Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ
V 72 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999
FRÉTTIR
í DAG
Mannréttindasamtök
innflytjenda
STOFNFUNDUR Mannréttinda-
samtaka innflytjenda á íslandi og
fjölskyldna þeirra verður í dag,
laugardag kl. 14 í sal Miðstöðvar
nýbúa við Skeijanes, (SVR endastöð
leiðar 5) vestan við Reykjavíkur-
flugvöll.
I fréttatilkynningu segir: „Sam-
tökin munu m.a. starfa að beinum
hagsmunamálum innflytjendafjöl-
skyldna á íslandi en þar er víða pott-
ur brotinn og þau munu verða virk í
allri umræðu í samfélaginu og
gagrýnin á aðgerðir stjómvalda.
Stofnfélagar eru þegar um 60 og er
öllum einstaklingum og lögaðilum
heimilt að verða félagar. Hægt er að
skrá sig í samtökin á stofnfundinum
eða í netfangi samtakanna: human-
iceEhotmail.com."
Tilboð óskast í Fjord
24 feta sportbát
Báturinn er með 200 hestafla Volvo Penta-vél
og er vel búinn tækjum.
Upplýsingar gefur Ásgeir
í síma 5644626 og 897 7499
Tricity Bendix
Þmrkari
• Einfaldur en
mjög öflugur
• Tekur 5 kg.
af þurrþvotti
• Snýr í báðar áttir
• Krumpuvörn
• Tvö hitastig
• Barki fylgir
19.800 kr.
linkaþ'ilir Ivrir |>iirricira !i.4(h) kr.
% „ Ú% ' J
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver þekkir
myndlistar-
manninn?
RUT hafði samband við
Velvakanda. Hún sagðist
hafa keypt fjögur málverk
og væri að reyna að hafa
uppi á myndlistarmannin-
um. Á myndinni stendur
E. Jðnsdóttir og aftan á
henni Elísabet Jónsdóttir.
Þeir sem geta gefíð upp-
lýsingar hafi samband eft-
ir kl. 19 við Rut í síma
557 8162.
Þáttur í norska
sjónvarpinu
7. JÚNI síðastliðinn var
sýndur þáttur í sjónvarp-
inu í Noregi, svokallaður
„stefnumótaþáttur". í
þættinum voru þrjár ung-
ar stúlkur og bauðst þeim
að fara með ungum
manni til útlanda. Þær
áttu að svara spurningum
og sú sem ynni fengi ferð-
ina með manninum. Ein
stúlknanna var íslensk.
Stúlkurnar kynntu sig og
þáttarstjórnandinn
spurði íslensku stúlkuna
um tísku og fegurð ís-
lenskra kvenna. Þá sagði
íslenska stúlkan að það
væri mikO samkeppni
milli íslenskra kvenna,
allar vildu vera fallegar
og flottar, og sagði svo að
það skipti engu máli þótt
þær hefðu ekkert á milli
eyrnanna, þær fengju
vinnu ef þær væru falleg-
ar. Sem sagt: að útlitið
skipti öllu máli.
Mér finnst það skömm
að segja svona í norsku
sjónvarpi og álitshnekkir
fyrir íslensku kvenþjóðina
og það var mikið hlegið að
þessu hér. Fólk tók þessu
eins og íslenska kvenþjóð-
in væri heimsk. Það er
skömm fyrir íslensku
kvenþjóðina að svona sé
sagt í norsku sjónvarpi.
Sigríður Ingvadóttir,
Noregi.
Götur
í Meiahverfi
ÞAR sem verið er að lag-
færa allar götur hérna í
Melahverfinu hvers
vegna er þá ekki settur á
einstefnuakstur um Mel-
haga? Hér er apótek,
læknastofur, skólar,
sundlaug og pósthús og
mikil umferð í kringum
þessa staði. Gatnamálayf-
irvöld ættu að athugið
málið.
Melabúi.
Tapað/fundið
Eyrnalokkur
týndist
SPORÖSKJULAGAÐUR
eyrnalokkur, með áteikn-
uðum þremur rósum og
tveimur grænum blöðum,
tapaðist fyrir utan Skalla,
Bónus eða Esso, Reykja-
víkurvegi 50 í Hafnarfirði.
Skilvís fínnandi hafi sam-
band í síma 555 0923.
Fjallahjól í óskilum
FJALLAHJÓL fannst
fyrir rúmum tveimur vik-
um við Tæknigarð, Dun-
haga 5. Upplýsingar í
móttöku í síma 525 4920.
Myndavél í óskilum
MYNDAVÉL fannst á
reiðgötu við Elliðavatn sl.
miðvikudag. Upplýsingar
í sfcna 553 5394.
Brún hliðartaska
týndist
MÁNUDAGINN 7. júní
týndist brún hliðartaska
með rennilás. Skilvís finn-
andi hafi samband í vinnu-
síma 570 1862.
Gulur gsm-sími
týndist
NOKIA 5110, gulur, týnd-
ist seinni partinn sl. mið-
vikudag á Miklubrautinni
frá Grensásvegi að Land-
spítalanum. Þeir sem geta
gefið upplýsingar hafi
samband í síma 553 7690.
Brún budda
týndist
SÁ SEM fann budduna
mína með öllum skilríkj-
um í Björnsbakaríi við
Austurströnd eða við
Sundlaug Seltjarnarness
sl. laugardag 5. júní kl.
9-10 vinsamlega skiii
henni á næstu lögreglu-
stöð eða hringi í síma
561 7013.
Kvenhringur
týndist í Lágmúla
KVENHRINGUR týnd-
ist í Lágmúla í byrjun
maí. Finnandi vinsamlega
hringið í 588 4588. Fund-
arlaun.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
MJÖG þrifnir og gullfal-
legir kettlingar fást gef-
ins. Upplýsingar í síma
482 3027.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Tukmakov, Úkraínu, Bur-
makin, Rússlandi, og Pa-
vasovic, Slóveníu, allir með
6V4 vinning af 8 möguleg-
um.
STAÐAN kom upp á öfl-
ugu opnu móti í Pula í
Króatíu sem er að
ljúka. Bratovic,
Króatíu, var með
hvítt, en Barle
(2.380), Slóveníu,
hafði svart og átti
leik.
16. - Bxh2+! og
hvítur gafst upp,
því eftir 17. Kxh2
- Dh5+ fellur
hvíti hrókurinn á
dl.
Fyrir síðustu
umferðina á mót-
inu voru þeir
efstir Malanjuk og
HVÍTUR leikur og vinnur.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrífar...
VÍKVERJI fékk ofanígjöf í les-
endabréfi nú í vikunni fyrir
pistil sinn um Evrópusöngvakeppn-
ina síðastliðinn laugardag. Skoðana-
skipti eru af hinu góða og sjálfsagt
hefur bréfritari eitthvað til síns
máls, en rök hans nægðu þó ekki til
að breyta afstöðu Víkverja til „tyrk-
neska framlags" Þjóðverja í keppn-
inni.
Víkverji ætlar sér ekki að fara út
í blaðadeilur um þetta mál, enda
hefur hann alltaf litið svo á að allir
hafi rétt á að hafa sína skoðun á
mönnum og málefnum. Víkverji vill
hins vegar benda bréfritara á að
það var ekki af „þekkingarleysi" á
málefnum innflytjenda í Þýska-
landi, sem hann setti fram skoðun
sína. Víkverji gerir sér fulla grein
fyrir vandamálum þessa fólks. En
þótt fjórar milljónir manna af tyrk-
neskum uppruna búi í Þýskalandi
finnst Víkverja ekki réttlætanlegt
að Þjóðverjar fari að umbylta rót-
gróinni menningu sinni til að þókn-
ast þeim. Er ekki eðlilegra að gera
þá kröfu til tyrknesku innflytjend-
anna að þeir reyni að aðlaga sig að
menningu Þjóðverja?
Bréfritari varpar fram þeirri
spumingu hvort íslenska lagið í
keppninni hafi nokkuð frekar átt
skylt við hefðbundna alþýðutónlist
síns lands en framlag Þjóðverja? Að
vísu ekki ef litið er til gamalla ís-
lenskra þjóðlaga. En við megum
ekki gleyma því að við Islendingar
búum á hinu engilsaxneska menn-
ingarsvæði og dægurtónlist okkar
hefur vitaskuld þróast í samræmi
við það. Ný kynslóð íslenskra dæg-
urlagahöfunda hefur í vaxandi mæli
tileinkað sér þá strauma og stefnur
í dægurtónlist sem viðgangast allt í
kringum okkur og ekkert við það að
athuga að mati Víkverja. Dægur-
tónlist á Vesturlöndum, og þar á
meðal á Islandi, er sprottin úr jarð-
vegi vestrænnar menningar, en
ekki sótt í tónlistarhefðir framandi
þjóða.
Víkverji er hins vegar þeirrar
skoðunar að betur hefði farið á því
að flytja Eurovision-lagið á íslensku
og tekur undir með bréfritara að ís-
lendingar hafi þarna „fórnað eigin
tungu á altari alþjóðlegrar menn-
ingarhyggju," eins og það er orðað.
Og Víkverji hefði gjarnan viljað
heyra ögn þjóðlegra lag sem fram-
lag íslendinga og minnir enn og aft-
ur á að ekki sé fullreynt með Geir-
mund.
XXX
VÍKVERJI er stoltur af ís-
lenska landsliðinu í knatt-
spyrnu þrátt fyrir tapið í Moskvu
nú í vikunni. Að tapa eitt núll fyrir
Rússum á þeirra heimavelli er eng-
in skömm. Þvert á móti hafa strák-
arnir okkar, með Guðjón Þórðar-
son í broddi fylkingar, gert ótrú-
lega hluti á knattspyrnusviðinu og
eru komnir lengra í Evrópukeppn-
inni en nokkurn hafði órað fyrir og
hægt er að gera kröfu til.
Víkverji vill ennfremur benda á
að ekki er öll nótt úti enn. Baráttan
á toppnum er galopin eftir jafntefli
Ukraínu og Armeníu og við íslend-
ingar eigum eftir heimaleik gegn
Andorra, sem reikna má með að við
vinnum. Hvað hina leikina tvo varð-
ar, gegn Frökkum úti og Úkraínu
heima, getur brugðið til beggja
vona og farsælast að vera hóflega
bjartsýnn í þeim efnum. En hvernig
sem allt fer getum við verið stolt af
strákunum okkar. Þeir eru þjóðar-
sómi.