Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
ÍBV og Fram gerðu jafntefli í eínum grófasta leik sumarsins
ÍSLANDS- og bikarmeistarar Eyjamanna hafa ekki náð að
sýna sitt rétta andlit í sumar og hinn sterki leikmannahópur
iiðsins hefur verið brokkgengur í meira lagi. 1:1-jafntefii við
Fram á Hásteinsvelli á sunnudag sýnir að nú geta Eyjamenn
ekki einu sinni treyst á sigur á heimavelli í viðureignum sín-
um og er nú svo komið að liðið á í sarpi sínum átta stig að
loknum fimm leikjum, þar af þremur heimaleikjum. Þegar um
tvöfalda meistara síðasta árs er að ræða lætur nær að tala
um sjö stig töpuð fremur en átta stig unnin í því sambandi og
Ijóst er að Eyjamenn verða hreinlega að hysja upp um sig
brækurnar ef sigur á að vinnast á íslandsmótinu þriðja árið í
röð. Ekki aðeins þarf að bæta leik liðsins heldur er og um-
hugsunarefni að prúðasta lið deildarinnar í fyrra safnar nú að
sér spjöldum og á sunnudaginn fengu fjórir leikmenn að sjá
gula spjaldið. Ef ekki hefði komið til kjarkleysi dómarans
hefði einum og jafnvel tveimur leikmönnum liðsins verið vikið
af leikvelli fyrir ruddaleg brot. Því hafa menn ekki - hingað til
- átt að venjast af hálfu Vestmannaeyinga.
Bjöm Ingi
Hrafnsson
skrifar
Leikur liðanna hófst af krafti og
frá upphafi var ljóst að mikið
var í húfi. Leikmenn nutu þess
greinilega hve grasið
á Hásteinsvelli er
gott og gerðu í byrj-
un nokkrar heiðar-
legar tilraunir til að leika knatt-
spymu en fljótlega tók harkan öll
völd á vellinum og minna fór fyrir
markvissu spili.
Hinn gamalreyndi vamarjaxl í
liði Fram, Jón f>. Sveinsson, varð
fyrstur til að lenda í svörtu bókinni
dómarans fyrir ljótt brot og
skömmu síðar hefði Eyjamaðurinn
ívar Bjarklind átt að fara sömu leið
en af einhverjum ástæðum slapp
hann með skrekkinn. Þar með var
tónninn gefinn og pústrar og minni
háttar líkamsmeiðingar sáust út um
víðan völl. Ingi Sigurðsson fór fyrir
sínum mönnum í Eyjaliðinu í slíkum
leik, en þó ekki meira en dómarinn
leyfði, og fyrir ágengni Inga kom
fyrsta mark leiksins. Sævar Guð-
jónsson, varnarmaður Fram, fékk
knöttinn í vöminni frá Ólafi Péturs-
syni markverði og vildi ekki betur
til en svo að Sævar sendi á Inga
Ekki tilbúinn?
GÍSLI dómari Jóhannsson
átti afar slakan leik í Vest-
mannaeyjum og frammistaða
hans setti því miður mikinn
svip á leikinn. Er ávallt baga-
legt þegar slíkt gerist, því
leikur ÍBV og Fram var geysi-
mikilvægur báðum liðum í
toppbaráttu deildarinnar.
Mikilvægi leiksins kom ber-
lega í ljós í tilburðum leik-
manna og góður dómari hefði
strax átt að taka málin í sínar
hendur, kalla menn til sín og
setja hinum brotlegu stólinn
fyrir dyrnar. Þetta gerði Gísli
því miður ekki, heldur flautaði
ótt og títt, áminnti leikmenn
næsta tilviljunarkennt og án
þess að tala við þá um leið, og
brast svo kjark og þor er á
reyndi og rautt spjald hefði
verið eina eðlilega niðurstað-
an.
Ekki er spuming að leikur-
inn var grófur og eflaust hefur
ekki verið auðvelt að dæma
hann. En ef menn hafa ekki
kjark í slík verkefni er hvorki
þeim né viðkomandi liðum
neinn greiði gerður með að
setja þá í jafn erfið verkefni.
sem þakkaði kærlega fyrir sig með
næsta auðveldu marki rétt innan
vítateigslínunnar.
Fram að markinu höfðu Eyjamenn
sótt meira og stjórnað leiknum en
ekki átt nein umtalsverð færi. Þær
breytingar vom gerðar á uppstill-
ingu liðsins að Hlynur Stefánsson
og ívar Bjarklind vora færðir á
miðjuna og virtist það gefa ágæta
raun í byrjun; allténd unnu Eyja-
menn flest návígi og voru oft við það
að sleppa ^gegnum ótrausta vöm
gestanna. Atökin á miðjunni kost-
uðu þó sitt og einkum vöktu við-
skipti Hlyns og Steinars Guðgeirs-
sonar athygli því þeir slógust nán-
ast eins og hundur og köttur í fyrri
hálfleiknum. Hlaut Steinar gula
spjaldið fyrir brot og skömmu síðar
tók fyrirliðinn Hlynur sig til og sló
Steinar greinilega 1 andlitið. Ekki
hlaut Hlynur þó hina eðlilegu refs-
ingu fyrir slíkt athæfi, þ.e. rautt
spjald, heldur aðeins gult spjald og
var sú ákvörðun dómarans, Gísla H.
Jóhannssonar, auðvitað ekkert ann-
að en hneyksli.
Kjartan Antonsson, varnarmaður
Eyjamanna, varð fjórði leikmaður-
inn á vellinum til að hljóta áminn-
ingu fyrir leikhlé en í því höfðu
heimamenn sanngjama forystu, 1:0,
þótt markið hefði vissulega verið af-
ar slysalegt og komið upp úr engu.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyja-
manna, gerði strax breytingu á liði
sínu í hálfleik og tók af velli vamar-
manninn Bjarna Geir Viðarsson og
setti í staðinn færéyska landsliðs-
manninn Mörkore. Sannarlega
fækkaði í vörn heimamanna við
þetta og var eins og við manninn
mælt að sóknarmenn gestanna tóku
að láta meira á sér bera. Þetta átti
einkum við um Hollendinginn
Marcel Orlemans sem vann giska
vel til baka, fór samviskusamlega í
öll skallaeinvigi og kallaði ótt og títt
til samherja sinna, oftast í þeim til-
gangi að hvetja til sendinga í stað
kýlinga upp völlinn. Þar mælti
Hollendingurinn laglega, því ná-
kvæm stungusending Freys Karls-
sonar inn fyrir vöm meistaranna
var nóg til þess að Orlemans jafnaði
metin og sást vel á vinnubrögðum
hans þá að þar fer vanur marka-
skorari.
Hlynur Stefánsson varð að yfir-
gefa völlinn strax eftir mark
Framaranna vegna meiðsla. Það
kom þó vart að sök því Hjalti Jóns-
son gaf hvergi eftir í baráttunni á
miðjunni og smám saman tóku
Eyjamann aftur við stjómar-
taumunum. Framarar stóluðu
greinilega á skyndisóknir en annars
lágu þeir fremur til baka og vörðust
af skynsemi. Um hálfleikinn miðjan
lá við að það reyndist þeim dýr-
keypt er Steingrímur Jóhannesson
hamraði knöttinn af stuttu færi eftir
ágæta sókn en aðstoðardómarinn
veifaði rangstöðu við litla hrifningu
heimamanna sem þar töldu sig illa
svikna.
Undir lokin pressuðu heimamann
nokkuð stíft en Framarar vörðust af
miklum móð. Zoran Miljkovic, vam-
armaður Eyjamanna, var stálhepp-
inn að sleppa „aðeins“ með gula
spjaldið fyrir hrikalegt brot á Ivari
Jónssyni á hægri kantinum. Og
undir lokin munaði minnstu að
Framarar hreinlega stælu sigrinum
er Höskuldur Þórhallsson brunaði
einn upp völlinn í skyndisókn þegar
varnarmenn Eyjamanna vora enn í
sókn á hinum enda vallarins.
Höskuldur náði þó ekki að nýta hið
upplagða færi, var greinilega ekki
nógu snöggur að hlaupa, og ívar
Bjarklind gerði vel í að hlaupa á eft-
ir honum og verjast. Höskuldur gaf
á Hauk Snæ Hauksson, varamann
Framara, sem skaut hnitmiðuðu
skoti að marki en landsliðsmark-
vörðurinn Birkir Kristinsson var vel
staðsettur og varði vel. í því flautaði
dómarinn til leiksloka.
Jafntefli verða í heildina að telj-
ast sanngjörn úrslit en af viðbrögð-
um leikmanna að dæma að leik
loknum er ljóst að heimamenn
töldu tvö stig hafa tapast en
Framarar voru að sama skapi sátt-
ir við stigið sitt. Eyjamenn geta
enda verið ósáttir við frammistöðu
sína því ekki aðeins er lið þeirra
ósannfærandi og aðeins svipur hjá
sjón frá í fyrra, heldur virðist prúð-
mennskan einnig á bak og burt og
leikgleðin í lágmarki. Hringl með
stöður leikmanna virðist ekki gefa
nægilega góða raun og í vörninni
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
BARÁTTAN var mjög hörð í leik Eyjamanna og Framara á Hásteinsvelli á sunnudag. Steinar Guðgeirsson átti þá oft í harðri baráttu við fyrrverandi félaga sína í Eyjaliðinu og hefur
hér betur gegn Rúti Snorrasyni (nr. 14). Eyjamaðurinn Hjalti Jónsson og Framarinn ívar Jónsson fylgjast með.
er hinn gamalreyndi Miljkovic ekki
nálægt því jafn sterkur og undan-
farin ár. Þá hefur Hlynur fyrirliði
Stefánsson ekki heldur náð sér á
strik, þráðurinn hans virðist grun-
samlega stuttur og annað rauða
spjaldið í þremur leikjum hefði
verið furðuleg uppskera hjá jafn
reyndum og frábærum knatt-
spyrnumanni. Enn er þá ótalinn
Baldur Bragason, einn besti miðju-
maður landsins um margra ára
skeið. Hann er geymdur á vinstri
kantinum í Eyjaliðinu, er þar eins
og þorskur á þurru landi og nýtur
sín alls ekki. Miklu munar er slíkir
lykilmenn ná sér ekki á strik og á
meðan er ekki mikill meistarabrag-
ur á Eyjaliðinu. I raun má segja að
aðeins Ingi Sigurðsson hafi leikið
af eðlilegri getu en ívar Ingimars-
son var einnig traustur.
Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram,
er á hinn bóginn greinilega á réttri
leið með sitt lið. Þar fer saman
ágætur leikur á köflum og það að
leikmenn reyna ekki mikið meira en
þeir hafa getu og burði til. Enn sem
fyrr stóð Jón Þórir Sveinsson upp
úr í jöfnu liði þeirra. Hins vegar
verða þeir, eins og Eyjamenn, að
taka sig saman í andlitinu og fækka
brotum sínum því grófur leikur hef-
ur ekki hingað til átt upp á pallborð-
ið í Safamýrinni fremur en í Vest-
mannaeyjum og vonandi er það ekki
að breytast.
„Gaman að skora“
Iollenski sóknarmaðurinn
Marcel Orlemans skoraði í öðr-
um leik sínum með Fram og tryggði
Safamýrarliðinu dýrmætt stig á erf-
iðum útivelli. Orlemans hefur verið
iðinn við markaskoran þar sem
hann hefur leikið og sagðist eftir
leikinn í Eyjum á sunnudag vera
mjög ánægður með markið.
„Það er alltaf gaman að skora,
sérstaklega mikilvæg mörk eins og
þetta. Sendingin sem ég fékk [frá
Frey Karlssyni] var frábær og ég
gat varla annað en skorað,“ sagði
Hollendingurinn.
Orlemans segist hafa náð að sjá
nokkra leiki í deildinni frá því hann
kom og viðurkennir að liðin leiki
flest mun harðari knattspymu en
hann eigi að venjast. „Hraðinn í
leikjunum er mikill og maður þarf
að hafa sig allan við í baráttunni.
Vissulega þætti mér betra ef leik-
menn spiluðu meira sín á milli og
fækkuðu aðeins þessum tilgangs-
lausu langspörkum fram völlinn.
Við reyndum að spila í þessum leik,
en andstæðingurinn var erfiður og
leikurinn kannski nokkuð grófur.
Ég gat séð KR leika á laugardag og
hafði verið sagt að þeir væra mjög
góðir. Vissulega spiluðu þeir meira
saman en mörg liðin, en samt voru
þeir ekki eins góðir og mér hafði
verið sagt. En ég er nýkominn til
landsins og enn er mikið eftir af
mótinu. Því er betra að vera ekki
með ótímabærar ályktanir,“ sagði
Orlemans.
Vítaverð framkoma
EYJAMENN voru allt annað en sáttir
við jafnteflið í leiknum og í lokin
spöruðu þeir síst stóru orðin í garð
dómara leiksins. Slíkt getur vart
talist til fyrirmyndar, en getur þó
hent í hita leiksins og er oftast
gleymt litlu síðar.
Oprúðmannleg framkoma í garð
andstæðingsins er hins vegar önnur
saga og Ingi Sigurðsson, einn leik-
reyndasti leikmaður íslandsmeistar-
anna, gerði sig sekan um vítaverða
framkomu eftir leik þegar hann gekk !■
vasklega að Frey Karlssyni, einum
yngsta leikmanni Framara, og hótaði í
honum með miklum tilþrifum að
hann skyldi hafa verra af ef hann
þegði ekki. Gerðist þetta fyrir fram-
an Ijölda áhorfenda og setti slæman uj
blett á leikinn, sem var þó nógu gróf-íö-
ur fyrir.
Morgunblaðið hefur fengið staðfest
að eftirlitsdómari KSÍ varð vitni að
umræddu atviki og lét þess getið í
skýrslu sinni um leikinn. Má því bú-
ast við að framkoma Inga komi til
umræðu hjá aganefnd Knattspyrnu-
sambandsins á fundi hennar í dag.
Mörkore lék með
Eyjamönnum
NÝR leikmaður Eyjamanna fékk sína
eldskírn í seinni hálfleik og var þar
færeyski landsliðsmaðurinn Allan
Mörkore. Sá er framherji og getur
einnig leikið framarlega á miðjunni.
„Mörkore fékk tækifæri í seinni
hálfleik og stóð sig þokkalega. Hann á
eftir að laga sig að leik okkar og
verða sterkur í baráttunni,“ sagði
Bjarni þjálfari Jóhannsson um hinn
nýja leikmann sinn, sem kom til Eyja b[
eftir að hafa leikið tvívegis með fær- -
eyska landsliðinu í vikunni og náði
ekki að æfa með Eyjaliðinu fyrir leik-ái
inn gegn Fram. Fer ekki á milli mála sl.
að þar fer sterkur leikmaður, stór og g>..-
fylginn sér.
Steinar Guðgeirsson barðist gegn gömlu félögunum í Eyjum
„Hlynur sló mig í andlitið“
STEINAR Guðgeirsson, fyrirliði
Fram, átti ágætan leik gegn Eyja-
mönnum, en með þeim varð hann
einmitt tvöfaldur meistari á síðustu
leiktíð. Steinar lenti oft í harkalegri
baráttu á miðjunni og einkum vakti
athygli hve mjög þeir börðust hann
og Hlynur Stefánsson fyrirliði IBV.
Enduðu þau viðskipti með því að
Hlynur sló greinilega til Steinars
svo hann féll við, en dómarinn gaf
Hlyni aðeins gula spjaldið fyrir.
„Hlynur sló mig í andlitið, ég held
að það hafi flestir á vellinum séð.
Þetta var mikill baráttuleikur og fór
út í hreina vitleysu í fyrri hálfleik,
sem var grófur. En jafntefli í Eyj-
um eru alls ekki slæm úrslit fyrir
okkur og sýna að allt er hægt í
deildinni."
Telurðu að Eyjamenn séu með
jafn sterkt lið ogífyrra?
„Já, það held ég. Þeir eiga eftir
að ná upp meiri styrk í sinn leik og
verða erfiðir viðfangs. Við fóram
þrír frá þeim og þeir hafa fengið
sterka leikmenn í staðinn."
Steingrímur skoraði ekki
STEINGRÍMUR Jóhannesson, sá mikli markakóngur, náði ekki að
skora gegn Frömurum og þykja það mikil firn í Eyjum, enda hefur
Steingrimur skorað í siðustu ellefu heimaleikjum í röð - samtals
nítján mörk. Hins vegar hefur Steingrími lítið gengið í framlínu
meistaranna í útileikjum og þar er svo komið að hann hefur ekki
náð að koma tuðrunni í netið sjö leiki í röð. í núuútum talið er það
vel á sjö hundruð mínútur í leik.
^AIIs ekki áfall
fýrir okkur“
Ijarni Jóhannsson, þjálfari
lEyjamanna, sagði eftir leikinn
að jafntefli væru ekki þau úrslit
sem hann hefði kosið sér. „Við
fengum fullt af færam, en þeir í
raun aðeins tvö almennileg en samt
náðum við aðeins jafntefli. Markið
sem við fengum á okkur var mjög
klaufalegt og í raun má segja það
um okkar mark líka. En mér
fannst við stjórna leiknum og vera
betri,“ sagði hann, en viðurkenndi
að undir lokin hefðu Eyjamenn
verið heppnir að tapa ekki öllum
stigunum. „En ég tel líka að löglegt
mark hafi verið tekið af okkur þeg-
ar Steingrímur skoraði og rang-
staða var dæmd. En það mun lík-
lega aldrei sannast.“
En hvaðmeðhörkuna íleiknum?
„Leikurinn leystist upp í óþarfa
hörku, enda mildð í húfi og Framar-
ar vora greinilega komnir hingað til
að ná í eitt stig - jafntefli. Það vora
nokkur brot fremur gróf, en það er
aðeins einn maður sem stjómar
leiknum og undir honum er komið
hvort leikurinn fer úr böndunum
eða ekki. Þannig var Steinar [Guð-
geirsson] t.d. búinn að ergja Hlyn
mjög áður en hann braut á honum
og svo fór að Hlynur fór meiddur af
leikvelli. En dómarmn hafði alls
ekki næg tök á leiknum."
Er ekki áfall að hafa tapað sjö
stigum í fímm fyrstu leikjum móts-
ins?
„Nei, þetta er alls ekki áfall
fyrir okkur. Islandsmótið er að
spilast þannig að allir geta tekið
stig af öllum, hvar og hvenær sem
er. Vissulega hefði ég viljað sigur
í þessum leik og við erum ekki
beinlínis þekktir fyrir að missa af
sigrum hér á heimavelli. En það
var margt jákvætt í okkar leik og
einnig ýmislegt sem betur mætti
fara. Við verðum bara að laga það
fyrir næsta leik og verðum tilbún-
ir fyrir KR-ingana hér á laugar-
dag.“
Lflill meistara
bragur á leik
Eyjamanna
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 B 7
Sprunga en
vantar enn vök
„MARK er alltaf markmiðið og þegar færin eru mýmörg er
það enn súrara að skora ekki því í leiknum var það ekki
bara að færi væru mörg heidur vorum við algerlega að yfir-
spila mótherjana og leika góðan fótbolta - það vantar það
sem telur mest - mörkin,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari
Skagamanna að leikslokum. „Ég var sáttur við allt nema að
fá ekki mark, við höfðum leikinn algerlega í okkar höndum
þar til okkar maður fer útaf, sem mér fannst harður dóm-
ur.“
Er mikil pressa á liðinu um árangur?
„Mér hefur ekki fundist það fram að þessu, við höfum
reynt að hugsa eins lítið um það og hægt er og um leikina
sem búnir eru sem liðna tíð og litum fram á veg. Við skoruð-
um eitt mark á móti Fylki og vonuðum að það myndi brjóta
ísinn en það er bara komin sprunga og spurning hvort að
ekki komi vök til að fiska úr,“ sagði Logi spakmannlega.
Það fiska
ekki allir
sem róa
ÞAÐ fiska ekki endilega allir sem róa og þá lexíu fengu Skaga-
menn að læra á laugardaginn þegar Leiftursmenn sóttu þá heim
á Skipaskaga, því þrátt fyrir harða hríð að marki gestanna létu
mörkin á sér standa og lauk leiknum með 0:0 jafntefli. Skaga-
menn eru því enn án sigurs í næstneðsta sæti deildarinnar en
stig norðanmanna heldur þeim fyrir ofan miðja deild.
Alexander Högnason, fyrirliði
Skagamanna, var vonsvikinn
að leikslokum. „Það eru gífurleg
vönbrigði að fá ekki
þrjú stig úr þessum
leik, því við vorum að
spila virkilega vel, en
það var einhver hindrun fyrir
framan mark þeirra sem við náðum
ekki að yfirstíga. Við verðum bara
að vera jákvæðir og vona að sigur
fari að koma. Það er pressa á okk-
ur og við verðum bara að höndla
hana, en ég vona að í næsta leik
verði meira af fólki til að styðja við
bakið á okkur, við þurfum vissu-
lega á því að halda núna því það er
ekki nóg að styðja bara í vel-
gengni,“ sagði Alexander og hefur
trú á að sigur sé innan seilingar.
„Markmiðið í dag var eins og í
öllum leikjum að berjast, en af því
hefur ekki verið nóg í sumar. Nú
var barist af meiri hörku og það
skilaði sér svo að ég trúi ekki öðru
en það fari að koma sigur. Stund-
um er þetta svona í fótboltanum,
það gengur ekki allt eftir, en það
þýðir ekki að örvænta þó að topp-
baráttan sé langt undan heldur
vinna sína leiki og spá ekki í hvem-
ig leikir hinna liðanna fari.“
Skagamenn náðu fljótlega góð-
um tökum á leiknum. Sóknarmenn
Olafsfirðinga komust lítt áleiðis
gegn sterkri vörn ÍA með Reyni
Leósson á miðjunni og lentu oft í
rangstöðugildram þó að þeim tæk-
ist stöku sinnum að koma boltan-
um fyrir mark ÍA. Aftur á móti
jókst sóknarþungi heimamanna
stöðugt, en vamarmenn Leifturs
vora vandanum vaxnir. En þegar
einn þeirra var rekinn af velli
þyngdist róðurinn á ný. Síðari hálf-
leikur hófst með skothríð að marki
Leifturs og boltinn small í stöng og
slá auk þess sem varið var á línu,
en mörkin létu á sér standa. Þegar
skothríðin skilaði ekki árangri
reyndu Skagamenn meira að spila
sig í gegn en vöm Leifturs hélt vel.
„Þetta var erfitt, við misstum
mann út af og þurftum því að
þjappa okkur enn meira saman og
reyna að gera það besta úr stöð-
unni og við vörðumst vel, vörnin
small saman og við fengum okkar
skyndisóknir,“ sagði Hlynur Birg-
isson, varnarmaður Leifturs, sem
átti stórleik. „Skagamenn sýndu í
byrjun að þeir myndu gefa sig alla
í leikinn og við vissum að þetta
yrði sérstaklega erfitt fyrsta hálf-
tímann, eins og raunin varð á, en
síðan myndum við komast meira
inn í leikinn. En þá misstum við
mann út af og erfitt var að komast
meira inn í leikinn, svo í heildina
getum við því verið sáttir við jafn-
teflið.“
Matjiane
lofar
góðu
AKURNESINGAR tefldu
fram nýjum liðsmanni á
laugardaginn þegar Suður-
Afríkubúinn Kenneth
Oupa Matjiane lék sinn
fyrsta leik. „Hann hefur
sýnt að hann kann fótbolta
og lofar góðu en við sjáum
til,“ sagði Logi Ólafsson
þjálfari eftir leikinn um
hinn nýja leikmaun, sem er
á mánaðarreynslutíma.
Fyrirliðinn, Alexander
Högnason, tók í sama
streng. „Það er gott að *
spila á hann og það skap-
ast spil í kringum hann þó
að færin hafi ekki verið
mörg en ég hef trú á að
hann nýtist okkur ágæt-
lega.“