Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 1
k isln \A r I -J *íi ÍJ [i k B L A Ð A L L R A LANDSMANNA l - - - - -1 1999 ■ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL BLAÐ Morgunblaðið/Ami Sæberg ÞAD ríkti mikil gleði á meðal stuðningsmanna Aftureldingar er félagið tryggði sér íslandsmeistara- titilinn í handknattleik karla í fyrsta sinn er það lagði FH í fjórðu viðureign liðanna í Kaplakrika á sunnudaginn, 25:23 og samtals 3:1 í einvíginu. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari fslandsmeistara UMFA Einstakur hópur „SATT að segja var útlitið ekki mjög bjart í fyrrasumar hjá okkur þegar við vorum að leggja niður fyrir okkur þann hóp sem við hefðum úr að spila fyrir veturinn, staðan var þannig að við áttum varla í lið,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, eftir að hann hafði stýrt Aftureldingu til sigurs á íslandsmótinu í hand- knattleik á sunnudagskvöldið. á vann Afturelding FH þriðja sinni í fjórum leikjum liðanna í einvíginu um Islandsmeistaratitilinn, 25:23, en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði. „Síðan stóð í þeim vangaveltum um það hvort ég næði í lið hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og við fengið framúrskarandi leikmenn sem fallið hafa einstaklega vel inn í þann hóp sem var fyrir. En víst er að staðan var ekki góð enda fóru frá okkur sjö eða átta leikmenn eftir síðasta ár og aðeins tveir menn eftir úr byrjunar- liði síðasta vetrar, Sigurður Sveins- son og Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður. Eg held hins vegar að þessara breytinga hafi verið þörf að ýmsu leyti.“ Þetta var annað keppnistímabil Skúla við stjórnvölinn hjá Aftureld- ingu en þegar hann tók við liðinu hafði hann ekki mikla reynslu af þjálfun meistaraflokks karla. A ný- lokinni leiktíð vann liðið undir hans stjórn ekki einatt Islandsmótið held- ur einnig deildarkeppnina svo og bikarkeppni HSÍ í fyrsta skipti. Skúli á eftir eitt ár af samningi sín- um við Mosfellinga. „Ég hef aldrei kynnst eins heil- steyptum og góðum hópi leikmanna og þeim sem ég hef haft í mínu liði á þessu keppnistímabili," sagði Skúli að leikslokum í Kaplakrika á sunnu- daginn. „Okkur langaði bara svo ofboðs- lega í íslandsmeistaratitilinn og sá ásetningur og sú samstaða sem ríkti innan hans að vinna var það sem skildi liðin að í þessum fjórða og síð- asta leik. Þetta lýsir -því andrúms- lofti sem hefui' verið innan liðsins í vetur og mín skoðun er sú að hafi eitthvert lið leikið með hjartanu í vetur, eins og sagt er, þá sé það Aft- ureldingarliðið." Skúli segir að hann hafi lagt meg- ináherlsu á að liðið léki góða vörn, enda hefði það sýnt sig í gegnum tíð- ina að það lið sem leikur sterkustu vömina standi uppi sem sigurvegari, jafnt í deild sem í úrslitakeppni. „Fyrir aftan vörnina var síðan sterk- ur markvörður, Bergsveinn Berg- sveinsson, sem lék mjög vel í úrslita- keppninni. Auðvitað lögðum við áherslu á að sóknarleikurinn væri góður og með honum gætum við svarað öllum hugsanlegum varnaraðferðum FH- inga og ég tel að það hafi tekist vel til. Aftureldingarliðið er sterkt og það hefur eflst við hverja raun og sem dæmi má nefna að við höfum ekki tapa leik í vetur sem hefur skipt veralegu máli. Arangurinn undir- strikar það.“ ■ Bergsveinn.../B5 ■ Liggur við.../B6 ■ Uppbygging.../B6 Island er varaþjóð á HM ÍSLAND er fyrsta varaþjóð fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik sem hefst í Eg- yptalandi 1. júní nk. Frank Birkefeld, framkvæmdastjóri Alþjóðahandknattleikssam- bandsins (IHF), staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær, en sagði jafnframt að enn væri stefnt að þátttöku Júgóslava á HM, þrátt fyrii- stríðið sem geisar nú á Balkanskaga. „Stefna IHF er að blanda ekki saman íþróttum og stjórnmálum. Vissulega erum við í afar erfiðri aðstöðu í þess- um efnum og sitt sýnist þar hverjum," sagði Birkefeld. Hann nefndi m.a. að Alþjóða- blaksambandið hefði nýlega ákveðið að vísa Júgóslövum úr keppni og fleiri heimssambönd hefðu slíkt til athugunar. Einar Þorvarðarson, stai-fs- maður Handknattleikssam- bandsins, segir að Islending- um hafi borist staðfesting á því að þeir séu varaþjóð, en annað hafi menn ekki heyrt. „Það yrði ekki stórmál að skipta um ákvörðunarstað, því landsliðið á hvort eð er að koma saman 3. maí fyrir næstu átök á Norð- urlandamótinu og í forkeppni EM. En óneitanlega þurfa for- svarmenn IHF að hafa hraðar hendur í þessum málum, enda lítill tími til stefnu.“ Ef Islendingar tækju sæti Júgóslava á HM yrðu þeir í D- riðli ásamt Svíum, Frökkum, Kóreumönnum, Kínverjum og Aströlum. HANDKNATTLEIKUR: ARON DANSKUR MEISTARI MEÐ SKJERN / B2 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN I 24. 04.1999 | Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- | upphæð | 1. 5 af 5 0 5.747.360 2. 4 af 5+<# 4 102.870 3. 4 af 5 77 9.210 4. 3 af 5 2.643 620 FJÓRFALDUR //* Lt. VINNINGUR A '—kS laugardaginn Jókertölur vikunnar 7 2 2 7 3 Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð á mann 5 tölur 0 1.000.000 4 síðustu 1 100.000 3 síðustu 7 10.000 2 síðustu 142 1.000 VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 21.04.1999 AÐALTÖLUR BÓNUSTÖLUR M4 í 45 Vinningar 1.6 af 6 2. 5 af 6+búnus 3. 5 af 6 4. 4 af 6 3. 3 af 6+Bónus 396 179 mí Vinnings- upphæð 37.378.730 340.000 53.420 2.370 450 Lottómiðarnir með bónusvinn- ingunum sl. laugardag voru keyptir í Mat og myndum við Freyjugötu í Reykjavík, Aðalstöðinni við Hafnargötu í Keflavík, KEA Sunnuhlíð á Akureyri og Olís Nesti við Esjubraut á Akranesi. Annar vinningur í Jóker kom á lottó- miða sem keyptur var hjá Okkar vídeói við Seljabraut 54 í Reykjavík. Upplýsingar í sima: 568-1511 í Textavarp: 281, 283 og 284 í þágu öryrkja, ungmenna og íþrótta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.