Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Gyffaflöt 9, ReykjaviK. Ark.-t: Úti & ínnl, Vorkt: Már og Guðmundur
Rimaskóli. Arkít: ARKÍS, Varkt: Framkvamia
íbúðabyggingar framtíð-
arinnar munu geta þjón-
að íbúum þeirra alla ævi
TILRAUNAHÚS dönsku arkitektastofunnar Vandkunsten, þar sem
fram komu nýjar hugmyndir í formi og notkun.
átaks undir yfirskriftinni „Góð
hönnun borgar sig“. Þessu átaki
lauk á laugardag með umræðum,
þar sem leitað var svara við spurn-
.ingunni, hvernig búum við á næstu
öld? A undan umræðunum voru
flutt erindi. Einn framsögumanna
var Hilmar Þór Björnsson arkitekt,
sem bar saman skipulag og hönnun
íbúðarhúsnæðis í dag annars vegar
og íbúðarhúsnæðis í framtíðinni
hins vegar.
„Höfuðáherzla samfélagsins und-
anfarna áratugi hefur gengið út á
magn frekar en gæði,“ sagði Hilm-
ar Þór Björnsson í viðtali við Morg-
unblaðið, þar sem hann gerði grein
fyrir viðhorfum sínum. Hann hefur
kynnt sér þessi mál sérstaklega og
þróað og sett fram hugmyndir um
nýjar íbúðagerðir í félagi við Finn
Björgvinsson arkitekt, en þeir reka
arkitektastofu saman.
„Keppikeflið hefur verið hæm
laun, meiri vinna, stærri hús, fleiri
bílar, breiðari götur, meiri einka-
neyzla og meiri félagsleg neyzla,"
segir Hilmar Þór. „Þetta hefur leitt
af sér, að minni tími hefur gefizt til
samskipta innan fjölskyldu og vina-
hópa.
Þegar horft er til framtíðarinnar,
er víst, að þetta á eftir að breytast.
Starfsaldur fólks mun styttast.
Fólk ver stöðugt lengri hluta æv-
innar til þess að mennta sig og elli-
lífeyrisaldurinn fer lækkandi. Elli-
lífeyrisþegum fjölgar og ungt fólk
er lengur í námi. Þetta hefur í fór
með sér, að hagræða þarf í þjón-
ustu aldraðra og útbúa íbúðir
þannig, að þær geti þjónað íbúun-
um allt æviskeiðið, þar til þeir eru
fluttir á langlegustofnanir til um-
önnunar.
Vinnutíminn styttist, laun hækka
og störfum fækkar. Við hærri laun
mun fólk ekki minnka neyzluna
heldur stytta vinnutímann og veita
fleirum aðgang að vinnustöðunum."
Of skír mörk
í skipulagi
„I skipulagi hefur undanfarin ár
verið lögð áherzla á skír mörk milli
atvinnu- og íbúðasvæða," heldur
Hilmar Þór áfram. „Þessi hugmynd
var neyðarlausn, sem fundin var
upp í upphafi aldarinnar, þegar
mengun var óheyrileg eftir iðnbylt-
inguna. Sóðaskapur og mengun af
öllu tagi gerði það að verkum, að
ekki var gerlegt að blanda íbúða-
og atvinnusvæðum saman að neinu
leyti. Bíllinn gerði fólki kleift að
ferðast langa leið milli heimilis og
vinnustaðar.
Þetta hefur leitt til þess, að bif-
reiðaumferð hefur stóraukizt og
fjárfestingar hennar vegna eru
meiri en nokkurn gat órað íyrir.
Tökum sem dæmi Miklubrautina í
Reykjavík, en fyrir liggur að fjár-
festa þurfi þar milli 8-11 milljarða
kr. á næstu árum.
Seint á níunda áratugnum var á
Los Angelessvæðinu í Kaliforníu
einu saman tvöfalt fleiri bflar en í
Kína, Indlandi, Indónesíu, Pakistan
og Bangladess til samans. Ekki
leikur nokkur vafi á því, að floúar
þessara landa stefna að því að eign-
ast jafnmarga bfla og íbúar Los
Angeles miðað við fólksfjölda. Ef
það gengur eftir, verður jörðin
óbyggileg."
Heimili og vinnustaður
munu nálgast
Hilmar Þór kveðst álíta, að í
framtíðinni verði skilin milli at-
vinnusvæða og íbúðasvæða í skipu-
lagi ekki eins skýr og gert er ráð
fyrir í aðalskipulögum nú. „Undan-
farna áratugi hafa vinnustaðir verið
að fjarlægjast heimilin,“ segir
hann. „Á komandi árum mun þetta
snúast við og heimili og vinnustað-
ur nálgast, bæði huglægt og hlut-
lægt. Vinnustaðimir verða þrifa-
legri og minni og geta því með betri
hætti en áður blandast íbúðasvæð-
um. Vélarnar menga minna og eru
hávaðaminni en áður. Járnsmiðir
ganga nú jafnvel um í hvítum
sloppum.
Þetta mun hafa í for með sér
minnkandi bflaumferð og aukinn
frítíma, vegna þess að sá tími sem
nú fer í það að vinna fyrir einka-
bflnum og í akstur milli heimilis og
vinnustaðar styttist. Tæknin skap-
ar möguleika á því að gera skilin
milli vinnu og frítíma ógreinilegri
og skilin milli líkamlegrar og and-
legrar vinnu verða ekki jafn skörp
og hingað til.
Háþróuð tölvustýrð framleiðsla
af ýmsu tagi verður unnin á litlum
vinnustöðum, sem dreifðir verða um
íbúðahverfin. Stór hluti verzlunar-
innar verður gerður inni á heimilinu
með tölvu. Meginhluti háskólanáms
mun fara fram í íbúðahverfum með
svokallaðri margmiðlunartækni og
nemendurnir fara í skólann aðeins
einn til tvo daga í viku.
Þetta mun hafa í fór með sér
S// ÁL-UNDIRBYGGINGAKERFI
** fyrir loftræstar klæðninaar
Sindri 1 undirbyggingarkerfið er islensk hönnun og
framleiðsla, prófuð hjá Rannsóknarsofnun
Byggingariðnaðarins fyrir íslenskar aðstæður
Smdn 1 hentar fyrir flestar tegundir klæðnmga
Ðorgartún 30, Reykjavík. Arkii: Ingímundur Sveinsson. Verkt: Alftarós
SINDRI
-Þegar byggja skal með málmum
Borgartúni 31 ■ 105 Ftvik ■ sími 575 OOOO ■ fax 575 0010 ■ www.sindri.is
lefndi í síðustu viku til fræðslu-
Hvernig búum við á næstu öld?
Nýtt athafnasvæði fyrir
austan Vesturlandsveg
NÚ ER til kynningar hjá Borgar-
skipulagi Reykjavíkur deiliskipu-
lag fyrir nýtt athafnasvæði á vest-
asta hluta Grafarholts. Deiliskipu-
lagið skiptir svæðinu í þrjá hluta
og eru tveir þeirra teknir til með-
ferðar nú en skipulagi þriðja hlut-
ans frestað. Höfundar skipulagsins
eru arkitektarnir Guðmundur
Gunnarsson og Sveinn Ivarsson.
Suðurhluti athafnasvæðisins
liggur í miklum bratta. Aðkoma
þar verður annars vegar frá vegi,
sem liggur samsíða Vesturlands-
vegi og hins vegar eftir götu, sem
liggur inn í hverfið. Á þessum reit
eru fjórar lóðir og er heildarflatar-
mál þeirra 23.960 ferm. Bygging-
arnar verða tveggja hæða og heild-
ar byggmgarmagn 8000 ferm.
Gert er ráð fyrir, að hverri lóð
sé úthlutað til tveggja aðila og að
reist verði tvö hús á lóð, en einnig
er hægt að úthluta hverri lóð til
eins aðila, sem þá getur reist eina
samfellda byggingu.
Fyrir norðan suðurhluta at-
hafnasvæðisins liggur lóð Orku-
veitu Reykjavíkur, en síðan tekur
við norðurhluti athafnasvæðisins,
sem er að mestu leyti á flötu landi.
Aðkoma þar er frá nýjum vegi,
sem mun liggja fyrir norðan svæð-
ið. Á þessum reit er gert ráð fyrir
tveggja hæða byggingu, sem verð-
ur 3.200 ferm. að grunnfleti og því
6.400 ferm. alls.
Samræmt yfirbragð
Samkvæmt deiliskipulaginu er
mikil áherzla lögð á gróður, en um-
hverfis bílastæði við byggingarnar
skal gróðursetja runna og trjá-
gróður og einnig meðfram lóða-
mörkum.
Deiliskipulagssvæðið er á jaðri
Grafarholts og er áberandi, þegar
HÖFUNDAR deiliskipulagsins eru arkitektamir Sveinn fvarsson og
Guðmundur Gunnarsson. Mynd þessi er tekin við nýja skipulagssvæð-
ið, sem liggur í vestasta hluta Grafarholts.
I