Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 5
+ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 B 5 KNATTSPYRNA Reuters marki Arsenal á Derby á Highbury, marki sem kom Arsenal aítur á toppinn eftir að Man. Utd var þar í sólarhring. iast [u úrvalsdeildinni CHELSEA 5. maí Chelsea - Leeds 10. maí Tottenham - Chelsea 16. maí Chelsea - Perby Kahn :autt og er staða liðsins vonlítil á botni deildarinnar. Oliver Kahn, markvörður Ba- yern, fékk að sjá rauða spjaldið á 30. mínútu. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir brot á Petterson og síðan rautt þegar hann spyrnti knettinum upp í stúku, er hann mótmælti dómi. Bæjarar hafa öruggt forskot í Þýskalandi og segir Mario Basler, miðvallarspilari, að meistaratitill- inn sé þeirra. Bayern er með tíu stiga forskot er fimm umferðir eru eftir. Ef þeir vinna Stuttgart í kvöld og Leverkusen tapar fyrir Niirnberg, er meistaratitillinn Bæjara. Bayern leikur síðan gegn Eyjólfi Sverrissyni og samherjum hans hjá Herthu Berlín um næstu helgi. Einar Þór á heimleið EINAR Þór Daníelsson, sem leikið hefur með gríska knattspyrnuliðinu OFI, er á heimleið og mun spila með KR í sumar. Samningur hans við gríska liðið rann út 1. maí, en ákveðið var að hann myndi vera hjá liðinu til 16. maí og spila þrjá leiki til viðbótar. Keppnistímabilinu lýk- ur 30. maí í Grikklandi. OFI er í 6. sæti deildarinnar, en sex efstu Iiðin tryggja sér sæti í Evrópukeppninni næsta tíma- bil. Einar Þór tekur út leikbann í fyrstu umferð Islandsmótsins, en verður tilbú- inn í slaginn með KR í 2. umferð. Hann segist ekki reikna með að fara aftur til gríska liðsins. „Félagið er með grískan strák í sigtinu í mína stöðu. Hann er mun yngri en ég. Eins og staðan er í dag reikna ég ekki með að fara aftur til OFI. Forráðamenn liðsins sögðu mér að ef þeir næðu ekki að semja við þennan gríska leikmann myndu þeir hafa sam- band við mig. En það kemur bara í Ijós. Ég hefði viljað vera áfram í Grikklandi því okkur hefur liðið mjög vel hér," sagði Einar Þór. Hann á enn eftir tvö ár af samningi síiuini við KR. „Ég hef auðvitað áhuga á að leika áfram erlendis en ég er að kom- ast á síðasta séns, orðinii 29 ára," sagði hann. Helgi og Heiðar skoruðu HELGI Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Stabæk er liðið vann Lifleström 2:1 í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hefur gert þrjú mörk fyrir liðið í fyrstu fjórum um- ferðunum. Heiðar Helguson skoraði mark Lilleström, en liðið sótti hart að marki Stabæk undir lokin en tókst ekki að jafna metin. Rúnar Kristinsson var í liði Lilleström, en fyrir leikinn fékk hann viðurkenn- ingu sem besti leikmaður deildar- innar í aprílmánuði. Pétur Mar- teinsson var ekki í byrjunarliði Stabæk en hann hefur verið meiddur í vetur. Stabæk er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar ásamt Molde, Lilleström og Odd Grenland eftir fjórar umferðir. Molde á leik til góða. Víking frá Stavangri vann Tromsö 3:1. Auðun Helgason var sem fyrr í liði Víkings og Tryggvi Guðmundsson var í liði Tromsö. Ríkharður var ekki með, en hann er meiddur. Bræðurnir Valur Fannar og Stefán Gíslasynir voru báðir í liði Strömgodset sem tapaði 4:0 fyrir Skeid. Strömgodset er við botn deildarinnar ásamt Kongsvinger, Moss og Skeid. Stefán fékk gult spjald í leiknum en félagi hans, Jostein Flo, fékk að líta rauða spjaldið. Steinar Adolfsson og Stefán Þórðarson voru í liði Kongsvinger sem tapaði fyrir meisturum Ros- enborg 1:0. Árni Gautur Arason var ekki í marki Rosenborgar en í hans stað var Jörn Jamtfall. Kolbotn, lið Katrínar Jónsdótt- ur, vann Grand Bodö 3:1 um helg- ina og hefur unnið tvo fyrstu leik- ina í úrvalsdeild kvenna. Utlitið betra hjá AC Milan KAPPHLAUP Lazio og AC Milan um ítalska meistaratitilinn magnast enn, nú þegar þrjár umferðir eru eftir. Bæði lið unnu sína leiki um helgina og því heldur Lazio enn eins stigs forskoti á AC Milan, hefur 62 stig. Lazio sótti Udinese heim og vann 3:0, með mörkum Sinisa Mihajlovic úr vítaspyrnu á 30. mínútu og frá Christian Vieri á 49. mínútu og Roberto Mancini á 58. mínútu að viðstöddum 32.000 áhorfendum. Leikmenn AC Milan lentu í kröpp- um dansi er þeir tóku á móti næstneðsta liði deildarinnar, Samp- doria, sem berst af krafti um þessar mundir fyrir lífi sínu í efstu deild. Massiomo Ambrosini kom Mílanólið- inu yfír á 17. mínútu en Vincenzo Montella jafnaði metin á þeirri 60., og var það síst gegn gangi leiksins. Leon- ardo náði forystunni fyrir heimamenn 19 mínútum síðar, en Marco Franceschetti jafnaði leikinn á ný á -4- ¦ Urslit / B6 ¦ Staðan / B6 Barcelona óstöðvandi FÁTT virðist geta komið í veg fyrir að Barcelona verði spánskur meistari í vor. Liðið vann Deportivo Coruna, 4:0, með mörkum frá Luis Figo, Luis Enrique Martinez, Rivaldo og Patrick Kluivert. Barcelona yfirspilaði Deportivo langtímum saman og Turu Flores, markvörður Deportivo, kom í veg fyrir stærri ósigur siima manna með góðri markvörslu. Celta Vigo og Mallorca eru níu stigum á eftir Barceiona. Celta Vigo vann Salamanca 1:0, sem á í harðri fallbaráttu. Salamanca fékk nokkur gáð færi til þess að skora en það var ísraelski leikmaðurinn Haini Revivo sem tryggði Celta Vigo sigur. Mallorca, sem er komið í úrslit Evrópukeppni bikarhafa, vann Real Bet- is 3:1 en þetta var í fjórða skiptið sem liðin mætast í vetur og hefur Mall- orca unnið í 511 skiptin. 81. mínútu. Þannig leit út fyrir að liðin skildu með skiptan hlut, en á síðustu sekúndum leiksins skoraði Marcello Castellini sigurmark AC Milan. Yfír markinu var nokkur heppni því bolt- inn hafnaði í varnarmanni Sampdoria áður en hann fór í markið án þess að markvörðurinn ætti möguleika á að verja, enda kominn úr jafnvægi. Lazio mætir um næstu helgi Bologna sem er um þessar mundir í 8. sæti deildarinnar. Fer leikurinn fram í Róm. Helgina þar á eftir sækir Lazio liðsmenn Fiorentina heim, en þeir eru í þriðja sæti um þessar mundir. I síðustu umferðinni mætir Lazio Parma á heimavelli. Þannig að ljóst er að leið Lazio að meistaratitl- inum verður þyrnum stráð. AC Milan sækir Juventus heim um næstu helgi en Juventus er um miðja deildina og hefur að ósköp litlu að keppa um þessar mundir nema að halda stoltinu sem meistarar síðasta árs. Því næst fær AC neðsta lið deild- arinnar, Empoli, í heimsókn, en Empoli er þegar fallið í 2. deild. Síð- asti leikur AC Milan verður gegn Perugia sem er í neðri hluta deildar- innar. Þegar síðustu leikir liðanna eru skoðaðir virðist sem Mílanóbúar eigi auðveldari leiki eftir. FOLK ¦ KRISTÓFER Sigurgeirsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er lið hans Aris vann AIK 2:0 í grísku 1. deildinni um helgina. Arnar Grétarsson var ekki í leik- mannahópi AIK. Einar Þór Daní- elsson, leikmaður OFI, tók út leik- bann um helgina. ¦ CHELSEA heldur enn í vonina . um að vinna enska meistaratitilinn. Liðið vann um helgina Everton 3:1 með mörkum frá Gianfranco Zola, sem gerði tvö, og Dan Petrescu. ¦ LIVERPOOL lenti í miklum erf- iðleikum gegn Tottenham á Anfi- eld um helgina. Heimamenn lentu undir 2:0 áður en þeim tókst að tryggja sér 3:2-sigur. ¦ NOTTINGHAM Forest vann sinn fyrsta sigur í 6 leikjum er liðið vann Sheffield Wednesday 2:0. Forest er fallið og leikur í 1. deild að ári. ¦ NEWCASTLE og Middles- brough sigla lygnan sjó í úrvals- deildinni, en liðin gerðu l:l-jafntefli um helgina ¦ KEVIN Keeganhefur ákveðið að gera samning til frambúðar _við enska knattspyrnusambandið. Talið er að Keegan fái um 120 milljónir króna í árslaun fyrir að stýra lands- liðinu. __ ¦ GENK, lið Þórðar, Bjarna og Jó- hannesar Guðjónssona, hefur keypt sænska miðjumanninn Jesper Jansson, frá Stabæk í Nor- egi. Leikmaðurinn er 28 ára gamall og kostaði Genk um 40 milljónir ís- lenskra króna." Ef Stabæk hefði ekki selt hann nú hefði hann fengið frjálsa sölu frá félaginu í haust. ¦ LÁRUS Orri Sigurðsson lék með Stoke sem tapaði 4:0 fyrir Gill- ingham í ensku 2. deildinni. ¦ SIGURÐUR Jónsson lék ekki með Dundee United sem tapaði fyrir Dundee 2:0 í skosku knatt- spyrnunni. Sigurður er meiddur í baki. ¦ ÓLAFUR Gottskálksson var að vanda í marki Hibernian sem vann Stranrear 4:0 í 1. deildinni í Skotlandi. ¦ ARNAR Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Leicester um helg- ina er liðið lék við Southampton. ¦ ¦ ALEX Ferguson hefur verið val- inn knattspyrnustjóri aprílmánaðar í úrvalsdeildinni, annað sinn í vetur. Ferguson hefur oftast verið út- nefndur knattspyrnustjóri mánað- arins, eða átta sinnum, frá því að viðurkenningin var veitt fyrst árið 1993. ¦ SIR AlfRamsey, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, er látinn 79 ára að aldri. Ramsey gerði enska lands- liðið að heimsmeisturum árið 1966. Hann lék með Tottenham og Sout- hampton áður en hann gerðist knattspyrnustjóri hjá Ipswich Town árið 1955. Hann kom liðinu upp úr gömlu þriðju deildinni og gerði þá að enskum meisturum í upphafi 7. áratugarins. Mínútu þögn var á völlum í Englandi í ' minningu Ramsey um síðustu helgi. ¦ KENNY Dalglish hefur sam- þykkt að ganga til liðs við Celtic og verða tæknilegur ráðgjafi liðsins frá og með næsta sumri. Ekki hefur ná- kvæmlega verið skýrt frá því hvert verksvið Dalgiish verður en líklegt er talið að hann fái að stjórna.því sem hann vill stjórna hjá félaginu.^ ¦ DALGLISH, sem lék með Celtic áður en hann gekk til liðs við Liver- pool fyrir rúmum 20 árum, reyndi fyrir hálfu ári að kaupa ráðandi hlut í félaginu við þriðja mann en s. tilboði þeirra var hafnað. ¦ DÓMAR/íleikAthleticBilbao og Athletico Madrid bókaði 16 leik- menn í leik liðanna á Spáni um helgina. 33 brot voru skráð í leikn- um sem þýðir að dómarinn hefur bókað fyrir nærri því annað hvert brot í leiknurm Atheletic vann leik- inn 2:1. ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.