Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 B 5
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
? Alexei Trúfan og Galkauskas
Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar
Megum ekki
ofmetnast
„ÞAÐ sem ég er ánægðastur með er varnarleikurinn í síðari hálf-
leik og síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik," sagði Skúli Gunn-
steinsson, þjálfari UMFA. „Auðvitað bjuggum við okkur undir all-
ar hugsanlegar varnaraðferðir FH-inga og höfðum fulla trú á því
að við gætum leyst þá þraut að mæta framliggjandi vörn. Eins ef
þeir tækju Bjarka og jafnvei fleiri úr umferð eins og raun varð á.
Hins vegar lá meginþungi undirbúnings okkar í að við lékum
góða vörn.
Það hefur sýnt sig hingað til að
þegar við náum vel saman í
vörninni þá ver Bergsveinn nær
BBBHnEBBI undantekningarlaust
Ivar vel í markinu. Um leið
Benediktsson fáum við snögg upp-
skníar hlaUp sem gefa mörk.
Svona úrslitaeinvígi vinnast fyrst og
fremst á varnarleiknum. Lykillinn
að sigri á FH er að leika sterka
vörn og koma í veg fyrir að þeir fái
hraðaupphlaup, það gerum við með-
al annars með því að ljúka okkar
sóknum á skynsamlegan hátt. FH-
ingar þrífast á hröðum leik.“
Skúli varar hins vegar við því að
leikmenn sínir ofmetnist af þessum
fyi-sta leik því viðureignin næst í
Hafnarfirði skiptir FH meginmáli
og búast má við því að þeir mæti
sem grenjandi ljón til leiks. „Eg lít
svo á að annar leikurinn sé báðum
liðum mikilvægur. Það verður
i að Varmá
pressa á FH-ingum því þeir verða
að vinna, það er annaðhvort nú eða
ekki hjá þeim. Fyrir vikið reikna ég
með jöfnum leik frá upphafi til enda
og verði svo á síðustu mínútu muni
álagið á þeim verða til þess að
hjálpa okkur. Fyrst og fremst snýst
þetta einvígi nú um hugarástand, að
menn mínir verði ekki of værukær-
ir. Það er mikið hungur í mínum
mönnum og löngun í að sigra í ein-
víginu.“
Skúli telur að bæði lið eigi inni frá
leiknum á sunnudaginn. „Þótt sumir
minna manna hafi verið að leika vel
þá eru einnig leikmenn sem geta
gert betur. Ég hef þá trú að FH-lið-
ið geti gert betur og handknattleik-
urinn batni eftir því sem á keppnina
líður. Við höfum vaxið með hverjum
leik og svo verður vonandi áfram.“
svo skemmtilega á óvart með
i leið sinni í úrslitarimmuna við
, þar sem þeir mættu sér sterk-
ónarsamir leikmenn Aftureld-
H-inga - „Varnarmúrinn", sem
nna á. Afturelding vann örugg-
Fátt benda til að FH-ingar nái að
að Varmá, svo öflugur og kraft-
ia.
Jón Andri Finnsson kunna að meta
það að fá meira athafnasvæði til að
ráðast til atlögu, sem þeir og gerðu
- öruggur sigur heimamanna var í
höfn, 31:23.
Afturelding var sterkari í öllum
aðgerðum, bæði í vörn og sókn.
FH-ingar áttu í erfiðleikum með
flata vöm heimamanna, þar sem
Alexei Trúfan, Einar Gunnar Sig-
urðsson og Galkauskas Gintas voru
sem klettar á miðjunni, þannig að
Hálfdán Þórðarson fékk ekki að
leika lausum hala á línunni. Valur
Amarson var sá leikmaður sem
ógnaði mest af FH-ingum, en gerði
mörg mistök. Þá átti Guðjón Ama-
son ágæta spretti framan af, aðrir
vom lítt áberandi.
Eins og fyri' segir þá hrandi
varnarmúr FH-inga. Þeir stóðu
ráðþrota og þurftu að breyta vam-
arleik sínum frá leikjunum gegn
Stjörnunni og Fram. Lið sem þarf
að taka tvo leikmenn úr umferð í
úrslitakeppninni sýnir veikleika-
merki. Með því viðurkenna FH-
ingar að þeir era að leika gegn sér
sterkari fylkingu.
Lið Aftureldingar er með góðar
skyttur, hreyfanlega hornamenn -
SOKNARNYTING
Fýrsti leikur (tðanna í úrslitunum,
leikinn i Mosfeiisbæ 18. apríl 1999
pAftwreWingjxihliyxWiy:
■IMötkiíóHr:*:-:-:-: I-Úork'&ólrátn'it
16 25 64 F.h 15 26 58
31 51 61 Alls 23 51 45
Langskot
híhXúúSegmimbrót
8 Hraðaupphlaup
6 Lína
Sigurð Sveinsson og Jón Andra
Finnsson - sem vora óragir við að
fara inn á línuna fyrir aftan útliggj-
andi vöm FH; sterkan línumann -
Magnús Má Þórðarson, sem skor-
aði tvö mörk af línu og fiskaði þrjú
vítaköst og var afar ógnandi, svo
að Kristján Arason átti í miklum
erfiðleikum.
Leikmenn Aftureldingar hafa
tekið stórt skref í átt að fyrsta
meistaratitli félagsins. FH-ingar
vita að þeir verða að sækja sigur að
Varmá til að eiga möguleika, en
fyrst verða þeir að standa vörð í
Kaplakrika í kvöld þegar Aftureld-
ingarmenn sækja að þeim. Það er
erfið vakt fyrir höndum hjá FH.
Þannig vörðu þeir
(Innann sviga, skot aftur til mótherja).
Bcrgsveinn Bcrgsveinsson, UMFA, 24/5;
10(1) langskot, 3(3) eftir gegnumbrot, 3(2) úr hraðaupphiaupi, 1(0) úr horni, 2(1) af
línu, 5(1) úr vítakasti.
Magnús Árnason, FH, 11;
3(1) langskot, 2(1) eftir gegnumbrot, 2(2) úr hraðaupphlaupi, 4(3) af línu.
Morgunblaðið/Kristinn
BERGSVEINN Bergsveinsson átti stórleik gegn fyrrverandi fé-
lögum sínum ( FH. Hér brýnir hann samherjana í hita leiksins í
fyrri hálfleik þegar vörn UMFA hafði ekki fundið taktinn.
Sóknin brást
„VIÐ lékum ágætlega í fyrri hálf-
leik og fram í þann síðari en þá mis-
notuðum við góð færi á mikilvægum
kafla og leikmenn Aftureldingar
stungu okkar af. Eftir það náðum
við aldrei að nálgast þá,“ sagði Kri-
stján Arason, þjálfari FH. „Þá hafði
það einnig mjög mikið að segja að
Bergsveinn varði mjög vel í marki
Aftureldingar á sama tíma og
Magnús náði sér ekki á strik hjá
okkur.“
Kristján telur ekki að varnarleik-
ur FH hafi bragðist heldur hafi það
fyrst og fremst verið sóknarleikur-
inn sem ekki hafi gengið sem skyldi,
þar hafi fyrst og fremst skilið á milli
liðanna að þessu sinni. „Sóknarleik-
ur okkar var óvandaður og fyrir
vikið fengum við alltof mikið af
mörkum á okkur úr hraðaupphlaup-
um, þar var meginmunurinn. Varn-
arleikurinn gekk vel.“
Var það skynsamlegt að taka
Bjarka Sigurðsson úr umferð svo
lengi sem bar vitni um?
„Mér fannst það. Við urðum að
taka Bjarka og jafnvel annan til úr
umferð og freista þess þannig að
leysa leikinn upp, auka hraðann í
honum. í því var von okkar fólgin
og þess vegna tókum við Bjarka úr
umferð meðal annars. Það var mikið
frekar að við spiluðum illa í sókninni
heldur en að vörnin hafi brugðist,
sem olli því að við töpuðum leiknum
að þessu sinni.“
Kristján telur sitt lið eiga meira
inni en það sýndi að þessu sinni,
jafnt í vöm sem sókn og því verði ■
reynt að ná fram í kvöld þegar liðin
eigast við öðru sinni í Kaplakrika.
„Við eigum einhverja ása uppi í
erminni og með góðum stuðningi
Hafnfirðinga ætlum við að jafna
metin.“
Bergsveinn
í stuði
BERGSVEINN Bergsveins-
son, markvörður Aftureld-
ingar, var í stuði gegn sín-
um gömlu félögum úr FH,
varði mjög vel og þar af
fimm vítaköst. Hann byrjáði
á því að verja vítakast frá
Guðmundi Petersen, síðan
varði hann fjögur vítaköst í
röð í seinni hálfleik - fyrst
frá Val Arnarsyni, þá Lárusi
Long, Guðjóni Ámasyni og
Sigursteini Amdal, þaunig
að fimm leikmenn FH stóðu
fyrir framan Bergsvein í
vítaköstum.
Bergsveinn
setti met
BERGSVEINN hefur leikið
vel í marki Aftureldingar í
úrslitakeppninni - varði 24
skot gegn FH. Hann setti
met í úrslitakeppninni í und-
anúrslitum gegn Haukum,
er hann varði 28 skot.
Gamla metið átti Suik
Hyung Lee, er hann varði 27
skot í undanúrslitum gegn
Fram í fyrra.
Jón Andri
örugg
vítaskytta
JÓN Andri Finnsson, Aftur-
eldingu, tók sex vítaköst og
skoraði úr þeim öllum. Hann
stóð u.þ.b. rúmt fet frá víta-
línu þegar hann tók köst sín.
Svo vel treysta félagar Jóns
Andra honum, að þeir vom
allir fyrir innan eigin
punktalínu þegar hann var
einn á vallarhelmingi FH til
að taka vítaköstin.
Met hjá
Jóni Andra
JÓN Andri setti liðsmet með
því að skora 12 mörk í leikn-
um, en svo mörg mörk hefur
leikmaður hjá Aftureldingu
ekki skorað í einum leik í
úrslitakeppninni. Fyrir utan
mörkin sex úr vítaköstum
skoraði hann sex mörk eftir
hraðaupphlaup. Skotnýting
Jóns Andra var góð, eða
92% - hann skoraði mörkin
tólf úr þrettán skotum.
Bjarki Sigurðsson átti gamla
metið, 11 mörk - sett í leik
gegn Haukum á dögunum.
Magnús í
„baklás“
MAGNUS Ámason, mark-
vörður FH, varð fyrir því
óláni í fyrri hálfleik gegn
Aftureldingu að bak hans
læstist og átti hann þar af
leiðandi erfitt með hreyfing-
ar. „f leikhléi var rokið í það
að aðstoða Magnús og kost-
aði það miklar tilfæringar
en tókst ágætlega og hann
var mun betri í síðari hálf-
leik,“ sagði Krislján Arason,
þjálfari FH. „Það bætti auð-
vitað ekki úr skák hjá okkur
að Magnús gekk ekki heill
til skógar." Hann varði að-
eins tvö skot í fyrri hálfleik
en níu í þeim síðari.
Kristján sagði að vand-
lega yrði áfram fylgst með
heilsufari Magnúsar, en
hann hefur fundið fyrir sár-
indum í baki á leiktíðinni
þrátt fyrir að hann hafi ekki
verið eins slæmur í leikjum
eins og í fyrri hálfleik gegn
Aftureldingu á sunnudag-
inn.