Morgunblaðið - 09.06.1999, Side 27
□ Pættk
• ••
Lea Thompson leikur Caroline
Duffy í þáttunum Carotine
í stórborginni.
Fjórir myndaflokkar hefja göngu
sína á Stöð 2 í júní og eru
Murphy Brown, Caroline f stór-
borginni, Orðspor og loks
Sundur og saman í Hollywood.
Þættirnir um fréttahaukinn
Murphy Brown, sem leikin er af
Candice Bergen, veröa á mið-
vikudags og fimmtudagskvöld-
um. Hún er skapstór, þrjóskur
ogjafnframt umhyggjusamur
og hæfileikaríkur fréttamaður.
Þá er hún einstæö móðir og á
stundum erfitt með að láta
enda ná saman.
Caroline í stórborginni er nýr
grínþáttur um skopmynda-
teiknarann Caroline Duffy. Hún
vinnur aö teiknimyndasögunni
„Caroline í stórborginni" sem
endurspeglar í raun einkalíf
hennar sjálfrar og persónurnar
svara til vina hennar og vanda-
manna. Einkalíf Caroline er
ekki upp á marga fiska þrátt
fýrir að henni vegni vel f starfi.
Lea Thompson er í aöalhlut-
verki í þáttunum sem sýndir
eru á fimmtudagskvöldum.
Nokkur stórmenna 20. aldar
eru til umfjöllunar f þáttunum
Orðspor. Næstu þættir verða
tileinkaöir John Wayne, Lee
Strasberg, Billie Jean King og
Maríu Callas og fleiri stór-
mennum. Leitast er við að
segja sögur þessa fólks á per-
sónulegan hátt, sýnd eru brot
MurphV Brown
úr viðtölum við það og vini
þeirra og eru herlegheitin sýnd
á sunnudögum.
Ekki er hörgull á ástarsam-
böndum í Hollywood sem lof-
uðu góðu en fóru forgöröum. í
Sundur og saman í Hollywood
er farið ofan í saumana á sam-
skiptum kynjanna og reynt aö
sýna veruleikann á bak við
tjöldin þar sem ástir, kynlíf og
hneykslismál eru stöðugt í
brennidepli. Fjallað er um ástir
stórstjarna, þeirra sem reynt
hafa að slá í gegn og jafnvel
ósköp venjulegs fólks sem
flækst hefur í örlaganeti ástar-
innar í Hollywood.
Upplýsin gamiðstöðin
LM - þar sem íslenska er líka toluð
ertu nokkuð að
Hjónabönd og skilnaðir hafa
sjaldan verið fyrirsjáanlegir í
Hollywood. í þáttunum Sund-
ur og saman í Hollywood eru
ástarmál borgarbúa f
brennidepli.
27