Morgunblaðið - 28.03.1999, Side 13

Morgunblaðið - 28.03.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 B 18 leiðendanna ræðu þar sem hann þakkaði þeim sem unnið hefðu að myndinni og „Tony Kaye þegar hann er í góðu skapi“. Kaye lét ekki þar við sitja. Mér skilst að þú hafír viljað kenna myndina við Humpty Dumpty og að þú hafír mætt með rabbína, tíbeskan munk og prest á fund hjá kvikmyndaverin u. „Jú,“ svarar hann. „Það getur verið erfítt að koma með vitsmunalega skýringu á því,“ bætir hann við eftir stundarumhugsun og hlær. „Mér fundust þessir fundir skelfilegir þar sem 24 sátu við sama borð og myndir af kvikmynda- stjörnum héngu upp um alla veggi - einkum þar sem ég hafði engin völd. Ég stóð alveg fyrir mínu en mér fannst þetta alltaf skelfileg lífs- reynsla. Fyrir þennan fund höfðu mér verið gefnar átta vikur til að ljúka við klippingu myndarinnar en það hafði ekki tekist og ég var hræddur við að segja þeim frá því. Ég tók því með mér eins marga trúmenn og ég gat haft upp á og reyndi þannig að höfða til allra trúar- skoðana í herberginu." Hann heldur áfram: „Með American History X ætlaði ég að kafa ofan í kynþáttahatur í Bandaríkjunum. Mig langaði til að komast að því af hverju það væri fyrir hendi, um hvað það snerist og að hverjum það beindist. Myndin kemst ekki nálægt því eins og hún er núna. Þetta var ferðalag inn á við fyrir mig; þannig er öll mín kvikmyndagerð. Ég les handritið áður en tökur hefjast, legg upp með sekk af orðum og eftir það leggjast allir á eitt. Fyrir mér eru orðin farseðill en fólkið sem ég var að vinna með leit á þau sem landakort eins og þau segðu: „Beygið hér, farið þangað". Maður verður auðvitað alltaf að styðjast við handrit í kvikmyndagerð en maður verður einnig að geta leikið lausum hala. Þegar maður fer með allt þetta plast í klippiherbergið og býr til síðustu útgáfuna verður maður að fylgja eðl- isávísun sinni og lögmálum kvikmyndarinnar. hendurnar á blaðamanni svo dofnar af kulda að hann á erfítt með að skrifa. En Kaye lætur ekki deigan síga og er kominn í jóga í fyrsta skipti undir handleiðslu einkaþjálfarans. Ekki er erfitt að skynja að hann verður óþolinmóður og langar til að byrja á líkamserfiði. Þegar þjálfar- inn lítur undan kastar hann sér á gólfið og byrj- ar á armbeygjum. „Ekki strax!“ hrópar þjálfar- inn. „Byrjum á háum hnélyftum.“ Kaye lyftir hnjánum einu sinni, tvisvar og tekur á rás beint af augum inn í herbergi og læsir að sér. Þjálfarinn lítur á blaðamann og segir hálfafsakandi: „Þetta er klósettið.“ Myndað ofan í ruslatunnu „Af hverju ættum við að fálma eftir þurrum beinum fortíðarinnar?" spyr nítjándu aldar skáldið Emerson í ritgerð sinni um náttúruna sem ásamt fleiri verkum Emersons varð Kaye innblástur að mynd sem rímaði við orð skálds- ins. „Hann á alveg jafn mikið erindi nú á dög- um og áður,“ segir Kaye. „Ég er ekki hálærður, hóf að mennta mig seint á lífsleiðinni og skil ekki öll orðin, en ég veit að mikið er í þau spunnið. Ég gæti eins látið lesa textann upp og myndað ofan í ruslatunnu; það kæmi vel út.“ Samræðurnar eiga sér stað á Hótel Freys- nesi undir Öræfajökli þar sem Kaye vinnur að tökum á mynd í samstarfi við Pan Arctica. Hann hefur þó um annað að hugsa í augnablik- inu þar sem hann stígur þrekhjól undir hvatn- ingarhrópum einkaþjálfara síns. Á meðan gluggar blaðamaður í útgáfu hans á verkum Emersons. Kaye hefur krotað alla bókina út, jafnvel kápuna sem telst höfuðsynd hjá hverri ærlegri íslenskri bókafjölskyldu, en bókin verð- ur enn áhugaverðari fyrir vikið. Hann hefur strikað undir margar tilvitnana Emersons og í athugasemdum bregður fyrir kunnuglegum andlitum á borð við Kubrick og Bukowski. Þar eru einnig kveðjur til dætra Ka- yes, sem heita Betty og Ruby. Hverskonar prufu á fimmtudag en þegar hafa um 100 leikarar verið teknir í prufu. Áætlað er að . Morgunblaðið/Golli Kaye komi til landsins á næstunni með handritshöfundi og hefji vinnu með leikurum fyrir kvikmynd. Þegar fólkið sem ég vann með skildi það ekki varð mér ljóst að ég var í röngum félagsskap. Ég hafði verið barnalegur og trúgjam bjáni að halda að ég gæti hrifið það með mér. í staðinn gerði það mér erfiðara og erfiðara fyrir og ég fór að læðast með veggjum til að geta unnið í friði.“ Hefði unnið Óskarinn Pér lenti saman við Edward Norton. „Því miður. Mér var sama þótt Edward Norton kæmi í klippiherbergið og skoðaði frammistöðu sína. Ég myndi ekki meina nein- um leikara um það. En það snerist upp í martröð þegar hann vildi fá að ráða þrátt fyrir að hafa algjörlega rangt fyrir sér enda fullkom- lega reynslulaus á þessu sviði. Hann leitaði á náðir framleiðendanna og þeir höfðu áhyggjur af því að hann myndi ekki kynna myndina ef hann yrði óánægður með hana. Niðurstaðan varð sú að myndin er fyrst og fremst hans frammistaða. Enda fékk hann tilnefningu til Óskarsverðlauna. Ef ég hefði fengið að ljúka við myndina veit ég hins vegar að hann hefði unnið Óskarinn. Frammistaðan varð að koma heim og saman við söguþráðinn. Það gerir hún ekki núna. Iðr- un persónunnar er ekki trúverðug; það hvemig hann breytist úr ofbeldisfullum kynþáttahatara í skynsemina uppmálaða. Maður sér stöðu eitt, tvö og þrjú; nú er hann góður, nú er hann vond- ur, nú er hann góður. En umskiptin eru ekki trúverðug." Heldurðu að þú eigir einhvern tíma eftir að ljúka við myndina eins ogþú vilt hafa hana? „Nei, mér stóð það til boða en ég hafði ekki áhuga. Þeir buðu mér gull og græna skóga til að halda mér góðum. Ég gat fengið 7 milljónir dollara [hálfan milljarð króna] til að gera mína útgáfu en var búinn að missa áhugann. Upphaf- legu forsendurnar voru einfaldlega brostnar.“ „Herra minn trúr!“ hrópar leikstjórinn, sem myndar sínar myndir sjálfur, skömmu síðar og drossíunni er snarsnúið við rétt við Sólheima- sand. „Þetta er ótrúlegt! Hér vil ég mynda.“ Blaðamaður lítur út og vissulega sér hann sól, sand og ský. En ekki mikið meira en það. Þeg- ar búið er að stilla upp myndavélinni og allt er til reiðu kemur Kaye út úr bílnum, dúðaður upp fyrir haus, lítur til himins og filman byrjar að rúlla. Þegar skipt er um filmu dansar hann um í sandöldunum, boxar við vindinn eða gerir jafn- vægiskúnstir. Stundum tekur hann á rás og villist jafnvel einu sinni þegar hann ætlar að hlaupa upp að vegi aftur. Allt er þetta fyrir heilsuna og kannski til að halda sönsum. Hann segist hafa byrjað að hugsa um heilsuna fyrir rúmu ári til þess að styrkja sig fyrir átökin sem fylgja gerð kvik- mynda í fullri lengd. Síðan hefur hann lést um 30 kíló, að eigin sögn. Eftir útitökurnar eru Heimsendir á íslandi „PABBI, segðu mér frá árinu 2000,“ segir drengsrödd sakleysislega í upphafslagi nýjustu breiðskífu Busta Rhymes. Strákur- inn fær yfir sig hryllilega heimsendaþulu hungursneyða og styrjalda með tilheyr- andi þjáningum og hörmungum, hlustar af þögulli andakt og hrdpar svo upp yfir sig: „Vá! Meiriháttar.“ Bætir við: „Eg get ekki beðið!“ Ef til vill lætur þessi lieimsendaþula ekki mikið yfir sér en hún gæti orðið kveikjan að nýrri kvikmynd breska leik- stjórans Tony Kaye og það sem meira er - kvikmyndin gæti orðið að veruleika á fs- landi. Raunar hafði Kaye alls ekki í hyggju að gera mynd hér á landi. En eftir að hann hafði verið við tökur hériendis í fjóra daga á mynd, sem jafnvel hann sjálfur á í erfið- ieikum með að skilgreina, var komið á fundi með honum í iðnaðarráðuneytinu vegna nýrrar lagasetningar um skattaí- vilnanir sem ætlaðar eru til að gera ísiand eftirsóknarvert fyrir erlenda kvikmynda- gerð. „Mér var ljóst að ég hefði aðeins erindi á fundinn ef ég ætlaði að gera kvikmynd á Islandi," segir Kaye í samtali við blaða- mann síðar um kvöidið. „Það hafði ekki staðið til en ég ákvað að skoða það með opnum huga.“ Hann komst f bobba í byrj- un fundarins því fyrsta spurningin sem hann fékk á sig var um hvað myndin ætti að ijalla. Þá rifjaðist upp fyrir honum liug- mynd sem hann hafði fengið um morgun- inn þegar hann hiýddi á ofangreindan lagstúf Busta Rymes um kynslóðina sem elst upp við blóðbað, afiimanir og annan hrylling í tölvuleikjum og sjónvarpi og þegar hörmungarnar dynja loks yfir er það bara flott. Þar sem íslenskt landslag hentaði mjög vel slíkri mynd, að sögn Ka- ye, var hann fyrr en varði kominn í alvar- legar viðræður um að hefja gerð kvik- myndar hérlendis. Eftir fundinn var haldið hóf hjá Pan Arctica, samstarfsaðila Kaye hérlendis, þar sem Kaye skýrði frá ásetningi sfnum og er þegar komin hreyfing á málin. Fyrstu leikprufur af mörgum fóru frain hjá Pan Arctica á fimmtudag og handrits- höfundur hefur verið ráðinn til verksins. „Ég veit ekki hver efniviðurinn verður þegar upp verður staðið en ég hef tekið ákvörðun um að gera kvikmynd á Islandi," segir Kaye. pönkari er það sem skrifar saknaðarkveðjur til litlu dætra sinna á aðra hverja síðu? Hinar at- hugasemdirnar bæta það upp eins og „Fari New Line og Hollywood til fjandans" og „Fylgjum leiðtoganum - mér!“ Ef eitthvað er þá er Kaye ærlegur pönkari. En hvaða mynd er þetta? „Þetta er skrýtið verkefni," svarar hann. „Ég fékk símhringingu frá auglýsingastofu skömmu eftir að ég kom úr frumskóginum vegna Amer- ican History X. Mig langaði í vinnu því ég þarf fjármagn til að ljúka við heimildarmynd um fóstureyðingar sem ég er með í bígerð. En ég ætlaði ekki að standa í neinu þrasi. Ég sagði fólkinu að eina leiðin til að fá mig væri að borga og halda sig fjarri. Þau fengju verkefnið þegar því væri lokið. Ég hefði aldrei sett svona skil- mála ef ég hefði ekki lent í þessu brasi með American History X.“ Eftir nokkrar samningaviðræður við auglýs- ingastofuna, sem vinnur fyrir svissneska bank- ann UBS, var gengið að kröfum Kayes. „Ég fæ fjármögnun og enginn frá bankanum eða aug- lýsingastofunni fylgist með mér. Þeir treysta mér skilmálalaust. Eg hef verið leikstjóri í fleiri ár en aldrei upplifað neitt þessu líkt; þetta er alveg nýr hugsunarháttur. Myndin á eftir að verða þeim til sóma. Hún fjallar um náttúruna og sköpunarverk mannsins innan hennar bæði í arkitektúr og hönnun.“ Hvar verður myndin sýnd? „Þetta verður alþjóðleg auglýsingaherferð og fólk á eftir að verða vart við hana um allan heim.“ Hvernig er myndin ? „Eg veit ekki alveg hvað er best að kalla hana. Ég er ekki nógu drambsfullur til að segja að hún sé listræn. Ég veit ekki hvað það er. En þetta er mynd og hún snýst um sköpunargleði. Hún hefur áreiðanlega farið út fyrir skilgrein- inguna á venjulegum sjónvarpsauglýsingum. En ef hún er spiluð í sjónvarpi og nafn bankans kemur á skjáinn í lokin, sem verður í eina skipti sem bankans er getið, verður þetta liklega að teljast auglýsing. En á algjörlega nýjan hátt og ég held að myndin eigi eftir að auka hróður bankans." Mér skilst þú hafír tekið fjóra kílómetra af filmum í dag. „Er það mikið?“ spyr Kaye undrandi. „Það skilst mér,“ segir blaðamaður og hlær. „Eg er stundum gagnrýndur fyrir að nota mikið af filmum," segir Kaye samviskulaust. „Ég geri mun meira af því núna en áður. En þetta er líka allur galdurinn sem ég beiti. Ég nota engar tæknibrellur. Ég stilli bara mynda- vélinni upp og mynda það sem er fyrir framan hana. Það getur verið mikilvægt að ná tökum frá mismunandi sjónarhornum því ef maður tekur bara upp einu sinni eða tvisvar hættir at- riðunum til að bera of mikinn keim af uppstill-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.