Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 8
ISLANDSGLIMAN/KEPPNIN UM GRETTISBELTIÐ Ingibergur vann í fjórða sinn INGIBERGUR Sigurðsson, Víkverja, stóð uppi sem sigurvegari í íslandsglímunni, keppninni um Grettisbeltið, fjórða árið í röð á laugardaginn. Ingibergur hafði nokkra yfirburði í íslandsglímunni að þessu sinni, fékk 6 vinninga úr sjö viðureignum, lagði fimm andstæðinga sína, en gerði í tvígang jafnglími. Alls voru það átta glímumenn sem kepptu um Grettisbeltið, en þetta var í 89. sinn sem glímt var um þennan elsta verð- launagrip í íslenskri íþróttasögu. Virtust þeir nokkrir ekki vera í sem bestri æfíngu og tóku frekar út af reikningi reynslunnar til þess að komast í gegnum mótið. Ingibergur var greinilega sterkastur þeirra glímu- manna sem reyndu með sér þótt hann hafi lítið æft íþróttina síðasta árið eftir að hann fór að einbeita sér meira að júdóiðkun. Ingibergur virt- ist ekki eiga í verulegum vandræðum með andstæðinga sína, a.m.k. lenti hann ekki í kröppum dansi í viður- eignum sínum sjö. Hann gerði jafng- lími við Þingeyinginn Arngeir Frið- riksson í fyrstu glímu og einnig við Jafnar Ingibergur met að ári? INGIBERGUR Sigurðsson hefur nú unnið Grettisbeltið fjögur ár í röð og vantar að- eins einn sigur til viðbótar til þess að jafna met Sigurðar Greipssonar og Guðmundar Agustssonar sem unnu ís- landsglímuna fimm ár í röð. Sigurður gerði það á árun- um 1922 til 1926 og Guð- mundur frá 1943 til 1947. „Það er freistandi að mæta til íeiks að ári, en ég vil engu lofa^" sagði Ingibergur við lok Islandsghmunnar sl. laugardag. „Það veltur á því hvernig mér gengur að vinna mér keppmsrétt í júd- ókeppni Ólympnileikanna á næsta ári. Standi ég vel að vígi er ólíklegt að ég verði með 1 íslandsglínniiiiií. Ég vil engu lofa, þá svík ég ekkert, en óneitanlega er það freist- andi að jafna þetta met." Ólafur H. Olafsson qg Pétur Ingvason unnu ís- landsgumuna fimm siiiiiuin, en náðu því ekki fimm ár í , röð eins og Sigurður og , Guðmundur. Ölafur vann , fimm sinnum á árununi 1984 til 1991 og"Pétur frá 1975 til 1988. Ármann Lárusson á hins vegar met sem seint verður slegið. Hann vann íslands- glímuna fjórtán ár í röð og alls fimmtán sinnum á ferl- inum. félaga sinn Pétur Eyþórsson. Aðra keppendur; Sigurð Kjartansson, KR, Stefán Geirsson, HSK, Orra Björns- son, KR, Jón Birgi Valsson og Ólaf Kristjánsson, lagði Ingibergur af nokkru öryggi. Pétur vakti verðskuldaða athygli fyrir einstaklega góða vörn. Hélt hann andstæðingum sínum vel við efnið og tapaði aðeins tveimur glímum, fyrir Sigurði og Ólafi. Hins vegar var Pétur ekki eins djarfur til sóknar, en vera kann að líkamlegur styrkur hans hafí komið í veg fyrir það. Stefán tók þátt i íslandsglímunni í fyi'sta skipti, en hann er nýbakaður skjaldarhafi Hér- aðssambandsins Skarphéðins. Stefán sýndi áræði og þor í flestum viður- eignum sínum og er þarna greinilega framtíðarmaður áferð. Glímukóngur íslands 1994, Orri Bjórnsson, lét sig ekki vanta þrátt fyrir að hafa oft verið í betri æfingu. Hann óx með hverri glímu og tapaði aðeins fyrir núverandi glímukóngi. Orri vann Arngeir, Sigurð, Jón Val og Olaf, en gerði jafnglími við ungu mennina, Stefán og Pétur. „Eftir að ég tapaði fyrir Ingibergi má segja að það hafi verið úti um sigur hjá mér," sagði Orri. „Ég fékk brjósklos í fyrrasumar og hef ekki æft sem skyldi í vetur og það kom niður á stílnum hjá mér. Nú hef ég hins vegar ákveðið að hella mér út í æfingar að nýju og koma sterkur til keppni í íslandsglímunni að ári." Orri sagði ennfremur að keppnin hefði verið óvenju jöfn að þessu sinni og svo virtist sem allir hefðu getað unnið alla. „Ingibergur verðskuldaði hins vegar sigurinn, hann er í bestri æfíngu af okkur." Orri var hins veg- ar óánægður með dómgæsluna sem hann sagði hafa verið slaka, einkum framan af. „Það var verið að gefa gul spjöld að ástæðulausu auk þess sem menn sluppu án spjalda fyrir svipuð atriði þegar á leið. Eg vil þó taka fram að dómgæslan hafði ekki áhrif á úrslitin. Sigur Ingibergs var verð- skuldaður," sagði Orri. Arngeh' Friðriksson hefur undan- farin ár verið einn fremsti glímumað- ur landsins og í fremstu röð í íslands- glímunni og jafnvel nærri sigri. Hann kvaðst ekki vera sáttur við þriðja sæti því hann hefði ætlað sér meira. „Ég var bara slakur að þessu sinni og virtist ekki koma nógu ákveðinn til leiks," sagði Arngeir. ,Að sjálf- sögðu stefndi ég á sigur eins og vant er, en eftir að ég fékk aðeins hálfan vinning út úr tveimur fyrstu glímun- um voru sigurmöguleikarnir orðnir litlir og því kannski viðunandi að ná þriðja sætinu." Arngeir segist oft hafa verið í betri æfingu en að þessu sinni. „Ég veit ekki hvað ég geri næsta vetur, það verður eiginlega að koma í ljós í haust. Mæti ég til leiks er líklegt að ég verði með í íslandsglímunni að ári." Morgunblaðið/Jón Svavarsson GLIMUKONGUR Islands - Ingibergur Sigurðsson. FOLK ¦ GUÐRUN Arnardóttir, hlaupa- kona úr Armanni, keppti í 800 metra hlaupi á móti í Athens í Ge- orgíuríki á laugardaginn og hafn- aði í 5. sæti. Guðrún hljóp á 2.12,82 mín., sem er nærri því besta sem hún hefur hlaupið þessa vegalengd á. ¦ GUÐRÚN varð síðan í 2. sæti í 100 metra grindahlaupi á 13,62 sekúndum en það er talsvert frá ís- landsmeti hennar, 13,18 sekúndur. ¦ GUNNHILDUR Hinriksdóttir tók þátt í þessu sama móti. Hljop hún 400 metra á 59,61 sekúndu, stökk 1,60 metra í hástökki og kastaði spjóti 30,88 metra. ¦ SIGURBJÖRN Arngrímsson náði athyglisverðum árangri í 800 og 1.500 metra hlaupi á mótinu í Athens. Hann hljóp 800 metrana á 1.56,74 mínútum og varð í 13. sæti. Þá varð hann áttundi í 1.500 metra hlaupi á 3.57,95 mín. ¦ HELGI Björgvinsson er farinn • að leika með Stjörnunni á ný. Hann meiddist í fyrrasumar og lék fáa leiki með liðirm. Helgi lék áður með Fram, Keflavík og Víkingum. ¦ MATTHIAS Sammer, lands- liðsmiðvörður Þjóðverja, sem hef- ur ekki getað leikið með Dortmund síðustu mánuði vegna meiðsla, ger- ir sér nú vonir um að geta leikið knattspyrnu á ný. Hann hefur ver- ið illa meidduf á hné og farið í margar aðgerðir vegna meiðsla sinna. ¦ TALIÐ var að ferill þessa 31 árs landsliðsmanns væri á enda. Nú binda forráðamenn Dortmund svo og leikmaðurinn sjálfur, vonir við að hann geti leikið á ný. Sammer gerir sér meira segja vonir um að geta tekið þátt í kveðjuathöfn Jiirgen Klinsmanns 24. maí í Stuttgart, til að sýna Kl- insmann vináttu. Vegna trygg- ingamála má Sammer ekki leika kveðjuleikinn. ¦ HORST Hrubesch, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, var óvænt ráðinn þjálfari hjá þýska knattspyrnusambandinu í síðustu viku. Hrubesch, sem hefur átt skrautlegan þjálfaraferil þar, verð- ur með 17 ára landsliðið og mun einnig þjálfa b-landsliðið. Hann gerði þriggja ára samning við þýska sambandið. Ingibergur Sigurðsson, Grettisbeltishafi Stefnir á Ólympíu- leikana í Sydney Eg átti ekkert frekar von á sigri því ég hef aðeins æft glímu að jafnaði einu sinni í viku í vetur og heldur ekki keppt eins mikið og áður," sagði Ingibergur Sigurðs- son, handhafi Grettisbeltisins, fjorða árið í röð. „Ég var ekki eins öruggur og oft áður, var ekki viss um styrk minn fyrir mótið. Það helgast einkum af því að mig vant- aði meiri keppnisreynslu þvi ég hef aðeins keppt á sex eða sjö mótum á keppnistímabilinu. Því var ég óöruggur framan af, en náði mér á strik er á leið og er að sjálfsögðu ánægður með að vinna fjórða árið í röð." Ingibergur segist hafa látið glímuna sitja á hakanum undan- farið ár en þess í stað æft júdó af miklum móð. „Stefnan er að kom- ast á Ólympíuleikana í Sydney á næsta ári, en það er ekkert hlaupið að því. Eg verð að taka þátt í mörgum úrtökumótum eftir næstu áramót og því fylgir mikill kostnaður sem ég hef ekki séð fyrir endann á. En takist mér að fá styrktaraðila hef ég hug á að reyna að komast á leikana og það þýðir líklega að glíman mun verða enn meira útundan en áð- ur." Ingibergur sagði keppnina í 89. íslandsglímunni hafa verið jafna og skemmtilega og í raun hafi ekki verið mikill munur á kepp- endum. „Nokkrir keppendur voru kannski ekki í eins góðri æfingu og áður en búa þess í stað yfir mikilli reynslu og eru fyrir vikið hættulegir, þannig að ég var aldrei viss um sigur. Það var ekki fyrr en eftir síðustu glímuna sem ég var viss um að sigurinn væri í höfn hjá mér." Ingibergur sagðist hafa reynt að einbeita sér vel á milli glíma og ekki verið að spá um of í hvað aðr- ir keppendur voru að gera, en nokkuð bar á því að keppendur voru aðfetta fingur út í dómgæsl- una. „Ég skipti mér ekkert af henni. Ég hlustaði á tónlist á milli þess sem ég glímdi og reyndi um íeið að halda mér heitum. Þannig tókst mér að halda einbeitingu all- an tímann og ætli það hafi ekki verið lykillinn að sigri mínum að þessu sinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.