Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 9

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ 24. ANDRESAR ANDAR-LEIKARNIR ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 B 9 Við erum bestir AKUREYRINGAR voru fjölmenn- astir á Andrési og sendu alls 109 keppendur til leiks. Piltamir Arnór, Haraldur Örn, fsak Öm, Ágúst Freyr, Einar, Þorsteinn, Elmar og Kristján Atli biðu spenntir eftir því að fá að renna sér niður þegar blaðamaður ræddi við þá. „Við eram að fara að keppa í svigi og ætlum að komast á verðlaunapallinn. Það er alltént stefnan," sögðu þeir. Þeir sögðust allir hafa keppt áður á Andrésarleikum og vissu því út á hvað mótið gekk. „Það er ofsalega gaman að fá alla þessa krakka hing- að í Hlíðarfjall. Við kynnumst öðr- um krökkum ekkert voðalega mikið. Við reynum bara að rústa þeim í keppninni. Við Akureyringar eram alltaf bestir,“ sögðu þeir með sigur- bros á vör. „Við eram ekki byrjaðir að slá stangirnar í sviginu, en byrjum á því næsta vetur þegar við föram í 11 ára flokk. Við hlökkum til þess og þá fáum við hlífar á stafma. Okkur finnst skemmtilegra í svigi, nema kannski Elmari því hann er svo mikill brunkall," sögðu þessir hressu Akureyrarpiltar. ÁRMENNINGURINN Guðjón Ólafur Guðjónsson fékk sig- ur í 12 ára afmælisgjöf. Fékk sigur í afmælis GUÐJÓN Ólafur Guðjónsson úr Ár- manni átti 12 ára afmæli á fóstudag og gerði sér lítið fyrir og sigraði þann dag í risasvigi í flokki 11 ára drengja. Um leið og hann tók við sigurlaununum í íþróttahöllinni um kvöldið sungu félagar hans í Ár- manni afmælissönginn. „Þetta er besta afmælisgjöf sem ég hef feng- ið,“ sagði hann kampakátur, en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigr- ar á leikunum. „Eg var í fimmta sæti í stórsvigi í fyrra og 1997 var ég í fjórða sæti í stórsvigi og fimmti í svigi. Það er alltaf jafn gaman á leikunum þó svo að þessir leikar séu toppurinn hjá mér. Ég byrjaði að æfa skíði hjá Ár- manni þegar ég var sex ára. Ég er staðráðinn í að halda áfram að æfa og reyna að verða eins góður og Kristinn Björnsson,“ sagði Guðjón Ólafur. Morgunblaðið/Valur AKUREYRINGAR voru sigursælir á heimavelli. Hér eru þeir (f.v.) Amór Sveinbjörnsson, Haraldur Örn Arnarson, ísak Örn Arason, Ágúst Freyr Dansson, Einar Sigþórsson, Þorsteinn Ingason, Elmar Guð- mundsson og Kristján Atli Dýrfjörð. Skemmti- legast að keppa ÍSFIRSKU strákarnir í 10 ára flokknum voru ánægðir með lífið á leikunum. Flestir þeirra vora að koma í annað sinn á Andrés. „Okkur finnst skemmtilegast að keppa. Við kynnumst líka krökk- um frá öðram stöðum," sögðu þeir. „Við erum ákveðnir í að halda áfram að æfa og koma hing- að aftur næsta vetur. Við erum búnir að æfa vel í vetur til að und- irbúa okkur fyrir Andrésarleik- ana.“ Þeir sögðust ánægðir með skíðaaðstöðuna í Tungudal á Isa- firði þar sem þeir hafa æft. „Að- staðan er góð og nú á að setja upp fleiri lyftur í Tungudal og þá verð- ur aðstaðan enn betri. Þá verður Isafjörður með besta skíðasvæðið á landinu," sögðu þeir allir í kór. Klessti á staur SEYÐFIRÐINGAR vora mættir á leikana eins og undanfarin ár og vora þrír þeirra að keppa í 10 ára flokki drengja, Elmar Bragi Ein- arsson, Haukur Ingi Sigurðsson og Alexander Már Einarsson. Þeir æfa á skíðasvæði Seyðfirðinga, en segj- ast fara stundum í Oddskarð. Þeir hafa allir æft í þrjú ár og vora að koma í fyrsta sinn á leikana, nema Alexander. „Okkur þykir gaman að keppa hér og það er líka gaman að vera á hóteli. Það eru aðeins betri brekkur hér í Hlíðarfjalli en heima á Seyðis- firði. Við höldum mest upp á Kristin Björnsson. Við horfum alltaf á hann í sjónvarpinu en hann dettur svolít- ið oft.“ Þeir sögðust allir ætla að halda áfram að æfa skíði svo þeir eigi þess kost að keppa aftur á leik- unum. Elmar Bragi slasaðist á skíðum í fyrra og brotnaði þá á báðum fót- um. „Við voram nokkrir saman á skíðum og síðan fór einn fyrir mig og ég klessti á staur og brotnaði á báðum fótum. Ég var frá í nokkra mánuði frá, en er núna alveg búinn að ná mér. Það kom aldrei til greina að hætta að æfa skíði þrátt fyrir óhappið," sagði Elmar Bragi. ÍSFIRDINGAR sendu vaska sveit á leikana. Hér eru þeir Brynjar Þorri Jónsson, Óskar Ágúst Albertsson, Snævar Víðisson, Gísli Kristjánsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Tryggvi Svanbjörnsson. SEYÐFIRÐINGAR sendu 17 keppendur á leikana og voru þrír þeirra sð keppa (flokki 10 ára pilta. Þeir Elmar Bragi Einars- son, Haukur Ingi Sigurðsson og Alexander Már Einarsson. MorgunblaðiÆ/Þórhallur Jónsson ÞORSTEINN Þorvaldsson varð fyrsti Andrésarmeistari Mývetn- inga, sem sendu keppendur í fyrsta sinn. Stefni á landsliðssæti BERGLIND Jónasardóttir frá Akureyri sigraði bæði í svigi og risasvigi í flokki 12 ára stúlkna. Hún var að taka þátt í sjöttu Andrésarleikum og var þetta í fjórða sinn sem hún nær að sigra. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í leikunum. Það er alltaf eitt- hvað um að vera og því nóg að gera. Ég er ákveðin í að halda áfram að æfa og stefni á að komast í landsliðið,“ sagði Berglind. Hún segist hafa æft knattspyrnu, en væri nú hætt í þeirri grein því skíðin ættu hug hennar allan. „Ég hlakka til að taka þátt í unglingameistaramótinu næsta vetur. Ég á góðar minn- ingar frá Andrésarleikum og þeir gera mikið fyrir skíðaí- þróttina. Það er varla talað um annað en leikana allan vetur- inn og það miðast allt við að standa sig vel þar,“ sagði þessi efnilega skíðakona. Skíðin númer eitt Björn Þór Ingason úr Breiðabliki hefur verið sigur- sæll á leikunum undanfarin ár. Hann sigraði í risasvigi 12 ára og var annar í sviginu. „Ég hef unnið fimm sinnum á Andrés- arleikunum og oftast verið í verðlaunasætum," sagði hann. „Ég hef æft mjög vel í vetur. Fór á skíði nær alla daga sem opið var í Bláfjöllum. Þetta voru síðustu leikarnir hjá mér og nú taka við bikarmótin næsta vetur. Það verður spennandi. Ég er ákveðinn í að halda áfram að æfa skíðaí- þróttina," sagði Björn Þór. Hann æfir knattspyrnu á sumrin með Breiðabliki. „Það getur verið erfitt að samræma þessar tvær gi-einar, en ég sleppi æfingum í knattspyrn- unni á veturna, en nú þegar skíðatímabilinu er lokið fer ég á fullu í fótboltann.“ 'irSSm , ■ i'- # f ** jr BERGLIND Jónasardóttir frá Akureyri og Björn Þór Ingason úr Breiðabliki sigruðu í risasvigi f flokki 12 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.