Morgunblaðið - 28.03.1999, Page 14

Morgunblaðið - 28.03.1999, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 28. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ | ingu. Mér líkar það ekki. Pá fínnst mér eins og handbragð leikstjórans sé of greinilegt. Ef maður tekur upp frá mörgum sjónarhomum verður niðurstaðan óvænt; eitthvað sem mað- ur lét sig ekki dreyma um. Þá nær myndin að anda og verður raunveruleg.“ Allt veltur á hugmyndinni Svo förum við að mynda goshverina við Geysi. „Tilbúnir,“ hrópar Jón Tryggvason og horfír ábúðarfullur ofan í hverinn. „Núna!“ hrópar hann og tekur á rás. Kaye byrjar að mynda, 100 ramma á sekúndu, 20 þúsund krónur á mínútu. En ekkert gerist og filman klárast. „Jón, þú skuldar honum 20 þúsund kall,“ heyrist hrópað í glettni. Erfitt að leik- stýra náttúrunni. „Þetta hefði verið auðveldara með leikurum," hvíslar blaðamaður að Tony. Hann hlær og svarar: „Sumum leikurum." Skömmu síðar gýs hverinn eins og eftir pöntun og eftir að hann er kominn á plast hvíslar Kaye að blaðamanni: „Þetta var leiksigur!" Kaye verður að teljast einn áhrifamesti aug- lýsingagerðarmaður samtímans og rúmlega það að eigin sögn. „Ég held að ég væri í fyrsta sæti,“ segir hann og fyrtist hálívegis við spuminguna. Hann er kunnur fyrir að feta aldrei troðnar slóðir og hrinda hugmyndum í framkvæmd sem virðast ógjömingur. I einni auglýsingu hans er bamaþing; eitt bam er í ræðustólnum og ótal böm í salnum. „Þúsund," J mjög hátt,“ svarar Kaye. „Þegar ég hóf tökur fyrir níu ámm sagði fólk við mig að ég hefði misst af lestinni enda hafði verið slegist fyrir framan sjúkrahúsin á níunda áratugnum. Þá gerist það að ungur maður að nafni Michael Griffin, venjulegur maður sem hafði tapað áttum í lífinu, gekk til liðs við öfgatrúarhópa til hægri sem eru andvígir fóstureyðingum eins og svo mörgu og vilja ráða landinu. Þar voru honum sýndar áróðursmyndir gegn fóstureyðingum og það gekk svo nærri honum að hann framdi morð. Það kom af stað nýrri ógnaröldu. Og undanfarin sjö ár sem ég hef unnið að myndinni hafa átta verið myrtir. Þeir hafa margir unnið fyrir sjúkrahús og/eða verið talsmenn valfrelsis í þessum efnum. Enn fleiri hafa verið skotnir, það hafa verið framin sprengjutilræði og þetta er að snúast upp í borgarastyrjöld. I kvikmyndinni er farið yfir sviðið og of- beldi er rauður þráður út í gegn. Þetta er al- veg einstakt efni, þó ég segi sjálfur frá. Svona myndir eru aðeins gerðar þegar geðsjúkling- ar ákveða að sólunda peningum sínum því hún á aldrei eftir að svara kostnaði. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn hefði ég aldrei ráðist í gerð myndarinnar ef ég hefði vitað í upphafi hvað hún yrði mikil áskorun. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að eyða níu árum í gerð myndarinnar." Er þetta ekki dálítið þungmeltur efniviður? „Myndin er áhugaverð jafnvel fyrir þá sem hafa engan áhuga á deiluefninu. Astæðan íyr- ir því að ég er að vinna að myndinni er ekki sú að ég sé hlynntur eða andvígur fóstureyðing- um. Ég er einfaldlega kvikmyndagerðarmað- ur sem langar til að gera myndir sem spunnið er í. Ég hafði það hugboð að hægt væri að gera kvikmynd um þetta efni og mér fannst Á einhver eftir að fást til að sýna myndina? „Ég vil ekki hleypa neinum nálægt mynd- inni áður en ég lýk við hana og ef enginn vill sýna hana þá legg ég hana upp í hillu og geymi hana þar. Hún verður eins og ég vil hafa hana. Ég gæti trúað að hún fengist sýnd á einhverjum hátíðum og hún á áreiðanlega eftir að valda miklu fjaðrafoki þar. Saga stúlkunnar sem fer í fóstureyðingu er hreint út sagt ótrúleg." Erhún sönn? „Já. Við kvikmynduðum hana frá því hún yfirgaf hótelið, steig upp í bílinn, keyrði á sjúkrahúsið, innritaði sig, fór í einn ráðgjafa- tíma, fór í annan ráðgjafatíma, fór í þriðja ráðgjafatímann og þar til hún fór í aðgerðina sjálfa, hvíldist í sjúkraherberginu og gekk út. Það er ekkert dregið undan. Það sem hún segir þegar hún gengur í gegnum þetta ferli er þrungið tilfinningum og sýnir hvað kona getur þurft að ganga í gegnum; hversu erfið ákvörðun þetta er.“ Hvar stendur þú í þessu máli? „Ég er hlynntur því að konur hafi valfrelsi. Það er engin leið að setja lög sem meina kon- um að ráða hvað þær gera við barneignarétt sinn. Bann á ekki eftir að stöðva neitt heldur koma af stað ólöglegum fóstureyðingum. Þá versnar ástandið til muna. Ég fór t.d. til Suð- ur-Ameríku og myndaði stofu þar sem ólög- legar fóstureyðingar fara fram og það var hryllilegt. Þúsundir kvenna deyja þar árlega vegna þess að fóstureyðingamar era íram- kvæmdar við ómannúðlegar aðstæður". Brando kemur til skjalanna Þá erum við komnir út í snjómörkina. Fjall- konan fer i sitt fínasta púss fyrir svissnesku bankaauglýsinguna; eins og hún viti að þar er meira fyrir mér. Hann er mesti kvikmynda- leikari sögunnar." Hvernig mynd verður þetta? „Brando verður í hlutverki sögumanns en myndin fjallar um hnefaleikamann sem missir annan handlegginn í bílslysi og við það virð- inguna fyrir sjálfum. I fyrstu samtölum okkar Brandos var ákveðið að hnefaleikamaðurinn ætti að vera svartur. Og mér fannst að hann ætti að vera einhentur. Það verður heljarinn- ar mál að finna rétta manninn í hlutverkið og vít er að það verður ekki atvinnuleikari. Brando sagði að sér fyndist ekkert að því að vera sögumaður en hann bætti við að það þyrfti að vera eitt atriði í myndinni sem tengdi sögumanninn við hnefaleikakappann. Svo ég lagðist aftur yfir handritið og uppgötv- aði að í einu atriðinu fer hnefaleikakappinn til manns og borgar honum fyrir að skrifa sögu sína. Brando verður í því hlutverki, rithöfund- arins, og það er augljóslega Tennessee Willi- ams. Fyrir mér er það alveg einstakt að leiða saman þessi tvö stórmenni með slíkum hætti.“ Sagan skrifuð með myndavél Kvikmyndataka snýst um langar biðir. Endalaus bið í bflnum á meðan leitað er að tökustað. Blaðamaður ákveður að blanda geði við tökumennina en kemst fljótlega að því að þeir eru ekkert voðalega félagslyndir enda búnir að vera á fótum síðan í morg- unsárið. Annar sefur í framsætinu. Sá sem er í aftursætinu setur á sig vasadiskó, tekur upp bók og les hana sofandi. Ekki má gleyma bílstjóranum sem er einbeittur við stýrið, hækkar í græjunum og er vísast sof- andi á bakvið sólgleraugun. Yfir kvöldkaffínu á Hótel Freysnesi ræðir blaðamaður aftur EINKAÞJÁLFARI fer á tökustaði með Kaye og heldur honum í þjálfun. LEITAÐ að tökustað við Jökulsárlón. KAYE var heillaður af briminu í biksvartri fjörunni. segir Kaye. Og þúsund mæður til hliðar sem hlaupa og hugga bamið sitt þegar það fer að gráta. I hvert skipti sem það gerðist verður að stöðva tökur. Þetta tekur langan tíma en Kaye vflar það ekkert fyrir sér enda hugmyndin góð. „Ég hef unnið í nokkur ár sem auglýs- ingagerðarmaður og helsti lærdómur sem ég hef dregið af því er hversu mikils virði hug- mynd er. Maður verður að átta sig á hvað felst í hugmyndinni og gæta þess að ekkert flæki hana; halda henni hreinni í framkvæmd." Talandi um hugmyndir. Kaye fékk einmitt MTV-verðlaunin fyrir myndband sem hann gerði við lagið Runaway Train með hljóm- sveitinni Soul Asylum. Sýndi það myndir af týndum börnum í Bandaríkjunum. Myndirnar voru svo margar að gerðar voru þrjár útgáfur af myndbandinu. Tugir bama komu í leitirnar eftir að myndböndin voru tekin til sýninga. En Kaye ætlaði sér alltaf í kvikmyndagerð. „Ég byrjaði bara í auglýsingum vegna þess að það var leið til að læra um kvikmyndagerð. Mig hefur alla tíð langað til að gera kvik- myndir í fullri lengd og þær eru í forgrunni hjá mér um þessar mundir. Ég er að Ijúka við heimildarmynd með yfírskriftinni Guð, sem ég lýk væntanlega við á næstu þremur mán- uðum. Hún hefur tekið mig níu ár í fram- leiðslu. Um hvað fjallar hún? „Deilur vegna fóstureyðinga í Bandaríkjun- um ogjaau morð sem framin hafa verið út af þeim. Eg held að þetta sé jafnvel eldfimara en kynþáttahatur." Þú virðist ekki hræddur við að snerta á deilumálum. „Ég er hræddur við að snerta ekki á þeim.“ Hrist upp í samfélaginu Mér skilst að margir hafí látið lífíð meðan á tökum stóð. „Það eru skiptar skoðanir í Bandaríkjunum um fóstureyðingar og deilumar hafa risið ég verða að gera það þar sem ég hafði sjálfur upplifað fóstureyðingu þegar ég var yngri. Ekki það að karlmaður geti haft reynslu af fóstureyðingu en ég var í sambandi við stúlku sem varð ófrísk, sem ég var mjög ánægður með, en hún vildi ekki eignast barnið og ég virti hennar rétt til að taka þá ákvörðun og gekk í gegnum ferlið með henni. Sú reynsla hefur fylgt mér í gegnum árin, tilhugsunin um þetta. I mörg ár hugsaði ég. Hvemig hefði barnið orðið? Þetta væri áreið- anlega myndarlegasta barn. Maður veltir því alltaf fyrir sér. Svo ég ákvað að gera mynd um fóstureyðingar og var óneitanlega spennt- ur fyrir því að hefja gerð myndar um svona eldfimt efni. Hún á eftir að vekja miklar deil- ur og mér finnst það dásamlegt. Ég elska að ögra, hrista upp í samfélaginu. Og mig langaði virkilega til að komast að því hvernig þetta færi fram. A sínum tíma fylgdi ég kærustunni minni á sjúkrahús, gekk nokkra hringi í garðinum og hitti hana eftir aðgerðina. En ég var ekki í sjúkrastofunni og íylgdist með. Mér fannst því forvitnilegt að vita hvemig þetta færi fram. Ég komst að því þegar ég gerði myndina því þá myndaði ég margar fóstureyðingar. Þótt myndin segi sögu stúlku sem fer í fóstureyðingu hafði ég unnið að tökum í fjögur ár áður en ég mynd- aði fyrstu fóstureyðinguna. Mér var leyft að fara alveg inn í sjúkrastof- una og mynda atburðarásina og ég er ekki samur maður á eftir. Þetta var virkileg lífs- reynsla. Ég myndaði alls átta eða níu fóstur- eyðingar og það tók um 20 vikur. Þegar við vomm að klippa myndina ætluðum við að sleppa opinskáustu atriðunum en þá hugsaði ég með mér: Við verðum að hafa allt með í myndinni. Við náðum þessu. Ég kvikmyndaði þetta. Við verðum að setja þetta allt inn og þannig er myndin núna. Það er ótrúlegt hvað það hristir upp í myndinni að hafa þessi atriði með.“ peningamaður á ferð. Ég man ekki eftir fríð- ara skarti. Allt spilar saman í bitm frostinu sem skerpir á hrifningunni. Sólin sveiflar meira að segja rauðri slæðunni yfir himininn áður en hún leggst undir hvíta ábreiðuna í Suðursveitinni. Eftir að hafa fetað sig yfir hafið, vatnið, ís- inn í Jökulsárlóni með jámkarli og brjáluðum pönkara sem dansar í snjónum innan um demantana í lóninu höldum við aftur í Freys- nes. Ætli það hljóti ekki að vera inspírerandi að sofa undir Hvannadalshnjúk með Oræfa- jökul sem svæfil. Það er einhver spenna í loft- inu þegar Kaye er annars vegar. Ef þetta væri frásögn Hunters S. Thompsons héldum við partí á ísnum, vatninu, hafinu, spegluðum okkur í demöntunum, klöngruðumst heim með stóra mola - rikir menn. „Hefurðu lesið handritið,“ stóð í auglýs- ingu sem Kaye setti í blað í LA og fyrr en varði hringdi Marlon Brando og svaraði því játandi. Það er byggt á sögu Tennesse Willi- ams og nefnist Einhentur. „Brando ætlar að gera myndina með mér,“ segir Kaye. „Við höfum unnið að þessu undanfarna mánuði og erum að reyna að fá hana gerða í Bandaríkj- unum í samstarfí við framleiðandann Chris Hanley.“ Sem framleiðir American Psycho? „Já. Mér þykir vænst um að leiða Marlon Brando aftur saman við Tennesse Williams því mér fannst hann frábær í A Streetcar Na- med Desire. Hann er líka mjög spenntur og það er mjög fátítt núorðið. Það sem henti mig í American History X hefur komið ótal sinn- um fyrir hann,“ segir Kaye og hlær. „Hann er því sjóaðri en ég og ég held að hann hlakki bara nokkuð til að vinna með mér. Ég held að ég geti náð einhverju út úr honum, ég veit ekki hverju, en ég veit að það verður óvið- jafnanlegt. Ég ber gífurlega virðingu fyrir honum; mér finnst eiginlega fáránlegt að kalla Marlon Brando bara leikara. Hann er við Kaye. Eg heyrði af trúðsmynd sem þú værir að vinna að. „Hún er tilkomin vegna leikarans Alex Sol sem fer með hlutverk leiðtoga nýnasistanna í fangelsinu í myndinni The American History X,“ svarar Kaye. „Ég uppgötgvaði hann í leikprufu í Los Angeles eftir að nafa skoðað þúsundir leikara þar og New York. Sol vinnur mest í jaðarleikhúsum Los Angeles en fær ekki mikið af verkefnum og mig langaði til að vinna með honum að einhverju stóra. Við höfðum ekkert handrit til að byggja á sem hentaði honum svo ég ákvað að gera til- raunamynd um persónu sem við mótuðum og að það yrði myndin. Kjarninn er sá að maður veit aldrei upp á hverju persónan tekur næst. Ég geri myndina eins og rithöfundur sem sest niður við auða blaðsíðu og veit ekki alveg hvað hann langar til að skrifa, hripar eitthvað niður, hendir sumu og vinnur þannig með hugmyndir. Þetta er mjög kostnaðarsamt með tökuliði og tækjum svo ég ákvað að við skyldum leggja upp í einskonar ferð þar sem við tækjum upp atriði, veltum því fyrir okkur og notuðum það kannski, kannski ekki og byggðum síðan á því. Leyfðum persónunni að þróast. Hugmyndin er sú að persónan sé trúður eða ungur maður sem er sviðsspaugari. Hann er jafnframt geðklofi og hefur tilhneigingu til að fremja morð. Þá upplifun notar hann í sviðsspaugið við mikla kátínu áhorfenda sem taka hann ekki alvarlega. Hann tekur jafnvel með sér svartan poka upp á svið með líkams- pörtum og segir frá því og öllum finnst það drepfyndið. Besta atriðið hingað til er þegar ég fór til Caracas í Venesúela til að vinna að annarri mynd og spurði Alex: „Af hverju kemurðu ekki með mérj“ „Það væri frá- bært,“ svaraði hann. „Ég er einmitt frá Venesúela!" Þetta gaf tóninn fyrir það sem verða vildi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.