Morgunblaðið - 09.06.1999, Side 47
íslenska drauminn: hús og Mæjorka-
brúnku. Kaupa í því skyni gamalt bak-
arí og ætla að sölsa undir sig pylsu-
brauðamarkaðinn með undirboðum.
Marta (Steinunn Ólína Þorsteinsdótt-
ir), eigandi stórrar brauðverksmiðju,
stendur í veginum. En hjónin hafa
fleiri áætlanir á prjónunum. Vonbrigði
frá hendi Óskars Jónassonar, sem á
að baki tvær meinfyndnar myndir (Só-
dóma Reykjavík, Sérsveitin SSL). Nú
nær hann sér örsjaldan á flug (sölu-
mennska Finnboga hvað skást). Leik-
aramir standa sig engu að síður með
ágætum, enda einvala lið. RÚV, 17.
Júní.
The Sunshine Boys (75)
Gömlu klækjarefirnir Walter
9 Matthau og enn frekar George
Burns (fékk Óskarinn) fara á skeiði í
bráðfyndinni mynd um gamla keppi-
nauta af Broadway og tilraunir leik-
stjórans Richards Benjamin við að fá
þá til að koma einu sinni fram til við-
bótar - í sjónvarpsþætti. Byggð á
smellnu leikriti eftir Neil Simon, sem
samdi það þessum síungu æringjum
til heiðurs. TNT, 22. júní.
Turner og Hooch -
Turner and Hooch ('89)
/ Rannsóknarlögreglumaður
9 (Tom Hanks) í smábæ fær dul-
arfullt morðmál í hendumar. Og, það
sem verra er, risastóran, forljótan,
síslefandi og að því er virðist morðóð-
an hund. Aldrei eins fyndin og hún
ætti að vera en saemileg skemmtun
þó. Langdregin á köflum en Hanks er
góður og hundurinn hrikaleg sjón og
miður geðsleg. Þeir gera oft meira fyrir
myndina en myndin fyrir þá. Stöð 2,
18. júní.
ISPENNUMYNDIR
Flóttinn - The
Getaway ('94)
i/ Ekki frum-
HÍ myndin góða
frá Peckinpah ('72),
heldur býsna góð eftirlíking eftir Ástral-
ann Roger Dorraldson. Fylgir forveran-
um nánanst skot fyrir skot. Fyrrverandi
fangi (Alec Baldwin) gerir upp sakimar
við óvini sína er bankarán fer út um
þúfur. Kim Basinger fer létt með að
skyggja á Ali McGraw en Baldwin pass-
ar ekki eins vel í hlutverk sitt og Steve
McQueen fyrrum. Mestur munurinn þó
á aukaleikarahópnum. Hér enj ekki
karlar eins og Slim Pickens, Ben John-
son og Al Lettieri, menn sem tæpast er
hægt að jafna. Altént tekst þeim það
engan veginn Michael Madsen, James
Woods og David Morse. Ágæt afþrey-
ing engu að síður. Bfórásin, 12. júní.
The Big Sleep ('46)
Sú eina sanna. Bogart og
Bacall í ógnarformi. Bogie leik-
ur Philip Marlowe, einkaspæjara í Los
Angeles, sem flækist inn í einstaklega
snúið morðmál þar sem m.a. koma
við sögu tvær fagrar hershöfðingja-
dætur (Bacall og Martha Hyers) og
undirheimalýður af öllum stærðum.
Fleiri stórmenni kvikmyndasögunnar
leggja hönd á plóginn: Leikstjórinn
Howard Hawks, tónskáldið Max Stein-
er og síðast en ekki síst rithöfundarnir
William Faulkner og höfundur bókar-
innar, Raymond Chandler. ATH: Ef
myndin er sýnd í tölvustýrðum litum,
þá takið þá AF! Annað er (að mínu
mati) skemmdarverk. TNT, 16. júní.
Geimþokan - Star Trek:
The Motion Picture (79)
/ Fyrsta “Trekkamyndin” gerist á
9 23. öld og segir frá æsispenn-
andi baráttu Kirks kafteins og félaga
við stórhættuleg árásaröfl utan úr
geimnum. Ég hef löngu gleymt henni
og ruglað saman við hinar. Maltin
segir hana sæmilega. Leikstjóri: Ro-
bert Wise. William Shatner, Leonard
Nimoy, DeForest Kelly og Stephen
Collins. RÚV, 18. júní.
Blóð og sandur -
Blood and Sand ('41)
U Fræg mynd frá gullaldartíma
9 hjartaknúsarans Tyrones
Power, vinsælustu stjörnu 20th Cent-
ury Fox, ogjarðarbúa, um árabil.
:Þetta er ein hans frægasta mynd,
melódrama um spænskan nautabana
sem verður þjóðhetja fyrir afrek sín í
hringnum en verður fótaskortur í ásta-
málum. Linda Darnell leikur góðu
stúlkuna en Rita Hayworth þá slæmu.
Glæsilegt leikaravalið kóróna þeir Ant-
hony Quinn og John Carradine. Sögu-
leg afþreying. Stöð2, 13. júní.
Leikurinn - The Game ('97)
jj Á afmælisdaginn sinn fær við-
9 skiptajöfur gjafabréf frá fyrir-
tæki sem sérhæfir sig í að krydda tiul-
veru viðskiptavinanna. “ryddið” reynist
þó bráðdrepandi áður en yfir lýkur.
Gagnrýnandi Mbl., Al, sagði myndina
fínustu afþreyingu, spurning væri
hvernig endirinn, sem orkaði tvímælis,
færi ífólk. Stöð 2, ll.júní.
Ógnir í Búrma -
Beyond Rangoon ('95)
/ Búrma árið 1988, borgarastyrj-
9 öldin í fullum gangi. Aðalper-
sónan bandarískur ferðalangur (Pat-
ricia Arquette) sem verður vitni að of-
sóknum herstjórnarinnar gegn lýðræð-
issinnum í landinu. U Aung Ko er mun
áhugaverðari sem túlkur með pólitísk-
an bakgrunn, sem reynir að hjálpa
stúlkunni úr landi. Forvitnileg mynd
frá John Boorman, litlu meira. Frances
McDormand, Spalding Gray. RUV, 19.
júní.
The Sea Hawk ('40)
Titilpersóna frægustu skylm-
inga- og sjóræningjamyndar
allra tíma og bestu myndar Errols
Fiynn er breskur kapteinn sem Eng-
landsdrottning (Flora Robson) skikkar
til að berja á spönskum í Vesturheimi.
Hér sést meira af stjórnviskunni -
þeim eiginleikum Elísabetar fyrstu
sem fram komu í Elizabeth. Krydduð
mögnuðum bardagaatriðum og
sverðaglamri. Hreinræktað ævintýri
undir styrkri stjórn Michaels Curtiz.
Ómissandi. TNT, 12. júní.
Uppreisnin á Bounty -
Mutiny On Bounty ('62)
/ Marlon Brando leiðist ekki
0 Þessa dagana að gera lítið úr
sér í hverri ruslmyndinni á eftir annarri.
Hér er hann ennþá nokkuð stoltur
stórleikari þótt endurgerð ævintýra-
myndar um eina frægustu uppreisn og
paradísarheimt sögunnar sé fjarri því
að vera ein af hans bestu. Hann er
dálítið undarlegur Christian Fletcher.
Trevor Howard er snöggtum betri sem
Bligh skipstjóri. Reynið að sjá klassík-
ina frá '32, með Clark Gable og
Charies Laughton. TNT, 21. júní.
BflRNa-OQ
FjÖLSKYLDUMYNDIR
Fálkamærin - Lady-
hawke ('85)
/ Sverðaglamur
9 og seiðskrattar
í miðaldaævintýri sem
alltaf er gaman að horfa á en skilur
sáralítið eftir. Einkar lokkandi leikara-
hópur með Hauer í hlutverki víga-
manns sem breytist í úlf á nóttunni en
Pfeiffer er stúlkan hans, sem verður
haukur á daginn, svo þau fá ekki að
unnast. Broderick sér um kómíkina
sem ungur þjófur er hjálpar þeim að
losna undan álögunum. Sýn, 17. júní.
Konungborin brúður -
The Princess Bride ('87)
// Ævintýramynd af gamla skólan-
9 um hvað efni snertir en með-
ferð leikstjórans Robs Reiners er fersk
og tölvuvædd. Prins (Gary Elwes) ein-
hvers staðar úti í buskanum lendir í
mannraunum við að bjarga prinsess-
unni sinni út höndum fóla og furðu-
vera. Elwes er mélkisulegur burðarás,
Mandy Patinkin og Chris Sarandon
standa sig betur sem vondu kallarnir.
Handritið eftir William Goldman {Butch
Cassidy..., All The President's Men),
af öllum mönnum. Sýn, 11. júní.
DANS- OQ SONQVMMYNDIR
| Your Cheatin'
| Heart('64)
jy George Ha-
9 milton stendur
I sig vonum framar í
góðri mynd um Hank Williams, einn
vinsælasta kántrísöngvara allra tíma.
Breyskan mann sem þoldi ekki stór-
stjörnustandið og fór að lokum illa.
Tvímælalaust besta mynd Hamiltons,
tónlistin er lífleg og vel hefur tekist að
endurskapa andblæ fimmta og sjötta
áratugarins í Nashville. TNT, 14. júní.
VESTRAR
Þrumufleygur og
Léttfeti -
Thunderbolt and
Lightfoot (74)
jj Þrumufleygur
W (Clint East-
wood) og Léttfeti (Jeff Bridges) skipu-
leggja og fremja bíræfið rán í gaman-
samri blöndu af spennumynd og
drama. Cimino fer einkar vel með vin-
áttusamband stjamanna tveggja og
skapar góðan félagaanda í sinni fyrstu
mynd. Þetta var hans fýrsta mynd, síð-
an kom gulimolinn The Deer Hunter,
sú þriðja stórskellurinn Days of Hea-
ven. Ótrúlegur ferill. Bíórásin, 19. júní.
Sæbjörn Valdimarsson.
Ut
l
é
T
Meistaraverk
Góð
Sæmileg
Léleg
47