Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 1
• MARKAÐURINN
—-: - ■ ■ •_\_-_:___
Traustur búnadur
• SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓBUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
Stjórnbúnaður
fyrir
varmaskipta
Prentsmlðja Morgunblaðslns
Þriðjudagur 20. aprfl 1999
Blað C
Ekki alltaf
bundinn
HAFI eigandi íbúðar í fjölbýli
ekki verið með í ráðum við
ákvörðun um sameiginleg mál-
efni er hann ekki bundinn af
henni. Sandra Baldvinsdóttir,
lögfræðingur Húseigendafélags-
ins, bendir þó á undantekningar
frá þessari meginreglu. /24 ►
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bruna-
varnir
EITT og annað má læra af brun-
anum mikla í félagsheimili í
Gautaborg, segir Böðvar Tómas-
son. Bendir hann á að hönnun
innréttinga, val á húsgögnum og
öðrum búnaði skipti ekki síður
máli þegar hugað skal að bruna-
vörnum. /30 ►
Um 18 þúsund
manns sóttu
Byggingadaga ‘99
Morgunblaðið/Kristinn
HVERS konar byggingarefni og innviði mátti sjá á Byggingadögum
‘99, meðal annars þennan heita pott sem hægt var að sulla svolítið í.
Ú T T E K T
Sindri á
leið a nyj-
an stað
SINDRI í Reykjavík eða
Sindra-stál, eins og fyr-
irtækið heitir form-
lega, fagnar um þessar
mundir 50 ára afmæli sínu.
Stofnandi þess var Einar Ás-
mundsson ásamt fleirum og
þjónaði fyrirtækið í fyrstunni
einkum málm- og byggingar-
iðnaði.
Segja má að um það snúist
starfsemi fyrirtækisins enn í
dag en með mun meiri fjöl-
breytni. Fyrirtækinu hefur
verið skipt í fjórar deildir og
sér ein um efnissölu, önnur
um byggingavörur, sú þriðja
annast vélasölu og síðan rek-
ur Sindri verslun. Síðasta
aldarfjórðunginn hefur
Sindri verið til húsa við
Borgartún en stefnir nú að
flutningi inn að Klettagörð-
um við Sundahöfn. Þar verð-
ur athafnarýmið verulega
þægilegra að sögn Bergþórs
Konráðssonar, framkvæmda-
stjóra Sindra. Búið er að
selja fasteignir Sindra í
Borgartúni og er nú verið að
bíða þess að skipulag fyrir
athafnasvæðið við Kletta-
garða verði tilbúið.
Reiknað er með að verkið
verði unnið eftir alútboði og
gerir Bergþór ráð fyrir að
framkvæmdir geti hafist í
sumar. í fyrri áfanga er gert
ráð fyrir að reisa skemmu
fyrir lagerinn en síðan
myndu menn snúa sér að
byggingu fyrir skrifstofur og
verslunina. /18 ►
UM 18 þúsund manns sóttu sýning-
una Byggingadagar ‘99 sem haldin
var í Laugardalshöll í Reykjavík um
síðustu helgi. Þar sýndu um 70 fyr-
irtæki í byggingariðnaði vöru sína
og framleiðslu og nokkur fyi-irtæki
kynntu ýmsa þjónustu er tengist
heimilum og rekstri húsnæðis, svo
sem hvað varðar öryggismál og
tryggingar.
Talið er að um 12 þúsund störf
hafi verið í mannvirkjagerð hér-
lendis á síðasta ári, um 10% af
heildarfjölda starfa í landinu og er
það svipað og í flestum EES-lönd-
um en þar er talið að um 10 milljón-
ir manna starfi beint við mann-
virkjagerð. Þetta kemur fram í
samantekt Ingólfs Bender í riti um
sýninguna. Hann telur að árin 1996
til 1998 megi rekja rúmar tvær
krónur af hverjum tíu til bygging-
ariðnaðarins, hagvöxturinn hafi
verið um 76 milljarðar á þeim tíma
og hafi tæpir 17 milljarðar orðið til
fyrir mannvirkjagerð. Hann segir
að á sama tíma hafi hlutur fiskveiða
og fiskvinnslu verið rúmur milljarð-
ur. „Að baki þessu mikla vægi
mannvirkjagerðar í hagvexti liggja
tölur um aukningu í verðmæta-
sköpun greinarinnar sem eiga sér
vart hliðstæðu í íslenskri hagsögu.
Aldrei fyiT, frá því að hagmælingar
hófust á þessum þætti þjóðhags-
reikninga, hefur vöxturinn verið
jafnmikill á jafnlöngu skeiði. Sam-
tals var aukningin tæp 50% frá
1996 til 1998. Mestur var vöxturinn
í fyrra, alls 20%. Þrisvar frá 1974
hefur vöxturinn verið yfir 10% á
ársgrundvelli, þ.e. árin 1976, 1980
og 1987,“ segir einnig í samantekt
Ingólfs.
Alls söfnuðust um tvær milljónir
fyrir krabbameinssjúk börn en 200
kr. aðgangseyrir fullorðinna rann til
þeirra. Fyrirtækjum sem þóttu
skara framúr á sýningunni var veitt
viðurkenning fyrir bása sína:
BYKO, BM Vallá, Agli Árnasyni og
Orkuveitu Reykjavíkur og Vatns-
veitu Reykjavíkur sem voru með
sameiginlegan bás.
Haraldur Sumarliðason, formað-
ur Samtaka iðnaðarins, segir í rit-
inu að íslenskur byggingamarkaður
sé opnari en áður og að íslensk fyr-
irtæki séu í meiri samkeppni við er-
lenda framleiðslu. Hann staðhæfir
að íslenskt handbragð og hugvit
standist fyllilega slíka samkeppni
en þá megi lög og reglugerðir ekki
skekkja samkeppnisstöðuna.