Morgunblaðið - 09.06.1999, Page 25
Guðrún las fyrlr börnin á leikskólanum Sælukoti sem heilludust af töfrum sögunnar.
Morgunblaðið/Golli
að hafa til að bera að þínu
mati?
„Ég tel að það sé afar mikil-
vægt að fullorönir hafi líka
gaman af barnabókum. Sumir
halda að það sé auöveldara
að skrifa fyrir börn en full-
orðna, en það er alrangt. Börn
eru svo fullkomlega heiðarleg.
Þau segja hreint út: „Þetta er
asnalegt" ef þeim sýnist svo.
Fyrstu árin í lífi barna eru svo
mótandi og þess vegna er það
heillandi verkefni að skrifa fyrir
þau. Góð barnabók þarf að
vera bók sem börn vilja lesa
og því er fyrsta skilyröiö að
hún sé aölaöandi í augum
barnsins. Til þess að skrifa
barnabók þarf að vera eitthvað
eftir af barninu f manni sjálf-
um. Það S ekki að hlífa börn-
um heldur segja þeim sann-
leikann. Þannig er hægt að
hjálþa börnum aö takast á við
alls konar erfiöleika og að
eygja leið út úr þeim."
SAMBAND LESANDA
OG BÓKAR
- Finnst þér þókin eiga undir
högg að sækja á tímum mynd-
banda og tölvuleikja?
„Afþreyingarflóran hefur vax-
ið til muna undanfarin ár en
ég held að bókin sé ekki á
undanhaldi. Bókin er svo allt
öðruvísi miöill heldur en t.d.
sjónvarp. Sérhver manneskja
upplifir bók á sinn hátt og þaö
er ekki hægt að taka frá
henni. En fjölmiðlaefni upplifa
allir eins, þar er ekki til staöar
þetta beina samband sem er
milli lesanda og bókar."
- Eru útvarpsleikrit búin að
missa töfrana?
„Ég held að minna sé hlust-
að á útvarpsleikrit nú en áður.
En auövitað hlusta alltaf ein-
hverjir á útvarpsleikrit og út-
varpiö er og verður mjög sterk-
ur miðill. Mér finnst það mjög
virðingarvert af Ríkisútvarpinu
að reyna að halda sínu striki
og ráðast í þessa vinnu."
- Hefur samfélagið breyst
mikið síðan Jón Oddur og Jón
Bjarni sprönguðu hér um göt-
ur?
„Ég er ekki viss um það.
Þær bækur voru endurútgefnar
nýlega og það kom mér á
óvart hvað við þurftum litlu að
breyta. Þær hafa elst mjög
vel, mér sýnist börn í dag eiga
við sömu vandamál að etja og
þá, því börn verða alltaf börn.“
25