Alþýðublaðið - 29.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.12.1920, Blaðsíða 1
O-efid íkt má i!JLþýðuflolElcB.iim. 1920 Miðvikudaginn 29 desember. 300 íölubi. Hlæg-ileg', óréttmæt, óheimil og. gersamleg,a ólögleg' ráðstöfun! Með hvaða rétti er það, sem landsstjórnin nú grípur inn £ líf «einstaklingsins, og skipar honum iyrir um það, hvað miklu hann megi eyða af sykrif Það má vel vera að margir cyði meiru af sykri en þeir þurfa, en hvað kemur það latsdsstjórninm -viðf Það er hvers eins að ákveða það sjálfur, þar sem hér er ekki -iim það að ræða, að ekki sé hægt að fá nógan sykur frá útlöndum. Væri um slíkt að tala, væri skömt- íain sjálfsögð til þess að fátækir ,gætu fengið sinn skamt af þessari aauðsynjavöru eins og ríkir. En hér er ails ekki um neitt slíkt að ræða. Þessi fyrirskipun stjórnariunar um skömtun á sykri •Og hveiti er eingöngu gerð í þeim tilgangi að spara. Almenningur ifen ekki þeir efnuðu, því þeir eru búnir að birgja sig upp) á að spara við sig þessar tvær vöru- tegundir, til þess að minna eyðist af gjaldeyri landsins erlendis. Til jþess að bæta ilr fjárhagsvandræð- ara þeim er gróðafíkn einstakra auðmanna og trámunalega ill stjórn íslandsbanka hefir sett landið í, á alþýðan að spara við sig molann ine3 kaffisju. Í*essi ráðstöfan stjórnarinnar ¦<er hlægileg af þvf, að þó hiin geti valdið almenningi mikilia 6- -þæginda, þá getur hún aldrei haft nema sáralitla þýðingu til þess að auka (eða spara) gjaldeyri landsins erlendis, og það þó sérstaklega sftir það að sykur nú er fallinn eins mikið í verði og mönnum er kunnugt. Ráðstöfanin er óréttmæt af 'jþví það er óréttmætí að láta al- menning, með því að leggja á iiann sérstakar kvaðir, líða fyrir fjármálabrask einstakra manna, og afglöp íslandsbanka, þau hin vel- þektu, að láaa þriðjung veltufés síns til fiskbrasks. Eáðstofnnin er óheirail af því það verður að skoðast algerlega óheimilt, að stjórnin fari að hlut- ast til um það, hversu mikils al- menniagur neytir af nauðsynja- vöru, sem nóg er til af. Þó það sé fyllilega heimilt að þingið tak- marki eða bannt alveg skaðlega vöru, eins og til dæmis vín, sem meðsn það var íeyft hér drap marga menn árlega, þá er alt öðru máli að gegna um nauðsynjavöru. En hvar eru þeir nú, sem aitaf jagast á persónulega frelsinu, og segjast viija ráða hvað þeir láti ofan f sig. Eru þeir allir búnir að birgja sig af sykri, eða var per- sónulega frelsið fyrirsláttur? Eáððtofanin er ólogleg, ger- samlega ólögleg. Hún er gerð eftir reglugerð er landsstjórnin hefir gefið út 25 okt, og birt er í Lögbirtingablaði 28. okt. En sú reglugerð er sett samkvæmt lög- um nr. 5, 1. febr. 1917 um heim- ild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðuráifuófriðn- um og viðauka við þau (lög nr. 7 30. júlí 1918). í lögunum er engin heimild fyr- ir iandsstjórnina til þess að gera ráðstafanir sem ekki standa í beinu sambandi við Norðurálfuófriðinn, og í viðaukanum er ekki annað en að þangað til öðruvísi sé á- kveðið, heimilist landsstjórninai að gera ráðstafanir þær ti! þess að tryggja landið gegn afleiðing um af Norðurálfuófriðnum (og heimild til þess að banna inwflutn- ing á einstökum vörutegundum). En enginn maður lætur sér detta í hug að það sé til þess að vinna á móti afleiðinguni af Norðurálfu- ófriðnum, að stjórnin nú ræðst á molasykur almennings. Stjórnin gerir það í þeirri von að það geti bætt eitthvað úr peningakreppunni, en peningakreppan er ekki afleið- ing Norðurálfaófriðarins. Femnga- kreppur koma á öllum tíœum, og eins þó etiginn ófriður sé, og sú peningakreppa sem nú er hér staf- ar af þvi að nokkrir islenzkir auðmenn (í fyrra síldarspekúlant- arnir, í ár .fiskbraskararnir) vilda græða meira en góðu hófi gegndi, og seldu ekki í tíma, og af því að íslandsbanki fór jafn óviturlega að ráði sínu, eins og þjóð er kunn- ugt. Stjórnin hefir því eftir gildandi Iögum jafn litla heimild til þess að skipa mönnum að spara sykur og hveiti, eins og hún hefði til þess að selja útlendingum Þingvöll, til þess að fá gjaldeyri erlendis, til þess að bæta úr fjárkreppunni. Unðrabarnið éni. Hér f blaðinu hefir oftar en einu sinni verið getið undradrengs- ins Samueh Rze*chewski og hinna miklu skákhæfileika hans. Hann, hefir farið víðsvegar um Evrópu síðan i fyrravetur og unnið hvern sigurinn öðrum meiri, og nú sfð- ast vann hann 19 skákir af 20

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.