Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999 E 15 Ármannsfell hf. er leiðandi fyrirtæki ( íslenskum byggingar - og verktakaiðnaði. Fyrirtækið var stofnað 1965 og er því eitt elsta byggingafyrirtæki landsins. í dag starfa um 100 manns hjá Ármannsfelli. Ármannsfell stundar alhliða byggingastarfsemi, bæði framleiðsiu og sölu á íbúðum og atvinnuhúsnæði, auk verktaka- starfsemi. Verkefnin eru fjölbreytt og verkefnastaðan mjög góð framundan. Ármannsfell er síungt fyrirtæki með starfsmenn á öllum aldri og býður upp á metnaðar- full verkefni, góðan starfsanda og gott starfsumhverfi. Trésmiðír Vegna mikilla verkefna framundan þurfum við að bæta við nokkrum trésmiðum. Góð laun í boði fyrir góða menn í uppmælingu. Reynsla er æskileg en ekki skilyrði. OUpplýsingar gefur Guðmundur Gunnarsson á skrifstofunni FunahöfOa 19 eða f sfma 577 3700 og 897 3751 Rangárvallahreppur Leikskólakennarar athugið! Leikskólakennara vantar á leikskólann Heklukot á Hellu frá 1. júní 1999. Leikskólinn ertveggja deilda leikskóli með sveigjanlegum dvalartíma og vel mannaður leikskólakennurum. Hella er þorp í 800 manna sveitarfélagi í u.þ.b. 90 km fjarlægð frá Reykjavík. Upplýsingar gefur leikskólastjóri eða aðstoðar- leikskólastjóri í síma 487 5956. Kennarar athugið Við Kirkjubæjarskóla á Síðu eru eftir- farandi stöður lausar næsta vetur: Kennarastöður: Kennslugreinar meðal annars íslenska, handmennt, smíðar, bekkjarkennsla og samfélagsfræði. Kirkjubæjarskóli er á Kirkjubæjarklaustri. Öll almenn þjónusta er til staðar og samgöngur eru góðar. Kennurum er útvegað ódýrt hús- næði og flutningsstyrkur er greiddur. Veðrátta og umhverfi staðarins er með því þesta sem þekkist en stolt skólans eru þó nemendurnir 90 sem eru kurteisir, duglegir og skemmtilegir. Skólinn er vel búinn tækjum og rúmgóður. Upplýsingar gefa Guðmundur Þorsteinsson, skólastjóri, í síma 487 4633/487 4826 og Jóhanna Vilbergsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 487 4633/487 4814. Iðnskólinn í Hafnarfirði Reykjavíkurvegi 74 og Flatahrauni, sími 555 1490, fax 565 1494. E-mail: idnhafn@ismennt.is íþróttakennari Laust er starf íþróttakennara við skólann frá og með 1. ágúst nk. Launakjör samkvæmt kjarasamningum ríkisins og HÍK eða KÍ. Allar naánri upplýsingasr gefur skólameistari í síma 5551490 og skulu umsóknir hafa borist undirrituðum fyrir 7. júní nk. Skólameistari. Við borgum þér fyrir að léttast 20 manns vantar, sem eru staðráðnir í að létta sig og láta sér líða vel. Engin lyf. 100% náttúru- leg efni. Stuðningurog ráðgjöf hjúkrunarfræð- ings. Upplýsingar gefur Soffía í síma 899 0985. Vélskóli íslands Kennari í tæknigreinum Laus er til umsóknar staða kennara í tækni- greinum á vél- og rafmagnsfræðisviði. Æskilegt er að umsækjendur hafi vélfræðings- menntun með starfsreynslu, tæknifræði- eða verkfræðimenntun. Starfsvið felst í bóklegri og verklegri kennslu í tæknigreinum og umsjón með tölvumálum skólans. Laun samkv. launakerfi HÍKog KÍ. Umsóknarfrestur er til 21. júní nk. Skriflegar umsóknir berist til: Vélskóla íslands, Sjómannaskólanum við Háteigsveg, 105 Reykjavík. Undirritaður veitir frekari upplýsingar í síma 551 9755 og 552 3766. Skólameistari. Frá Barnaskólanum í Bárðardal Tvo kennara vantartil almennrar kennslu og gæslustarfa. Einnig vantar stuðningsfulltrúa í hlutastarf. í skólanum eru 18 nemendur á aldrinum 8—12 ára. Bárðdælahreppur greiðir kaupauka samkvæmt sérsamningi við kennara. Áhugasamir hafi samband til að fá nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Svanhildur Hermannsdóttir, skólastjóri, sími 464 3291, fax 464 3215, netfang svanah@ismennt.is og Jóhanna Rögnvaldsdóttir, formaður skóla- nefndar, sími 464 3292, fax 464 3392, netfang storuvellir@siholf.is HREINSIBILAR Starfsfólk óskast Hreinsibílar ehf. óska eftir að ráða fólktil starfa. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu og reynslu af vélum, geta unnið almenna verk- takavinnu og hafa meirapróf. Mikil vinna, góð'laun. Upplýsingar gefur Jón Guðni í síma 551 5151. Hreinsibílar ehf., Bygggörðum 6. Sími 551 51 51. h háfell ehf. Vélamenn — Bílstjórar Óskum eftir að ráða vélamenn og vöru- bifreiðastjóra. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í síma 587 2300, Eiður og 894 3955 Magnús. Verkstjóri Seltjarnarneskaupstaðuróskareftir að ráða verkstjóra við Áhaldahús bæjarins. Verkstjórinn er staðgengill bæjarverkstjóra og hefur með að gera daglega stjórnun verk- amanna. Nánari upplýsingar gefur bæjartæknifræðingur í síma 561 2100 eða 898 0740. Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra Hollustuverndar ríkisins er laus til umsóknar. Starfsskyldur skrifstofu- stjóra eru fyrst og fremst fjáramálastjórn og starfsmannamál aukyfirumsjónar með starf- semi almennrar skrifstofu. Skrifstofustjóri er nánasti samstarfsmaðurforstjóra. Háskóla- menntun er áskilin ásamt viðeigandi starfs- reynslu. Launakjöreru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 8080, 121 Reykjavík fyrir 10. júní nk. Öllum umsækjendum verður svarað, en upplýsingar ekki veittar í síma. Hollustuvernd ríkisins. Hollustuvernd ríkisins starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (nr. 7/1998). Stofnunin annast yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti, mengunarvarnaeftirliti, eiturefnaeftirliti og rann- sóknum sem þessu eru tengdar. Starf Hollustuverndar beinist að því að vernda þau lífsskilyrði, sem felast í ómenguðu umhverfi, þrif- legum híbýlum, heilsuvænum matvælum og skaðlausum nauðsynja- vörum. Starfsmenn eru um 50 og árleg velta um 200 m. kr. Hollustuvernd ríkisins er reyklaus vinnustaður. Neytendasamtökin augiýsa eftirfarandi störf laus til umsóknar: Skrifstofustjóri Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólamenntun eða sambærilega menntun, hafi góða þekktingu og reynslu í félagsmálum og sé vanurskipulagn- ingu skrifstofustarfs. Leitað er að starfsmanni sem hefurfrumkvæði og getur starfað sjálfstætt. Löglærður starfsmaður Leitað er að löglærðum starfsmanni sem hefur frumkvæði og getur starfað sjálfstætt. Umsóknir sendist Neytendasamtökunum, Skúlagötu 26,101 Reykjavík merktar: „Skrifstofustjóri eða löglærðurstarfsmaður" eigi síðar en 4. júní nk. Neytend asamtö kin. Grunnskóli Eyrarsveitar, Grundarfirði Kennarar Grunnskóli Eyrarsveitar, Grundarfirði, óskar eftir að ráða kennara í almenna bekkjarkennslu, raungreinar og tungumál fyrir næsta skólaár. Grundarfjörður er fallegt sveitarfélag á norðanverðu Snæfellsnesi í um tveggja stunda fjarlægð frá Reykjavík. íbúar teljast á tíunda hundraðið og hefur fjölgað mikið síðustu ár. Skólinn er einsetinn með 209 nemendur. I Grundarfirði er öflugur tónlistarskóli, góður leikskóli, mikill íþróttaáhugi og góð íþróttaaðstaða. í Grundarfirði starfa öflug foreldrasamtök sem m.a. hafa staðið fyrir öflugu félagslífi nemenda og stuðlað að auknum félagsþroska á margvíslegan hátt. Kennarar á Grundarfirði hafa gert sérsamning við sveitarfélagið. Nánari upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir, skólastjóri, í vs. 438 6637 eða hs. 438 6511 og Ragnheiður Þórarinsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í vs. 438 6619 og hs. 438 6772. Umsóknir sendist sveitarstjóranum í Grundar- firði, Grundargötu 30, 350 Grundarfirði. IÐNSKÚUNN f REYKJAVfK Fjármálastjóri Staða fjármálastjóra er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýs- ingar um starfið veita starfsmannastjóri og skólameistari í síma 552 6240. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra fyrir 7. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað. Framtíðarstarf Óskum eftir að ráða duglegan og laghentan starfsmann í vinnslusal okkar. Um er að ræða vinnu við svampskurð og lager- störf. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að skila umsóknum sínum í afgreiðslu Morgun- blaðsins merktum: „Framtíðarstarf — 2000" fyrir laugardaginn 29. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.