Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTLITSTEIKNING af Hringbraut 2A. í fyrri áfanga verður byggt 3ja hæða fjölbýlishús með tólf íbúðum,
sem eru ýmist 3ja og 4ra herbergja. í húsinu verður ennfremur kjallari fyrir bflskýli. íbúðunum er skilað
fullbúnum að utan sem innan en án gólfefna. Annað fjölbýlishús á svo að rísa við hliðina með sextán íbúðum.
Hafnarfjörður
Nýjar íbúðir í lyfluhús-
um í grennd við Lækinn
Morgunblaðið/Ásdís
Á BYGGINGARSTAÐ. I baksýn er Öldugata og Hamarinn. Frá vinstri
eru þeir Viktor Sigurðsson, byggingafræðingur hjá Teiknistofu Sig-
urðar Þorvarðarsonar, sem hannar íbúðirnar, Kristinn Garðarsson hjá
Fjarðarmótum ehf., sem byggir íbúðirnar og Helgi Jón Harðarson hjá
fasteignasölunni Hraunhamri, þar sem íbúðirnar eru til sölu.
Langt er síðan nýjar íbúðir byggðar í nágrenni
við Hamarinn og Lækinn í Hafnarfírði hafa kom-
ið á markað. Magnús Sigurðsson kynnti sér íbúð-
ir í tveimur lyftuhúsum, sem eiga að rísa við
Hringbraut 2a og 2b þar í bæ og ræddi við Helga
Jón Harðarson hjá fasteignasölunni Hraunhamri,
þar sem íbúðirnar eru í sölu.
LÍTIÐ framboð hefur verið á
nýjum íbúðum í fjölbýli í
Hafnarfirði að undanfómu,
þar sem lítið hefur verið byggt og
raunar skortur á slíkum íbúðum í
sölu, því að eftirspum er nú mjög
mikil. Nýjar íbúðir, sem bygginga-
fyrirtækið Fjarðarmót ehf. hefur
hafið byggingu á við Hringbraut 2a
og 2b í Hafnarfirði, vekja því
verskuldaða athygli á markaðnum.
Þetta verða í senn vandaðar og fal-
legar íbúðir og ekki spillir, að þær
munu standa á einum bezta stað í
gamla bænum í Firðinum.
Byggð verða tvö lyftuhús, annað
með tólf íbúðum en hitt með sextán
íbúðum. Húsin verða þrjár hæðir
og íbúðimar fjórar á hverri hæð,
en þær verða ýmist 3ja og 4ra her-
bergja. íbúðunum er skilað full-
búnum að utan sem innan en án
gólfefna, en þær em hannaðar á
Teiknistofu Sigurður Þorvarðar-
sonar byggingafræðings. í húsun-
um verður ennfremur kjallari fyrir
bílskýli og fullgengið frá einu bíla-
stæði fyrir hverja íbúð auk að-
gangs að þvottastæði.
Hafnfirzkt umhverfi
Aðkoma að húsunum er frá Hr-
ingbraut, en húsin rísa beint fyrir
ofan gamla Rafhahúsið í svoköll-
fMKilUIMUI HIOimUfiÆJJlii
Kjarna Þverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbæ,
Ástrfður Grfmsdóttir, hdl. lögg. fasteignasali,
Æ* Þorbjörg I. Jónsdóttír, hdl.
11 Sími 586 8080, sfmbréf 566 8532.
Netfang: kjarni@mmedia.is
2ja - 4ra herb.- íbúðir.
Krummahólar - 2ja herb.
með bílskýli. Björt 49. fm. 2ja herb.
íbúð á 3.hæð í lyftuhúsi ásamt bílskýli.
Ekkert greiðslumat. Laus strax. Áhvllandi
200 þ. V. 5,9 m. 1084
Bugðutangi 3ja herb. Mos.
Góð 3ja herb. 89 fm íbúð á neðri hæð í
tvíbýli. Sér inng. Gengið úr stofu út í garð.
Áhv. 2,8 m. V. 7,7 m.
Þverholt - 4ra. Mos. Sérstaklega
björt og falleg 114 fm. 4ra herb. íbúð á 2.
hæð. Stofa, 3 stór herb. og fataherb. inn
af hjónaherb. Sérþvottaherb. og geymsla í
íbúðinni. Ekkert greiðslumat. Áhv. ca 6,7
m. V. 9,5 m. 1086
Parhús - Raðhús
Stóriteigur 5 herb. m. bíl-
SkÚr. 142 fm raðh. á 2. hæðum. Stofa,
hol, eldh., búr og gestasn. á neðri hæð.
Efri hæð, 4 svherb. þvhús og baðherb.
Bílsk. 22 fm. Áhv. 6,4 m. V. 11,9 m. 1080.
EINBYLISHUS
Emm með einbýlishús I Mosfellsdal og
155 fm hús i Kópavogi.
SUMARBUSTAÐALAND
Sumarbústaðaland i landi
Skeggjastaða. Verð 500 þús.
IÐNAÐARHÚSNÆÐI. 545imað
hluta á 2 haeðum í byggingu við Flugumýri
í Mosfellsbæ. Hægt að afhenda á hvaða
byggingarstigi sem er. Upplýsingar og
teikningar á fasteignasölunni
MOSFELLINGAR
OKKUR BRÁÐVANTAR FYRIR AKVEÐNA KAUPENDUR.
Einbýli og raðhús norðan vesturlandsvegar með 3-4 svefnherb. fyrir ákveðna kaup-
endur.
MOSFELLINGAR
VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR í EIGNUM [ MOSFELLSBÆ. ÞESS VEGNA
LEITA KAUPENDUR FYRST TIL OKKAR ÞEGAR ÞEIR SKOÐA MOS-
FELLSBÆ SEM VALKOST. VIÐ LEITUMST VIÐ AÐ VEITA ÖRUGGA OG
LIPRA ÞJÓNUSTU. EF ÞÚ ERT ( SÖLUHUGLEIÐINGUM HAFÐU ÞÁ
ENDILEGA SAMBAND VIÐ OKKUR.
HUSIÐ rís beint lyrir ofan gamla Rafhahúsið í svonefndu Rafhatúni. „Þarna er rammhafnfirzkt umhverfi,"
segir Helgi Jón Harðarson hjá Hraunhamri. „Hamarinn er öðrum megin og Lækurinn er í göngufæri
og svo er örstutt niður í gamla miðbæinn."
uðu Rafhatúni. Gott útsýni verður
niður að Læknum og yfir byggðina
í Hafnarfirði, en einnig inn til
Reykjavíkur og svo til Esju og
fjallahringsins þar.
„Þama er rammhafnfirzkt um-
hverfi,“ segir Helgi Jón Harðarson
hjá fasteignasölunni Hraunhamri,
þar sem íbúðimar era til sölu.
„Hamarinn er öðram megin og
Lækurinn er í göngufæri og svo er
örstutt niður í gamla miðbæinn.
Umhverfið er því allt mjög
skemmtilegt og á örugglega mik-
inn þátt í því, hversu mikill áhugi
er á þessum íbúðum. Þar við bæt-
ist, að eins og alltaf er, þegar
byggt er inni í gömlum hverfum,
að þá er öll þjónusta til staðar. Það
þarf ekki að bíða eftir því, að hún
byggist upp eins og á jaðarsvæð-
um, en sMkt tekur stundum fleiri
ár.
Þetta er því afar eftirsóknar-
verður staður, ekki bara fyrir
Hafnarfirðinga heldur líka fyrir
fyrir fólk utan af landi og annars
staðar að á höfuðborgarsvæðinu.
Það er t. d. greinilegt, að þessar
íbúðir hafa mikið aðdráttarafl fyrir
marga Garðbæinga.
Húsin verður staðsteypt en ein-
angruð og klædd að utan nema
kjallarinn, sem verður pokapúss-
aður og málaður. Húsin ættu því
að vera vel varin að utan og ekki
þarfnast mikils viðhalds í framtíð-
inni. Á þaki verður litað bárujárn.
Gangstéttar verða steyptar og
hitalögn verður í stéttum frá inn-
gangi að bílastæðum. Innri frá-
gangur verður einnig vandaður.
Allar innréttingar eru frá Fit og
innihurðir verða spónlagðar með
beyki, eldhúsinnréttingar úr
beyki og eldhústæki verða hvít,
það er keramik helluborð, blást-
ursofn og vifta.
Fjórar íbúðir eru á hverri hæð,
tvær 3ja herbergja og tvær 4ra
herbergja og þær eru jafnframt
endaíbúðir. Svalir fylgja hverri
íbúð og er farið upp á hæðimar í
lyftunni og gengið frá henni út á
svalimar og þaðan inn í íbúðimar.
„Hver íbúð hefur því sinn sérinn-
gang, sem skiptir að sjálfsögðu
miklu máli, en margir leggja mikið
upp úr sérinngangi. Fyrir bragðið
verða íbúðiraar miklu líkari sér-
býli en ella,“ segir Helgi Jón.
„Þessar íbúðir koma á markað á
afar heppilegum tíma,“ heldur
Helgi Jón áfram. „Það er ekki
EINBÝLISHÚS/LÓÐ
Óskum eftir rúmgóöu 4—6 svefnherbergja einbýlishúsi eöa
lóð á höfuðborgasvæðinu. Mjög góðar greiðslur í boði.
Teikningar, myndir og/eða lýsingar sendast til afgreiðslu Mbl merkt-
ar „HÚS — 8043“. Afhendingartími getur verið mjög rúmur.
bara Mtið framboð á nýjum íbúðum
í Hafnarfirði, heldur hefur Mka
dregið úr framboði á nýjum íbúð-
um í Kópavogi og Reykjavík, þar
sem nánast allar nýjar íbúðir eru
uppseldar og lóðaframboð lítið.
Það er því minna um nýbyggingar
af þeim sökum.“
íbúðirnar eru mismunandi að
stærð og verð þeirra því líka mis-
munandi. Þriggja herb. íbúðirnir
eru um 93 ferm. fyrir utan bílskýli
og verð þeirra á bilinu 12-12,5
millj. kr., en 4ra herb. íbúðirnar
era 104-107 ferm. fyrir utan bfl-
skýli og verð á þeim er 13-13,5
millj. kr.
Margar íbúðir
þegar seldar
„Þetta verð er ekki hærra en
gengur og gerist á jafn góðum
íbúðum af þessu tagi, en þetta eru
glæsilegar lúxusíbúðir í nýjum
lyftuhúsum miðsvæðis í Hafnar-
firði, mjög vandaðar og ekkert til
þeirra sparað,“ segir Helgi Jón.
„Viðbrögðin úti á markaðnum hafa
líka verið eftir því. Það er rétt
byrjað að grafa fyrir húsinu við
Hringbraut 2a og þegar eru sex af
íbúðunum seldar og margir að
hugsa sig um. Það er því óhætt að
segja, að viðbrögðin hafi verið
ótrúlega góð.
Byggingaraðili er Fjarðarmót,
sem byggt hefur bæði atvinnuhús-
næði og fjölda íbúða á undanförn-
um árum. Áætlað er að afhenda
íbúðimar í apríl á næsta ári, en
þær verða afhentar fullbúnar en án
gólfefna. Lóð verður frágengin
með malbikuðum bflastæðum. Hitt
fjölbýlishúsið rís við hliðina og það