Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 E 7
\
Sauðárkrokur er stærsti þéttbýlisstaður Norðurlands vestra með um
2700 íbúa. Þar er tjölþætt þjónusta við landbúnað, öflug útgerð og
iðnaður. í bænum er nýlegt íþróttahús, góð sundlaug og golfvöllur.
Félags- og íþróttastarf er öflugt I bænum. Á staðnum er góður
framhaldsskóli, leikskóli, tónlistarskóli og góð heilsugæsla.
VERKFRÆÐINGUR - TÆKNIFRÆÐINGUR
SAUÐÁRKRÓKUR
Staða tæknimanns í verkkaupa- og áætlanadeild Vegagerðarinnar á Sauðárkróki er laus til
umsóknar. Laun verða samkvæmt kjarasamningi tækni- eða verkfræðinga.
Starfssvið
• Sér um undirbúning hönnunar og stjórnar mælingaverkefnum.
• Vinnur að gagnasöfnun og aðstoðar umdæmisstjóra við skilgreiningu hönnunarverkefna.
• Eftirlit með framkvæmdum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Tækni-eða verkfræði.
• Góðir samstarfshæfileikar.
• Starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði, starfið hentar því einnig nýútskrifuðum
tæknimönnum.
Nánari upplýsingar veita Jón Birgir Guðmundsson frá kl. 9-12 í síma 461 4440
og Magnús Haraldsson í síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs hf. á Akureyri eða
í Reykjavík fyrir 7. júní nk. merktar:
„Vegagerðin - Sauðárkrókur"
VEGAGERÐIN
RANNÍS
Staða forstöðumanns
tæknisviðs RANNÍS
Rannsóknarráð íslands óskar að ráða í stöðu forstöðumanns tæknisviðs
RANNÍS.
Starfssvið
Starfið felur í sér yfirumsjón með málefnum á tæknisviði RANNÍS undir yfir-
stjórn framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs, þ.m.t. afgreiðslu á umsóknum til
Tæknisjóðs, aðstoð við fagráð og úthlutunarnefnd sem tengist sjóðnum; eftirlit
með verkefnabókhaldi, framvindu verkefna og fjármálum sjóðsins. Það felur ein-
nig í sér umsjón með tilteknum alþjóðlegum samskiptum við erlendar stofnanir
á tæknisviðinu samkvæmt ákvörðunum Rannsóknarráðs í samráði við fram-
kvæmdastjóra og starfsmenn á alþjóðasviði RANNÍS.
Hæfniskröfur
Krafist er tæknilegrar sérmenntunar (lágmark M.Sc eða jafngildi þess) á sviði
verkfræði eða raunvísinda og reynslu af rannsóknastörfum eða þróunarvinnu í
atvinnulífi. Áhersla er lögð á skapandi hæfileika, ríkt frumkvæði, góða samskipt-
ahæfni og metnað til að beita vönduðum vinnubrögðum. Góð kunnátta í
íslensku og færni í ensku og einu Norðurlandamáli er skilyrði. Reynsla í notkun
algengra tölvukerfa er æskileg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum við viðkomandi stéttarfélag.
Þess er vænst að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en í byrjun ágúst nk.
Fyrirspurnum um starfið svarar Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rann-
sóknarráðs íslands í síma 562 1320.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra
Rannsóknarráðs íslands, Laugaveg 13,101 Reykjavík, eigi síðar en 11. júní nk.
SjÚKRAHÚS
REYKJ AVÍ KU R
Endurhæfingar- og taugasvið
Aðstoðardeildarstjóri
Laus er staða aðstoðardeildarstjóra á deild
R-2 að Grensási. Aðstoðardeildarstjóri sinnir
ásamt deildarstjóra daglegum rekstri deildar-
innar og leysir hann af í leyfum. Aðstoðardeild-
arstjóri tekur að sér verkefni tengd stjórnun
hjúkrunar á deildinni í samráði við deildar-
stjóra. Hjúkrun sjúklinga í endurhæfingu er
vaxandi áhugasvið innan hjúkrunar og á eftir
að eflast á komandi árum vegna áherslubreyt-
inga innan heilbrigðiskerfisins.
Óskað er eftir metnaðarfullum og framtaks-
sömum hjúkrunarfræðingi til að móta og
byggja upp endurhæfingarhjúkrun.
Staðan veitist frá 1. júli 1999 eða eftir nánara
samkomulagi.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. júní 1999.
Allar nánari upplýsingar veita Guðlaug
Rakel Guðjónsdóttir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 525 1652 og Margrét
Hjálmarsdóttir deildarstjóri í síma
525 1671.
Hjúkrunarfræðingur
Næturvaktir. Hjúkrunarfræðingur á fastar
næturvaktir óskast að Grensási.
Launaröðun hjúkrunarfræðings á næturvaktir
er samkvæmtframgangskerfi hjúkrunarfræð-
inga á SHR.
Nánari upplýsingar veita Ingibjörg S. Kol-
beins deildarstjóri R-3 í síma 525 1672
og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir hjúkrun-
arframkvæmdastjóri í síma 525 1652.
Geðsvið
Deildarlæknar
Lausar eru til umsóknar þrjár stöður deildar-
lækna við Geðsvið Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Stöðurnar veitast frá 1. júlí eða síðar eftir sam-
komulagi. Tvær stöðurnar eru við bráðamót-
tökudeild A-2 og ein við dagdeildir geðsviðs
á Hvítabandi.
Vaktir (staðarvaktir) eru við bráðaþjónustu-
og móttökudeild. Um er að ræða fjölbreytt
störf við greiningu, meðferð og endurhæfingu.
Ráðning í heilsársstöðu gefur möguleika á
þátttöku í hópmeðferðardeild þar sem um er
að ræða langtíma innsæismeðferð.
Ýmsir möguleikar eru á rannsóknarverkefnum
og góðfræðsla er í boði. Stöðurnar leggja
góðan grunn að framhaldsnámi í ýmsum
greinum læknisfræðinnar, en einnig góðartil
viðhaldsmenntunar reyndra lækna eða fyrir
þá, sem eru að koma heim úr sérnámi.
Allar frekari upplýsingar gefur Halldór
Kolbeinsson forstöðulæknir geðsvids
Sjúkrahúss Reykjavíkur, Ásgeir Karlsson
yfiriæknir og Ingvar Kristjánsson sérfræð-
ingur hópmeðferðardeild.
Skriflegar umsóknir berist Halldóri Kolbeins-
syni forstöðulækni geðsviðs Sjúkrahúss
Reykjavíkurfyrir 15. júní nk.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum fjámálaráðherra og
viðkomandi stéttarfélags.
Tónlistafólk
Tónlistarskóli Húsavíkur auglýsir lausartil um-
sóknar stöðursöngkennara, píanókennara,
kennara á málmblásturshljóðfæri og kórstjóra.
Launakjörsamkvæmt gildandi kjarasamning-
um, auk þess eru greiddar 10 klst í yfirvinnu
á mánuði á starfstíma skólans.
Sóknarnefnd Húsavíkur auglýsir lausa til um-
sóknar stöðu organista og kórstjóra við Húsa-
víkurkirkju. Góð laun í boði.
Umsókarfrestur er til 31. maí og skal umsókn-
um skilað til skólans í Skólagarði 1.
Nánari upplýsingarveitirskólastjóri í síma
4641741 og sóknarprestur í síma 464 1317.