Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Martha
setti met
í Hamborg
MARTHA Ernstsdóttir,
hlaupakona úr ÍR, bætti eigið
Islandsmet um tvær mínútur
og 49 sekúndur er hún varð
sjöunda í Hansa-maraþoninu,
árlegu maraþoni Hamborgar í
Þýskalandi sem fram fór á
sunnudag.
Martha hljóp vegalengdina
á 2:38,05, en fyrra metið setti
hún fyrir þremur árum í Rott-
erdam í Hollandi, 2:38,05. Þar
með náði Martha lágmarki
fyrir heimsmeistaramótið í
Sevilla í sumar.
Sigurvegari í kvennaflokki í
maraþoninu í Hamborg var
Þjóðverjinn Katrin Dön-e-
Heinig og setti hún brautar-
met, hljóp á 2:24,34 klst.
Víkingar
semja við
Skota
KNATTSPYRNUDEILD Víkings
hefur gert samning við Alan Prent-
ice, 21 árs gamlan skoskan miðvall-
arleikmann frá St. Mirren, um að
hann leiki með Víkingum í sumar.
Prentice er vinstri kantmaður og
er uppalinn hjá skoska 1. deildarfé-
laginu. Haraldur Haraldsson, gjaid-
keri knattspyrnudeildar Víkings,
segir að upphaflega hafí félagið leit-
að að reynslumiklum leikmönnum
fyrir átökin í efstu deild í sumar en
foiráðamönnum þess hafí þótt mik-
ið til hins unga Prentice koma er
þeir sáu hann hjá St. Mirren í
Skotlandi í vetur. Prentice kemur
frá sama félagi og Tom Brown, sem
hafði gert ráð fyrir að leika með
Víkingum í sumar en snúist hugur
og gert nýjan samning við St. Mir-
ren. Von er á Prentice til landsins í
næstu viku.
Víkingar hafa gert öðrum skosk-
um leikmanni tilboð um að leika
með liðinu í sumar. Sá er 26 ára
miðvallarleikmaður og dvaldi hér á
landi í vikutíma við æfíngar og
keppni hjá Víkingum. Hann hefur á
undanförnum árum leikið með lið-
um í Skotlandi.
■ HARALDUR Ingólfsson skoraði
fyrir Elfsborg í 1. deildinni í Sví-
þjóð er liðið lagði Hammarby 3:0
um helgina. Haraldur kom inn á
sem varamaður á 80. mínútu og
hafði aðeins leikið í þrjár mínútur
er hann skoraði.
■ PÉTUR Björn Jónsson lék ekki í
liði Hammarby í leiknum.
■ JULIAN Róbert Durnuona gerði
13 mörk fyrir Eisenach þegar liðið
tapaði fyrir Schutterwald 25:22 í
þýsku 1. deildinni um helgina.
■ VALDIMAR Grímsson gerði níu
mörk fyrir Wuppertal sem vann
Bad Schwartau 29:26 í þýsku deild-
inni. Geir Sveinsson gerði þrjú
mörk og Dagur Sigurðsson gerði
eitt mark. Sigurður Bjarnason
gerði fjögur mörk fyrir Bad
Schwartau.
■ VILBERG Helgason, úr KA, sem
hafði ekki æft júdó í 12 ár, kastaði
Gísla Jóni Magnússyni, úr Ar-
manni, í +100 kg flokki á íslands-
mótinu í júdó, sem fram fór á Akur-
eyri, um helgina. Ekki kom að sök
fyrir Gísla að tapa þessari glímu því
hann vann alla aðra andstæðinga í
flokknum.
ÍÞRÓTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Aron Krístjánsson
meistarí með Skjem
ARON Kristjánsson og félagar í
jóska handknattleiksliðinu
Skjern urðu á laugardag Dan-
merkurmeistarar í fyrsta sinn í
sögu félagsins - sigruðu Kold-
ing í seinni úrslitaleik liðanna,
24:21. Fyrri leikinn á heima-
velli hafði Skjern einnig unnið
og raunar sigraði Skjern í öll-
um sex leikjum sínum í úrslita-
keppninni. Mikið var fjallað um
sigur liðsins í dönskum fjöl-
miðlum, enda hefur það aldrei
gerst áður að lið verði meistari
á fyrsta ári sínu í efstu deild.
Aron, sem verið hefur lykilmaður
í jóska liðinu á leiktíðinni, gerði
tvö mörk í leiknum, en leit svo rauða
spjaldið undir lokin vegna þriggja
brottvísana. Hann segir að stemmn-
ingin eftir leikinn hafí verið engu lík.
„Þetta var ótrúlegt og menn réðu sér
ekki fyrir kæti. Svo biðu nokkur þús-
und manns eftir okkur við heimkom-
una og troðfylltu íþróttahöllina. Þar
var síðan trallað og fagnað fram eftir
laugardagsnóttinni," sagði Aron.
Aron gekk til liðs við Skjern fyrir
leiktíðina, kom frá Haukum í Hafn-
arfirði og á eftir eitt ár af samningi
sínum við danska félagið. „Þetta er í
fyrsta sinn sem ég verð landsmeist-
ari í handknattleik og nú veit ég
hvernig tilfínning það er - hún er
æðisleg," segir leikmaðurinn sem
varð deildarmeistari með Haukum
1994, bikarmeistari með sama liði
1997, Norðurlandameistari með ís-
lenska U-21 landsliðinu og lék með
sama liði sem varð í 3. sæti á HM í
Egyptalandi.
Mikið hefur verið gert úr frábæru
gengi nýliðanna í Skjern í vetur og
miklu lofí ausið á þjálfara liðsins,
hinn gamalreynda Anders Dahl Ni-
elsen, sem þjálfaði eitt sinn KR hér
á landi. í fyrirsögn eins dagblaðanna
á sunnudag var Nielsen m.a. nefnd-
ur keisarinn á Vestur-Jótlandi, sem
komið hefði frá Flensborg þar sem
hann var konungur. Leynir sér ekki
að Nielsen nýtur mikillar virðingar
fyrir störf sín í dönskum fjölmiðlum.
„Hann er gífurlega vinsæll og
framtíðin er björt hjá félaginu. Nú
tökum við þátt í Meistaradeildinni á
næstu leiktíð og fyrir því er mikil
stemmning í bænum enda hefur liðið
aldrei áður komist í Evrópukeppni.
Þá eru ungir og efnilegir leikmenn
að banka á dyrnar, auk þess sem við
fáum markvörð úr atvinnumennsku
á Spáni,“ segir Aron.
Sigrar á Sádum
ISLENSKA landsliðið í handknattleik vann landslið Sádi-Araba í
tveimur æfingaleikjum um helgina. fslendingar unnu 33:26 á laug-
ardag og 26:23 á sunnudag. ísland vann einnig fyrsta leik liðanna
25:21, seni fór fram á föstudag. fslenska landsliðið, sem var ein-
göngu skipað leikmönnuin frá liðum hér á landi fyrir utan Aftur-
eldingu og FH, hafði yfirburði á laugardaginn en mætti talsverðri
mótspyrnu daginn eftir.
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, sagði að í leikjunum hefði
hann fengið tækifæri til þess að fylgjast með leikmönnum sem sagð-
ir eru hafa átt að fá tækifæri til þess að leika með landsliðinu. „Ég
vel á næstu dögum nýjan hóp sem tekur þátt í verkefnum með íands-
liðinu í maí og því þótti mér kærkomið að sjá marga af þessum
strákum. Einhverjir þeirra verða í hópnum eru framtíðarleikmenn."
Þorbjörn sagði að mótstaða íslenska liðsins hefði ekki verið
inikil, mest í leiknum á sunnudag. „Við lileyptuin þeim of mikið inn
í þann leik, en þegar á þurfti að halda náðum við að vinna og það
er aðalatriðið.“
Morgunblaðið/Lars Mikkelsen
ARON Kristjánsson reynir hér markskot í úrslitaleiknum á laug-
ardaginn gegn Patrice Westerholm, leikmanni Kolding.
KNATTSPYRNA
Eyjólfur og sam-
heijar í þriðja sæti
EYJÓLFUR Sverrisson og fé-
lagar hans í Hertha Berlín
unnu lið Bochum sannfærandi,
4:1, á heimavelli og eru komnir
í þriðja sæti þýsku deildarinn-
ar. „Þetta hefur gengið framar
vonum hjá okkur og nú eygjum
við von um sæti í Meistara-
deild Evrópu á næstu leiktíð.
En það eru sjö umferðir eftir
og kannski of snemmt að
hugsa of mikið um það á þess-
um tímapunkti," sagði Eyjólfur.
Hann sagði að tvö efstu liðin færu
beint í Meistaradeildina og liðin
sem yrðu í þriðja og fjórða sæti
myndu leika um sæti í Meistara-
deildinni. Það lið sem verður í þriðja
spilar einn leik við lið frá líklega
Ítalíu eða Spáni og það lið sem verð-
ur í fjórða sæti leikur tvo leiki.
„Þetta var góður leikur hjá okkur
á móti Bochum. Við réðum lögum og
lofum á vellinum í fyrri hálfleik og
voru 3:0 yfír í leikhléi. Þeir komust
Morgunblaðið/Einar Falur
EYJÓLFUR Sverrisson
varla inn á okkar vallarhelming. í
síðari hálfleik tókum við þetta frekar
rólega, en þeir náðu að setja mark
og eygðu þá smávon. En við settum
þá fjórða markið á þá og tryggðum
öraggan sigur. Við höfum aðeins tap-
að einum leik á þessu ári og stemmn-
ingin meðal áhangenda liðsins er
gríðarleg,“ sagði Eyjólfur, sem var
lykilmaður í vöm Herthu að vanda.
Hertha Berlín mætir Bayer
Leverkusen í næstu umferð á úti-
velli. „Það verður gríðarlega erfíður
leikur enda Leverkusen verið að
leika mjög vel í síðustu leikjum.“
Eyjólfur hittir þar fyrrverandi þjálf-
ara sinn, Christof Daum, sem
stjórnar Leverkusen. „Við erum
ágætir félagar og erum reglulega í
símasambandi. Það verður gaman
að hitta hann, en við gefum honum
ekkert í leiknum,“ sagði íslenski
Iandsliðsmaðurinn.
■ Úrslit / B10
■ Staðan / B10
Þórður
og Bjarni
í sigurliði
Genk
BRÆÐURNIR Þórður og
Bjarni Guðjónssynir voru í
byrjunarliði Genk sem sigr-
aði Germinal Ekeren 2:0 í
belgísku 1. deildinni um
helgina. Þetta var fyrsti
deildarleikur Bjarna í byrj-
unarliðinu. Þriðji bróðirinu,
Jóhannes, var ekki í leik-
mannahópi Genk. Genk er
nú með tveggja stiga forskot
á Club Brugge, sem vann
Kortrijk 3:0, þegar Ijórar
umferðir eru eftir. Mörk
Genk gerðu Marc Hendrikx
og Kröatinn Besnik Hasi í
síðari hálfleik.
Excelsior Mouscron er
komið { þriðja sæti, 6 stigum
á eftir Genk, eftir 1:0 sigur á
Beveren. Lokeren burstaði
Eendracht Aalst 6:2 þar sem
Jan Köller gerði þrennu og
er nú markahæstur í deild-
inni með 22 mörk.