Morgunblaðið - 09.06.1999, Side 4

Morgunblaðið - 09.06.1999, Side 4
Morgunblaðið á netinu www.mbl.is >tb 9. júní - 22. júní SJÓNVARP .....623 ÚTVARP.......30-43 Ýmsar Stöðvar .30-43 Krossgátan .........44 Þrautin þyngri . . . .45 íþróttir Beinar útsendingar f sjónvarpi .............13 Perlur og svín á þjóðhátíðardaginn Endurspeglast Þjóðarsálin í Lísu og Finnboga? . . .16 Heimakirkja - beint heim í stofu! Trúarstöðvum ferfjölgandi í útvarpi og sjónvarpi . . .28 Morgunblaðið / Dagskrá Útgefandi Árvakur hf. Kringl- unni 1 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 5691100 Auglýsingar 5691111. Dagskrá: beinn sími: 5691259 Beiskt eftirspil Hússins á sléttunni Judd Nelson laus og liðugur Hver man ekki eftir hinum myndarlega fyrirmyndarföður Michael Landon úr Húsinu á slétt- unni? Svo virðist sem hann hafi ekki veriö við eina fjöl- ina felldur T einka- lífinu. Sonur hans, Michael Landon Jr., lauk nefnilega nýveriö við sjálfsævisögulega sjónvarpsmynd sem dregur upp heldur dökka hliö á Landon hinum eldri, en hann lést úr krabbameini árið 1991. Þrátt fyrir að í myndum sínum hafi hann haldið fjölskyldugild- um á lofti yfirgefur Landon aðra eiginkonu sína og fjölskyldu í myndinni „Michael Landon, faðirinn sem ég þekkti" og tekur saman við yngri konu. „Ég á þetta ekki skilið," segir konan hans, sem leikin er af Cheryl Ladd. „Nei, elskan, en égé þetta skilið," segir þá Landon. Sonur hans, Mike, eyöir mörg- um árum í aö kom- ast yfir áfalliö sem fylgir skilnaði for- eldra sinna en nær sér loks á strik. Myndin endar á sáttanót- um en á heildina litið er hún ansi beiskt eftirspil sem leikið er heldur glaðhlakkalega yfir gröf Landons hins eldri. Cheryl Ladd og John Schneider í hlutverk- um Landon-hjónanna. Judd Nelson úr framhaldsþáttunum Laus og liöug eöa „Suddenly Susan" ætlar að hætta í þáttaröðinni. Nelson leikur ritstjóra tfmaritsins í þáttunum sem gefið er út í San Francisco þar sem uþþtökurnar fara fram. Hann kemur fram í síðasta skipti í lokaþætti þessa tímaþils vestanhafs og verður brotthvarf hans tilkynnt í þáttunum sem hefja göngu sína næsta haust. Eftir heimildum Variety var þetta sameiginleg ákvörðun leikarans og framleiðenda þáttanna þar sem hvorir tveggja voru sammála um að persóna Nelsons og samband hennar við Susan (Brooké Shields) hefði skilað öllu sem þaö þyði upp á. Steven Siebert, umboðsmaður Nelsons, segir að tími sé til kominn fyrir hann að taka sér eitthvað nýtt fyrír hendur. „Judd vill einbeita sér að kvikmyndum," segir hann. Næstu verkefni Nelsons verða myndin „Light it Up" frá Fox sem sýnd veröur áriö 2000 og gamanmyndin „Endsville". Hann var síöast á hvíta tjaldinu áriö 1997 í myndinni „Steel" með Shaquille O’Neal í aðalhlutverki sem fékk dræma aðsókn. Leikarahópurinn í Lausri og liðugri hefur gengið f gegnum rysjótta tíð undanfarið. Shields og eiginmaður hennar, Andre Agassi, skildu í síðasta mánuði og leikarinn David Strickland, sem lék tónlistargagnrýnandann Todd, hengdi sig í Las Vegas í mars. ] Fólk Sést loks í andlitið á Wilson • Lokaþáttur Handlagins heim- ilisfööur var sýndur vestan- hafs fyrir skömmu og fékk mikið áhorf. Þar fær Jill, eigin- kona Tims Allen, vinnu fyrir ut- an bæinn og fjölskyldan glímir viö að þurfa að flytja. Sem vekur ótal minningar og rétt- lætir að valin brot séu sýnd úr eldri þáttum. Athygli vekur að Jonathan Taylor Thomas, sem hætti í byrjun þessa síðasta tímaþils, kemur hvergi fram f þættinum og ekki heldur Pamela Ander- son, sem var fyrsta verkfæra- stúlkan. Á móti kemur að and- litið á nágrannanum Wilson, sem leikinn er af Earl Hindm- an, sést í fyrsta skipti í átta ára sögu þáttanna. —★★★— Starfsmaður CIA fyrir slysni • Angela Lans- bury, sem líklega er best þekkt fyr- ir leik sinn f þátt- unum Morðgátu, leikur einkaspæj- arann Mrs. Polli- fax í samnefndri sjónvarpsmynd á CBS. Myndin sem þyggó er á vin- sælum skáldsögum Dorothy Gilman, fjallar um ekkju sem ákveður að gerast einkaspæj- ari og fær úthlutaö verkefni hjá CIA vegna misskilnings. Hún kemst í hann krappan f Marokkó en nær að bjarga sér og Jack, öðrum útsendara CIA sem leikinn er af Thomas lan Griffit, úr höndum mannræn- ingja. Auk þess lendir Mrs. Pollifax í ýmsu öðru sem tæp- ast getur talist alvanalegt fyrir konur á hennar aldri. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.