Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.06.1999, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr kjarasamningur bankamanna Fá 80 þúsund kr. eingreiðslu NYR kjarasamningur Sambands íslenskra bankamanna og viðsemj- enda þeirra var undirritaður í há- deginu í gær og telur Friðbert Traustason, formaður SIB, hann gefa kringum 7% launahækkun á samningstímanum að meðtalinni 80 þúsund króna eingreiðslu um næstu mánaðamót. Launin hækka um 0,3% 1. júlí og um 3,5% 1. janú- ar næstkomandi en samningstím- inn er út næsta ár. Samningar bankamanna hefðu að öðrum kosti runnið út 1. september næstkom- andi. I samningnum er nýmæli um fæðingarorlof foreldra og munu bankarnii- frá 1. júlí greiða í allt að sex mánuði fastráðinni konu í fæð- ingarorlof! sem svarar 80% af mis- mun á óskertum launum og greiðsl- um Tryggingastofnunar ríkisins til foreldra, þ.e. samanlögð fjárhæð fæðingardagpeninga og fæðingar- styrks. „Karlmaður skal njóta sömu greiðslu þann hluta orlofsins sem hann tekur ef foreldrar ákveða að skipta sex mánaða fæðingaror- lofi á milli sín,“ segir í samningn- um. Fyrir utan þetta eru fastráðn- um starfsmanni banka greiddar 36.658 krónur við barnsburð. „Þessar nýju reglur um fæðing- arorlof og fastagreiðsluna eru góð- ur áfangi að okkar mati, tryggja konum betri rétt og auka jafnréttið í fæðingarorlofsmálunum,“ sagði Friðbert. Hann sagði 80 þúsund króna eingreiðsluna til komna sem viðurkenningu á ákveðnu álagi sem nú er á bankamönnum vegna 2000- vandans. „Við teljum þennan samning færa bankamönnum að meðaltali um 7% launahækkun á samnings- tímanum ef við reiknum áhrif 80 þúsund króna eingreiðslunnar með. Við erum tiltölulega ánægð og teljum okkur ágætlega sett og ég tel launahækkunina viðunandi á samningstímanum." Bankar lokaðir á aðfangadag? Samningurinn er undirritaður með fyriryara um samþykki félags- manna SIB. Friðbert segir samn- inginn hafa verið sendan gegnum Netið en hann verður einnig kynnt- ur sérstaklega á fundi næstkom- andi þriðjudag. Atkvæðagreiðsla fer síðan fram á miðvikudag og fóstudag í næstu viku og atkvæðin talin eftir aðra helgi. Auk þess að greiða atkvæði um sjálfan samninginn greiða banka- menn atkvæði um það hvort þeir kjósa að aðfangadagur verði gerð- ur að frídegi í bönkum. Segir Frið- bert það lengi hafa verið ósk þeirra, ekki síst bankamanna í mörgum útibúum þar sem vinnu hafi iðulega ekki verið lokið fyrr en um kl. 14 á aðfangadag. Hljóti hug- myndin samþykki innan SIB munu bankar og sparisjóðir væntanlega gefa starfsmönnum frí á aðfanga- dag í ár. Sökkti þýskum kafbáti við Island fyrir 55 árum Hundruð fugla misstu hreiður sín Morgunblaðið/Júlíus Reykjavíkurflugvelli í gær. kom þar að landi minn að nafni Devaux fyrir fimm árum og keypti hana,“ sagði Philippe Jay flugstjóri. „Flugvélin var flutt til Frakk- lands og yfirfarin og gerð flug- hæf á ný. I það fóru 6.000 vinnu- stundir. Eftir það flaug hún í heilt ár um öll lönd Afríku og var notuð til kvikmyndunar vegna þáttagerðar franska sjónvarps- ins. Síðan var hún fastagestur á flugsýningum og í nóvember sl. var henni fiogið frá Toulouse í Frakklandi til Santiago í Chile með viðkomu á nokkrum stöðum í Afríku og Suður-Ameríku til að minnast fornra flugafreka,“ sagði Jay. Jay sagði að gefa yrði sér góð- an tíma tii að komast milli staða á Katalínunni, því farflugshraði flugvélarinnar væri ekki nema 110 hnútar, eða álíka og lítillar fjögurra sæta einshreyfils flug- vélar. KATALÍNA-flugvélin á til fólks- og vöruflutninga í vest- anverðu Kanada um árabil og seinna var hún útbúin til að ráð- ast gegn skógareldum og varpa vatni á þá. í reiðileysi í áratug „Hún lá síðan ónotuð og í hálf- gerðu reiðileysi í Parrysound í Kanada í áratug og beið þess eig- inlega að bera beinin þar. En þá NYSIMANIJMEK 5401400 Akureyri. Morgunblaðið. GÍFURLEGIR vatnavextir eru í ám í Eyjafirði í kjölfar hlýindanna að undanfömu og jafnvel minnstu bæjarlækir eru kolmórauðir og vatnsmiklir. Svarfaðardalsá flæddi yfir bakka sína og hafa hundruð fugla, í það minnsta, í friðlandi Svarfdæla misst hreiður sín, að sögn Þorgils Gunnlaugssonar bónda á Sökku. Fuglamir voru því ansi ráðvilltir og vandræðalegir í gær þar sem þeir syntu um þá staði þar sem hreiður þeirra vom áður. Þorgils hefur búið á Sökku alla sína tíð og þekkir því vel til árinnar og lífríkisins kringum hana. Hann sagði að þetta ástand skapaðist með reglubundnu millibili og um leið færi mikið af hreiðrum fugla á flot, auk þess sem slælönd og beiti- lönd skemmdust. Þorgils sagði að tjónið væri mest hjá gæsum, önd- um og hettumávum, en yfir 50 fuglategundir hafa sést í friðland- inu gegnum tíðina. Morgunblaðií/Kristján ÞORGILS Gunnlaugsson bóndi á Sökku í Svarfaðardal horfir yfir Svarfaðardalsá, frá hlaðinu á Sökku, þar sem hún hefur flætt yfir bakka sína. Á efri myndinni má sjá að hundmð fugla misstu hreið- ur sín við ána og vom þeir mjög vandræðalegir og ráðvilltir við ár- bakkann, eins og þessar gæsir. „Þessir miklu vatnavextir eru þó heldur seinna á ferðinni nú en venjulega og þetta vor var að mínu viti með lakasta móti. Hér er víða mikið kal í túnum og ástandið er með því versta sem sést hefur í Svarfaðardalnum í manna minn- um. Flóðin koma með vissu millibili, eftir mikla snjóavetur og kalt vor og þegar svo fer að hlýna. Hér er um að ræða tilfinnanlegt tjón og ekki em mörg ár síðan flóð ollu miklum skemmdum hér á engjum," sagði Þorgils. Hálfs árs fangelsi fyrir skattsvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 52 ára gamlan karl- mann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt og eignaskatt, lögum um tekjustofna sveitarfélaga og al- mennum hegningarlögum. Akærði var einnig dæmdur til að greiða 1,8 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Akærði, sem var sakfelldur fyrir að tilkynna ekki skattstjóra um starfsemi hlutafélags sem hann sá um daglega fjármálastjóm fyrir á tímabilinu 1991-1993, var einnig sakfelldur fyrir að vanrækja skil á virðisaukaskatti að fjárhæð tæpar 230 þúsund krónur og að hafa ekki tekjufært í bókhald og vantalið tekjur fyrirtækisins að fjárhæð 4,5 milljónir króna, þannig að vantal- inn tekjuskattur nam rúmum 1.800 þúsund krónum. Þóttu brot ákærða stórfelld og þótti því refsing hans hæfílega ákveðin fangelsi í sex mánuði, en þar sem ákærði hafði ekki fyrr sætt refsingu sem máli skipti við meðferð málsins og þess, að rann- sókn málsins dróst á langinn hjá skattayfirvöldum, þótti rétt að hafa fangelsisdóminn skilorðs- bundinn. FAGURGLJÁANDI Katalína- flugvél lenti í Reykjavík um klukkan 17 í gær, sem væri vart í frásögur færandi nema sakir þess að í einum leiðarigri sinum í seinni heimsstyrjöldinni fyrir 55 árum sökkti áhöfn hennar þýsk- um kafbáti hér við Iand. Flug- stjórinn í þeirri ferð, Tom Cooke, Iifir í hárri elli, að sögn Frakkans Philippe Jay, sem er núverandi flugstjóri vélarinnar. „Þessi flugvél á mikla sögu þó samtals hafi hún ekki flogið nema í um 12.700 klukkustund- ir,“ sagði Jay flugstjóri. Héðan kemur flugvélin frá Oshawa í Ontario í Kanada eftir viðkomu í Gæsaflóa og Syðri-Straumfirði og heldur áfram á morgun til Parísar með viðkomu í Edinborg í Skotlandi þar sem eldsneyti verður tekið. Flugvélin hefur smíðanúmer 9767 og var í sveit kanadiska flughersins sem hafði aðsetur hér á landi í seinna stríðinu. Var hún einkum notuð til kafbátaleit- ar og til að veija skipaiestir. Bar- daga áhafnar hennar við þýskan kafbát árið 1944 lyktaði með því að kafbátinum var sökkt. Eftir stríð var flugvélin notuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.