Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Frelsisherinn var „fall- byssufóður“ ✓ Astralskur læknir hjúkraði særðum her- mönnum Frelsishers Kosovo í helli stein- snar frá vígstöðvunum. Kukes í Albaníu. Reuters. FRELSISHBR Kosovo (UCK), sem nú telst meðal sigurvegara í átökun- um í Júgóslavíu, varð íyrir óþarflega miklu mannfalli og liðhlaupi á síðustu dögum stríðsins, að mati ástralsks skurðlæknis sem hlynnti að særðum liðsmönnum hersins. „Þeir voru fyrst og fremst fall- byssufóður og þeir eru úrvinda," sagði Craig Jurisevic, sem er frá Adelaide í Astralíu. Foreldrar hans fluttust þangað frá Slóveníu, sem fékk sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991. Juresevic stjórnaði neyðarskýli í helli aðeins um 300 metra frá víg- stöðvunum þar sem liðsmenn Frels- ishersins áttu í höggi við serbneskar hersveitir. Frásögn Juresevics af lífinu og dauðanum á vígstöðvunum, þar sem óþjálfaðir hermenn - margir sjálf- boðaliðar af albönsku bergi brotnir, búsettir erlendis - voru ofurliði born- ir af margfalt öflugri her Serba, hef- ur ekki verið staðfest af óháðum að- ila. Ekki eru heldur til opinberar töl- ur um liðsstyrk Frelsishersins eða mannfall í honum. En frásögn læknisins er í sam- ræmi við það sem sumir hernaðar- sérfræðingar hafa sagt í einkasam- tölum um Frelsisherinn, að hann hafi verið alltof vanmáttugur og óskipu- lagður til þess að eiga nokkra mögu- leika gegn Serbum, ef ekki hefðu komið til loftárásir Atlantshafs- bandalagsins í 79 daga samfleytt. í rúmlega hálfan mánuð hlynnti Juresevic að særðum hermönnum Frelsishersins skammt frá vígsöðv- unum við Pastrik-fjall í vesturhluta Kosovo. Bandarískar sprengjuflug- vélar gerðu árás á serbneskar sveitir þar í byrjun vikunnar eftir að Frels- isherinn hafði orðið fyrir miklu mannfalli í tilraunum sínum til að hrekja Serbana á braut. „Strákarnir þarna voru flestir úr Atlantshafshersveitinni, sem var hópur Kosovo-manna sem höfðu flust til Bandaríkjanna og gerst sjálfboðaliðar, og svo var líka þama sveit þýskra Kosovo-manna,“ sagði Juresevic. „Þessar sveitir voru flest- ar án foringja. Það hefðu átt að vera um 20 foringjar við Pastrik, en ég sá yfirleitt ekki fleiri en fjóra eða fimm.“ „Hermennirnir sátu þama og dag- lega rigndi yfir þá sprengjukúlum. Þeir höfðu fengið skipanir um að gera ekki árásir og svara ekki skotárásunum til þess að ergja ekki Serbana. Margir vora að hugsa um að koma sér heim, sérstaklega þessir bandarísku." Juresevic sagði að Frelsisherinn hefði sent sjálfboðaliðana á þessar vígstöðvar „til þess að geta sjálfir setið rólegir á öraggum stað og sötr- að kaffi“. Eftir reynslu sína á vígstöðvunum er Juresevic svartsýnn á að friður komist auðveldlega á. Samkvæmt samningnum um frið í Kosovo ber Frelsishemum að „afvopnast", en ekki er fyllilega ljóst hvað það mun merkja. „Sveitimar sem ég hef áhyggjur af era þær sem vora að berjast inni í Kosovo og komu hingað til að berjast á þessum vígstöðvum. Þetta fólk er fullt hefndarþorsta og ég á eftir að sjá að það leggi niður vopn.“ Juresevic benti á að það væri hægt að kaupa Kalasjníkov-riffil „héma alls staðar“ fyrir sem svarar um 12 þúsund krónur. „Það verður erfitt að afvopna UCK, að ekki sé minnst á alla íbúana.“ ERLENT Wá 711 g/ Wf/M f í .# Mm 1' / Jllj í BIJÐUM flóttafólks frá Kosovo í bænum Kukes í Albaníu. Reuters Pólitísk staða Kosovo-héraðs í framtíðinni óljós Sjálfstæði ekki talið lítilokað KBln. AP. PÓLITÍSK framtíð Kosovo-héraðs er óljós, samkvæmt friðarsáttmálan- um, en embættismenn Bandaríkj- anna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) segjast sjá fyrir sér að það verði alþjóðlegt vemdarsvæði sem að nafninu til heyri undir Júgóslavíu en kunni í framtíðinni að verða sjálf- stætt ríki. Þegar flóttafólk úr héraðinu snýr heim á leið og samfélagið verður til á ný verður Kosovo að segja má „ein- angrað" frá Júgóslavíu, að sögn hátt- setts embættismanns hjá NATO. íbúar í Kosovo munu ekki vera í júgóslavneska hernum eða greiða skatta til Júgóslavíu. Ný lögregla og nýtt dómskerfi verða byggð upp án serbneskra áhrifa. Gjaldmiðillinn verður líklega þýsk mörk eða bandarískir dollarar. Viðskiptum verður beint suður á bóg- inn og í vestur til Albaníu, Makedón- íu og Svartfjallalands, en ekki í norð- ur til Serbíu. Ekkert þessara atriða er tekið fram í sáttmálanum sem Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti skrifaði undir. Þegar aðildarríki NATO lögðu drög að pólitískri framtíð Kosovo var þess vandlega gætt að fram kæmi að héraðið yrði áfram hluti af Jú- góslavíu. Það var lykilatriði í að fá samþykki Milosevics og Rússa að leggja áherslu á að júgóslavnesku landi yrði ekki skipt. Vestur-Evrópuríkin eru þar að auki flest á varðbergi gagn- vart afleiðingum þess að Kosovo segi skilið við Júgóslavíu. En ályktunin sem öiyggisráð Sa- meinuðu þjóðanna samþykkti í fyrra- dag kveður á um að „tekið verði fullt tillit til Rambouillet-sáttmálans", en það var höfnun Milosevics á þeim sáttmála sem leiddi til þess að loft- árásir NATO hófust 24. mars. I sáttmálanum var að finna ná- kvæmar tillögur að sjálfstjórn Kosovo, um 120 manna þing, reglu- gerð um kosningar, óháða dómstóla, héraðsstjórafr, lögreglu og landamæravörslu. Samkvæmt sáttmálanum sem sam- þykktur var nú í vikunni mun aðskiln- aður Kosovo frá Serbíu, mikilvægasta ríkinu í Sambandsríkinu Júgóslavíu, aukast og líkurnar á að Serbar ráði einhverju um stöðu héraðsins minnka, að sögn embættismanna. Skyndilega daglegur gest ur á sjónvarpsskjánum The Washington Post. LIKLEGA vissu ekki margir hver Jamie Shea var áður en Atlants- hafsbandalagið (NATO) hóf loft- árásir á Júgóslavíu fyrir tveimur og hálfum mánuði. Frá því í mars hefur þessi mjög svo beinskeytti talsmaður í höfuðstöðvum NATO í Brussel hins vegar verið nánast daglegur gestur á heimilum íbúa hins vestræna heims, og þótt víð- ar væri leitað, og að mörgu leyti orðið andlit bandalagsins út á við, og þá sérstaklega hvað varðar stríðsrekstur þess gegn Siobodan Milosevic Júgóslavíuforseta. Hvern einasta dag braut Shea, sem er Ijörutíu og fimm ára Breti, sér leið framhjá fjöldamörgum sjónvarpsmyndavélum og frétta- mönnum og steig upp á svið, gjarnan með einhvern háttsettan herforingja í eftirdragi, í því skyni að hefja enn eina munnlega hriðskotaárásina gegn Milosevic og kumpánum hans, og ekki þá • síst meintum þjóðernishreinsun- um Serba í Kosovo. Fréttamannafundir Sheas reyndust undarleg blanda predik- unar, háskólafyrirlesturs og leik- sýningar og það grunaði víst fáa sem hlýddu á cockney-ensku She- as, sem var borinn og barnfæddur í austurhluta London, að þar færi maður sem hefði doktorsgráðu frá Oxford-háskóla. Á hinn bóg- inn mátti oft heyra að Shea er víðlesinn mjög enda beitti hann gjarnan sögpilegum eða bók- menntafræðilegum skírskotunum. Á fundum sinum með fréttamönn- um líkti hann Milosevic þannig til skiptis við Harry Houdini, Loðvík fjórtánda, A1 Capone eða Saddam Hussein. Jafnframt kunnu Frakk- ar vel að meta hversu reiprenn- andi Shea var talandi á franska tungu. Beindi máli sinu til almennings í NATO-löndunum Þótt hinir daglegu frétta- mannafundir Sheas væru fyrst og fremst opnir blaðamönnum og sjónvarpsfréttafólki var augljóst. frá byrjun að hann beindi máli sínu til þeirra sem sátu heima í stofu, íbúa hinn nítján aðildar- landa NATO. Markmið Sheas var að sannfæra almenning um nauð- syn stríðsrekstursins og þannig styrkja samstöðu NATO-ríkjanna, en um leið að reyna að valda sundrungu meðal leiðtoga Jú- góslavíu í Belgrad. Shea er fjarska ólíkur þeim ímyndarsérfræðingum sem ráða ríkjum í stjórnmálum nútímans, „spinnurunum" sem ákveða hvað megi segja og hvernig það er bor- ið á borð. Ekki er hins vegar um það deilt að hann hefur kynnt sér vel þá list að sannfæra hóp manna um tiltekin sjónarmið, um það ber doktorsritgerð hans vitni, en hún fjallaði um hlutverk evrópskra menntamanna í tilraunum í fyrri heimsstyijöld til að tryggja stuðn- ing almennings við stríðsrekstur- inn. Gerður að talsmanni NATO árið 1993 Foreldrar Sheas voru verkafólk og hann var sá fyrsti í fjölskyldu sinni sem gekk menntaveginn til enda, og náði sér í háskólagráðu. Hann hóf störf hjá NATO árið 1980, vann sig smátt og smátt upp metorðastigann og hóf að skrifa ræður fyrir framkvæmdastjóra bandalagsins 1988. Hann var gerður að talsmanni NATO árið 1993. Talsmaður NATO hefur hins vegar ekki fram að þessu verið mjög sýnilegur umheiminum. For- ystumenn NATO eru gjarnan stjórnmálamenn, eða fyrrverandi stjórnmálamenn, og hafa kunnað vel að meta sviðsljósiö. Frá og með 24. mars síðastliðnum, þegar Shea birtist í fyrsta skipti á sjón- varpskjánum í því skyni að ræða nýhafnar hernaðaraðgerðir NATO í Júgóslavíu, hefur hann hins vegar verið í stöðugri beinni útsendingu, ef svo má að orði Reuters Jamie Shea komast, og nafn hans er skyndi- lega á hvers manns vörum. í Persaflóastríðinu varð Norm- an Schwarzkopf hershöfðingi eig- inlegt andlit vesturveldanna út á við en Wesley Clark, yfirmaður herafla NATO, sem stýrði aðgerð- unum gegn Júgóslavíu, hefur hins vegar tekist illa að fela þá fyrir- litningu sem hann hefur á fjöl- miðlafólkinu, og jók það enn mik- ilvægi Sheas. Ekki alltaf haf- sjór fróðleiks Að vísu hefur Shea ekki alltaf verið hafsjór fróðleiks og að mörgu leyti hefur bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, reynst fréttamönnum betri upp- spretta upplýsinga enda fór inik- ill hluti áætlanagerðar vegna stríðsins fram þar og Bandaríkja- menn lögðu aukinheldur til meg- inhluta hernaðartækjanna sem NATO notaði í stríðinu. Af þess- um sökum hefur Jamie Rubin, talsmaður bandariska utanríkis- ráðuneytisins, oft á tíðum haft yf- ir betri upplýsingum að ráða. Rubin segir hins vegar mikil- vægt að Shea skyldi taka að sér það forystuhlutverk sem hann gerði svo tryggt væri að andúð manna á áhrifum Bandaríkjanna drægi ekki úr stuðningi við stríð- ið. „Og ég verð að segja að þótt Shea beiti óhefðbundnum aðferð- um þá hefur honum tekist að koma þeim skilaboðum á fram- færi að það var bráðnauðsynlegt að beita vopnavaldi," sagði Ru- bin. Ekki hafa allir verið jafn hrifn- ir af frammistöðu Sheas og senni- lega hefur gagnrýnin verið einna hörðust heima fyrir en mörgum í breska stjórnkerfinu finnst með öllu óhæft að talsmaður NATO tali með þeim „ófína“ cockney- hreim sem Shea gerir. Hvað sem því líður er ljóst að þegar stríðs- rekstur NATO í Júgóslavíu hverf- ur af forsíðum dagblaðanna getur Shea valið úr atvinnutilboðum í einkageiranum, sökum þeirrar auglýsingar sem hann hefur sjálf- ur fengið í daglegum sjónvarps- útsendingunum. Nokkur girnileg tilboð munu þegar hafa borist og er Shea sagður hafa tjáð vinum sínum að hann muni liklega taka einhveiju þeirra áður en mesti Ijóminn hverfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.