Morgunblaðið - 28.03.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 B 11
eftir að hljómsveitin fór fyrst
að spila opinberlega og síðan
fórum við hinir að fást við
lagasmíðar. Ég fór að að
semja lög sem féllu inn í þá
músík sem við vorum að
spila.“
Og ekki liðu mörg ái- þar
til þið senduð frá ykkur
hljómplötu?
„Við tókum upp plötuna
Mezzoforte árið 1979. Stein-
ar Berg gaf út þá plötu. Hún
var tekin upp í Hljóðrita í
Hafnafírði. A þeirri plötu er
svo til eingöngu músík eftir
okkur strákana 1 Mezzoforte.
Gunnar Þórðarson var upp-
tökustjóri á einu iagi á plöt-
unni og Stefán Stefánsson á
einnig eitt lag, en hann spil-
aði með okkur um tíma. Arið
1980 gerðum við plötu núm-
er tvö. Þá fengum við tii
samstarfs við okkur frá
Englandi Geoff Cleaver, sem
er giftur Shady Owens, sem
söng eitt sinn með Hljómum
og Trúbroti. Steinar fékk
hann til að koma hingað til
Islands til að hjálpa okkur
við að fá alþjóðlegri hljóm í
tónlistina sem honum tókst
ágætlega. Platan var vand-
aðri en sú fyrri og vakti at-
hygli út í Englandi.“
A áttunda áratugnum og í
byrjun þess níunda eru
nokkrar goðsagnir að slá í
gegn - Bubbi, Stuðmenn og
ýmsar popphljómsveitir. Var
ekki hörð samkeppnin um
hylli unga fólksins einmitt á
þeim árum? En þið hafið
Morgunblaðið/Kristinn
EYÞÓR, fimm ára að aldri, við píanóið.
MEZZOFORTE með Ronnie Scott í klúbbnum sem kenndur er við
hann. Myndin tekin 1985. Fyrir miðri mynd, til hægri við Ronnie,
Jerden De Rijk, hollenskur slagverksleikari sem lék með
Mezzoforte um tíma.
bak og þannig komst ég meira inn í
þennan hefðbundna djass.“
Og þá spilar þú aðallega á hljóm-
borð?
„Já, og mjög lítið á píanó. Ég spil-
aði eingöngu á rafmagnspíanó og
hljómborð í nokkur ár eða þar til ég
fór að vinna með Tómasi R. Einars-
syni að ég byrjaði aftur að spila á pí-
anó. „
En þið félagarnir í Mezzoforte
byrjuðuð snemma að fást við laga-
smíðar?
„Framan af var Friðrik eins konar
leiðtogi í hljómsveitinni. Hann var
árinu eldri og lengra kominn í sínum
músíkpælingum. Hann samdi mikið
kannski ekki litið á ykkur beinlínis
sem keppinauta þar sem þið voruð
að spOa allt aðra tónlist?
„Já, þannig var það. Við litum
aldrei beinlínis á okkur sem keppi-
nauta þeirra. Við vorum ekki
popptónlistarmenn. Við skilgreind-
um okkar tónlist sem einhvers konar
afbrigði af djasstónlist".
Lagið Garden party selst í
hundruðum þúsunda eintaka
Er það eftir að fjórða platan frá
Mezzoforte kom á markað að hljóm-
sveitin verður þekkt á Norðurlönd-
unum og í Evrópu?
„Já, það var ekki fyrr en með
fjórðu plötunni, Mezzoforte fjögur,
eða Surprise - Suprise eins og hún
heitir í Englandi að hljómsveitin
varð þekkt erlendis og á þeirri plötu
er lag mitt, Garden party. Þessi
plata og smáskífa með laginu Garden
party seldust mjög vel, þær fóru í
einhverjum hundruðum þúsunda
eintaka samtals. Garden party var
spilað í útvarpsstöðum víða um heim.
I Englandi náði lagið í sautjánda
sæti á þessum margumtalaða vin-
sældalista og gerði gott betur í
mörgum Evrópulöndum, fór í fyrsta
sæti bæði í Belgíu og Hollandi árið
1983 og þá fiuttum við til Englands
með fjölskyldur okkar og vorum með
bækistöð í úthverfi London. Við vor-
um þá fimm í hljómsveitinni, Krist-
inn Svavarsson kom inn í hljómsveit-
ina og Steinar Berg umboðsmaður
og útgefandi okkar flutti einnig út
með fjölskyldu sína.
Við lifðum á vinsældum Garden
party í tvö ár þama úti og fórum víða
um Evrópulönd og spiluðum. Á ár-
unum frá 1983 höfum við spilað í yfir
þrjátíu löndum í Evrópu og Asíu.“
Hvað tók svo við eftir að þið kom-
uð heim frá London?
„Að flytja hingað heim var að
skipta um bækistöð. Mezzoforte hélt
áfram að spila víða erlendis. Við
héldum tónleika á Norðurlöndunum,
Þýskalandi og Sviss og í Japan árið
1984. Vinsældir hljómsveitarinnar
voru miklar í þessum löndum og í
Noregi seldum við meira en tuttugu
og fimm þúsund eintök af einni plötu
sem þótti mjög gott á þeim tíma og
við fengum í viðurkenningarskyni
silfurplötu. Við gáfum út nokkrar
hljómplötur á ái'unum 1984-89. Við
spiluðum alltaf af og til og fiest árin
höfum við farið eitthvað út og spilað.
Hljómsveitin hefur komið saman
þegar við höfum fengið einhver
áhugaverð tilboð og þau komu. Árið
1993 fórum við til Indónesíu á alþjóð-
legt djassfestival. Þegar við komum
þangað kom okkur á óvart hversu
þekktir við vorum þar. Við fengum
konunglegar viðtökur og þar voru
yfir tíu þúsund manns á tónleikum.
Við spiluðum líka í Malasíu þá og ár-
ið eftir fórum aftur til þessara landa
og Singapore og einnig 1996 og þá
fórum við einnig til Búlgaríu og
Eystrasaltsiandanna og þá var Ósk-
ar Guðjónsson saxófónleikari kom-
inn í hljómsveitina og Hilmar Jens-
son tímabundið í stað Friðriks. Ósk-
ar var einnig með okkur þegar við
fengum boð um að spila í Moskvu ár-
ið 1997. Við spiluðum í klúbbi í eigu
rússnesku mafíunnar. Það var vel
passað upp á okkur meðan við vorum
þarna og þar var vopnaleit við inn-
ganginn. Undanfarið höfum við haft
hægt um okkur og spilum aðeins ef
áhugaverð tónleikaferðalög bjóðast.
Við erum komnir með umboðsfyrir-
tæki í Noregi sem er að setja saman
hljómleikaferð fyrir þetta ár. Fyrr
eða síðar tökum við upp nýjan disk
og það gæti allt eins gerst á þessu
ári eða á aldamótaárinu.
Upptökustjóri - útsetjari
og djasspíanisti
„Ég tók að mér að vera upptöku-
stjóri fyrir hina og þessa poppara.
Ég vann t.d. með Bubba fyrst árið
1991 að plötunni Von og fór þá með
honum til Kúbu og síðan er ég búinn
að vinna með honum við sex piötur."
Það hefur auðvitað verið ógleym-
. anleg ferð. Áhrif frá þeirri dvöl hafa
setið í þér lengi?
„Svo lengi að síðan er ég farinn að
spila á slagverk. Af öllum þeim þrjá-
tíu löndum sem ég hef komið til þá
er sú ferð minnisstæðust.
Ég fór árið 1990 í tónleikaferð
með Randy Crawford, sem er þekkt
amerísk söngkona. Hljómsveit henn-
ar var þá í tónleikaferð í Persaflóa
og ég spilaði líka með henni í
London. Við spiluðum einnig á öllum
Norðurlöndunum. Þetta starf kom í
gegnum kunningja mína í Noregi.
Það losnaði staða í hljómsveitinni og
þeir buðu mér hana. Randý var stór-
stjarna einmitt á þessum árum og
söng frægt lag in á plötu, Street
Live.“
Ekki þykh- mér ólíklegt að þú haf-
ir fremur viljað einbeita þér að
djassmúsík. Hvenær byi-jar þú fyrst
að spila í djasshljómsveit?
„Þegar við komum aftur heim frá
Englandi fór ég að spila hefðbundinn
djass á píanó. Ég fór að spila með
Tómasi R. Einarssyni og Sigurði
Flosasyni. Sigurður var þá nýkom-
inn heim ft-á tónlistarnámi í Banda-
ríkjunum. Með mér úr Mezzoforte
komu einnig Gunnlaugur Briem og
Friðrik Karlsson. Við vorum viku-
lega að spila í Stúdentakjallaranum.
Árið 1985 gerði Tómas plötu með
þessum mannskap sem heitir Þessi
ófétis djass og Jazzvakning gaf út.“
Var það ekki þarna um miðjan ní-
unda áratuginn að íslenskir djass-
leikarar fóru að fá aukin verkefni?
„Jú, og þá varð einmitt til djass-
klúbburinn Heiti potturinn sem kom
fyrir flygli í Duushúsi. Þá var allt í
einu kominn staður sem var reglu-
lega með djassprógröm. I Heita
pottinum komu fram nokkrir þekktir
erlendir djassleikarar, t.d. djasspí-
anistinn Kenny Drew og bandaríski
saxófónleikarinn Gharles McPher-
son.“
Þú hlustaðir mikið á Miles Davis,
Herbie Hancock og Chick Corea.
Eru það einhverjir fleiri sem hafa
verið áhrifavaldar í djassinum?
„Þarna á níunda áratugnum fór ég
að leita meira aftur í hefðbundna
djassinn, það á vel mig það frelsi
sem þar er. Ég hafði verið meira í
rafmagnaðri tónlist. Ég fór að hlusta
meira á djass frá sjötta áratugnum,
t.d. á Miles Davis og Cannonbali
Adderley. Það er ein ákvéðin plata
með Cannonball Adderley sem vakti
áhuga minn á hefðbundum djass.
Ég var hrifinn af því hvað Cann-
onball Adderley spilaði lýrískt be-
bop. Þessai' línur hans fóru að hafa
áhrif á mig og breyttu mikið minni
tónhugsun. Hann er skemmtilega
melódískur. I gegnum þessa tónlist
fór ég meira að leita í þennan hefð-
bundna djass.“
Þú ert einn fjöguira meðlima
Jazzkvartetts Reykjavíkur. Hvenær
byrjai- Jazzkvartett Reykjavíkur að
spila?
„Jazzkvartett Reykjavíkur var
stofnaður árið 1992 og eiginlega í
þeim tilgangi að koma tónlist Sigurð-
ar Flosasonar og Tómasar R. Ein-
arssonar á framfæri erlendis enda
höfum við verið svo til eingöngu að
spila þeirra músík. Þeir voru báðir
búnir að gefa út einhverja diska, sem
ég spilaði með á og það koma alltaf
af og til einhverjar fyrirspurnir er-
lendis frá um íslenska djassmúsík.
M.a. spiluðum við á Ronnie Scott’s
djassklúbbnum í London í eina viku
og þar var tekinn upp diskur og það
var ánægjuleg reynsla og mjög eftir-
minnileg.“
Hvernig var að vinna með þeim
þekkta tónlistarmanni Pétri
Óstlund?
„Mér fannst það frábært. Ég fékk
fyrst tækifæri til að spila með Pétri á
diski Tómasar R. Einarssonar, Nýr
tónn. Það small eitthvað á milli okk-
ar Péturs strax, fann ég og við fund-
um það báðir. Það var mjög sérstakt
og skemmtilegt. Ég hafði ekki áður
spilað djass rneð trommara af hans
gæðaflokki. I djassmúsík eru miklar
samræður á milli píanista og
trommara. Með Pétri voru þær sam-
ræður á hærra plani en ég hafði áður
kynnst."
Á síðasta ári vannstu m.a. með Jó-
el Pálssyni þegar hann hljóðritaði
diskinn Prím sem vakið hefur at-
hygli. Var það ekki ánægjulegt sam-
starf?
„Jú, Jóel er mjög skemmtilegur
saxisti og það er gaman að spila með
honum og þessum strákum öllum.
íslenskt djasslíf hefur tekið svo
miklum framförum á síðustu árum
að það er með ólíkindum. Tónlistar-
skóli F.Í.H. hefur verið ómetanleg
uppeidisstöð fyrir unga og efnilega
djassleikara og það eru margir mjög
fræmbærilegir músíkantar og Jóel
er þar í fremstu röð. Mér þykir
skemmtilegast að spila djass á píanó.
Ég lít fyrst og fremst á mig sem
djasspíanista, en það er erfitt að lifa
af því eingöngu og þess vegna fæst
ég við margt annað.“
Stóð þér ekki til boða að ganga til
liðs við hið þekkta tríó danska bassa-
leikarans Mads Vinding?
„Jú, mér stóð það tii boða. Það var
bara mitt klúður að ekki varð af því.
Ég spilaði með honum á Múlanum
þegar hann kom hér um árið og það
var rosalega gaman. Nokkrum dög-
um síðar fékk ég tölvupóst frá hon-
um þar sem hann skýrði frá því að
ítalskur píanisti sem var þá með hon-
um hefði orðið veikur. Hann spurði
hvort ég vildi spila með tríóinu á
nokkrum tónleikum í Danmörku. Jú,
jú, ég var til í það, en var ekki mjög
snöggur að svara erindinu til að
staðfesta þetta. Hann túlkaði það
þannig að ég hefði ekki áhuga og réð
annan píanista."
Og nú er djasspíanistinn að vinna
með Stuðmönnum.
„Já. Stuðmenn eru enn einn hópur
tónlistarmanna sem ég hef unnið
með. Ég hef verið svo heppinn að fá
að vinna með ýmsum helstu popp-
tónlistarmönnum á íslandi, ýmist
sem hljóðfæraleikari, upptökustjóri
eða hvortveggja. Sem dæmi má
nefna Borgardætur, Bubba, KK,
Mannakorn og nú síðast Stuðmenn
og með þeim spila ég bæði á hljóm-
borð og slagverk."
Marga er farið að lengja eftir djas-
splötu með þinni eigin tónlist. Þú ert
kannski að leggja drög að nýjum
diski?
„Nei, eiginlega ekki. Ég hef lengi
verið að hugleiða að gera eitthvað
undir eigin nafni, en ég er ekki búinn
að finna mér stefnu í tónsmíðum sem
ég er sáttur við og hef einfaldlega
ekki gefið mér tíma í það. Ég er að
bíða eftir réttum aðstæðum. Þær
koma fyrr eða síðar.“
Hvað hefur þú helst verið að
starfa við undanfarið og hvað er
framundan hjá þér?
„Það er eitt og annað sem ég hef
komið að. Ég hef verið að vinna við
upptökustjórn og t.d. verið að vinna
með Bubba Morthens og nú Stuð-
mönnum. Ég spila á hljómborð með
Sinfóníuhljómsveit íslands síðai- í
þessum mánuði þegar söngleikurinn
Superstar verður fluttur í Laugar-
dalshöllinni. í leiguhúsnæðinu hér í
Borgartúni er ég að vinna ýmsa for-
vinnu í sambandi við verkefni sem ég
er með. Ég mun vinna eitthvað með
Borgardætrum á þessu ári og fleir-
um.“
Eyþór býr ásamt fjölskyldu sinni,
Ellen Kristjánsdóttur söngkonu og
bömum þeirra hjóna, Sigríði sautján
ára, Elísabetu tólf ára, Elínu átta
ára og ungum syni þeirra Eyþóri, í
Grafarvogi þar sem byggðin vex ört.
Eyþór Gunnarsson er athyglisverður
tónlistai'maður sem spennandi verð-
ur að fylgjast með á komandi árum.