Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 5

Morgunblaðið - 28.03.1999, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 B 5 INNRÉTTINGAR apóteksins hafa verið friðaðar. Ekki hefur verið ákveðið hvers konar starfsemi tekur við þegar apótekið hættir. Wr Ljósm./SE THORVALDSENSSTRÆTI 6 um aldamótin síðustu. Á viðbygg- ingunni, sem reist var 1881, voru settar upp tvær eirstyttur eftir Bertel Thorvaldsen af Asklepíosi lækningaguði og Hebu, gyðju eilífrar æsku. Stytturnar hafa um áraraðir staðið í sal núverandi Reykjavfkur Apóteks. Myndin er fengin að láni úr bókinni Reykjavík, Sögustaður við Sund. lyfjafræðingur telji hann sölu þess vera menningarslys. „Vagga lyfja- fræðinnar og saga þess hefur verið í þessari stofnun. Með því að leggja apóekið niður er brotið blað í sögu lyfjafræðinnar." Jóhannes bætir við, að Lyfja- fræðingafélagið hafí komið sér upp safni í Nesi og kveðst hann vonast til að flestir munanna fari þangað til að sagan verði varðveitt á einum stað. Starfsmenn eru nú 11 í um það bil átta stöðugildum og hefur að- eins einn þeirra fengið starf frá mánaðamótum. Sjálfur segist Jó- hannes verða sjálfstætt starfandi á næstunni í afleysingum og öðru slíku. Reykjavíkur Apótek hefur verið eitt fárra apóteka, sem hefm- haft framleiðslueiningu innan sinna vé- banda. Hefur sú eining verið seld Austurbæjarapóteki, sem einnig hefur haft eigin framleiðslu og hyggst halda því áfram. Verndun innréttinga Um áramótin keypti Eignar- haldsfélagið Kirkjuhvoll húsið Austurstræti 16 með þeim hlutum, sem eru verndaðir samkvæmt úr- skurði Húsfriðunarnefndar. Þetta eru innréttingarnar í apótekinu og styttur eftir Guðmund frá Miðdal, sem eru í stigauppgangi. Ingjaldur Hannibalsson stjórnarformaður lyfjabúðarinnar segir að aðrir mun- <■ m i 1 ■ 1 1 , Morgunblaðið/Ásdis ÁRIÐ 1916 var hafist handa um byggingu Austurstrætis 16 fyrir Nathan og Olsen. Arkitekt var Guðjón Samúelsson. Þangað flutti Reykjavíkur Apótek 1930. ir, s.s. afsteypurnai- eftir Bertil Thorvaldsen, krukkur eftir Guð- mund frá Miðdal, lyfjaglös o.fl., fari annars vegar út í Haga, þar sem lyfjafræði lyfsala er til húsa og hins vegar á minjasafnið úti á Nesi. Að sögn Ingjalds hefur rekstur apóteksins verið erfiður síðustu árin, en það er mikil breyting frá því sem áður var. „Við komumst að þeirri niðurstöðu, að miðað við að- stæður á lyfjamarkaðnum væri Háskóli Islands ekki heppilegur aðili til að reka fyrirtæki sem þetta. Eg er sannfærður um að heppilegra sé að einkaaðilar sjái um rekstur þegar það er mögu- legt, enda eru lyfjabúðir almennt reknar af einkaaðilum. Rekstur apóteksins er ekki heldur bráð- nauðsynlegur vegna kennslu í lytjafræði lyfsala.“ Hann bendir einnig á að friðunin á húsnæðinu hafi takmarkað mögu- leika á hagræðingu. Veigamiklar og dýrar breytingar hefði þurft að gera til að reka nútímaapótek í því. Frá sögulegu sjónarhorni segist hann vissulega sjá eftir rekstrinum. „Eg kom þarna sjálfur fyrst fyrir um 40 árum. Síðan hefur leið mín oft legið þangað, þannig að auðvitað sér maður eftir apótekinu.“ Húsnæðinu óráðstafað Karl J. Steingrímsson sem er í forsvari fyrir Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvol segir að ekki sé fyrirséð hvað verði í því húsnæði, sem Reykjavíkur Apótek er nú. Hann segir þó ljóst, að markmiðið sé að fjárfestingin skili sér. „Við flýtum okkur hægt. Það hafa nokkrar fyrirspurnir borist, en ég lendi ekki neinu nema ég sé ánægður með það gagnvart húsinu og öllu umhverfinu. Vissulega er afgreiðsluborðið til vandræða, því það stendur svo framarlega. Ef um einhverjar breytingar eða tilfærsl- ur á innréttingum verður að ræða, verður það í samráði við Húsafrið- unamefnd.“ kynnum 1999 árgerdir fram ad páskum 1 ekki ein, ekkí tvœr jn> heldur 15 gerðu-----•w' BYFUEEMOOD, af fe^Ýsum n <i n | /^iner fASY CAMP Tjaldvagnar Opið alla helgina sendum myndalista um land allt, EVRO Heilsárs fellibústaður með öllum lúxusþægindum fyrir fjölskylduna I ferðalagið Borgartún 22 105 Reykjavík. sími 551 1414 fax 551 1479 evro@islandia.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.