Morgunblaðið - 18.05.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 C 31
miklu minna pólitísk en áður var.
Þær heitu pólitísku umræður sem
urðu hér á sl. ári um breytingamar á
húsnæðislöggjöfinni eru því alls ekki
dæmigerðar í dag. Þær breytingar
sem ég hef verið að lýsa hafa meira
og minna gengið yfir alla Vestur-
Evrópu óháð því hvort hægri eða
vinstri flokkar eru í stjóm.
Stjórn Tonys Blair í Bretlandi
rekur að margra áliti meiri
„Thatcherisma“ í húsnæðismálum
en síðasta stjórn íhaldsflokksins
og sænskir jafnaðarmenn hafa
engu snúið við af því sem stjórn
Carls Bildts framkvæmdi í hús-
næðismálum á valdatíma sínum.
Loks vil ég nefna þá mikilvægu
áherslubreytingu að rekstur og
ábyrgð félagslegs húsnæðis er
meir og meir færð yfir til félaga-
samtaka. Þetta birtist þannig, að
lönd eins og Bretland og Svíþjóð
taka sér nú til fyrirmyndar lönd á
borð við Danmörku og Holland,
þar sem löng hefð er fyrir því að
félagasamtök ótengd ríki og sveit-
arfélögum sjái um rekstur félags-
legs leiguhúsnæðis.
Splunkuný
húsnæðislöggjöf
Um síðustu áramót gekk í gildi
splunkuný húsnæðislöggjöf og
fylgdi núverandi ríkisstjórn þar
með í fótspor flestra ríkisstjórna
síðustu tveggja áratuga. Með þess-
ari löggjöf var það skref stigið nán-
ast til fulls að lánakerfið eigi að
vera sjálfbært, nú á sér næstum
engin niðurgreiðsla stað í gegnum
sjálft lánakerfíð, allur stuðningur
ríkisins fer nú í gegnum skatta-
kerfið, að undanteknum lánveiting-
um til félagslegra leiguíbúða. Mið-
punktur alls lánakerfisins, einnig
félagslegra aðgerða gegnum svo-
nefnd viðbótarlán, er nú húsbréfa-
kerfið.
Um síðustu áramót urðu einnig
þau merku tíðindi að bankar og
sparisjóðir hófu að veita húsnæðis-
lán til langs tíma í opinni sam-
keppni við hinn nýja íbúðalána-
sjóð. Þar með er að mínu mati
brostin forsendan fyrir meginhlut-
anum af lánastarfsemi ríkisins á
þessu sviði, hún var jú alltaf sú, að
bankarnir höfðu ekki bolmagn og
getu til þess að veita öllum almenn-
ingi slík lán.
Þó enn sé reynslutími bankanna
aðeins örfáir mánuðir, þá virðist
reynslan allgóð, kannski of góð, því
aukið framboð lána hefur líklega
ýtt undir vaxandi þensluástand.
Veikleiki bankanna er hins vegar
sá, að þeir eiga erfitt með að lána
til íbúðaöflunar á landsbyggðinni
og hafa lítið svigrúm fyrir félagsleg
sjónarmið í sínum lánveitingum.
Varðandi þessa tvo þætti er þörf
fyrir öryggisnet ríkisvaldsins, að
öðru leyti er það mitt mat að rekst-
ur opinbers húsnæðislánakerfis sé
óðum að verða tímaskekkja.
Verður þá eitthvert hlutverk eftir
fyrir ríkisvaldið á sviði húsnæðis-
mála, eða eru bankarnir og fjár-
magnsmarkaðurinn einfærir um að
sinna þessum málaflokki?
Vitaskuld ekki. Það verður áfram
þörf íyrir skipulega aðkomu samfé-
lagsins að húsnæðismálum á mörg-
um öðrum sviðum en fjámögnun og
lánastarfsemi. Á næstu misserum
blasir t.d. við það mikilvæga verk-
efni að styrkja leigumarkaðinn,
bæði félagslegan á vegum sveitarfé-
laganna, fyrirtækja þeirra og fé-
lagasamtaka og ekki síður almenn-
an leigumarkað sem rekinn væri á
markaðsgrundvelli.
Ég vil einnig nefna eflingu upp-
lýsingamála og aukna rannsókna-
starfsemi á sviði húsnæðismála sem
mikilvægt skilyrði fyrir stefnumót-
un til framtíðar. Þá er einnig ljóst
að hér á landi þarf, eins og í ná-
grannalöndum okkar, að auka sam-
þættingu húsnæðismála við skipu-
lagsmál og sömuleiðis efla mjög um-
hverfisvænar áherslur í íbúðabygg-
ingum framtíðarinnar.
íbúð er nauðsyn,
íbúð er öryggi
£
Félag Fasteignasala
yíWHftitm
Opið
virka daga:
9.00-18.00
F A S T E I 6 N A S A L A
Skipholt 50b, 2. hæð Sími 561 9500 Fax 561 9501
HC herbergja |
Miðtún Uppgerð íbúð [ kjallara stofa,
svefnh. og lítið vinnuh. í fallegu bakhúsi á
þessum rólega stað. Nýtt eldhús og bað
auk þess hefur verið skipt um raflögn og
gler. Áhv. 3,4 millj. Verð 5,9 millj. 1385
Við Brekkulæk - Laus strax 48 fm
ibúð á 1. hæð með svölum. Hús er ný-
lega klætt að utan og sameign er í
góðu ástandi. Gott verð. Verð 4,9
millj. 1386
Kjartan Hallgeirsson
sölumoður.
STAÐGREIÐSLA
Fyrir íbúð í lyftuhúsi eða jarðhæð í nýlegum hverfum fyrir eldra fólk.
KRINGLAN SKIPTI
Okkur vantar sérbýli í góðu hverfi í Reykjavík í skiptum fyrir gullfallega
80 fm íbúð í Kringlunni. Uppl. Sturla.
Fossvogur Okkur vantar 3ja til 4ja her-
bergja íbúð með góðum svölum eða
sérgarði og ekki væri verra að hafa bíl-
skúr lílka. Upp. Sturla.
einb./radhús |
Kleppsvegur Ca 110 fm 2ja fbúða ein-
býiishús sem býður upp á mikla mögu-
leika, stór lóð 887 fm, bílskúrsréttur og
viðbyggingarmöguleikar. Selst saman
eaðskilið. Áhv. 7,1 millj. 1372
"hæðir |
Hringbraut Góð 83 fm 3ja herbergja
miðhæð í 3. býli með suðursvölum þar
sem hægt er að ganga út í fallegan garð.
Parket á gólfum og nýuppgert baðher-
bergi, flísaiagt hólf í gólf. þrefalt gler I
gluggum. Verð 8,1 millj. 1374
Úthlfð Gullfalleg ca 90 fm íbúð á
jarðhæð f góðu húsi með sérinngangi.
Góðar innréttingar og gólfefni. 2-3
svefnherbergi. Laus strax. Verð 9,1
millj. 1387
II herbergja *|
Okkur bráðvantar einbýli eða raðhús
með sjávarútsýni fyrir viðskiptavin sem
búinn er að selja.
Kleifarsel Mjög gott 170 fm einbýlishús
ásamt 33 fm bílskúr. 4 svefnh. stofa,
borðstofa og sjónvarpsstofa og fl. Parket
og flísar á gólfum. Fallegur garður, svalir
og sólpallur. Verð 16,1 millj. 1383
Nýbýlavegur Glæsileg efri sérhæð
með óinnréttuðu risi. Allt sér. íbúðin er
að mestu parketlögð með 3. svefnh.
og þvottahúsi innaf eldhúsi. Stórar
suðursvalir og gott útsýni. 1377
Kleppsvegur - Laus strax Góð 61 fm
gullfalleg (búðin á 4. hæð snýr ekki að
Kleppsvegi. Parket á gólfum. Suðursvalir
og frábært útsýni. Baðherbergi flísalagt
með baðkari og sturtu.Áhv. 3,5 millj.
Greiðslub 17 þús á mán. Ekkert greiðslu-
mat. Hringdu strax og fáðu að skoða.
Verð 6,1 millj. 1872
Hraunbær Falleg fbúð á jarðhæð f góðu
húsi, parket á gólfum og nýtt baðherbergi.
Áhv. 2,8 m. í húsb. og byggsj. V. 5,1 m.
1821
d
annað
Njálsgata versl/skrifstofuhæð. Hús-
næði á jarðhæð 52,5 fm. Hentar undir
verslun eða skrifstofu. Laust strax. 1373
Smárarimi Fallegt og vel staðsett ca
200 fm hús. Tilbúið að utan en fokhelt að
innan. Gott skipulag. Stór bílskúr. Til af-
hendingar strax. Áhv. 6,3 millj. Verð 12,4
millj. 1868
Jieiirergjia^^J
Vantar 4ra herbergja Vegna góðrar
sölu undanfarið vantar okkur nú þegar
góðar 4ra herbergja fbúðir á söluskrá. Við
höfum mikinn fjölda ákv. kaupanda á
skrá. ÖFLUGT STARFSFÓLK FINNUR
KAUPANDANN AÐ þlNNI ÍBÚÐ.
Laugarnesvegur Falleg endurnýjuð 5.
herbergja 100 fm íbúð á 4. hæð í góðu
fjölbýli. Stutt í alla þjónustu. Verð 8,2
millj. 1882
Njálsgata Góð 3-4 herbergja fbúð á
efstu hæð í steinhúsi. Suðursvalir og gott
útsýni. Húsið verður málað í sumar. Verð
7,6 millj. 1380
Safamýri - Laus strax Mikið endur-
nýjuð fbúð í góðu fjölbýli með fallegu
útsýni.Nýlegt paket á gólfum og snyrti-
legar innréttingar. 1378
Garðaflöt Gott 240 fm húsnæði á
jarðhæð sem býöur upp á mikla mögu-
leika fyrir ýmiskonar rekstur. Möguleg að
skipta plássinu í tvennt. Mjög góð
aðkoma og næg bílastæði. Mikið áhv.
1886
Laugavegur Verslunarhúsnæði og gisti-
heimili um 276 fm. Góðar leigutekjur.
Möguleiki að stækka jarðhæð. 1889
Bíldshöfði Gott 315 fm skrifstofu-
húsnæði. Er innréttað sem skrifstofur í
dag en auðvelt að breyta f einn sal. Áhv.
8 millj. 1714
2JA - 4RA HERBERGJA
GNOÐARVOGUR - 2JA Góð 63 fm íbúð á 2.hæð. Parket. Áhv. 3,3 m. V. 6,0 (21030)
VESTURBERG - 2JA vei staðsett 64 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Frábært útsýni. V. 5,3 m (21020)
SKIPASUND - 2JA Hlýleg og frábærlega vel staðsett risíbúð. Áhv. 3,3 m.V. 5,3 m. (21025)
BORGARHOLTSBRAUT - 3JA Góð 76 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Áhv. 3,6 m. (byggsj. og húsbréf) V. 6,8 m. (31041)
GNOÐARVOGUR - 3JA Falleg 71
fm fbúð á 4. hæð. Útsýni. Parket á stofu og
herbergjum, flísar á baði. Hús nýklætt og
málað að utan. Áhv. 3,0 m. byggsj. (31039)
BARÓNSTÍGUR 3JA - 4RA
Góð og hlýleg 72 fm risíbúð. V. 6,3 m.
(3915)
SAFAMÝRI - 2JA - 3JA Mjög
sérstök íbúð á 1. hæð ásamt kjallara
(samtals 132,1). Eign sem þarfnast
lagfæringar.
LYNGVIK
Fasteignasala - Síðumúla 33 Félag u I Fasteignasala
www.lyngvik.is Simi: 588 9490
Ármann H.
Benediktsson, Geir Sigurðsson,
iögg. fasteignasalí lögg. fasteignasali
GSM 897 8020. GSM 896 7090.
VALLENGI - 4RA Nýleg 92 fm íbúð
á 1. hæð með sérinngangi. ( dag er fbúðin
nýtt sem 3ja herbergja en skv. teikningum
fjögurra herbergja. Áhv. 2,0 m. (húsbréf) V.
8,6 m. (41032)
LANGHOLTSVEGUR - 3JA
Vel skipulögð 70 fm íbúð á 2. hæð.
Eignin þarfnast lagfæringar. Áhv. 3,4
m. (húsbréf). (búðin er laus strax. V.
5,9 m. (3846)
HVERAFOLD - 3JA Mjög falleg u.
þ. b. 90 fm íbúð á 2. hæð í litlu
fjölbýlishúsi. Fallegar innréttingar. Áhv. 4,7
m. V. 8,8 m. (31027)
-STÆRRI EIGNIR
MIKLUBRAUT - 4RA 96 fm
íbúð á 1. hæð ásamt aukaherbergi f
kjallara.Tvö svefnherbergi en hægt að
hafa þrjú ef vill. V. 8,7 m. (41033)
VÍÐIHLÍÐ - RAÐHÚS Nýiegt
360 fm endaraðhús með innbyggðum
bíiskúr. 2ja herbergja fbúð f kjallara
sem er stór og góð með sérinngangi.
V. 23 m. (8920)
VANTAR HÆÐIR, RAÐHÚS
OG EINBÝLI Vegna góðrar sölu
og mikillar eftirspumar vantar strax
sérbýli á söluskrá.
SOGAVEGUR PARHÚS Nýkomið f
sölu 135 fm parhús á einni hæð. Húsið er
timburhús á steyptum grunni. Tvær íbúðir
eru í húsinu. Eignin þarfnast lagfæringar. V.
11,2 m. (91015)
ATVINNUHÚSNÆÐI
LYNGHÁLS Frábært 139 fm
iðnaöarhúsnæöi með stórum inn-
keyrsludyrum (breidd 4 m. , hæð 3 m.
Lofthæð u. þ. b. 3,2 m. V. 8,9 m.
(01023)
SKAFTAHLÍÐ Vorum að fá f sölu
u.þ.b. 500 fm verslunarhúsnæði ásamt u.
þ. b. 300 fm lagerhúsnæði. V. 48 m.
(01024)
KÁRSNESBRAUT Gott stálklætt
u.þ.b. 900 fm atvinnuhúsnæði til sölu,
eignin skiptist í 450 fm skrifstofurými, 150
fm verslunarrými og 300 fm lagerrými.
Tilboð óskast.
SUMARHUS
ÞINGVALLAVATN - LÓÐ th söiu
hálfur hektari fyrir sumarhús í landi
Miðfells. Gott eignarland með útsýni.