Morgunblaðið - 18.05.1999, Side 1
Stjórnbúnaður
fyrir ofnhitaketfi
—---------—----|----------|--—
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN •
--------|-----|
LAGNAFRÉTTIR
• GRÓÐUR O G
GARÐAR
HÝBÝLI • FRÉTTIR
Verð
við allra hœíi
H---------------------------------------------------------------:—] ]-------------|--------------------------j----j-----------------j j----:------j---
Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 18. maf 1999 Blað C
Byggt á
Grænlandi
TIMBURGRIND og annað tilheyr-
andi tréverk í skála Eiríks rauða
og Þjóðhildarkirkju í Grænlandi
hafa verið í smíðum hér á landi,
segir Bjarni Ólafsson í þættinum
Smiðjan. Þetta tréverk verður
flutt til Eriksfjarðar og reist í
Brattahlíð. / 26 ►
Breyttar
áherslur
SÉ LITIÐ yfir húsnæðismál hinna
þróuðu ríkja Vesturlanda, þar á
meðal hér á landi, blasir það við,
að ýmsar helstu áherslur fyrri
stefnu eru mjög að breytast, segir
Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræð-
ingur í grein um ný viðhorf í hús-
næðismálum. / 30 ►
Ú T T E K T
Nýjar íbúðir
í hafnfirzku
umhverfi
SKORTUR er nú á nýjum
íbúðum í Hafnarfirði, en
eftirspurn mikil. íbúðir,
sem byggingafyrirtækið Fjarð-
armót ehf. hefur hafið fram-
kvæmdir við að Hringbraut 2a
og 2b, vekja því verðskuldaða
athygli, en þar verða byggð tvö
lyftuhús, annað með 12 íbúðum
en hitt með 16 íbúðum.
I húsunum verður ennfremur
kjallari fyrir bflskýli. Þetta
verða í senn vandaðar og fal-
legar íbúðir og ekki spillir, að
þær munu standa á einum bezta
stað í gamla bænum í Firðinum.
íbúðunum er skilað fullbúnum
að utan sem innan en án gólf-
efna.
„Þarna er rammhafnfirskt
umhverfi,11 segir Helgi Jón
Harðarson hjá fasteignasölunni
Hraunhamri, þar sem íbúðirnar
eru til sölu. „Hamarinn er öðr-
um megin og Lækurinn er í
göngufæri og svo er örstutt nið-
ur í gamla miðbæinn. Umhverf-
ið er því allt mjög skemmtilegt
og á örugglega mikinn þátt í
því, hversu mikill áhugi er á
þessum íbúðum.“
Helgi Jón kveðst álíta, að
uppbygging nýs byggingasvæð-
is í Áslandi fyrir ofan Reykja- ,. ,
nesbraut eigi eftir að hafa mikil
áhrif á fasteignamarkaðinn í
Hafnarfirði. Þar verður byrjað
að byggja í sumar og haust og
þeir, sem setjast þar að, þurfa
að selja þær eignir, sem þeir
eiga fyrir.
Þá má gera ráð fyrir, að
framboð á eignum aukist í Firð-
inum, en þangað til verður ríkj-
andi mikil umframeftir-
spurn. / 18 ►
íbúðaverð hækkar
ört á höfuð-
borgarsvæðinu
VERÐ á íbúðarhúsnæði hefur farið
ört hækkandi á höfúðborgarsvæð-
inu á síðustu mánuðum eins og sjá
má á teikningunni hér til hliðar, en
hún er byggð á upplýsingum frá
Fasteignamati ríkisins.
Þannig varð um 3,5% hækkun á
verði milli febrúar og marz sam-
kvæmt vísitölu fermetraverðs, sem
Fasteignamatið reiknar út. I febrú-
ar var vísitalan 113,9 miðað við
staðgreiðsluverð, en var í marz
117,9. Svo virðist sem verð hafi
haldið áfram að hækka í apríl.
Að sögn fasteignasala ríkir mjög
óvenjulegt ástand á markaðnum.
Eftirspurnin er svo miklu meiri en
framboðið, að góðar eignir á eftir-
sóttum stöðum seljast jafnvel á upp-
sprengdu verði.
Þenslan á höfuðborgarsvæðinu á
vafalaust rót sína að rekja að tals-
verðu leyti til góðærisins í landinu.
En fleira kemur til. Aðflutningar
fólks eru mjög miklir. Þannig flutt-
ust 1700-1800 manns á höfuðborg-
arsvæðið í fyrra umfram brott-
flutta.
Allir þurfa þak yfir höfuðið og
húsnæðisþörf slíks mannfjölda jafn-
gildir 400-500 íbúðum. Það er ríf-
lega sá fjöldi íbúða, sem gert er ráð
fyrir, að byggðar verði í öllu Staða-
hverfi, nýjasta hverfi Reykjavíkur.
Þær hækkanir, sem orðið hafa á
nýju íbúðarhúsnæði að undan-
förnu, eru samt ekki óraunhæfar
að mati fasteignasala. Byggingar-
aðilarnar, sem byggja til þess að
selja, eru loksins farnir að selja á
raunvirði. Á samdráttarárunum
var verð á nýsmíðinni aftur á móti
það lágt, að margir þeirra högn-
uðust lítið á henni.
Lágt verð á nýsmíðinni hélt líka
verði á notuðu húsnæði niðri og
þegar þar við bættist, að offramboð
var á eignum á markaðnum, hélzt
fasteignaverð lágt. Nú hefur þetta
snúizt við.
Fermetraverð
á höfuðborgarsvæðinu
Vísitala, staðgreiðsluverð hver fermetri, jan. 1996
Þriggja mánaða meðaitöl
120
118
116
11
112
110
108
106
104
100
98
96
■
1999
JFMAMJJÁSONDJFHAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSOND
Leitaóu ekki langt yfir skammt.
Við kaupum alla flokka húsbréfa gegn staðgreióslu
Kaupþing hf.
Ármúla 13A Reykjavík
sími 515 1500
fax 515 1509
www.kaupthing.is
KAIJPÞTNG HF
: 1 "rn m
i§
hí
1 .mm
n