni, aðgangi að veiði, góðum gönguleiðum og hvort hægt sé að geyma hesta í ná- grenninu. Hjá Fold er nú til sölu sumarhús í Hraunborgum í Grímsnesi, ekki langt frá Þingvöllum. í því er rúm- góð stofa, tvö barnaherbergi með kojum, rúmgott hjónaherbergi með rúmgóðu holi og lítilli barnakoju, baðherbergi með sturtu, rotþró, eld- hús með nýlegri innréttingu og borðkrókur. Húsið stendur á stórri og fallegri lóð, sem er í góðri rækt. Ásett verð er 3,3 millj. kr., sem Æv- ar segir afar hagstætt verð á jafn góðu húsi á þessum stað. Hjá Fold er einnig til sölu sumar- hús í Varmadal í Mosfellsdal, rétt við Leirvogsá. Hægt er að kaupa veiðileyfi í ánni, en í henni fást 600- 800 laxar árlega að sögn Ævars. Stór og mikill trjálundur er um- hverfis bústaðinn og skammt í skeiðvöll fyrir hesta og fieiri góðar reiðleiðir. Á þetta sumarhús eru settar 3,8 millj. kr. „Þetta er einn skemmtilegasti staður fyrir sumar- hús, sem ég þekki,“ sagði Ævar. „Ospillt náttúran blasir við og frá borginni tekur ekki nema stundar- fjórðung að aka á þennan stað.“ Sumarhús á Hvalfjarðarströnd Fasteignamiðstöðin hefur lengi lagt miklar rækt við sumarhúsa- markaðinn og hjá henni er á sölu- skrá fjöldi sumarhúsa, þeirra á með- al fallegt og vel smíðað sumarhús á rúmlega 1/2 hektara eignaidandi úr jörðinni Svarfhóll í Hvalfjarðar- strandarhreppi, sem er næsta jörð við Vatnaskóg KFUM. Lóðin er fal- leg, vel gróin og á henni rennur læk- ur framhjá húsinu. Sumarhúsið er byggt 1987. Það er klætt utan með kúptum panel, frönskum gluggum og á þaki er stallað rautt járn. Um- hverfis húsið er verönd á allar hlið- ar. Húsið er 44 ferm. auk svefnlofts, sem er yfir því að hluta. Það skiptist í stofu og eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi og svefnloft. Húsið er vel innréttað, panelklætt að innan bæði loft og veggir en á gólfum er tréex. Húsið er kynt með rafmagni. Ásett verð er 4,5 millj. kr. eða tilboð. „Þetta er sérlega fallegt sumar- hús,“ segir Magnús Leópoldsson, fasteignasali í Fasteignamiðstöðinni. „Það er í góðu ástandi og stendur á fallegum stað í góðu ökufæri frá höf- uðborgarsvæðinu." Magnús kvaðst gera ráð fyrir góðri eftirspurn eftir sumarhúsum á þessu vori og meiri ásókn í Borgarfjörð og Mýi'ar en áð- ur. „Með Hvalfjarðargöngunum hef- ur leiðin vestur á land stytzt mikið og áhugi fólks á sumarhúsum þar aukizt til muna,“ segir Magnús Leó- poldsson. HJÁ Lögmönnum, Suðurlandi eru til sölu þetta tvflyfta bárujárns- klædda timburhús ásamt viðbyggingu úr holsteini. Húsið stendur við Eyrargötu 44a á Eyrarbakka. Geymslukjallari er undir húsinu að hluta. Ásett verð er 3,2 millj. kr. „Þetta hús gæti hentað vel sem sum- arbústaður," segir Sigurður Jónsson lögmaður. HJÁ Fold er til sölu fallegur sumarbústaður í Hraunborgum í Gríms- nesi, ekki langt frá Þingvöllum. Ilúsið er um 46 ferm. og stendur á stórri, ræktaðri lóð. Ásett verð er 3,3 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.