Alþýðublaðið - 29.12.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.12.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ um talning á nauðsynjavörum. Viðskiftanefndin hefir ákveðið að láta fram fara taining á vörum hjá heildsölum, kaupmönnum, kaupfélögum og bökur- um i Reykjavíkurkaupstað 3. jan. næstk. Verða send út eyðu- blöð í þessu skyni og ber hlutaðeigendum að útfylla þau sam- viskusamlega og greinilega, að viðlögðum drengskap, og endursenda þau síðan án tafar. Ef nokkur verður uppvís að því að hafa gefið ranga skýrslu um vörubirgðir sinar, verður hann látinn sæta alt að 100,000 kr. sektum samkvæmt 8, gr. reglugjörðar um innílutn- ing á vörum frá 12. marz 1920. Reykjavík, 29. desember 1920. Viðskiftanefndin. L. Kaaber. Oddur Hermannsson. H. Kristinsson. Hannes Thorsteinsson. Jes Zimsen. K Fundur í Bárubúð miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 8e. h. Umræðuefni: Kosningarnar. Engir aðrir en þeir sem hafa félagsskírteini, fá aðgang að fundinum. — Þeir sem óska að ganga í félagið, geta fengið skírteini hjá formanni Þ. J. Thoroddsen læknir, eða ritara Hjálmtýr Sigurðssyni kaupmanni, eða við innganginn. Stj órnin. ■^Jjóqar andinn. Amensk /andnemqsaga. (Framh.) A9 svo tnæltu, fór hann í burtu með hinum rauðskinnunum, og vissi Roland ekki hvað þeir ætluðu fyrir sér með hann. Þeir fóru að grafa félaga sína við rætur brekkunnar og þegar at- höfn þeirri var Jokið kom Pian- keshaw gamii aftur til Rolands, og aftur langaði hann tii að drepa fangann, en hinir vörnuðu honum þess og hvísluðu einhverju að honum, svo hann tór aítur að hiægja. „Ágætt", hrópaði hermaðurinn, „Langhnífur koma með til Pian- keshaw fólksins — skemtun fyrir Piankeshawl' Og nú tók hann til að fetta sig allan og bretta á hinn skringi- legasta hátt og stökkva fram og aftur eins og vitlaus væri, unz félagar hans tóku hann með sér, þangað sem sigurvegararnir voru sestir á ráðstefnu, sennilega til að skifta herfanginu. Árangurslaust skygndist Roland um eftir systur sinni; og hvergi sást Telie Doe. En er honum varð litið til kjarrs, sem ekki var langt á brautu, sá hann stóran rauðdrinna, s'em virt ist standa þar vörð, og réði hann af því, að þar mundi systir hans geymd. Rauðskinnar skiftu með sér herfanginu, byssum hinna föllnu, hestum og fötum, og þó undarlegt megi virðast voru á meðal herfangsins, klæðisstrangar, bikarar, hnífar, pfpur, púður, kúl- ur og nokkrir brennivínskútar. Sá, sem skifti herfanginu, var ljósari yfirlitum en hinir í hópn- um, og var svo að sjá, sem hann væri í hávegum hafður, þó hann færi eftir skipunum gamais rauð- skinnaforingja; þessi karl sat á steini í þungum þaunkum, og var ekki ólfkur soltnum úlfi. Þegar skiftunum var lokið, eg allir virt- ust ánægðir, varð rauðskinnum litið til fangans, sem þeir gláptu á með óblandinni ánægju. Höfð- inginn gamli stóð nú á fætur og hélt ræðu til Rolands; og skildi hann nokkuð í henni, því hún var all enskublandin. Rauður gaf Roland til kynna, að hann væri mikill höfðingi, sem drepið hefði marga hvíta menn, og skreytt tjaldbúð sína með höfuðleðri þeirra; að hann væri mjög hraustur, og þyrmdi aldrei hvítum manni af meðaumkvun; að hann hefði ekkert hjarta, því hann væri úr steini að innan, eins hörðum og kletturinu, sem hann stæði á. Því næst ásakaði hann fangann fyrir það, að hafa valdið hermönnum sfnum óþarfa erfiðis og drepið marga þeirra, og loks helti hann bölbænutn yfir hinn blóðþyrsta D>chibbenönosch, sem hann ságðist ætla að elta uppi og drepa, hvar sem hann næði honum Tilkynning■. Stúlkan, sem tók pakkann í búð Marteins Einarssonar & Co. á þorláksmessukvöld kl. 12* skili honum strax þangað. Ætvinna.Einhleypur mað- ur vill fá fasta vinnu frá 1. jan. Sama hvort er á sjó eða landi. A. v. á. Ritstjórl og ábyrgðarmaðnr; ólafar Friðrikuon Prentsmiðian Gntenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.