Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 8

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 8
B ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍ L 1999 24. ANDRESAR ANDAR-LEIKARNIR MORGUNBLAÐIÐ Með skíða- gönguna í genunum HJALTI Már Hauksson frá Ólafs- firði hafði nokkra yfirburði í göngu > 12 ára drengja. „Eg byrjaði að æfa fimm ára og þá fór ég mest á skíðí með pabba og bróður mínum. Eg hef unnið sex sinnum á leikunum frá því ég byrjaði," sagði Hjalti Már, sem kemur úr mikilli göngu- skíðafjölskyldu. Hann er sonur Hauks Sigurðssonar, sem var marg- faldur íslandsmeistari hér á árum áður. Bróðir hans, Kristján, og syst- ir hans, Lísebet, hafa einnig orðið íslandsmeistarar. „Ég ætla að feta í fótspor þeirra, enda er ég með skíðagönguna í genunum," sagði Hjalti Már. Hann segist aðeins hafa æft alpa- greinar, en ákvað að einbeita sér al- farið að göngunni. „Það eru æfingar . þrisvar í viku, en ég fer oft bara sjálfur þess á milli þegar gott er veður. Björn Þór Ólafsson og Jón Konráðsson eru þjálfarar hjá okkur. Við erum um 40 krakkar 12 ára og yngri sem æfum göngu og er það svipað og þeir sem æfa svigið á Ólafsfirði," sagði hann. Hjalti Már æfir einnig knatt- spyrnu með 4. flokki Leifturs. Hann sagðist fullviss um að Leiftur verði Islandsmeistari í sumar í meistara- flokki. „Leiftur vinnur deildina, engin spurning.“ Elsa Guðrún vann 12 bikara Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafs- firði, sem er 12 ára og keppti í göngu, hefur verið sigursæl á Andrésar andar-leikunum. Hún hef- ur keppt frá því hún var sjö ára og alltaf unnið tvöfalt. „Já, það hefúr gengið vel. Þetta er 12. bikarinn sem ég vinn hér á Andrési," sagði hún. Hún byrjaði að æfa göngu sex ára og hefur æft mjög vel síðan. „Það er alltaf jafn skemmtilegt að keppa á leikunum og það verður eftirsjá í þeim. Þetta var síðasta árið mitt á Andrés því ég flyst upp í unglinga- flokk næsta ár. Þá keppi ég á bikar- mótum SKÍ. Ég er ákveðin í að halda áfram í skíðagöngunni, en ég æfi líka fótbolta hjá Leiftri á sumr- in,“ sagði Elsa Guðrún. Hún sagðist fara stundum á svigskíði, en gangan væri skemmtilegri. Þessi mikla göngukona er dóttir Jóns Konráðs- sonar, sem varð þrefaldur Islands- meistari 1980. . , . Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson , Andres! ÓLAFSFIRÐINGAR voru sigursælir í skíðagöngu á Andrésar Andar leíkunum. Hér er einn þeirra, Sig- urður Jónsson, sem sigraði í flokki 9-10 ára drengja. Glæsileg skíða- hátíð í Hlíðarfjalli Morgunblaðið/V alur HJALTI Már Hauksson og Elsa Guðrún Jónsdóttir, sem kepptu í flokki 12 ára, voru sigursæl og unnu báðar göngugreinarnar. Þau eiga það sameiginlegt að feður þeirra eru báðir fyrrverandi íslandsmeistarar í göngu. Andrésar andar-leikunum á skíð- um lauk í Hlíðarfjalli við Akur- eyri á laugadag. 750 keppendur tóku þátt og lék veður við ValurB. mótsgesti alla þrjá Jónatansson keppnisdagana. Skíða- skrífar fær; Var eins og best verður á kosið og gekk framkvæmd mótsins eins og í sögu. Þessi mikla skíðahátíð barnanna, sem nú er orðin meiri fjölskylduhá- tíð, var nú haldin í 24. sinn og framundan er aldai-fjórðungsafmæli leikanna á næsta ári. Þá verður mót- ið enn veglegra en hingað til. „Ég get lofað mikilli hátíð á næsta ári í tilefni afmælisins," sagði Gísli Kr. Lórenzsson, mótsstjóri. Aldrei hafa fleiri foreldrar fylgt börnum sínum á leika. Mótshaldarai- töldu að foreldrar hefðu nú verið fleiri en börnin sem kepptu á leikun- um og hefur það ekki gerst áður. Ekki er of varlega áætlað að um 2.000 gestir hafi komið til bæjarins í tilefni leikanna. Gísli segir að íþróttahöllin hafi aldrei verið jafn þétt setin á verðlaunaafhendingum og nú væri hún orðin of lítil fyrir þessa athöfn og það þyrfti að leita annarra leiða í þeim efnum. „Leikarnir fóru vel fram enda varla hægt annað í svona frábæru veðri. Veðrið var með því besta sem verið hefur. Snjórinn er mikill og góður. Engin alvarleg óhöpp urðu í fjallinu og ég held að allir hafi farið héðan með góðar minningar, sælir og sólbrúnir,“ sagði Gísli Kr. Akureyringar voru sigursælastir í alpagreinum og Ólafsfirðingar í göngu. Flestir þátttakendur komu frá þessum stöðum, 109 frá Akureyri og 81 frá Ólafsfirði. Mývetningar voru í fyrsta sinn með og sendu þeir 13 keppendur. Einn þeirra, Þor- steinn Þorvaldsson, varð tvöfaldur meistari í flokki 11 ára drengja, í svigi og stórsvigi. Þá sendu Græn- lendingar vaska sveit, 10 frá Amma- salik og 6 frá Nuuk. íris Daníelsdóttir frá Dalvík sigr- aði í stórsvigi 12 ára stúlkna. Hún gat ekki verið með í sviginu og risa- sviginu vegna meiðsla. Hún tognaði daginn fyrir leikana í kirkjutröppun- um við Akureyrarkirkju. En hún sýndi mikla hörku með því að mæta síðasta keppnisdaginn og gerði sér lítið fyrir og sigraði. Andrésarleikarnir hafa ávallt ver- ið haldnir í kringum sumardaginn fyrsta, en á næsta ári verða þeir fyr- ir páska þar sem sumardaginn fyrsta ber upp á skírdag. Akveðið hefur verið að leikarnir fari fram helgina áður, þ.e.a.s. fóstudag, laugardag og Pálmasunnudag. ■ Úrslit/B11 AUSTFIRÐINGARNIR Steingrímur Óli Andrésson frá Eski- firði og Valgeir Valgeirsson frá Neskaupstað æfa saman. Tilhlökkun allan veturinn AUSTFIRÐINGAR sendu fjöl- marga keppendur á Andrésar- leikana. Þeir Steingrímur Óli Andrésson og Valgeir Valgeirs- son voru í þeirra hópi, kepptu í flokki 10 ára drengja. Stein- grímur er frá Eskifirði og Val- geir frá Neskaupstað. Þeir eru æfingafélagar og æfa í Odd- skarði. Þeir voru ekki að koma á Andrésarleikana í fyrsta sinn. „Við byrjuðum báðir að æfa skíði þegar við vorum sex ára. Það er gaman á Andrési og við bíðum eftir þessu móti allan veturinn," sögðu þeir félagar sem voru að bíða eftir því að vera ræstir af stað í sviginu. „Það er æðislega gaman að taka þátt í Andrésarleikunum. Skemmtilegast að vera á skíð- um og fara í sund. Svo er líka gaman að ganga í miðbænuin. Þetta er toppurinn á vetrin- um,“ sögðu þeir með bros á vör. „Við höldum mest upp á Alberto Tomba, en hann er því miður hættur."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.