Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 19

Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 20. APRÍL 1999 C 19 SVAVAR Gíslason er verslunarstjóri hjá Sindra-Stáli. mjög ákjósanlegt, þar séu samgöng- ur góðar og eigi eftir að batna enn næstu árin með tilkomu Sunda- brautar. „Sindra-Stál er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í inn- flutningi og starfsemin er mjög hafnsækin þar sem um er að ræða mikla þungaflutninga á stáli og málmum sem koma með skipum og dreifa þarf um allt land. Ég vona því að aðstaða okkar á nýja staðn- um verði mun betri og þægilegri fyrirtækinu og viðskiptamönnum þess,“ segir Bergþór. Verið er nú að skipuleggja svæðið en búist er við að því verði lokið kringum mitt árið og gerir Bergþór þá ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir á nýju lóðinni. Tíminn á meðan er notaður til undirbúnings og eru for- ráðamenn Sindra nú að velta fyrir sér í samvinnu við ráðgjafa hvaða leið verður farin en unnið er að þarfagreiningu fyrir fyrirtækið næstu árin. Hefur VSÓ ráðgjöf ann- ast þann þátt. Fimm hæða stál- grindarhús? „Þar sem við erum innflytjendur á stáli og málum til hvers konar bygginga eru við spenntir fyrir því að nota þau efni sem mest í bygg- ingar okkar og viljum helst að stál og málmar verði ráðandi við útlit þeirra," segir Bergþór. Ráðgert er að reisa annars vegar um 5.800 fer- metra skemmu fyrir lager og hins vegar fimm hæða skrifstofubygg- ingu sem verður rúmlega fjögur þúsund fermetrar. Lagerhúsið í dag er um þrjú þúsund fermetrar en stækkunin þarf ekki að vera meiri þar sem minna rými fer nú undir ganga og hillurekkar ná í allt að 9 metra hæð þannig að grunnflötur- inn nýtist betur. „Lagerhúsið verður stálgrindar- hús, svipað því sem við erum með hér við Borgartúnið en um skrif- stofuhúsið er meiri spurning. Hér- lendis hefur ekki verið reist svo há bygging úr stálbitum en við viljum kanna rækilega hvort slíkt hús get- ur ekki orðið fullt eins hagkvæmt og bygging sem reist verður eftir hefðbundnum aðferðum. Við höfum líka áhuga á að verktakar hér kynn- ist þessari aðferð og að húsið geti þar með rutt brautina nokkuð fyrir þeirri húsagerð hérlendis og okkur sýnist líka að opinberir aðilar, þeir sem þurfa að gefa nauðsynleg leyfi og slíkt, hafi ekki síður áhuga á að- ferðinni. Svona hús hafa verið reist erlendis svo árum skiptir eins og menn þekkja og því ætti það ekki að ganga hérlendis líka,“ spyr Bergþór og segir að verði niðurstaðan sú að stálgrindarhús' muni kosta minna eða jafnmikið og hefðbundið stein- hús verði stálið trúlega fyrir valinu sem aðal byggingarefnið. Lokað alútboð Sindra-Stál hefur nýlega selt fasteignirnar við Borgartún, þ.e. lagerskemmuna og þriggja hæða skrifstofubyggingu. Hugmyndin er að reisa fyrst á nýju lóðinni stál- giindarhúsið fyrir lagerinn og verð- ur hugsanlega hægt að flytja hann uppúr næstu áramótum. I fram- haldi af því yrði farið í skrifstofu- bygginguna sem gera má ráð fyrir að taki um ár að reisa. Bergþór seg- ir hugmyndina að bjóða verkið út í lokuðu alútboði. Hann segir arki- tekt geta fengið nokkuð frjálsar hendur varðandi útlit og annað en allt verði þó að vera innan skynsam- legra kostnaðarmarka. Áður en lengra er haldið er rétt að geta um helstu þættina í starfi Sindra en fyrirtækið starfar í fjór- um deildum, sem eru efnissala, byggingavörur, vélasala og verslun. Jón Emil Halldórsson er deildar- stjóri byggingadeildar en uppbygg- ing hennar hófst fyrir þremur ár- um. Hann segir Sindra veita marg- háttaða ráðgjöf og aðstoð þegar efn- iskaup vegna byggingafram- kvæmda séu annars vegar: „Við er- um með fjölmarga tæknimenn í starfi í öllum deildum hjá okkur, tæknifræðinga og verkfræðinga, og við segjum stundum í gamni og al- vöru að við séum álíka mannaðir og meðal verkfræðistofa hvað það varðar og ég hugsa að óvíða sé meiri þekking á málmum fyrir byggingariðnaðinn og hjá okkur,“ segir Jón Emil sem sjálfur er bygg- ingatæknifræðingur. „Við erum með öðrum orðum ekki aðeins að selja efni heldur setjum fram heild- arlausnir fyrir byggingaraðila og reynum þá að bjóða fleiri en einn kost sem menn vega og meta.“ Deildin annast útvegun stálgi'indar- húsa, hringstiga úr stáh, álklæðn- inga, þakglugga, girðingar og nán- ast hvaðeina sem þarf til að reisa hvers kyns byggingar eða mann- virki. Fyrir utan þetta flytur Sindri inn hillukerfi, smíðajám, ryðfrítt stál, ál og margs konar vélar og tæki sem notuð eru í byggingariðnaði. Verslun fyrirtækisins þjónar eink- um verktökum og iðnaðannönnum en sala til almennings á slíkum vör- um er aðallega hjá smásölum. En aftur að byggingardeildinni. Vaxandi áhugi á málmum í byggingariðnaði „Notkun á málmum er að aukast mjög í íslenskum byggingariðnaði og ég verð var við síaukinn áhuga arkitekta í þeim efnum,“ segir Jón Emil. „Þar er ég að tala um efni eins og ál, zink, kopar og fleira og við þurfum ekki annað en að líta til húss Hæstaréttar, Brimborgar og hér hinum megin götunnar reis í vetur stór skrifstofubygging sem er klædd áli frá okkur.“ Jón Emil segir hvers kyns ráð- gjöf og námskeiðahald líka mjög mikilvægt þegar verið er að koma að nýjungum í byggingariðnaði og að Sindri hafi oftlega staðið fyrir námskeiðum af ýmsum toga. Er þar bæði um að ræða námskeið hérlend- is til dæmis fyrir starfsmenn verk- fræðistofa og nokkuð er um að er- lendir framleiðendur taki iðnaðar- menn á námskeið erlendis þegar verið er að kenna meðferð á ýmsum klæðningum og öðru efni sem lítið hefur verið notað hérlendis. Sindra starfsmenn 55 í verslun Sindra eru seld ýmis tæki fyrir iðnaðarmenn og verk- taka, loftpressur, rafsuðuvélar, sandblásturtæki, stórar og smáar sagir, slípirokkar og borvélar með tilheyrandi fylgihlutum og þannig mætti lengi telja. Starfsmenn Sind- ar eru í dag 55 talsins. Um heildar- íjárfestingu framkvæmdanna vildi Bergþór hafa sem fæst orð, útboð væri framundan og best að iáta töl- ur bíða um sinn. Hann sagði þó ljóst að um verulega stærra húsnæði yrði að ræða á nýja staðnum en fyrir- tækið hefur yfir að ráða við Borgar- tún í dag. Lagnasýning í Frankfurt Lagnafréttir A annað hundrað lagnamenn sóttu fyrr á þessu ári sýningu sem haldin er annað hvert ár í Frankfurt í Þýskalandi. Signrð- ur Grétar Guðmundsson greinir hér frá ýmsu sem þar hefur verið að gerjast gegn- um árin en hátt í þrjátíu ár eru frá því þeir tóku að sækja sýninguna. ANNAÐ hvert ár er haldin mikil sýning og kaupstefna í Frank- furt þar sem framleiðendur og selj- endur lagnaefnis, tóla og tækja sýna allt það nýjasta og besta sem finnst á þeim markaði. Þetta er ai- þjóðleg sýning, þó er ekki mikið um að framleiðendur utan Evrópu sýni þar, en hún er sótt af lagnamönnum hvarvetna í heiminum. Sýningai’svæðið er engin smá- smíði, líklega um 200.000 fm og gestir fleiri en allh' íslendingar. Það eru líklega nálægt þrjátíu ár síðan lagnamenn hérlendis hófu ferðir á ISH sýninguna (eins og hún er í daglegu tali kölluð þarlendis) í Frankfurt og það er enginn vafi á því að þangað hafa menn sótt mik- inn fróðleik. Það var einmitt á „byltingartím- anum“ sem menn héðan komu fyrst á Frankfurtarsýninguna, byltingar- tímanum sem byrjaði á 7. áratugn- um þegar plastið var að ryðjast inn í lagnaheiminn. Fram að því hafði allt verið í föstum skorðum, snittuð skrúfuð rör notuð í hita- og neyslu- vatnslagnir og pottrör í skólplagnir, þannig hafði það verið frá aldamót- unum síðustu. En skyndilega breyttist allt, ný efni og ný tæki og geysilega ör þróun. Á síðustu sýningum hefur allt ró- ast, en alltaf er eitthvað nýtt að sjá og mörgum hérlendum lagnamönn- um finnst þeir hreinlega ekki fylgj- ast með ef þeir fara ekki á hverja sýningu í Franfurt. Lykkja á leið Líklega hafa á annað hundrað lagnamenn frá íslandi sótt sýning- una í ár, sem var í lok mars. Sumir fara í litlum hópum, jafnvel einir, aðrir taka þátt í stærri hópferðum . Stærsti hópurinn í ár, eins og á und- anförnum sýnmgum, var á vegum Lagnafélags íslands, yfir sjötíu manns. Nú er ekki lengur flogið til Lúx- emborgar og síðan tekin rúta til Frankfurt heldur flogið beint og lent á hinum risastóra flugvelli við Frankfurt. Ætla mætti að það sé þægiiegra fyrir ferðalanginn, en ánægjan virðist blandin þegar menn fara um þetta ofvaxna, villugjarna völundarhús sem Frankfurtarvöllur er. Þá sakna menn litla vinalega umhverfisins í Lúxemborg. Sérdeilis er mönnum villugjarnt við brottför og það er einlæg ábend- ing til Flugleiða að það ágæta fyrir- tæki láti fylgja farseðlum leiðbein- ingar til farþega við hvaða „termínal" menn eigi að mæta og inn í hvaða skála eigi að fara, það sparar mönnum langar lestarferðir milli staða með mann- og sálarlaus- um lestum. Hópurinn frá Lagnafélaginu lagði lykkju á leið sína og hélt þeg- ar til Dússeldorf í boði stórfyrir- tækisins Mannesmann og umboðs- aðila þess á íslandi, Tækja-Tækni hf. Þar var dvalist í einn sólarhring og verksmiðja Mannesmann skoðuð og setinn fræðslufundur. Orðið Mannesmann er orðið þekkt hér- lendis vegna lagnakerfisins, bæði svört og ryðfrí stálrör, sem mikið eru notuð til utanáliggjandi lagna. Eðlilega telja margir þetta nýjung hérlendis sem lítil reynsia sé af, en svo er ekki, elsta hitakerfið lagt úr þunnveggja stálrörum og þrykkt- um tengjum nær því að verða 30 ára á næsta ári og er enn í fullu fjöri. Það er eins gott að hafa þrekið og liðina í lagi ef farið er á slíkar sýn- ingar og kaupstefnur eins og ISH- sýninguna í Frankfurt. Umfram allt verða menn að skipuleggja för sína um sýninguna harla vel, kynna sér fyrirfram hvar hver vörutegund er og hefja göng- una samkvæmt því. Fólk flutt á færiböndum Milli sýningarskálanna eru nú komin færibönd sem flytja stans- lausan straum af fólki, þar hvílast menn nokkuð, en sumum liggur þau reiðinnar ósköp á að þeir jafn- vei ryðjast áfram á færiböndunum til að komast sem fyrst í næsta skála. En hvað var nú áhugaverðast á þessari miklu sýningu? Þróunin í smáatriðum, engin ný efni í lögnum eru að koma fram, en það er fróðlegt að sjá hvernig fyrir- tækin keppa hvert við annað. Allir eru að reyna að komast hænufetinu fram fyrir þann næsta og oftast með því að þróa kerfi, bjóða heildarlausnir og er það svo sannarlega lærdómsríkt fyrir okkur Islendinga. Sum fyrirtæki eru í smáatriðunum, breyta tengjum svo þau verði með þeirra sérkennum, sem oft leiðir til þess að til að geta EF EKKI er farið skipulega í gegnum stóra lagnasýningu geta menn lent í slæmum málum. lagt kerfin verður að hanna og framleiða sérstakt verkfæi'i einung- is til að leggja þetta eina kerfi. Á undanförnum árum hefur þró- unin verið á fleygiferð frá snittuð- um, skrúfuðum lögnum, enda sjást þær lagnir ekki lengur á lagnasýn- ingum. Þrykktu tengin hafa fleiri og fleiri framleiðendur tekið upp á sína arma til að vera með í þróun- inni, en nú sáust nokkur merki r þess að nokkur fyrirtæki sneru að nokkru leyti til baka og þróuðu skrúfuð tengi, þó ekki þannig að þýðing snittvélarinnar hafi aukist aftur. Öll kemur þessi þróun hinum almenna borgara við, ekki síst þeim sem búa í eldra húsnæði, segjum húsnæði sem er yfir 30 ára gamalt. Þess vegna skulum við í næstu pistlum reyna að glöggva okkur nánar á því hvað er að gerast í þró- un á lagnaefnum og lagnaleiðum. Í&m I áP MM Lögfræðingur Sfakfell San^ott Fasteignasala Sudurlsnasbraut 6 oolumaður 568-7633 if Gísli Sigurbjörnsson ATVINNUHÚSNÆÐI BÍLDSHÖFÐI Iðnaðarhúsnæði, 291 fm, með tvennum innkeyrsludyaim. I húsnæðinu eru tvær skrifstofur, kaffistofa, tvær snyrtingar. Þriggja fasa raflögn. Lofthæð ca fjórir metrar. Malbikuð bíla- stæði. VAGNHÖFÐI Atvinnuhúsnæði, 170 fm, á jarðhæð með innkeyrsludyrum. Húsnæðið, sem er í góðu ástandi, er laust nú þegar. Verð 9,8 millj. EINBÝLISHÚS BLÁSKÓGAR Glæsilegt og vandað hús, u.þ.b. 380 fm með 3 íbúðum og bíl- skúr. A efri hæð eru 4 svefnherbergi, stofa/borðstofa í suður og vestur, sjón- varpsherbergi á neðri hæð. Niðri er góð 70 fm stúdíóíbúð og er hún samtengd efri hæðinni og getur einnig nýst sem vinnu- pláss. Einnig er 4ra herbergja 100 fm íbúð á neðri hæðinni. Sérinngangur (allar íbúð- irnar. Góð lóð. Verð 28,0 millj. SMÁRARIMI Sérstaklega vandað fullbúið einbýlishús, 150 fm, með inn- byggðum bílskúr. Glæsilegar stofur og tvö góð svefnherbergi, stórt og gott eldhús með þvottahúsi innaf og stórt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Allar innrétt- ingar mjög vandaðar. 38 fm sólpallur með skjóiveggjum. Fullbúin lóð. Áhvíl. 6,0 millj. húsbréf og 4,5 millj. hjá Samvinnusj. Isl. Verð 16,5 millj. RAÐHÚS/ PARHÚS SMYRLAHRAUN Endaraðhús, 149,1 fm, á tveimur hæðum. Stofur, eld- hús, gestasnyrting, þvottahús og geymsla á neðri hæð. Fjögur herbergi og baðherbergi á efri hæð. Góð gólfefni. Bíiskúr, 28,2 fm, fylgir. Fallegur garður sunnan hússins. Verð 13,9 millj. Opið laugardaga kl. 11-14. ÁLFHÓLSVEGUR Endaraðhús, 179 fm, sem skiptist i kjallara og tvær hæðir. Stofur og eldhús eru á neðri hæð. Á efri hæð eru þrjú herbergi og bað- herbergi með þvottavélatengingu. í kjall- ara eru þvottahús og þrjú herbergi. Ljósar eikarinnréttingar. Góður 39,6 fm bílskúr með rafmagni, hitaveitu og vatn. Einungis í skiptum fyrir stóra hæð með bílskúr í Kópavogi. Verð 12,0 miilj. 3JA-4 HERBERGJA STIGAHLÍÐ 3-4ra herbergja enda- íbúð, 77 fm, á 3. hæð. Tvær stofur, tvö svefnherbergi. Nýtt eldhús. Suðursvalir. 2 HERBERGJA HÁAGERÐI Lítil ósamþykkt íbúð I kjallara, 48,2 fm. Parketlögð stofa og eld- hús í suður. Svefnherbergi með skáp og gólfdúk. Baðherbergi með baðkari. Laus strax. Verð kr. 3,8 millj. SUMARBÚSTAÐIR SVARFHÓLSSKÓGUR Mjög vandaður sumarbústaður, 52,3 fm, í Svarfhólsskógi, Hvalfjarðarstrandarhr. á rúmlega 1 ha eignarlandi, sem er allt skógi vaxið. Bústaðurinn er stofa með eldhúskrók, tvö svefnherbergi og svefnloft auk baðherbergis. Góð verönd er um- hverfis bústaðinn á tvo vegu. Mjög fallegt útsýni. Lítið dúkkuhús er á lóðinni fyrir yngstu kynslóðina. EILÍFSDALUR - KJÓS Fallegur 49,5 fm sumarbústaður á góðum stað í Eilífsdal á afgirtu landi. Verð 3,5 millj. Laust strax. SUMARBÚSTAÐALÓÐIR RANGÁRVALLASÝSLA Sumar- bústaðalóðir í Hvolhreppi á skipulögðu sumarbústaðasvæði við Eystri-Rangá, Hver lóð er ca 1 ha að stærð og selst til leigu til 75 ára. Leigusali sér um lagningu neysluvatns að lóðarmörkum bústaða, gerð rotþróa, lagningu malarstiga um svæðið skv. skipulagsuppdrætti og trjá- rækt á sameiginlegum svæðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.