Alþýðublaðið - 30.12.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.12.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐOBLÁÐIÐ Aígreidðlð. blaðsias er i Alþýðuhúsina við íngólísstræti og Hverfisgöta, gími 988. Aaglýsingum sé skilað þaagað eða í Gutenberg í síðasta iagi k! io árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma i bkðið. Áskriftargjald ein lzi'. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil tii afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. menningur noti af sykri eða hveiti, úr því hægt er að fá nóg aí þess- um vörutegendum erlendis, og það er beinlínis ósvífið, að ætla að bæta úr (jármálavandræðum, sem fiskbrask og síldarbrask nokkurra auðmanna, og ill stjórn íslands- banka hefir sett landið í, med því að þvingá alþýðuna til þess að borða lélegri í'æðu, taka af henni að miklu leyti hvextibrauðið og sykurinn. Skyldi landsstjórnin fealda að alþýðan taki þessu þegjandi? Og ætli að landsstjórnin búist við að menn fari eftir reglugerð hennar um þetta ? Reglugerðinni, sem eins og sýnt hefir verið fram á í grein þessari, er svo gersamlega ólög- ieg, að hún er ólögleg og aftur ólögleg! Hið skynsamlegasta sem stjórn- in gæti gert nú, væri að hætta þegar í stað við skömtunina, Eða vill hún reyna að knýja fram á ólöglegan hátt ráðstöfun, sem er bæði vitlaus og rauglát í garð aimennings ? Leikhúsiö. Heimkoman, sjónleikur í 4 þáttum, eftir Her- mann Sudermann. Robert Heinecke er sonur fá- tæklinga, sem búa í bakhýsi i einni götu Berlfnar. í framhýsinu býr ríkur kaupmaður, sem tekið hefir Robert að sér, kostað hann tii nokkurra menta og sent hann síðan til Indlands til þess að starfa þar við verzlun sína. Efíir 10 ára dvöl erlendis kem- ur Robert heim. Hann hefir hlakk- að mjög til heiinkomunnar, eink- um hefir hann gert sér miklar vonir um systur sína Ölmu, sem honum þykir mjög vænt um. For- eldrar hans eru í sjöunda himni og fagna honutn sera bezt þau geta. En hann sér brátt aö eitt- hvað er að. Og Ioks kemst hann að því, að Kurt sonur húsbónda hans hefir notað sér neyð fólks hans til þess að tæla Ölmu, sem er fögur stúlka og lífsglöð. Önnur systir hans, Ágústa, er gift rudda- menni, og þau gera sitt til að spilla milli hans og fjölskylduanar. Út af öllum þeim vonbrigðum er Robert verður fyrir, verður hann örvita, og finst sómi sinn ineð öliu glataður. Fer hann til Kurts og neyðir hann til að lofa sér því, að gefa fjölskyldu sinni uppreisn. Meðan Robert sefur kemur Míih- lingk, faðir Kurts, og kaupir Hei- necke garala föður Roberts og fjölskyldu hans af sér með stórfé, og segir Robert upp vistinni. Ro- bert bregður mjög I brún er hann heyrir þetta og hygst að hefna sín á Kurt fyrir smán þá er hann hefir gert honum, með því að skora hann á hólm. Með Robert hefir komið til Ber- línar stórríkur kaupmaður, v. Trast- Saarberg greifi, vinur hans. Hann hefir reynst Robert tryggur ráð- gjafi, og hoaum er það mjög að þakka, hve ríkur Múhlingk er orð- inn. Hann kemur allmjög við leik- inn, og fyrir hans tilstilli er það, að leikurism fer eins og hann fer. Yfirleitt má það um leikinn segja, að hann sé ágætur frá höfundarins hendi, og hirði eg eigi að rekja hann frekara, því eg ætia fólk svc> leikelskt, að þsð fari f Ieikhúsið og veiti sér þar með ánægjulega kvöldstund. Það væri að spiila á- nægju þeirra, að rekja leikritið til hlýtar. Meðferð leikenda á leiknum er yfirieitt góð og sumstaðar ágæt. Ragnar Kvaran leikur Robert: Heinccke. Og er það eitt höfuð- hlutverkið, sern hoaum hefir veri& falið á headur. Verður ekki annad sagt en hann sé starfinu vsxinK' og fari með hlutverkið af skilningí og lipurð. Takast honum geðbrigð- in einkum vel, þó honura hætti stundum nakkuð til að líkjast persónum er hatm áður hefir leik- ið. Það er eífitt fyrir usgan manrt að klæðast algerlega ur sínum eigin hara á leiksviði, þegar hon- um er svo að segja ekkert breytt, og þó er erfiðara að venja sig af kækjum, sem maður hefir vanið sig á í vel Ieiknu hlutverki. En þetta verða þeir vel að hafa hug- fast, sem öðlast vilja verulega leikni í listinni. Bezt tekst R. K í síðasta þætti í viðskiftunum við þá Múhlingkana. Friðfinmir Guðjónsson Ieikur gamla Heinecke verulega skemti- lega og eðlilega og má með sanni segja,' að honum fer ekki aftur. Gerfið er fyrirtak og fasið alt samsvarandi. Guðrím Indriðadóttir leikur konu Heinecke einfalda, fáfróða almúgakonu, og hefir sá er þetta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.